Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 6
Sviðnur Hver er skýringin á þessu einkennilega örnefni eftir Bergsvein Skúlason Lýður B. BjÖrnsson sagn- fræðingur hefur skrifað marg- ar fróðlegar greinar í Arsrit Sögufélags ísfirðinga, enda rit- fær í bezta lagi eins og margir frændur hans úr Gufudalssveit. I siðasta árg. (20) skrifar hann langa grein, sem ekki er lokið, er hann nefnir „Salt- vinnsla á Vestfjörðum og salt- verkið í Reykjanesi." Þar ræðir hann nokkuð nafnið á Sviðnum i Vestureyjum Breiðafjarðar. Nafnið hefur valdið fræði- mönnum nokkrum heilabrot- um, og hafa ekki allir komizt að sömu niðurstöðu. Lýður nefnir nokkrar þeirra, og fer um þær hófsamlegum orðum sem vænta mátti. Ekki þykir honum sú tilgáta likleg, sem lengi hefur fylgt eyjunum, að þær hafi nafn af skógareldi. En þjóðsagan segir, að svo þéttur skógur hafi verið þar þegar þær voru numdar til búsetu, að brenna hafi þurft skóginn til að koma niður bæ og öðrum húsum er til búsetu þurfti og slægju og beitarlönd gætu gróið upp í stað skógarins. — Honum þykir liklegt, að lítið hafi verið um trjágróður í Breiðafjarðareyjum þegar landnám hófst þar. Birkikjarr þoli iila sjávarseltu. Vel má vera að svo hafi verið. Samt eru þær ekki svo fáar eyjarnar i firðinum, bæði i Suðureyjum og Vestureyjum, sem bera nafnið Hrísey. Ötvirætt nátt- úrunafn. Þær heita allar svo vegna skóga eða hrisrunna, sem þar hafa verið á nafngiftatima- bilinu. Margir munu enn kann- ast við Eiríks sögu rauða. Þar segir af svo stórvöxnum hrísl- um við Dimunarvog i Klakkeyj- um, að Eyjólfur í Svíney gat leynt skipi Eiríks undir þeim. En hvað sem skógurinn í Klakkeyjum kann að hafa verið stórvaxinn, þegar Eiríkur karl- inn lét i haf til Grænlands, mun það rétt hjá Lýð, að óviða hafi stórvaxinn skógur verið í Breiðafjarðareyjum á land- námstíð. En skógurinn þurfti ekki að vera hávaxinn til þess að þörf þætti á að útrýma hon- um, svo graslendi ykist til beit- ar og slægna, bæði í Sviðnum i Vestureyjum og öðrum eyjum óbyggðum, sem bera sama nafn. Og þá var ekki önnur aðferð fljótvirkari en að kveikja í honum. Eflaust hafa menn gert sér grein fyrir því þá, að engin hætta var á upp- blæstri þótt kjarrið í eyjun um ryki út í veður og vind. Sú tilgáta þykir mér þvi alls ekki ósennileg, að Sviðnur hafi hlotið nafn af eldi sem þar hafi verið kveiktur i kjarri, og þá ef til vill brunnið meira en til var ætlast. Önnur tilgáta um nafnið á Sviðnum, sem lengi hefur verið við lýói, er sú, að þær hafi hlot- ið nafn af saltgerð, saltsviðu, er þar hafi átt sér stað. Segir Lýð- ur, að sú skoðun fái stuðning af þeirri staðreynd, að þar sé mik- ið í fjörum af þeim þangtegund- um sem mest voru notaðar til saltbrennslu „og klóþang að auki.“ Ekki efa ég, að hann fari rétt með þetta. En á móti salt- brennslu þar mælir, að þang- fjörur við Sviðnur eru litlar (eins og eyjarnar), ef þær eru bornar saman við fjörur við næstu eyjar f norðri og vestri. Auk þess munu menn aldrei hafa rekist þar á neinar leifar eftir saltsuðu eða annars konar saltgerð, eins og sýnilegar munu hafa verið í Svefneyjum, a.m.k. til skamms tíma. En til- gátan er alls ekki ósennileg, því saltgerð mun hafa verið reynd snemma á öidum í Breiðafirði, eins og fjölmörg örnefni sanna, og Lýður drepur eflaust á í ritgerð sinni. Þá er ein tilgátan um nafnið á Sviðnum sú, að þær dragi nafn af fiskimiði i flóanum suður af eyjunum, er heitir Svið. Jens bóndi Nikuiásson, sem ólst upp í Sviðnum með fólki sem þar hafði verið lengi, og sjálfur bjó þar fram undir 1960, sýndi mér þetta fiskimið eitt sinn er við áttum leið úr Sviðn- um suður yfir flóann, og sagði að sér hefði verið sagt, að Sviðnur hétu eftir þvi. Það sagði hann mér lika, að á þvi miði hefði fiskast eitt eða tvö haust eftir að hann mundi eftir, þótt hvergi hefði verið fisk að fá á nálægum miðum. Miðið hefur því verið óvenju fiski- sælt. Ekki hafði ég heyrt þessa fiskimiðs getið áður, enda ekki ýkja kunnugur í Sviðnum, né að Sviðnur hefðu hlotið nafn af því. En Jens var greindur mað- ur og