Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 8
NNI STANDA KK-sextettinn á fullu; Kristján saxófóninn, Einar Jónsson á tri Kristján Magnússon á píanó o< Þorláksson á gítar. IFULLUM HRE „Viö fórum í hljómleikaför til Noregs og víðar 1954 og má sjá af fréttum og gagnrýni frá þessum tíma, aö leikur hljómsveitarinnar líkaði vel. Við gátum meira að segja fengið ráðningarsamning á ágætum stað í Oslo og þá voru komnir í gildi samningar milli landanna þess efnis, aö hljóðfæraleikarar gátu ráðið sig í vinnu aö vild, án þess að fá sérstakt atvinnu- leyfi. Svo fór þó, að Norsarar settu okkur stólinn fyrir dyrnar og báru því við, að samningurinn gilti fyrir einstaka hljóð- færaleikara, en ekki heilar hljómsveitir. Þeir sögðu: Við vitum, að ef þið ráðið ykkur þarna, farið þiö ekki aftur.“ „Það kom víst flestum á óvart, pegar þú hættir í árslokin 1961. Varstu orðinn leiður á spilverki eftir 15 ár?“ „Jú, það kom víst mörgum á óvart. Meira að segja varð konan mín alveg undrandi og spurði mig: Hvað í ósköpun- um ætlar þú að fara að gera? Leiði, — nei, það get ég ekki sagt. Hjá okkur var alltaf eitthvað að gerast. Alltaf vorum viö að vinna að músíkinni og það var skapandi og skemmtilegt. En fyrir kom að við spiluðum sömu lögin ár eftir ár; til dæmis Night Train, sem gekk allar götur frá 1955 og alltaf jafn vinsælt. Það var svona dæmigert stuðlag. Eða Harlem Nocturne, — það var eitt af þessum lögum, sem verðá sígild." „Og svo kom rokkið til skjalanna.“ „Já hvenær var þaö nú aftur; þetta rennur allt orðið saman, þegar maður lítur aftur í tímann. Ætli það hafi ekki verið éitthvað fyrir 1960. Og við lentum aö sjálfsögðu á kafi í þeirri flóðbylgju. Munurinn var aðallega sá, að meiri áherzla var lögð á taktinn eða „bítið“ eins og nú er sagt. Rétt seinna komu svo Bítlarnir og meö þeim ný músík og ný og geysilega áhrifamikil tízka, sem allir þekkja. Greinilegt var, að enn voru þáttaskil framundan og nú fannst mér einfaldlega ég vera orðinn of gamall til að byrja enn einu sinni á byrjuninni." „Þú hefur ekki viljað lifa sjálfan pig, ef svo mætti segja.“ „Nei, það er ömurlegt. Mér var Ijóst aö viss hætta var á stöönun og hugsaði málið rækilega. Við vorum á toppnum og það voru afbragðs músíkantar sem skipuðu K.K.-sextettinn, þegar við hættum. Ég hef ekki séö eftir þeirri ákvörðun." „En Þaö hefur samt ekki verið sársaukalaust?“ „Það var ekki svo mjög sársaukafullt fyrir mig. Ég tjáði mínum mönnum í K.K.-sextettinum þessa ákvörðun mína með mánaðar fyrirvara og hugsaði mér að hætta á áramótum. Erla á afmæli á gamlársdag og aöeins í eitt einasta skipti í búskap okkar, haföi ég getað veriö heima þetta kvöld. Ég sagði félögunum að ég ætlaði að vera heima þetta kvöld; þeir yrðu að bjargast án mín í síðasta skiptið. En þetta var í rauninni viðbára. Mig langaði bara ekki til að vera þarna viðstaddur, — það hefði orðið dálítið eins og vera við sína eigin jaröarför." „En pegar pú blést síöustu taktana og vissir að par meö var pessu lokið, — var paö ekki eftirminnileg tilfinníng?" „Ég man mjög vel eftir því, en mér þótti það ekkert óskaplega sorglegt. Lokalagið Glaðhcittur KK-soxtctt á KÚðri stund. frá vinstri. Kristján Maiínússon. Krist- ján Kristjánsson. Gunnar Rcynir Svcinsson. Eyþór Þorláksson. Guðmundur Stcintírímsson og Jón Sifturðsson. þetta kvöld var A Sunday Kind of Love; ágætt lag, sem við Svavar Gests heyrðum í fyrsta sinn í New York. Þá lék Claude Thorn Big Band þetta lag, og það var raunar frumflutningur. Við urðum strax hrifnir af því. Á hljóm- leikum var orðin hefð, að K.K.-sextettinn byrjaði og endaði á þessu lagi. Það var gott og hressilegt og enginn væll. En þetta kvöld, þegar ég blés það í síðasta sinn, þá fannst mér þaö ekki vitund sorglegt. Ég leit á spilverkiö eins og hverja vinnu, sem nú var lokið.“ „Mér skilst pú hafir ekki blásið síöan?“ „Þaö er rétt; ég hef ekki blásið síöan, saxófónninn og klarinettiö fóru beint í viðgerð. Svo voru þessi ágætu hljóöfæri látin í töskurnar sínar og komið fyrfr niðri í kjallara. Til þessa hefur saxófónninn ekki verið tekinn upp; ekki einu sinni til að strjúka honum. Ég geng ekki með neina slíka viðkvæmni í brjósti. Og ég minnist hljóðfæranna ekki með söknuði, heldur lít ég svo á að þau hafi tilheyrt áfanga í lífinu. Sá áfangi er liðinn og kemur ekki aftur. En þaö var ágætur áfangi. Kostirnir við vinnu af þessu tagi voru — og eru — fólgnir í mannlegum samskiptum. Mjög oft voru þau ánægjuleg. Að sjálfsögðu fékk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.