Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Samtal er franska vikuritið L'EXPRESS
átti við hinn kunna vísindamann Herman Kahn
Herman Kahn hefnr unnið
að grerð vetnissprengrjunnar
með Kdward Teller ogr lagt af
mörkum drjúg-an skref til full-
komnunar á tölvum. Hann hefur
sett fram ákveðnar skoðanir
varðandi hernaðarlist og gert
áathin, þar sem ákveðnu tak-
nraarki í stríði er náð í 44 áföng-
um. Þessa aðferð telur hann sig
uratranglegrl heldur en, eins
og kennt er í herskólum, að
taka í senn fjölda hernaðarlega
mikilvægra staða.
Hahn er þeirrar skoðunar,
að árið 2000 verði Japan orðið
voldugasta stórveldi heims, en
síðan komi í hlut Frakklands,
sem að hans dómi er nú að
verða fremst Evrópuríkja, að
skipa þann sess — svo fremi
sem   alþekkt   skipulagsleysi
Frakka komi ekki í veg fyrir
þá þróun.
Kalm lætur sig þó málefni
Bandarikjanna mestu varða og
er að vinna að bók um viðhorf
áratugarins 1970—1980. Fyrir
tveim árum sendi stjórnin
Kahn til Yietnam og átti hann
að kanna ástand þar og
gefa hernaðarmálaráðuneytimi
skýrslu um horfur. Þegar heim
kom sagði hann við hernaðar-
sérfræðingana: „Þið getið val-
ið úr átta aðferðum til að vinna
stríðið, en það er aðeins ein að-
ferð til að tapa því, ykkar að-
ferð."
Blaðam: Bandaríkin eiga við
eríiðleika að etja, einkanlega
siðferðilega. Þau hafa glatað
sakleysi sinu og trúnni á sig
sjálf. Vietnamstríðin'U er kennt
um, að þessi andlegu verðmæti
hafa glatazt. Hver er yðar
skoðun?
Kahn: Það er vafalaust
rétt, en menn verða að skilja
hvað hefur gerzt. 1 vissum
skilniragi hafa þessir erfiðleik-
ar styrkt dýrmætustu arfleifð
Ameríkana. Ef Ameríkanar
hetfðu verið spurðir að því ár-
ið 1960 hvort þeir væru frjáls-
lyndir eða íhaldssamir hefðu
45% svarað íhaldssamir. Nú
eru 60% íhaldssamir, og þegar
ég segi íhaldssamir, á ég við
ihaldssamir á þann hátt, að
þeir vilja halda í þau verðmæti
sem teljast til amerískrar arf-
leifðar. Ekki fer milli mála, að
í Bandarikjunum fjölgar stöð-
ugt þeim einstaklingum, sem
eru   andvígir   nútímalegum
breytingum, eins og t.d. fóstur
eyðingu. Vitið þér t.d. að meiri
hluti ungra kvenna er andvíg-
ur fóstureyðingu?
Athyglisverðasta breytingin
i Ameriku er það, hvað skoð-
anamunurinn er orðinn geysi-
mikill. Áður fyrr voru einung
is yfirstéttarmennirnir efa-
semdarmenn, en nú hefur þetta
breiðzt út til „hærri miðstéttar
manna." Það er mikil breyting.
Lítum til dæmis á háskólana,
þar sem nemendur og kennar-
ar eru samtals 8 milljónir. Stór
hópur þessa fólks, eitthvað
miiii 400 þúsund manns og einn
ar milljónar, er algjörlega and-
vígur ameríska stjórnmála-
kerfinu og amerískum lifnaðar-
háttum. I beztu háskólunum
eru þessi viðhorf talin mjög
æskiieg. Nemendur og kennar-
ar eru úr ýmsum þjóðfélags-
hópum: frjálslyndir, sósialistar,
framfarasinnar,      Gyðingar,
áhangendur biskupakirkjunn-
ar, presbyterianar, hákirkju-
menn, unitarianar, kvékarar
o.fl.
Blaðam: En er þetta ekki
kjarni  amerísku þjóðarinnar?
Kahn: Fyrir 5 árum hefði ég
sagt að svo væri. Á tímum
þrælahaldsins og andþjóðfé-
lagslegrar löggjafar var þetta
fólkið, sem tók forustu til þess
að knýja fram umbætur. Þetta
fólk var samvizka Ameríku, en
nú heíur þessi samvizka farið
út fyrir eðlileg mörk. Þetta
fóik hefur orðið vart við fyrir-
brigði, sem ég vil nefna „eftir-
iðnvæðingarmenningu", en það
hefur ekki skilið réttilega
þessa menningu. Skilgreining
fyrirbærisins og viðbrögð
gegn þvi voru röng. Þessi hóp-
ur er ekki stór hluti amerísku
þjóðarinnar, innan við 5%, en
þetta fólk hefur áhrif og lætur
skoðanir sínar í ljós. 1 flest-
um öðrum löndum væri andúð
sambærilegs hóps hörmuki^ en
hér í okkar landi er þetta
miklu fi-emur mikill skaði en
beint áfall. Skoðanir þessa
fólks hafa aldrei þótt svo mikil
vægar hér í Ameríku. Áköf-
ustu  stuðningsmenn  Agnews
eru fóik, sem hefur hlotið há-
skóiamenntun, en ekki f^ilk úr
„lægri millistétt" eða verka-
menn.
Blaðam: Það er munur á
fólki, sem hefur lokið háskóla-
námi og fólki sem nú stundar
það.
Kahn: Hvorir tveggja
studdu Agnew, þó vitanlega
fleiri eldri menn. Stúdentar úr
þeim háskólum sem ekki eru í
tízku nú, þ.e. flestum háskólun
um studdu hann. Ungir frjáls-
lyndir Amerikanar eru tíu eða
hundrað sinnum fleiri heldur
en byltingarsinnaðir Ameríkan
ar. Það er bara minna talað um
þá, þvi þeir eru ættjarðarvin
ir og vilja varðveita gamlar
hefðir.
Blaðam: „Life" og „News
week" hafa birt skoðanakann-
anir, sem sýna, að ungt fólk og
stúdentar skiptast eftir skoðun
um og viðhorfum svipað og
fyrri kynslóðir.
Kahn: „Hærra miðstéttar-
fólkið" skynjar að eitthvað
mikilvægt er á seyði, en það
skilur bara ekki hvað er að
gerast. Þjóðfélagið verður æv-
inlega að hafa eitthvert „form"
ef ekki hið ytra, þá a.m.k. hið
innra. Freud hefur sagt, að bar
átta mannsins fyrir að hafa í
sig og á, lífsbaráttan, sé fyrir
flesta menn eina samband
þeirra við raunveruleikann. Ef
þessi nauðsyn sé numin brott,
lifi menn í blekkingu. Þetta á
einmitt við um þ<5tta fólk, sem
við ræðum um og sem er á und
an samtíðinni. Það hefur glat-
að trú sinni, fornri hefð, áhrif-
um, nauðsyn þess að vinna,
framfarahugmynd og boðorð
um siðfræðinnar. Ekkert nýtt
hefur komið í stað alls þess,
sem hefur glatazt. Þetta f61k
finnur ekki einu sinni til þess,
að „útvaldir bera skyldur
gagnvart öðrum." Yfirstéttin er
að glata tilfinningu fyrir þvi,
að staða hennar leggi henni
skyldur á herðar. Þessi þróun
er augljós í Svíþjóð, Dan-
mörku og jafnvel Bretlandi.
Til er orðin óábyrg hástétt,
sem elí'ki er i neinum tengslum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16