Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Page 10
Til hngri: Gugga og
verkfœriS. Ætimynd eft-
it Kjartan Ótason. Fall-
ega unnin mynd — en
virðist full greinilega
sótt I smiðju til annars
listamanns, sem Lesend-
ur Lesbókar þekkja vel.
Til vinstri: Ein af mynd-
um Braga Ásgeirssonar
6 sýningu hans i Nor-
rœna húsinu. Að neSan:
Frá graflksýningunni;
akvatinta eftir Richard
Valtingojer Jóhannsson.
Eftir myndlistarvertíðina
heldur minna spunnið I vatnslita-
myndir en þær, sem unnar voru í
olíulit. Ekki þarf þó að kenna lélegri
arfleifð um þetta viðhorf og nægir að
benda á sumar teikningar Kjarvals og
vatnslitamyndir Asgríms. Að mlnu
mati er gerður alltof mikill verðmunur
á myndverkum eftir því, hverskonar
liti, eða hverskonar efm listamaðurinn
kaus að nota.
Góð vatnslitamynd kynni að kosta
80 þúsund krónur, en mynd unnin i
oliulit eftir sama mann gæti ef til vill
kostað þrefalt meira án þess að
nokkrar likur séu á, að þar sé betra
listaverk á ferðinni. I annan stað
gætir þess um of, að verðlagning fari
að því er virðist einvörðungu eftir
stærð. Vestmannaeyingurinn Guðni
Hermannsen er eina undantekningm,
sem ég man eftir í svipinn. Sumar
dýrustu myndirnar á sýnmgu hans að
Kjarvalsstöðum í fyrrahaust voru ein-
mitt frekar litlar. í þessu sambandi
mætti minna á, að margar dýrustu og
eftirsóknarverðustu myndir listsög-
unnar eru fremur litlar; þar á meðal
allar þær fáu myndir, sem varðveittar
eru eftir Vermeer og snilldarverk
Rembrandts eru sum næsta lítil.
Verðlagning er emlægt það, sem
stendur i mönnum að ákveða og
flestir sýnendur skjóta henm á frest
unz enginn frestur er eftir. Þá er
stærðm látin ráða: Hálfur fermeter
kostar 100 þúsund, heill kostar hann
200 þúsund ’og svo framvegis. í
þessu efni eins og öðrum taka menn
mið hver af öðrum og hæpnar venjur
geta skapast. Sem betur fer hefur
ýmislegt sést i vetur og vor, sem
minmsstætt getur talizt og skal hér
hlaupiðá nokkrum atriðum:
Norræna vefjarsýningin
á Kjarvalsstöðum opnaði rækilega
augu áhorfenda fyrir því, að vefnaður
og hverskonar notkun á textíl er full-
gilt efm í myndlist. Að minnsta kosti
hef ég ekki fyrr gert mér Ijóst, hvað
textílkúnst er viðfeðm. Kannski hent-
ar hún yfirleitt betur til abstrakt út-
færslu, en aungvu að siður hægt að
vinna á hlutlægan hátt eins og dæm-
in sönnuðu. Margbreytileiki efniviðar-
ins er í ætt við náttúruna sjálfa, allt
frá grófasta hrosshári til silkis.
Hringur Jóhannesson
hefur venð vaxandi málari frá því
er hann byrjaði að sýna og sem
stendur skipar hann nokkuð sérstak-
an bás. Hann vinnur í anda ný-
raunsæisstefnunnar, sem komið hef-
ur í kjölfar popplistarinnar úti i heimi.
Innan þeirrar stefnu rúmast þó tölu-
verð breidd, allt frá Ijósmyndaáferð
eða ..hyperrealisma" til aðeins grófari
og stílfærðara raunsæis, líkt og séð
verður hjá Hring. Nýja raunsæið er
ekki hvað sizt fólgið i að sjá hlutina og
umhverfið frá nýjum sjónarhornum
og nú verður það myndefni, sem
hefði þótt næsta fjarstæðukennt fyrir
svo sem tveimur áratugum. Hjá er-
lendum ný-realistum er umhverfi
borgarinnar oftast viðfangsefnið, en
Hringur sækir sinar fyrirmyndir í ís-
lenzka sveit; gjarnan norður í Aðal-
dal. Hann sér myndefni í sólarglætu,
sem fellur inn um þakglugga á hlöðu;
i þotu, sem klýfur heiðan himinn yfir
grænni húsarúst, —; eða landinu
séðu úr glugga þotunnar. Sýning
Hrings var mjög ánægjulegur listvið-
burður.
