Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1977, Blaðsíða 2
„Sem óstöðvandi leirskriða flæðir hávaðinn yfir þjóðina” Hulda Valtýsdóttir ræðir við RAGNAR H. RAGNAR skólastjóra og tónlistarmann á ísafirði Ragnar H. Ragnar, skóla- stjóri Tónlistarskólans á tsafirði er löngu þjóðkunn- ur maður fyrir margvfsleg störf sín á tónlistarsviðinu. Má nærri geta hvflfkur akkur hann hefur með eld- móði sfnum og f jölþættum hæfileikum verið öllu tónlistarlffi undanfarna áratugi á tsafirði, enda hefur þaðan komið margt frábært tónlistarfólk. En Ragnar hefur vfða farið um ævina, var t.d. lengi búsettur vestan hafs við nám og störf og lét að sér kveða á tónlistar- sviðinu meðal Vestur- íslendinga um skeið. Þegar við fórum þess á leit við hann að hann segði svolftið frá ferli sfnum frá fyrri tíð, var hann heldur tregur til, sagðist lftt fyrir það gefinn að rifja upp liðinn tfma eða eins og hann sagði orðrétt: Ég horfi sí og æ fram á veginn, sem væri hann óráðið ævintýri en ekki leiðarlok. Ragnar á nú tvö ár í átt- rætt, en þessi orð hans lýsa manninum vel. Eftir að hafa setið með honum dagstund verður það deg- inum ljósara að aldur talinn í árum er vart annað en ómerkir tölustafir, þvf ekki verður annað séð en þarna fari maður á bezta æviskeiði. Það var sfðsumars að við knúðum dyra hjá þeim hjónum Ragnar H. Ragnar og konu hans Sigrfði Jónsdóttur við Smiðju- götu 5 á Isafirði. Okkur var tekið af mikilli gestrisni og boðið til stofu. Um leið og inn er komið, er auðsætt, að hér er ekki aðeins tónlist f hávegum höfð, þvf bækur hylja veggi til lofts og það ekki bækur af ómerkara taginu. Þarna er að finna margan góðan grip og sjaldséðan og mundu bóka- safnarar vafalaust lfta hér margt hýru auga. En þessum bókum er hvergi betur borgið en f höndum þeirra hjóna. Það mun að minnsta kosti ekki algengt að gamlar bækur, sem illa eru farnar með blettótt blöð eru settar f bað, mismunandi blandað á vfsindalegan hátt allt © eftir þvf hvað við á fyrir hvern blett — og sfðan bundnar inn á ný. Slfk er alúðin við þennan fslenzka menningararf. En bækurnar áttu ekki að vera umræðuefnið þótt þær séu sjálf- sagt efni f margar greinar. Hvar sleizt þú barnsskónum, Ragnar, og hverjir voru þfnir foreldrar? Foreldrar minir voru Áslaug Torfadóttir og Hjálmar Jónsson, er bjuggu á Ujótsstöðum, Laxár- dal í Suður-Þingeyjarþingi. Þar var ég fæddur og uppalinn fram undir tvftugt í stórum systkina- hópi — vorum við sjö bræðurnir og ein systir, er náðu fullorðins aldri. Móðir mín var dóttir Torfa í Ölafsdal og konu hans Guðlaugar Zakaríasdóttur. Hann var skóla- stjóri fyrsta búnaðarskóla landsins, er starfaði f Ölafsdal frá 1880 til 1907. Aður en Torfi stofn- aði skólann var hann árum saman erlendis — í Skotlandi og landnemi í Nebraska í Banda- ríkjunum. Er hann var í Skot- landi, fann hann upp „Torfa- ljáina“ svonefndu, ljáblöð, er voru negld á gömlu fslenzku ein- járnungana, sem voru notaðir fyrir „bakka". Með þessari uppfinningu sinni er talið að afköst sláttumanna hafi tvö faldast um land allt á fám árum og jafnframt hafi hún frelsað frá gjöreyðingu þær skógarleifar er eftir voru þá f landinu, þvf þá lagðist niður „að gera til kola“. (Sjá grein Þórarins Þórarins- sonar í Ársriti Skógræktarfélags- ins 1974; „Þjóðin lifði en skógur- inn dó.“) En verksmiðjan, er hann fól að smfða blöðin, stal uppfinning- unni. Guðlaug móðuramma mín var systurdóttir Ásgeirs á Þingeyrum, mæt kona, en nokkuð ráðrfk. Faðir minn var sonur Jóns Árna- sonar og Þuríðar Helgadóttur, bjuggu þau stórbúi í Svínadal í Kelduhverfi, en ættuð voru þau frá Skútustöðum í Mývatnssveit og þangað fluttu þau einhvern tíma skömmu áður en afi minn dó. Var þá faðir minn enn barn að aldri. Faðir minn og bræður hans voru og eru ennþá nefndir Skútu- staðabræður, en þeir voru sr. Árni á Skútustöðum, Sigurður í Yztafelli, Helgi á Grænavatni og hálfbróðir Vilhjálmur í Máskoti. Var faðir minn yngstur. Hann var músikalskur og hafði mikið yndi af tónlist og þegar hann var um eða innan við tvítugt notaði hann föðurarf sinntilaðfaratilReykja- víkur að læra orgelleik hjá Jónasi Helgasyni. Nokkru seinna fór hann svo f búnaðarskólann f Ölafsdal og útskrifaðist þaðan — að mig minnir vorið 1890. Þá var móðir mín þar, nýlega útskrifuð úr Kvennaskólanum f Reykjavík og að foreldra ráði heitbundin Sæmundi Eyjólfssyni búfræðingi og guðfræðikandidat, hinum mætasta manni. Ennþá er mikið sungið kvæði hans „Nú er glatt í hverjum hól.