Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 8
Valtýr Pétursson skrifar um hina stórmerku Kjarvalssýningu sem nú stendur vfir á Kjarvalsstöðum Hlustað á fossinn. Eigandi Guðmundur Jónsson. SÝNING MEÐ „FÍNA NÁTTÚRU” Vor. Eigandi Perla Kolka Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, sem fengin hafa verið að láni hjá einstakling- um og fyrirtækjum. Hér koma fram margar perlur Kjarvals, sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Þetta er stór og viða- mikil sýning og fyllir Kjarvalssal. Aðeins tvö verk á þessari sýningu eru í eigu Reykjavíkurborgar, en það eru hin kunnu verk „Sól og sumar" og „Krítik". Að flatarmáli eru þau verk með stærstu, ef ekki allra stærstu verk, sem liggja eftir Kjarval, en það þýðir auðvitað ekki, að þau séu í hópi bestu verka hans. Það kemur enda mjög greinilega í Ijós á þessari sýningu, að þessar stóru myndir standast hvergi samanburð við obbann af þeim listaverkum, sem á sýningunni eru. Það leynist heldur ekki, að Reykjavíkurborg er raunalega fátæk af verkum Kjarvals, þrátt fyrir hina miklu gjöf, er borgin öðlaðist að lista- manninum látnum. Þá er það annað. sem blasir hér við, en það er þörfin á þvi að fá skrásett verk Kjarvals og gera tilraun til að komast fyrir um það, hvert lífs- starf hans var að vöxtum og hvar það er niður komið. Ég hef haft nokkuð með list Jóhannesar Kjarvals að gera um dagana. í tvö skipti hef ég ásamt öðrurrí staðið fyrir yfirlitssýningu á verkum hans og i því sambandi skoðað mikinn fjölda verka eftir Kjarval, en nú sé ég, að margt hefur farið fram hjá okkur. Eitt merkilegasta listaverk, sem Jóhannes Kjarval virðist hafa látið eftir sig, er á þessari sýningu. Hér verður að fullyrða með fyrirvara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.