Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Stangaveiðimenn eru margir
við höfnina og veiða drjúgt af
smáum silfuriituðum, gróf-
hreistruðum fiski og hirða allt.
Þeir nota ' örsmáa öngla og
langar bambusstengur og beita
fiski. Sá stærsti sem ég sá
dreginn var um það bil 15 sm
langur. Þegar búið er að landa,
með tignarlegri sveiflu, dregur
veiðimaðurinn klút upp úr vasa
sfnum, heldur fiskinum f klútn-
um, meðan hann krækir úr og
setur hann varlega í búr úr
vfrneti sem hangir f bandi út af
bryggjunni og er á kafi í sjó.
Hér er svo til enginn munur
flóðs og fjöru og um það bil
metri frá yfirborðinu og upp á
bryggjuna.
Og nú sjá Spánverjar fram á
metár f túristagróða. Hver
ferðaskrifstofan á fætur
annarri boðar bestu bökanir
sem þekkst hafa og virðist
Mallorca ekki ætla að fara var-
hluta  af  þessari  aukningu.
Þetta er þakkað kosningaúr-
slitunum siðustu og stefnu
þeirri sem Suares og stjórn
hans hafa tekið, en á sfðasta ári
var töluvert um það að fölk
óttaðist ótryggt ástand og dýr-
tfð f kjölfar kosninganna. Ekki
hefir bólað á verðhækkunum
og stjórnarstefnan lofar góðu
um ró og frið f landinu. En
hjálpi mér ef Spánverjar halda
uppteknum hætti með að yfir-
bóka hótelin um 50—100%, þá
held ég að margur landinn, og
fleiri, verði að sætta sig við
annað fbúðarhúsnæði en upp-
haflega var pantað. Man ég
eftir einu tilviki, einmitt hér á
Mallorca, að þýsk ferðaskrif-
.stofa varð að gera svo vel og
fljúga heim með alla farþegana
sem þeir komu með, vegna þess
að hvert einasta hótel var yfir-
fullt og hvergi húsnæði að hafa.
Að vfsu á að heita svo að yfir-
völd ferðamála hér hafi tekið
strangt á yfirbókunum á
sfðasta ári og vonandi kemur
ekki til neins öngþveitis f
sumar, þótt straumurinn auk-
ist.
Það er lfka auðséð að verið er
að gera klárt undir það að taka
á móti sumargestunum. Fyrir
örfáum dögum óð maður ruslið
upp f hné og ég var kominn á
fremsta hlunn með að benda
borgarstjóranum á það, hvílfkt
hneyksli það væri að hafa eins
fagra borg og Palma er, svo
skftuga sem hún var orðin. En,
viti menn, ruslið er að hverfa,
hvort sem má þakka það vestan
rokinu sem var hér í fyrradag
og daginn þar áður, en eitt er
vfst að verið er að aka haugum
af rusli úr almenningsgörðum
og garðyrkjumenn bæjarins að
stinga upp beð og gróðursetja
plöntur. Margir veitingastaðir
sem loka yfir vetrarmánuðina
eru nú að opna en hótel Melia
Mallorca er enn lokað.
Eg held að ég láti þetta nægja
núna, en f næsta mánuði er
ætlunin að fara á flakk um
sveitirnar og njóta þess að sjá
alhvft möndlutré f blóma og
Mallorca er aldrei fegurri en
einmitt f marz og aprfl.
Með beztu kveðjum heim á
frón.
nVa^
ofl
«««*laX,,eSS
tók sa*n*n
í nítjánda kafla íslands-
klukkunnar segir, aö dön-
um hafi stundum tekist
„með guðs hjálp að reisa
fjarlægar þjóðir, svosem
stór-knjasinn          til
Moscovia", gegn svíum. Dr.
