Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 16
Nauðþurftir og neyzluvenjur Framhald af bls. 9. árið 1925. Eigið húsnæði og bfll eru kröfur, sem flestir gera, og sumir telja tvo bíla til nauð- þurfta. Matarvenjur eru aðrar, við gerum aðrar kröfur til klæðn- aðar, húsbúnaðar, skemmtana og. reglulegar ferðir til sólarlanda er fólk farið að flokka undir nauð- synjar. Ekki fæst þetta endur- gjaldslaust, og afleiðingin er vinna, þrotlaus vinna, áhyggjur, taugaspenna, svefnleysi... Og hvernig var tfðarandinn á árunum 1925—1930 borið saman við okkar tíma? Var nauðþurftar- þjóðfélagið harðari húsbóndi en neyzluþjóðfélagið okkar? Svör við þessum spurningum er ef til vill að finna í viðtölunum, sem á eftir fara. Rösamunda í Sköleyjum Framhald af bls. 3 þúfnakollunum. En einhvernveg- in varð að bjarga sér. Ekki var gott að éta hrátt og hita þurfti vatn í kaffiö. Þá var það fjörugróðurinn sem bjargaði, þangið og þarinn. Hrannirnar, sem borizt höfðu á land um haustiö og með ísum um veturinn, voru nú sem óðast að þiðna. Þær voru fyrst rifnar upp og kastaö á kletta og garða. Þar þornuðu þær fljótt í vorblænum og sólskininu. Þeim mátti brenna eftir 3—4 daga ef vel viðraði og þeim var snúið. Enginn var dug- legri né iðnari við að bera þær upp en Rósa, Næst var að heimsækja fjöruna sjálfa, þangivöxnu skerin og flúr- urnar. Á þeim var eldiviðartekjan mikið seinlegri og erfiðari. Þar varð að skera þangið og bera það til lands. Tvær þangtegundir voru alls- ráðandi á þessum þanglendum: blöðruþang og klóþang. Rósa var sérfræðingur í þangi og þang- skurði. Hún sagði að blöðru- þangið væri miklu betri eldiviður og valdi það úr. Það þornaði fyrr og brynni með svo yndislegu braki og brestum, að unun væri að leggja hlustirnar við þeim söng. Þetta mun hafa verið lauk- rétt hjá henni. Ég man, að hljóm- kviða barst um bæinn, þegar verið var að brenna vel þurru blöðruþangi í eldavélinni heima. En sagt var, að betra væri að eldakonan brygði sér ekki langt frá meðan hún kynnti slíkum loft- bólum. Rósa var kattþrifin. Að þvi víkur Gísli Teitsson í Barna- gælum sínum. Hann var hús- maður í Skáleyjum á æskuárum Rósu, og mikill vinur hennar eins og annarra barna. Um hana orti l’tj'ffandi: II.f. Arvakur. Rt'.vkjavfk Framki.slj.: Ilaraldur Sudnsson Rilsljórar: IVIallhfas Johannrssen Slyrmir (íunnarsson Rilslj.fllr.: tifsli SÍKUrðsson AuKlysinuar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljórn: Aðalslræli tí. Sími 10100 v 1 hann marga böguna. Þessar komu mér í hug þegar ég er að skrifa þetta: Rós sópar bæinn bezt, bauga-fögur nanna. Gefa skal henni gæðin flest, gull og steinbítskjanna. Rós með rjóða kinn, rokkinn vel stundar sinn árdags og síð. Fjósið oft fegrar drós, fær af því mikið hrós. Lind fylgi loga sjós, lán hverja tið. Rósa giftist ekki, en einn dreng eignaðist hún með Sigurbrandi Jónssyni vinnumanni í Skál- eyjum. Hann var skírður Agúst og ólst upp með móður sinni. Við Ágúst vorum á svipuðum aldri, fermingarbræður, oglékum okkur mikið saman. Hann var góður félagi. — Ágúst giftist myndarlegri stúlku úr Gufudalssveit og bjuggu þau þar. Hann missti heilsuna langt um aldur fram og er dáinn fyrir mörgum árum. Börn þeirra munu búsett þar vestra. En Rósa fluttist úr eyjunum með syni sínum. Eitthvað á þá leið sem að framan er lýst, kom Rósa mér fyrir sjónir. Þannig minnist ég hennar. En ég er ekki viss um, að allir samferðamennirnir geymi sams konar mynd af henni innra með sér. Rósa var sívinnandi á sjó eða landi, úti eða inni. Allra kvenna viljugust, ósérhlífin, dygg og trygglynd. Henni þótti ákaflega vænt um börn húsbænda sinna. Hún hefði ekki dáð þau meir, þótt hún hefði átt hvert bein í þeim. Stundum var hún gamansöm og oft glettin. Gat haft gaman af að láta brosa að sér — og öðrum ef svo bar undir. Því var misjafnlega tekið. Átti það til að gera sér upp flónsku til að villa mönnum sín. Sumir héldu hana heimska. Fjarri fór að svo væri. Ég hygg að hún hafi verið greindari en í meðallagi. Orðheppni hennar, nær einstök sönghæfni og hæfi- leiki til’að herma eftir náung- anum, ef hún vildi það við hafa, bentu í aðra átt. Ekki missti hún heldur marks ef henni rann í skap og sendi andstæðingnum skeyti, sem stundum kom fyrir. Þær græddu ekki á orðaskaki við hana hinar vinnukonurnar. Mér er tamast að lita á Rósu sem fulltrúa þeirrar stéttar — vinnukvennanna i sveitinni — vinnukonunnar — sem nú er horfin úr þjóðfélaginu, og verður ekki vakin til lífsins aftur, hversu margir sem upp kunna að rísa. Sofi þær i óendanlegum friði, með þökk í bak og fyrir frá þeim sem nutu verka þeirra og trú- mennsku. Þeim sem kynni að vilja vita eitthvað meira um Rósu en hægt er af framansögðu skal bent á bækur prestanna: kirkjubækur og manntöl. Þar geta menn meðal annars séð, að hún var engan veginn svo ættlaus sem látið er í veðrr vaka i upphafi þessarar greinar, þótt mér væri ekki um það kunnugt þegar ég hripaði hana upp. Fullu nafni hét hún Rósamunda Sigmundsdóttir, fædd í Bjarn- eyjum á Breiðafirði 30. septem- ber 1868. Foreldrar hennar voru Sigmundur Oddsson og Guðrún Sigurðardóttir, hjón í búsetu í Bjarneyjum. Upphaflega var hún skírð skemmriskírn (máski hefur hún fæðzt í yfirliði), en skírnin staðfest 17. janúar 1869. Eru guð- feður hennar Þórarinn Þorláks- son og Jón Gunnarsson bændur i Hvallátrum hjá Jóni og konu hans Salome Finnsdóttur. En þau hjón fara úr Látrum í Bjarneyjar vorið 1872. Sama ár flytur Gísli bóndi Einarsson og Kristín kona hans Jónsdóttir frá Auðshaugi í Hval- látur. Rósa fer ekki með Jóni út í Bjarneyjar, heldur á heimili Gísla bónda í Hvallátrum og elst upp hjá honum „sveitarbarn“ í Hval- látrnm og Skáleyjum. Þaðan fermist hún árið 1884. Rósamunda Sigmundsdóttir dó á Hofstöðum í Gufudalssveit 14. septemher 1942. Bergsveinn Skúlason. Mildur? Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi - jafnvel þóttþér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottínn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.