“ Móðir mín og hann voru nær ókunnug og um það sagði frú Steinunn H. Bjarnason skólasystir hennar, að hún hefði beðið sig að fara með sér, er Sæmundur kom um veturinn til Reykjavikur og vildi finna hana, því hún gat ekki hugsað sér að vera ein með ókunnugum manni, svo þar var ekki um neina ástar- fundi að ræða. Þrátt fyrir þetta felldu móðir mfn og faðir hugi saman, en foreldrar móður minnar þverneituðu að rifta gerðum samningum við Sæmund og var Guðlaug amma einkum ákveðin í að meina þeim að eigast; taldi hún að faðir minn hefði heillað dóttur sfna með söng sfnum og hljóðfæraslætti og bannaði a.m.k. allan hljóðfæra- leik á heimili sfnu í mörg ár eftir að faðir minn fór úr skólanum. En móðir mfn Jét ekki kúga sig og fór að heiman með leynd haustið 1891 og daginn eftir að hún kom norður gaf sr. Arni foreldra mína saman í hjónaband. Sættir tókust með tíð og tíma í þessu máli. Afi minn og amma í Ölafsdal liðu þungar sorgir, er fimm af börnum þeirra létust úr berklum í blóma aldurs sfns, hugur ömmu minnar mildaðist og ástúðlegt varð með okkur, öllum þessum ættingjum. En á æskuheimili mínu var aldrei á þetta ævintýri minnst, sem þó á sfnum tíma flaug á vörum fólks í mörgum útgáfum um land allt og seinna á prent. Var áreiðanlega ekki ætlazt til að við hefðum það til fyrirmyndar. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir móður mína að flytja úr Ölafs- dal f Ljótsstaði, en hafi hún iðrast þess, þá nefndi hún það aldrei. Á gamals aldri var hún spurð um þetta, þá svaraði hún aðeins; „Ég get sagt mér það helzt til hróss að hafa verið fátækum manni góð eigin- kona.“ Ég mat móður mfna mikils, enda var hún mikilhæf kona, og líklega er það vegna þeirrar virðingar og ástar, er ég bar til hennar, að ég hefi alla daga verið heitur kvenréttinda- maður, álitið konur á marga lund vitrari og betri en karla og að þær gegni mikilsverðara hlutverki, að þær hafi verið og séu vanmetnar og að við, karlmennirnir ættum fremur að taka þær okkur til fyrirmyndar en að þær api okkar hégómaskap og heimskupör. Án þeirra væri mannlífið óþolandi og kalt, því að með fegurð sinni, yndi og ástúð, fegra þær alla tilveruna og slá ljóma á lífið. Getur þú sagt mér, f stuttu máli, eitthvað um æskuheimili þitt og Laxárdal þeirra tfma? Það er erfitt í stuttu máli, það væri heilt bókarefni, en ég get reynt. Á þeim árum er ég var að alast upp, voru íbúar Laxárdals nær hundrað, mikill menningar- bragur á öllu, dalurinn í þjóð- braut og margt þar af merku og mætu fólki. Má nefna Benedikt Jónsson á Auðnum og Unni dótt- ur hans, er varð fræg af ljóðum sfnum og sögum undir nafninu Hulda, Áskel Snorrason tónskáld og Lizzie söngkonuna fögra frá Skotlandi, Magnús á Halldórs- stöðum, sem átti og fluttí tóvinnuvélar til landsins og fleiri. Einna minnisstæðastur allra Laxdælinga er mér þó Þórarinn Jónsson á Halldórsstöðum, hann minnti alla er sáu hann og þekktu á lýsinguna af Skarphéðni Njáls- syni. Hann fékk snemma dálæti á mér, ræddi við mig sem fullorðinn mann, gerði mig heitan Landvarnarmann, lánaði mér ágætar bækur og að endingu styrkti mig til Ameríkuferðar- innar. Getur þú lýst heimilisbragnum á æskuheimili þfnu? Ljótsstaðir voru ekki mikil jörð og búið var ekki stórt f æsku minni og fjárhagur okkar þröngur. Þar við bættist mikill gestagangur. Veit ég t.d. að einn vetur á jólaföstunni voru þar um 60 næturgestir. Gestum var æfin- lega veitt vel, hvernig sem hagur okkar var og aldrei seldur greiði. Heimilið var fjölmennt og glaðvært, mikið leikið á hljóðfæri og sungið af heimafólki og gest- um. Bókakostur þess var ekki stór að vöxtum en mikið lesið, því bækur fengum við úr góðum bókasöfnum, íslenzkar úr Lestrar- félagi Reykdæla en útlendar — einkum á dönsku úr Bókasafni Þingeyinga á Húsavík. Við börnin lærðum að lesa á bók um 5—6 ára aldur og dönsku innan fermingar og öll lærðum við að leika á orgel- harmóníum. Af dönskum, norskum og sænskum bókum komumst við ekki aðeins f snertingu við frumsamdar bækur, heldur og einnig heims- bókmenntirnar í þýðingum á þeim málum. Vinnu- og kaupa- konur, og kaupamenn og heimilis- og farandkennarar voru margt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.