Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						KIROMANTIK er nafn á ævafornri
athöfn, er við íslenzkir nefnum lófa-
lestur, — orðið er dregið af gríska
orðinu keir, er þýðir hönd og
manteia, er þýðir spádómur. Hér er
um að ræða skilgreiningu á þeim
eiginleikum sumra að geta séð fyrir
örlög fólks, eftir því sem línur, lögun
og fyrirferð viðkomandi lófa segja
fyrir.
Lófalestur á sennilega uppruna
sinn i Kina svo sem margt annað, og
hefur borist til Evrópu frá Austur-
löndum. Cicero getur fyrst um lófa-
lestur, en athöfnin var fordæmd, er
kristni komst á, þár til sígaunar komu
henni aftur til vegs. Komu þeir senni-
lega með hana frá hinu upprunalegu
heimalandi sínu Indlandi.
Margir telja lófalestur vísindagrein,
en aðrir hafna þeirri staðhæfingu, en
einu má þó örugglega slá föstu og
það er, að lófalesturinn byggist að
verulegu leyti á skarpskyggni
fremjandans og sálfræðilegu innsæi
gagnvart persónunum hverju sinni.
Máski má rrekja lófalestur til fyrstu
myndrænu athafna mannsins, sem
sér stað í afþrykkjum á höndum og
fótum og eru fyrstu og elstu finnan-
Bragi Ásgeirsson
Frá fyrstu tí8 og fram á vora
daga hafa hendur í öllum
mögulegum útgáfum veriS
tjáningarmiSill í myndlist-
inni. Mynd: Marc Chagall.
Rýnt í löfa
meist-
aranna
©
leg merki mannlifsins. Maðurinn hef-
ur fljótlega uppgötvað, að línur,
stærð og lögun handa og fóta voru
mismunandi og e.t.v. sett það í sam-
band við mismunandi skapgerð.
Við vitum líka, að engir tveir eru
með sömu fingraför, og það gefur
auga leið, að mismunandi persónu-
einkenni   hljóti   einnig   að   leynast   í
lófalínum fólks-----en þó byggist hér
vissulega allt á skarpskyggni lesand-
ans.
Einnig er álitið, að hægt sé að ráða
persónuleika manna af rithönd þeirra
og nefna hana gjarnan „lykil persónu-
leikans". Um aldir hafa verið til
menn, er hafa sökkt sér niður í
rannsóknir á þessum tengslum og má
nefna þessa athöfn vísindalega, enda
hafa verið gefnar út bækur, þar sem
niðurstöðurnareru raktar.
Eftir því sem menn best vita, var
það ítalinn Baldó — frægur læknir
og prófessor f Bologna — er fyrst
ritaði litla bók um möguleikana á því
að greina sérkenni manna úr rithönd
þeirra (1622). — Nefnist athöfnin
graphologie — skriftrýni.
Hér er sjálfsagt forsendan, að við-
komandi hafi hrist af sér hina tillærðu
skólaforskrift og hafi öðlast rithönd
með sérstökum einkennum, sem séu
i samræmi við skapgerðarryþma
hans.
Við þetta er svo að bæta, að sjálf
höndin hefur verið notuð sem tján-
ingarform í ótal myndum og mörgum
tilgangi i gegnum aldirnar — í
beinum mannlegum samskiptum —
merkjamáli — handapati til áherslu
orða og sem tjáningartákn í mynd.
Hér kemur höndin fram í ótrúlega
mörgum tilbrigðum, stærðarhlut-
föllum og lögun — sem tákn trúar,
tilbeiðslu, uppgjafar — upphafinnar
gleði, rósemi, þagnar o.s.frv.
Á sama hátt og höndin er hið
fyrsta, sem manneskjan notaði sem
tjáningartákn fyrir tugþúsundum ára,
er höndin enn i dag í fullu gildi sem
tjáningarmiðill listamanna og væri
hér tómt mál að tala um framúrstefnu
eða gamaldags tjáningarmáta!
Ástæðan fyrir því, að ég hugleiði
þessi mál er sú, að eitt sinn sem oftar,
er ég var staddur i Ameriska bóka-
safninu, rakst ég á grein í Arts Maga-
zine frá 1 974, þar sem á merkilegan
hátt er fjallað um lófalestur — og þar
sem hér var um að ræða lófa
heimskunnra myndlistarmanna, var
forvitni mín vakin — einkum vegna
hinna nærtæku niðurstaða.
Greinin nefnist „GlataSar listir"
—: Er hægt aS öSlast þekkingu
meS lófalestri? — og er eftir
Charlotte Gilbertson. Hún er þannig
til komin, að barónessa Tortellini af
Calabriu er þess fullviss að i hinni
margbrotnu mynd handarinnar sé
eigi aðeins að finna skýringu og
skilning, heldurallan sannleika. Hér
birtast niðurstöður þriggja lófalestra
— af lófaförum — sem hún innti af
hendi fyrir mig án þess að vita,
hverra hendur um væri að ræða. ,,Ó!"
sagði hún, þegar hún leit fyrst á
lófaförin: „Þetta eru sannarlega
óvenjulegar hendur." Síðan yppti
hún öxlum og sló út höndunum, eins
og ibúunum á hæðum Calabriu er
tamt, og sagði fremur við sjálfa sig en
mig: „Já, óvenju athyglisverðar
hendur, jafnvel fyrir' konur. Þessar
hendur búa yfir sterkri skapgerS. Það
verður gaman að lesa úr þeim."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24