minnugur, og hefur áreið- anlega haft þetta rétt eftir sér eldri mönnum í eyjunum. — Sömu tilgátu segist frú Ingi- björg Jónsdóttir hafa heyrt. Hún ólzt upp i Sviðnum og hef- ur sagt mér eitt og annað það- an. — Jens sagði mér ennfrem- ur, að glögg merki sæust eftir útræði frá Sviðnum. Liklega heföi róðrabátunum oftast ver- ið lent i Langey. Eyju sem ligg- ur sunnan Bæjareyjunnar, en fjarar í að heiman um hverja fjöru. Þar væri allgóð lending, og upp frá henni sæist enn fyr- ir kofatóftum og naustveggjum. Or Langey hefði verið örstutt á Sviðið og önnur fiskimið, er kynnu að hafa verið suður í flóanum, þótt nú væru öllum gleymd. — Ekki dæmi ég um sennileik þessarar tilgátu, en líklegt þykir mér, að Sviðnur hafi hlotið nafn á undan fiski- miðinu. Þá getur Lýður B. Björnsson þess, að Björn J. Blöndal rithöf- undur í Laugarholti hafi orðað við sig, að eyjarnar kynnu að draga nafn af einni tegund flot- holta, tréflám, er festar voru á fláatein neta, vegna formlíking- ar með þeim og eyjunum. Hef- ur Lýður eftir Birni, að neta- flár hafi verið sviðnar, a.m.k. sú hlið þeirra sem að vatninu sneri, og eftir það verið nefnd- ar sviður. Rengi ég ekki að svo hafi verið gert í Borgarfirði. Björn er vissulega kunnugur í sínum heimahögum. En fjarri sanni er, að Sviðnur sem heild líkist mjög tréflám eins og þær venjulega voru lag- aðar í Breiðafirði. Er auðvelt að sjá það ef litið er á myndir af eyjunum teknar úr lofti. Og ekki liggja þær heldur í beinni línu frá vestri til austurs. Bæj- areyjan liggur beint norður af Langey, Hamarsey og Dyrhólm- um. Fjöldamargar eyjar á firð- inum eru mikið líkari flám. Veit ég þó ekki til, að nokkur þeirra heiti Flá, eða hafi nafn af þeim þörfu hlutum sem ávalt fylgdu netunum. Ég ólst upp við selveiðar og hrognkelsveiðar í net á Breiða- firði frá því að ég fyrst man til mín og langt fram á fullorðins ár. Lengst af þeim tima var netunum haldið á floti með tré- flám. Oftast voru þær sviðnar beggjá megin, til að auka flot- magn þeirra og endingu, en aldrei heyrði ég þær nefndar sviður, aðeins flár éða sviðnar flár. Og hefði sviðunafnið ein- hvern tíma tíókazt þar, er frá- leitt að það hefði verið týnt úr daglegu máli manna þar um slóðir, svo mikið voru flár hand- leiknar og nafnið ágætt. Frá- leitt tel ég því að Sviðnur heiti eftir sviðnum netaflám. Ekki veit ég hvort þeir Lýður og Björn hafa komið í Sviðnur eða aðrar eyjar á Breiðafirði, en nær er mér að halda að svo sé ekki. Ef svo væri, hefðu þeir getað séð margar eyjar á firðin- um, stórar og litlar, sem að lög- un líkjast meira netaflám en gömlu Sviðnur. Fleiri tilgátur kunna að hafa komið fram um nafnið á Svión- um — þeim fríðu eyjum — þótt mér sé ekki um þær kunnugt. Allar þessar tilgátur, og ef- laust fleiri, sýna aðeins, að Sviðnur hafa lengi verið mönn- um hugleiknar, ekki einungis vegna nafnsins, heldur af ýms- um öðrum ástæðum sem hér verða ekki raktar. Sennilega verður það aldrei sannað með haldgóðum rökum hvers vegna eyjarnar heita svo, frekar en margt annað tvirætt í fornum sögum sem menn hafa yndi af að velta fyrir sér og skrifa um langhunda. Er það að vlsu sak- laust gaman. Mér þykir líklegast, að marg- nefndar Sviðnur i Flateyjar- hreppi, og aðrar minni eyjar óbyggðar á Breiðafirói sem bera sama eða svipuð nöfn, t.d. Sviðningar, hafi hlotið nafn af einhvers konar brennu sem þar hefur átt sér stað. Þyrfti þeirri brennu raunar ekki hafa verið ætlað annað I upphafi en eyða einhverju rusli, en eldurinn komizt i þurran holgrafinn lundabala. I honum kvað vera vont að slökkva, ef eldurinn nær að læsa sig ofan í hann, og nemur þá ekki staðar Jyrr en grænn balinn er orðinn að svartri steindauðri moldar- hrúgu, sem allir fuglar fælast og fleiri ár tekur móðir náttúru að græða upp. Er þá alveg sleppt þeim möguleika, sem kynni að vera líklegastur, að landnámsmaður eyjanna hafi ætlað að helga sér þær með eldi, en eldurinn þá orðið hon- um ofjarl eins og Ölkofra á Þingvöllum forðum. Bergsveinn Skúlason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.