Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						GAMLA LANDIB
Litlar breytingar höfðu orðiS I aldaraÖir, þegar
Vesturheimsferðir hófust fyrir 100 árum. Árferði
hafSi verið mjög erfitt og sumir höfðu flosnað
upp vegna erfiðleikanna, en sveitir voru annars
svo þétt setnar, að dugandi mönnum gekk óft illa
aðfá jarSnæði.
Á þessu ári er rétt öld
liðin frá því er Islendinga-
nýlendan Nýja-ísland var
stofnuð vestur í Kanada.
Svo sem vænta má halda
Vestur-íslendingar upp á
þetta afmæli í sumar. Áður
en til nýlendustofnunar Is-
lendinga í Vesturheimi
kom höfðu flutningar ís-
lendinga vestur um haf
staðið um nokkurt skeið.
Tilgangur þessarar rit-
gerðar er að ræða þrjú
mikilsverð atriði í sam-
bandi við vesturferðirnar:
Hvers vegna fluttust menn
vestur um haf í stórum
stíl? Hverjir fóru, voru það
ákveðnar stéttir eða þjóð-
félagshópar? Og síðast en
ekki sízt: Hvaðan af Is-
landi fluttu menn? Áður
en þessi atriði verða rædd
er þó rétt að reyna að
skapa sér nokkra yfirlits-
mynd af vesturferðunum.
Samtök um
að flytjast
til Grænlands
Hugmyndir Islendinga um
fjöldaflutninga til annarra
heimsálfa eru mun eldri en hinar
eiginlegu         Vesturheimsferðir.
Fyrsta heimildin um að Islend-
ingar hefðu á prjónunum áætlan-
ir um að flytjast búferlum til
annars lands og hefja þar nýtt
.landnám munu vera frá árinu
1849, en þá skrifaði Sr. Hjálmar
Þorsteinsson aðstoðarprestur á
Grenjaðarstöðum Jóni Sigurðs-
syni forseta og kvað u.þ.b. 10
þingeyska bændur hafa gert með
sér samtök um að flytjast til
Grænlands. Hugmyndina að þess-
um flutningum höfðu Þingeying-
arnir fengið af lestri rita um
Grænland og má þar á meðal
nefna rit SigUrðar Breiðfjörð
„Frá Grænlandi", sem út kom
árið 1836. Önnur rit höfðu einnig
haft áhrif, sérstaklega ritgerð
eftir J. Matthiesen um Græn-
landsverzlun og landnám á Græn-
landi, sem út kom í Kaupmanna-
höfn árið 1846.
Erfitt árferði og illt verzlunar-
lag á Norðurlandi hefur vafalaust
átt ríkan þátt í þvf að menn fóru
að huga að sllkum búferlaflutn-
ingum. Eftir 1850 fór árferði aft-
ur á móti batnandi og heyrðist
ekkert um Grænlandsflutninga f
nær áratug. Á þeim tfma fluttust
þó nokkrir tslendingar vestur og
er þar átt við fyrstu mormóna-
ferðirnar til Utah, sem hófust um
miðja öldina. Þær ferðir verða þó
ekki ræddar frekar hér, enda
falla þær utan meginefnis þessar-
ar greinar.
Vorið 1859 var mjög hart á
Norðurlandi, einkum f Þingeyjar-
sýslum. Féll þá mikill hluti bú-
fjárstofnsins og varð það til þess
að áhugi manna á flutningum til
Grænlands vaknaði að nýju. Sföla
árs 1859 komu nokkrir Þingeying-
ar saman á Einarsstöðum i Aðal-
reykjadal og ræddu málið. Þar
mætti Einar Ásmundsson bóndi í
Nesi Höfðahverfi og er hann
sagður hafa sýnt viðstöddum
fram á, hve hæpin ráðstöfun það
væri að bregða búi á Islandi
vegna harðinda og flytjast til
Grænlands. Kvað Einar mönnum
nær að leita landa, sem byðu betri
landkosti og nefndi sérstaklega
Brasilfu í þvf sambandi. Eftir
þetta beindu flestir þeir Norð-
lendingar, er hug höfðu á flutn-
fngi tíl annarra Ianda, helzt sjón-
um sínum að Brasilfu og stóð svo
um næstu 5—6 ár,
Félag útflytjenda
til Brasilíu
A Einarsstöðum tóku menn
máli Einars Asmundssonar mjög
vel og var þess jafnvel farið á leit
við hann, að hann gehgist fyrir
stofnun félags, er hefði forgöngu
um flutning Islendinga til
Brasilfu. Einar tók þessu vel og
um veturínn 1859—60 samdi
hann umburðarbréf, þar sem
skýrt var frá félaginu, markmiði
þess og fyrirhugaðri starfsemi.
