Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 30
Athyglis- verð hljóm- sveit A dögunum átti Glugginn Deið niður í Cudogier. Tilgang- nr ferðarinnar var samt ekki sá að kaupa rúðu, heldur að •hlusta á hijómsveitina Torrek, en herbúðir hennar eru einmitt i smá herbergiskytru efst uppi á iofti byggingarinnar. Hijómsveitin var stofnuð síð astliðinn janúar, svo von bráð- ar getur hún haldið upp á árs afmæli sitt. Að stofnun hljóm- sveitarinnar stóðu þau Drifa Kristjánsdóttir, Sveinn Magnússon, Ingólfur Sigurðs- son og Þór Sœvaldsson. Allt hefur fóik þetta baukað eitt- hvað við tónlistarflutning áður en Torrekið varð til. Flestir kannast við Drífu síð an hún söng með þjóðOaga- ílokknum Nútímaböm, en hún lék einnig í Hárinu. Drifa sér um mest allan söng hljómsveit- arinnar, og gegnir því hlut- verki eins og bezt verður á ikosið, og gefur hljómsveitinni þann stíl, sem er einkennandi íyrir tónlistarflutning hennar. Getum við mikils vænzt af henni í framtíðinni, svo fram- arlega sem hún heldur áfram á sömu braut. Með hljómsveit- arbraiskinu og leiklistinni stundar Drifa nám í Kennara- háskóla Islands. Sveinn Magnússon úr Kópa- voginum er bassaleikari hljóm- sveitarinnar. Hann hefur nokkuð gott vald á hljóðfæri sínu, enda búinn að fást við það síðan hann var smá gutti, að hans eigin sögn. Hann lék áður með skólahljómsveit í Kópavoginum ásamt Þór Sævaldssyni. Sveinn er, eins og Drifa nemi i K.H.I. Þór Sævaldsson er gítarieik- ari, og sá er ræður yfir hvað mestu og stærstu skapi innan vébanda hljómsveitarinnar. Hann lék, eins og áður hefur komið fram, með Svenna í skólahljómsveit, en lék svo með Plöntunni um tíma. Ekki lét piiturinn vel yfir veru sinni þar, iíkaði honum hvorki tónlistin sem hljómsveitin fiutti, né við samstarfsmenn sína í hljómsveitinni. En Viðar Jóns — taldi hann þó góðan i alla staði, og þó sérstaklega sem kassagítarleikara. Svo kom að því að Þór var spai'k- að úr hljómsveitinni. Þór er efnilegur gítarieikari og trúi ég að hann eigi eftir að gera marga góða hluti i fram- tíðinni, þvi hann hefur bæði hæfiieika og skap pilturinn sá. Ingólfur Sigurðsson hefur það starf að lemja húðirnar, og framkvæmir hann það nokkuð vel. Þó finnst mér að hann mætti vera aðeins kraftmeiri. Ekíki veit ég nein frekari deiii á manninum önnur en þau, að hann er úr Garðahreppn- um, og auik þess að vera trommuleikari er hann smiður, og fékk ég að finna ailóþyrmi- lega fyrir því, þvi er ég settist inn í bilinn hans, settist ég beint ofan á Waufhamar, sem vaæ ailt annað en notalegt. Hljómsveitin Torrek er svo heppin að haifa sveitamann á snærum sinum. Sá heitir Þórir Haraldsson og er ættaður aust an úr Gnúpverjahrepp. Trúði Þór mér fyrir því að sveita- maðurinn væri geysilegur hestamaður. Annars er Þórir orgelleikari hljómsveitarinnar og til þeirra starfa keypti hann sér nýtt Hammond og borgaði það á borðið, geri aðr- ir betur. Þórir tjáði mér að hann hefði áður leikið með hinni „landsfrægu" hljómsveit Rekkum frá Selfossi, en hljóm- sveitin lézt, eftir að hafa kom- ið fjórum sinnum fram á dans- ieikjum. Ekki er Þórir neinn afburða orgeileikari, en stend- ur þó alveg fyrir sínu og er sagður vera i mikilli framför. Auk orgelleiksins sér hann um röddun ásamt þeim Drifu og Þór, og ferst þeim það veil úr hendi. Ekki hefur Þórir ann- að starf en orgelieikinn og ætti hann þvi að hafa góð- an tíma til að æfa sig. Getum við því vænzt mikils af hon- um er timar liða. Siðan hljómsveitin tók til starfa fyrir tæpu ári, hef- ur ein breyting átt sér stað hjá henni, er Þórir kom inn með orgelið sitt, fyrir u.