Peter Hallberg gefur eftir-
farandi skýringu á þessu
orðalagi í grein sinni: ís-
landsklukkan í smfðum
(Árbók Landsbókasafns
1955 — 1956): „Jón Ólafs-
son Iýsir veizlu, þar sem
minni voru drukkin, „bæði
kóngsins og grótfurstans
til Moscovia, sá eð er yfir-
höfðingi alls Rýsslands og
nefnist            TZAR
VELICOIKNESS, hvað út:
legst kóngur og stórhöfð-
ingi" (111). Við ská-
letruðu orðin er þessi
neðanmálsgrein útgefand-
ans: „:rússn. tsar í
vjekiknjan".            í
MINNISBÓK B er vísað til
þessa  staðar:  „Grótfurst-
inn til Moscovia vélikí-
knjas. J Ól Ind, bls. 111".
(121) En í KLUKKUNNI
er minnzt á „stór-
knjasinn"      (231—32).
Þannig hefur skáldið búið
til nýtt heiti úr orðalagi
Jóns og athugasemd Sig-
fúsar Blöndals". Tekið skal
fram, að hér er vísað til
ævisögu Jóns Ólafssonar
Indiafara 1. útgáfu, sem
Sigfús Blöndal bókavörður
í Kaupmannahöfn gaf út
1908—1909.
í nítjánda og tuttugasta
kafla íslandsklukkunar
virðist Halldór Laxness
notfæra sér m.a. bók Joh.
Steenstrup o.fl.: Danmarks
Riges Historie V. Þau
atríði, er Laxness virðist
nota úr þeirri bók, beygir
hann undir „lögmál verks-
ins". Þessu til skýringar
skal eftirfarandi atriða
getið. Friðrik fjórði, sem
var konungur dana 1699 —
1720 var í óvináttu við
Friðrik hertoga af Gottorp.
Hertoginn hafði látið
byggja kastala á landa-
mærum sínum, og flutt
þangað setulið. Friðrik
f jórði lét brjóta þá, en her-
toginn endurreisa. Friðrik
hertogi átti systur Karls
XII. svíakonungs og treysti
þvf á liðveislu hans. Frið-
rik fjórði hélt þá tií Slés-
vfkur og tók kastala her-
togans. Vilhjálmur Eng-
landskonungur sendi þá
ensk og hollensk herskip
til Eyrarsunds og Karl XII.
fór með her yfir sundið og
tók land í Humlabekk. Til
þessarar ferðar enska og
hollenska flotans má rekja
eftirfarandi í nítjánda
kafla. „Einn spurði, hvar
er flotinn, ætlar flotinn
ekki að verja sundið.
Annar sagði, enskir og hol-
lenskir eru komnir með
herskip í sundið."
Herför Friðriks fjórða
til Gottorp lauk með
friðarsamningi 18. ágúst
árið 1700. Þessa tvo óvini
danakonungs, Karl XII. og
Friðrik hertoga gerir
Halldór Laxness af hag-
kvæmnisástæðum að ein-
um: svíakonungi. Enn-
fremur má benda á, að
Laxness skiptir dana-
konungum Iftt eða ekki í
persónur eins og sjá má af
tilvitnunum hér á eftir.
i.
í kóngsins pálúni voru 3 kórar,
sem var tvær tylftir trómedara,
ein instrúmentista, sem að bljesu
í básúnur, skálmeyar og krúm-
horn og ein tylft söngvara." (Æfi-
saga Jóns Ólafssonar Indiafara I.
útgáfa, bls. 82).
„Og snemma að morgni annars
dags var barin bumba og blásið í
skalmeyar og krúmhorn og lagt á
stað að berjast við ðvininn." (ís-
landsklukkan, bls. 233).
II.
,,Ved den tredie Grad lagdes
der endelig Delinkventen en
Krands,      det      saakaldte
Paternoster eller Rosenkrandsen
som bestod af tyndt Reb med fem
a sex Knuder paa, om Panden,
saaledes at Knuderne kom til at
ligge tæt ved Öienbrynerne og
nogle ved Siderne af Hovedet,
men ikke i Tindingern og dreiede
rundt, indtil Knuderne trængte
godt ind i Hovedet og Öierne
begyndte at træde ud af deres
Hulheder: saa holdt han inde og
formanede atter til Bekjendelse".
(Carl Bruun: Kjöbenhavn II., bls.
358 — 359).