Bréfið komst I hendur Sveini
Skúlasyni ritstjóra Norðra á
Akureyri og birti hann það í blaði
sínu að Einari forspurðum 29.
febrúar 1860. Bréfinu fylgdu at-
hugasemdir ritstjöra og réð hann
mönnum fastlega frá þvf að fara
utan. Einar Asmundsson svaraði
athugasemdum ritstjörans í
næsta blaði, og kemur þar skýrl
fram, að helztu ástæður þessara
fyrirætlana voru erfitt árferði,
fjárkláðinn, sem hér gekk um
þessar mundir, og óánægja
manna með stjórnarfarið. Er
skemmst frá þvf að segja, að þessi
blaðaskrif urðu til þess að vekja
enn meiri athygli á málinu en
ella hefði orðið. Ahugi Þingey-
inga á Brasilíuferðum jókst að
mun á næstu árum og árið 1863
héldu fjórir menn á vegum áður-
nefnds útflytjendafélags til
Brasilfu til þess að kanna þar
landkosti. Fyrirliði þess hóps var
Jónas Hallgrfmsson frá Vfðikeri
f Bárðardal. Þeir félagar komu til
Brasilfu árið eftir og hófu fljót-
iega að senda heim skýrslur um
ferð sfna og landkönnun. Þeir
létu vel af Brasilfu, og f ársbyrj-
un 1865 voru haldnir fundir f
Þingeyjarsýslu, þar sem 150
manns ákváðu að flytjast til
Brasilfu þá um sumarið.
Fyrsti stóri hópurinn
fór árið 1873
Einari í Nesi var falið að útvega
skip til mannflutninganna og
reyndi hann fyrir sér f Þýzka-
Iandi, Noregi og ¦h.iá dönskum
kaupmönnum. Ekkert skip fékkst
þó með þeim skilmálum, sem
Einar og félagar hans sættu sig
við og varð hugmyndin um stðr-
felldan flutnings fólks frá tslandi
til Brasilfu aldrei annað en
draumur. Skylt er að geta þess að
lokum, að þessi hugmynd virðist
hvergi hafa náð að festa rætur
nema í S -Þingeyjarsýslu. Arið
1873 bauðst tslendingum, sem.
flytjast vildu til Brasilfu, ðkeypis
far þangað, en þvf sinntu fáir;
aðeins 31 mun hafa flutzt til
landsins og setzt þar að. Þá hafði
straumur fslenzkra útflytjenda
þegar beinzt til annarra og norð-
Iægari landsvæða.
Hinar eiginlegu Vesturheims-
ferðir, þ.e. ferðir Islendinga til
Bandarfkjanna og Kanada, hófust
um 1870, þótt áður hefðu örfáir
menn flutzt vestur, og 1873 fór
fyrsti verulega stóri hópurinn
vestur um haf. Það ár fluttust um
200 manns af tslandi til Amerfku,
flestir af Norðurlandi. Eftir þetta
fluttust menn vestur f stðrum
hópum allt fram til ársins 1890.
Stærstu hóparnir fóru árin 1876,
um 1400 manns, 1883, nær 1300,
1887 um 2000 og 1888 um 1200
manns. Þegar hér var komið sögu
fór andstaðan gegn Amerfkuferð-
iiiHirn að aukast hér hcima. Ymis
blöð hðfu harða baráttu gegn
fólksflutningunum, gefnir voru
út bæklingar, þar sem mjög var
barizt gegn Amerfkuferðunum og
loks gripu stjórnvöldin f taumana
og hertu að þeim, sem stjórnuðu
ferðunum. Sfðast en ekki sízt ber
þess að geta, að þegar kom fram
yfir 1890 var árferði orðið skárra
hér á landi og vegna vesturferð-
anna var meira rúm I sveitum
fyrir þá, sem heima vildu vera. A
slðasta áratug 19. aldar bar
nokkuð á ferðum manna vestur,
en aldrei varð straumurinn svo
strfður sem á tfmabilinu
1876—'90. Og það ber einnig að
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16