TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						alltaf látnir lausir fljótlega.
Gamla fólkinu er ljóst, hve lögin
eru lítils nýt i þessu efni, og þess
vegna lætur það oft hjá liða að
kæra þá, sem ráðasf á það. Það
óttast, að þeir verði bráðlega látn-
ir lausir, komi þá aftur i heim-
sókn og verði hálfu verri viðskipt-
is.
Af þessum sökum er f jöldi gam-
almenna, svartra sem og hvítra,
fanginn i íbúðum sínuin I fá-
tækrahverfum      borgarinnar.
Sumir fara helzt aldrei út. Kona
nokkur var svo hrædd um sig, að
hún þorði ekki út með rusl en tróð
þvi í plastpoka, batt fyrir og stafl-
aði pókunum í eitt herbergi i íbúð
sinni. Það fylltist von bráðar. Þá
læsti konan þvi og fór að stafla
pokunum i næsta herbergi og svo
koll af kolli. Hún lifði langtimum
saman á súkkulaðikexi; kastaði
smáaurum út um glugga til barna,
sem voru að leik fyrir utan, og
bað þau hlaupa út i söluturn fyrir
sig. önnur kona flutti rúmið sitt
fram í anddyri og svaf þar al-
klædd, reiðubúin að spretta upp
og forða sér út, ef reynt yrði að
brjótast inn í svefnherbergið
hennar. Það hafði komið fyrir
þrisvar sinnum. Hafði hún svo
slæma reynslu af hinum ungu
ræningjum, að hún sagði, að þeir
væru „ekki mennskir menn. Þetta
eru skepnur".
Lögreglan í New York hefur
reynt ýmislegt til þess að ráða
bug á þessum ófögnuði. Sérstakar
lögreglusveitir hafa verið stofn-
aðar til þess að verja gamla fólkið
og reka réttar þess. Reynt er að f á
það til að kæra árásarmenn sína.
Þá er reynt að einfalda réttarhöld
til þess að reyna ekki um of á
gamalmennin. Þeim eruu haldnir
fyrirlestrar og gefin góð ráð, t.d.
ráðið til þess að fara ekki ein
heim ef þau haldi, að einhverjir
elti þau, en reyna heldur að ná i
lögregluþjón. Enn fremur er
hafður sérlegur lögregluvörður i
ákveðnum götum og gamla fólk-
inu ráðið að verzla þar. Loks má
nefna það, að unglingar úr fram-
haldsskólum hafa boðizt til þess
að fylgja gömlu fólki i búðir og
annað, sem það þarf að fara.
Lögreglan þykist sjá, að ein-
hverjar framfarir hafi orðið í
þessum málum. En þvi miður eru
þær framfarir ákaflega hægar.
Rúmiega 600 innbrotsmál af þvi
tagi, sem hér um ræðir komu til
kasta lögreglunnar í Bronx i fyrra
— en einungis 82 ránsmenn voru
handteknir. Það má betur, ef
duga skal.
Á ég að
drepa hann?
Blaðamaður sótti heim Charlie
Betrisch, einn af fjölmörgum,
sem orðið hafa fyrir barðinu á
óþjóðalýðnum í Bronx og ekki
fengið neinar bætur. Bertsch er
87 ára að aldri. Hann býr einn
með nokkrum köttum sinum I
kjallaralbúð og hefur búið þar frá
því 1911.1 hverfinu þarna bjuggu
forðum velmegandi menn, það er
liðin tið. Nú er hverfið hálfeytt af
fólki, hiísin niðurnídd og göt-
urnar stráðar sorpi.
Það var einn morguninn, að
Bertsch opnaði dyrnar að fbúð
sinni og ætlaði að hleypa hund-
inum sínum út. „Ég vissi þá ekki
fyrri til", sagði hann, „en ég lá á
gólfinu. Atta Púertórikanar þustu
inn og tóku til að berja mig með
spýtum. Hundinn slógu þeir með
hamri I hausinn. Þeir sneru öllu
við og fundu loks 60 dollara
(11.500 kr.) í smámynt. Svo laut
einn þeirra yfir mig og ég sá, að
hann hafði hnlf I hendi. Á ég að
drepa hann núna? spurði hann
félaga sinn. Nei, sagði þá hinn,
stjórinn vill ekki láta drepa
hann".