„Þá skipuðu yfirmennirnir að
sækja faðirvorið... Faðirvor
þetta reyndist vera krans úr
snæri með mörgum hnútum, og
var þvf smeygt á höfuð mannsins
og snúið uppá með snarvöndli
þángað til hnútarnir settust innf
skallann og augun ötluðu útúr
honum. Þá fanst Jóni Hreggviðs-
syni þetta ekki borga sig og sagð-
ist vera morðfngi.". (tslands-
klukkan, bls. 236).
III.
„Þeirra fangelsi var á þann veg,
að þeir vm lífió höfðu eina járn-
gjörð sVo rúma, að klæðaskipti
gjört fengu, og fyrir neðan hægra
hnjeð aðra, og láu digrir hlekkir
utanlærs þeirra á milli." (Æfi-
saga Jóns Ólafssonar Indíafara I.
útgáfa, bls. 37). „Kóngur skipaði
smiðhum.. ., að taka járnið af
mjer, hvað honum varð mikið
fyrir að ná þvi með þjöl, þvi þar
var hnoðinn nagli í þar sem háls-
bryggjan var samanlukt. ,,(Æfi-
saga Jóns Ólafssonar Indiafara I.
útgáfa, bls.  162)...... þvi bágt
mun honum sjálfum verda ad
koma epter þad hann kommen er
i kongsens jarn og arbeid," (A.M.
private brevv. bls. 250).
„Eftir þetta ævintýr var Jón
Hreggviðsson fluttur f Bláturn...
hlekkjaður við múrinn. Gekk
keðja mikil úr múrnum f stál-
gjörð þrfskipta sem hnept var um
manninn, ein álman úm lærið,
önnur um manninn miðjan,
þriðja um hálsinn og hnoðinn I
nagli þarsem hálsbryggjurnar
voru samanluktar. Þetta heitir
kóngsins járn og arbcið." (ís-
landsklukkan, bls. 236).
IV.
„í matnum sé þér mestur hugur
að megir honum flíka
eins og hann sé almáttugur
og eilífð þar með líka."
(Grobbionsrimur II. ríma, 45.
erindi. Lbs. 1120, 4to, bls. 401).
„í maga vorum býr mestur dugur
mannvit f görnum líka
þvf maturinn einn er almáttugur
því maturinn einn er almáttugur
og eilffur þarmeð líka."
(islandsklukkan, bls. 237).
V.
„Da var han kommen i Beröring
med et berygted Fruentimmer,
der gik under Navn af Stövle-
katrine." (Joh. Steenstrup o.fl.
Danmarks Riges Historie V., bls.
299).
„Nokkrir sem til heyrðu for-
mæltu kónginum og sögðu að
hann væri tekin saman við Stíg-
véla-Katrfnu." (íslandsklukkan,
bls. 23«).
VI.
„Til Uheld for Frederik IV.
greb imidlertid atter Karl XII.
ind... Han nyttede den frie Vej
over Sundet, som de tre Flaader
sikrede ham, til at vove Landgang
paa Sjælland Nord for Köben-
havn ved Humlebæk". „Saaledes
endte denne korte og lidet
blodige Fejde. Frederik IV. var
sluppet uden Afstaaelser...". „...
kom det 18. August 1700 til
Fredslutningen Paa Slotted
Traventhal. Der blev ved denne
indrömmet Hertugen Ret til at
holde Troppper og anlægge
Fæstninger, men med den
Indskrænkning, at han lige saa
lidt som Kongen selv i Slesvik og
Holsten maatte have en större
Styrke staaende end 6000 Mand.
Det skulde ikke heller være ham
tilladt at opföre Skanser i en
kortere Afstand fra nogen af
Kongens Fæstninger end'2 Mil.
Naturligvis        stadfæstedes
Hertugens Suverænitet, og
Kongen maatte som Skadeser-
statning udrede 200,000 Rdr. til
ham". (Joh. Steenstrup o.fl.: Dan-
marks Riges Historie V., bls. 13 og
14).
„Einhvern dag bárust þær
fregnir með nýum glæpamanni
að strfðið væri á enda; að minsta
kosti um sinn. Svenskir höfðu
gcingið á land í Humlabekk og
haft sigur en danskir beðið ósig-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24