þ.b. mán- uði siðan. Aðallega hefur hljómsveitin leikið fyrir Reyk víkinga í Siifurtunglinu, en einnig hafa þau lagt land undir fót og leikið víða úti á landsbyggðinni við góðar und irtektir. Er ég spurði hvers konar tóniist hljómsveitin kæmi til með að flytja, sögðust þau stefna að því að spila góða tónlist, og reyna að hafa laga- valið sem fjölbreyttast, tii að geta náð til sem flestra. Sögð- ust þau ætla að ieggja mikla áherzlu á tónlist lika þeirri, sem Crosby, Stills, Nash & Young og Marvin, Welsh og Farrar flytja. Einnig töldu þau Deep Purple og Uriah Heep mjög góðar hljómsveitir og kváðu mjög skemmtilegt að leika tón- list þeirra, sem er „þungt rock", en það virðist vera, að lög í þeim stil komi helzt stuði i mannskapinn á dansleikjum um þessar mundir. Einnig töldu þau Emerson, Lake & Palmer í sérflokki. Um þróun popptónlistar, töldu þau að hún ætti eftir að fara yfir í hina svokölluðu „kúlu-tyggjó" tónlist (commer- cial) vegna þess að fólk ætti almennt betur með að skilja hana og dansa eftir henni, en framúrstefnu tónlist. Ef hljóm sveitir léku eingöngu framúr- stefnutóniist ættu þær mjög erfitt með að fá atvinnu, að þeirra dómi og atvinnu- laus hljómsveit getur tæplega lifað iengi. 1 heild er hljómsveitin ákaf- lega skemmtileg. Hún hefur al- veg sérstakar raddir, þar sem Drífa sér um aðalhlutverkið. Hljóðfæraleikur þeirra er ágætlega samstilltur og vil ég þá sérstaklega benda á bassa og trommuleik sem mér finnst ná ágætlega saman. Hræddur er ég um að Sveinn sé undir talsverðum áhrifum frá Jonna í Ævintýri, og er það ekiki leið- um að láikjast þvi eins og flest- ir vita er Jonni sennilega skemmtilegasti bassaleikairi iandsins. Gítarleikurinn hjá Þór er einnig ágætur, og sýn- ir hann oft stórgóð tilþrif. Þó finnst mér gitar og orgel ekki spila nógu mikið saman, en það má sennilega rekja til þess að Þórir er svo nýtilkominn í hljómsveitina að hann hefur því ekki náð til félaga sinna sem skyldi, en hann á örugg- lega eftir að falla vel inn í hljómsveitina með ttmanum. Gaman verður að fylgjast með Torrekinu í framtiðinni, því auk þess að vera hljóm- sveit í stöðugri framför hefur hljómsveitin þá sérstöðu nú, að hafa söngkonu í fremstu víglínu, en slíkt hefur ekki tekizt með góðu móti síð- an Shady Owens yfirgaf Trú- brot, en Töturum mistökst það á sinum tíma eins og menn muna, er hin ágæta söngkona Janis Carol var með þeim. Framtíðarvonir hljómsveitar innar eru að geta spilað vand- aða tónlist sem fólkið vill hlusta á, og að hún eigi eftir að þróast eðlilega fram á við. Og Glugginn óskar Torreki alls góðs á komandi ári og vill eindregið benda mönnum á, að þar er góð hljómsveit á ferð- inni sem vert er að gefa gaum að. Emerson Lake & Palmer Fyrir u.þ.b. 18 mán- uðum var hljöm- sveitijn Emerson, Lake and Palmer stofnuð. Aðalhvata- maður að stofnun hljómsveitarinnar var hiinn stórkost- legi orgelleikarl Keith Emerson er áðuir hafði leikið með tríóinu Nice og getið sér góðan orð stír þar. Hann fékk til liðs við sig trommiilcika.rann Carl Paimeir, en liann kom ór hljóm- svedtinni Atomic Rooster, og skildi félaga sina þar eft- ir flakandi i sáruni, sem ekki cgii enn gróin. Þriðji maður- inn heitir Greg Lake, hainn liafði sungið með King Crimson áður, en tók við hassa, gitar og sönghlutverk- inu í ELP. 1 Melody Maker kosningumim á sið- asta ári voiru bnndniaj- mestiar vonitr við Emeirson, Lake & Palnner og þ<‘ir stóðu svo sannarlega við það traust sem beim va,r sýnt, þvi nú, ári síðar oru þeir kosn ir bezta liljómsveit Bret lunds, og önn- nr hezta í lieimin- nm. Þar að auki inr Keitli Emersom tal- inn bezti orgelleik- ari heimsins, Carl Palmer bezti trommuleikaa'i og Greg I.ake aimar bezti bassaleíkari, fimmti bezti söngv- ari Bretiands og þriðji bezti upp- tökustjórnandi ásamt fleiru. Önn- ur plaian þeirra Tarkus viw \ralin 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.