Piltarnir skildu við Betrsch
liggjandi á gólfinu. Hann lá þar
lengi dags. Enginn kom. Það var
svo loks um sexleytið um kvöldið,
að Bertsch tókst að staulast á fæt-
ur.
Hann lét sér þetta að kenningu
verða. Hann viggirti íbúðina,
bætti lásum á hurðina og negldi
fleka fyrir alla glugga. „Þá geta
þeir ekki kastað eldsprengjum
inn um gluggana", sagði hann.
Hann fer sjaldan út nii orðið;
lætur senda sér mat af matsölu-
stað. Hann kveðst munu flytjast
frá Bronx áður langt liði. „Hér er
aigert lögleysi", segir hann.
„Maður er jafnvel hræddur við
lögregluna".
Mánaðarleg
vertíð
Það er alltaf uppgripatimi hjá
upprennandi glæpamönnum I
South Side i Chicago einu sinni í
mánuði. Það er um það leyti, sem
öldruðum eru sendir ellilifeyris-
tékkarnir. Þá safnast bófarnir
fyrir utan við hús gamals fólks og
bíða þess, að það vogi sér út að
verzla. 1 West Side-hverfi er öll-
um samkomum aldraðra slitið
klukkan fjögur, ekki siðar, svo að
menn komist heim áður en fer að
dimma. „1 gamla daga var maður
alltaf úti á göngu á góðviðrisdög-
um og kvöldum", sagði aldraður
maður þar I hverfinu, „en nú fer
maður ekkert nema i bíl og alls
ekkert eftir, að dimma tekur".
í Chicago búa 500 þúsund
manns eldri en 60 ára. Samkvæmt
opinberum tölum segja 41%
þeirra afbrot valda sér mestum
áhyggjum af öllu, þeir kvíða engu
meir en því, að ráðizt verði á þá
einhvern daginn. Yfirvöld telja,
að aldraðir verði ekki oftar fyrir
barðinu á ránsmönnum en yngra
fólk. Aftur á móti biði aldraðir
oftast mun meira tjón af
árásunum en hinir yngri. Ung
kona, sem er slegin niður, jafnar
sig fljótlega og biður ekki skaða
af nema nokkrar skrámur, sem
hverfa á fám dögum. En sé áttræð
kona slegin niður getur hún orðið
örkumla       eftir.       Hún
mjaðmarbrotnar e.t.v. og verður
að leggjast i sjúkrahús en fær
ekki meiri bata en svo, að hún
verður að fara á elliheimili, getur
ekki lengur séð um sig sjálf og
glatar sjálfstæði sinu. Þá er oft
ekki langt eftir. Fjölmörg dæmi
eru til þess. Má nefna liðlega
sjötuga konu, sem varð fyrir árás.
Nágrannar hennar komu að þar,
sem hún lá I baðkerinu heima hjá
sér. Hafði hun fengið höfuðsár,
sokkur var bundinn um háls
henni og handleggir fyrir aftan
bak. Hún hafði legið svona I bað-
kerinu í tvo daga. Daginn eftir, að
luin fannst, varð að taka af henni
annan handlegginn og fyrir
skömmu varð að taka hinn líka.
Sumir aldraðir taka að verjast
árásarmönnum með kjafti og
klóm Hálfáttræð kona, Gerturde
Booker að nafni, þreif I strákling,
sem ætlaði að hrifsa af henni
veski, og tókst henni að draga
hann með sér er hún féll á gang-
stéttina. Þegar þar var komið
sögu hugsaði hún þó með sér, að
veskið væri naumast þess virði, að
hún berðist fyrir því. 1 veskinu
var ekkert nema svo sem strætis-
vagnafargjald. Sum gamalmenni
hafa jafnvel farið að læra ýmsar
sjálfsvarnarlþróttir, karate til að
mynda, svo að þau gætu borið
hönd fyrir höfuð sér.