Baltasar
sýndi á Kjarvalsstöðum í mars og
voru liðin rétt þrjú ár frá siðustu
sýningu hans þar. I þetta sinn komu
að minnsta kosti fimm þúsund manns
á sýningu Baltasars og gefur það
vissulega hugmynd um vinsældir
hans. í teikmngu er Baltasar ..virtuos"
eins og lesendur Lesbókar ættu að
þekkja og tækni hans við oliumálverk
er mikil. í þetta sinn sýndi Baltasar
miklu lausmálaðri myndir en áður og
litaskalinn var bæði Ijósari og
hástemmdari. Margir létu í Ijós nokk-
ur vonbrigði og töldu, að listamaður-
inn hefði ekki gefið sér nægilegan
tíma. En það er nú einu sinni svo
þegar leitað er að nýrri fótfestu, að þá
er við búið að eitthvað rmstakist. En
eru ekki dálítil mistök endrum og
sinnum betri en kyrrstaða? Vissulega
hefði verið ákjósanlegt að öll verkin
hefðu jafnast á við portrettin, sem
báru af hvað vinnubrögð áhrærir. I
þeirri grein þýðir tæpast neinum hér-
lendum málara að etja kappi við
Baltasar og hann hefur átt mikinn
þátt i að hefja portrettmálverkið til
þess vegs og virðingar, sem því ber.
Haukur Dór Sturluson
hefur svo að segja einbeitt orku
sinni að keramik og náð markverðum
árangri þar. Hann fór þó á sinum tima
utan til Edinborgar með það fyrir
augum að nema myndlist og hefur á
seinni árum gert myndlistina að gild-
ar. þætti i starfi sínu. Sýning Hauks
Dórs á Kjarvalsstöðum bar með sér
staðfastan vilja hans til alvarlegrar
myndsköpunar, þar sem engin mála-
miðlun við stofulist og smekk góð-
borgara kemur til grema. Þetta er
heiðarleg og aðdáunarverð afstaða;
einskonar lúxus, sem þeir einir geta
veitt sér er byggja afkomu sina á
einhverju öðru. Það var hressilegt og
karlmannlegt tak i myndum Hauks
Dórs, en notkun hans á gleri yfir
olíumyndir virtist mér vafasöm og
drap alveg niður áhrifin af þykkri
áferð litarins í sumum myndunum.
Þorbjörg Höskuldsdóttir
sýndi um leið og Haukur Dór að
Kjarvalsstöðum og var sú sýning hin
athyglisverðasta. Eins og fram kom
þar er Þorbjörg afbragðs teiknari og
notfærir sér þann styrkleika með
réttu. Hún hefur haslað sér völl í
súrrealiskum farvegi, sem gefur
henni verulegt svigrúm — jafnvel til
að koma skoðunum á framfæri. At-
hyglisverðar voru frumgerðir mynd-
anna en því miður tókst ekki alltaf að
ná sömu áhrifum i hinni máluðu
útfærslu. í lit hættir Þorbjörg sér ekki
út í nein vafasöm ævintýri, en allt um
það hefur hún náð því eftirsóknar-
verða marki að ávinna sér persónuleg
einkenni i myndum sinum, sem eru
auðþekkt.
Gunnlaugur Stefán
Gíslason
sýndi i Norræna húsinu i apríl og
var þetta fyrsta sýmng frá hans
hendi. Vakti þessi sýning verðskuld-
aða athygli og var mál manna, að svo
jafngóð vinnubrögð væru næsta fátíð
ef ekki óþekkt hér á fyrstu sýningu.
Hins ber þó að geta, að Gunnlaugur
Stefán erengmn byrjandi þótt dregizt
hafi á langinn að koma upp sýningu.
Gunnlaugur Stefán hefur kosið að
einbeita sér að vatnslitum og er búinn
að ná góðu valdi á þeirri vandasömu
tækni. Hann skipar sér undir merki
nýrealismans og fer út í nákvæmni i
útfærslu, sem ég man ekki eftir að
hafi sézt hér áður. Hitt er svo annað
mál, að hægt er að ganga ennþá
lengra i þvi efni eins og hægt væri að
sanna með dæmum. Myndefmð og
sjálf útfærslan minnir óneitanlega á
þann frábæra realista Andrew Wieth,
en ekkert er athugavert við það. Allir
verða fyrir áhrifum sem ekki eru
steingeldir og það er sannarlega
hægt að velja sér lakari lærifeður en
Andrew Wieth. Gunnlaugur Stefán
hefur þó valið sér nokkuð aðra lita-
notkun en þessi frægi Bandarikja-
maður og nær á þann hátt að höndla
þá tæru birtu, sem svo mjög einkenn-
ir ísland og önnur norðlæg lönd.