Ibúarnir I borgarblokkum I
Uptownhverfí búa nánast við um-
sátursástand. Það var ekki ólíkt
að hlýða á frásagnir þeirra og
frásagnir hermanna á vigvöllum.
Þetta gamla fólk hafði endalausar
sögur að segja af árásum, sem það
eða kunningjar þess og nágrannar
.höfðu orðið fyrir. Einhverjir
höfðu ráðizt á níræða konu og
veitt henni áverka með hnífi. Aðr-
ir höfðu slegið niður gamla konu
og mjaðmarbrotið hana. 77 ára
gömul kona, sem rætt var við
hafði lent I þvi fyrir stuttu, að
tveir 12 ára stráklingar slógu
hana niður fyrir utan aðaldyrnar
að blokkinni þar, sem hún bjó, og
drógu hana spölkorn I veskis-
ólinni hennar. „Ég hef verið með
lifið I lúkunum upp frá því", sagði
hún. „Ég er dauðhrædd. En ég
hef ekki efni á því að búa annars
staðar en hérna. Eg kemst hvergi.
Hvert ætti ég svo sem að fara?"
Mannslífið
á 17 cent
Það er svipað ástandið I
Oakland og hinum borgunum
tveimur. 1 fátækrahverfin safnast
gamalt fólk. Varla sést maður á
ferli á götum úti; gamla fólkið
hírist inni, hefur dregið fyrir
glugga og fer ekki út nema til-
neytt. Algengt er að sjá rammger-
ar járngrindur fyrir gluggum og
nokkra lása á hurðum i útidyrum.
Grimmd sumra þeirra, sem
leggjast á gamalmennin, virðast
lltil takmörk sett. 91 árs gömul
kona I Oakland varð fyrir þvi, að
unglingur brauzt inn til hennar.
Hún hefur varla komið miklum
vörnum við, en samt var engu
llkara, en árásarmaðurinn hefði
átt lif sitt að verja þótt hitt muni
sönnu nær að hann hafi verið
óvanalega kaldrifjaður. Gamla
konan fannst látin á stofugólfinu
heima hjá sér og hafði verið
stungin margoft með hnifi. Talið
er, að morðinginn hafi ætlað að
ræna hana — en lögreglan kveðst
þó ekki sjá, að hann hafi haft
neitt á brott með sér.
önnur kona, rúmlega sjötug,
var á gangi fyrir utan blokkina
þar, sem hún bjó. Hljóp þá að
henni 16 ára strákur og hrifsaði
af henni veskið, sem hún hélt á.
Hún féll við og hlaut mikið höfuð-
högg. Hún lézt fjórum timum sið-
ar. En i veskinu, sem pilturinn
stal, voru 17 sent (33 kr.).
Ekki er langt Iiðið frá þvi, að
lögreglan I Oakland kom höndum
yfir flokk' unglinga, sem höfðu
iðjað það lengi að ráðast á og
ræna gamalt fólk I Oakland. En
flestir þeirra voru yngri en 18
ára, þegar þeir voru dæmdir,
verða von bráðar látnir lausir og
geta þá tekið aftur til við fyrri
iðju. Saksóknari I Oakland komst
svo að orði i viðtaji, að það væri
leitt til þess að vita, að eina ráðið
til þess að koma i veg fyrir glæpi
væri að læsa glæpamennina inni.
„Það er ekki nema tvennt, sem
kemur til greina. Annað er að
leyfa þeím að ganga lausum svo,
að þeir geti haldið áfram að lim-
lesta fólk. Hitt er að hneppa þá I
fangelsi. Um annað er ekki að
velja".
Aldrað fólk I fátækrahverfum
stórborganna á víst i engum
vanda að velja.
— Cr „TIME".
©
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16