Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						KRISTMUNDUR BJARNASON SJÁ¥ARBORG
Voriö 1887 lagoist illa í marga. Menn
höfðu erfioar draumfarir, sem benda
þóttu til stærri nauöa. í útmánaoasveltu
uggir fólk um hag sinn, og svo var aö
þessu sinni.
Fyrri hluta aprílmánaöar unnu sjó-
menn ao farbúnaöi eyfirzka hákarlaflot-
ans. Haustiö áöur var Pólstjarnan sett
upp á Hjalteyri, og áhöfnin stóö nú
streitt við að búa hana á veiöar.
Skipverjum þótti sem þessi fríði
farkostur væri hluti af þeim sjálfum, svo
fagurbúinn og sterkbyggður. Póistjarn-
an hafði fært Svarfdælum ærna björg
í bú, trúlega meiri miklu öllum öörum
fleytum fyrr og síöar. Minningarnar
hlýjuöu hákarlamönnum. Hversu oft
höföu þeir ekki siglt þöndum seglum í
blíðu leiði vestan af Strandagrunni og
kveöiö viö raust:
Vermir sólin viöu brands,
vindur gólar stríöur,
þegar Póla á leiö til lánds
laxabóliö skríöur.
Jón Gunnlaugsson fór með skipið
eins og undanfarin ár, hafði þó haft
fastlega viö orö aö hætta. Þaö flaug
jafnvel fyrir, að hann hygði á Ameríku-
ferð. Á útmánuöum ákvað hann þó að
halda áfram skipstjórn, aö minnsta
kosti fyrrgreint vor, hvaö sem síðar yröi.
Áhöfn — auk Jóns — skipuö'u ellefu
Hinsta
feróin
en eftirtaldir menn veðsettu vorhlut sinn
af Pólstjörnunni 1887: Gísli Siguröson
í Sandgeröi og Jóhannes Jónsson frá
Tungufelli. Má því ætla, að þeir hafi fyllt
flokkinn. Þótt ekki sé það óyggjandi.
Það er í frásögnum, að þess hafi
orðið vart haustið áöur, að segl
Pólstjörnunnar væru tekin að feyjast.
Þó skyldu þau notuð í fyrsta túr. Því að
seglasaumurinn dróst á langinn, en
næst átti að sigla undir nýjum seglum.
Hákarlaskipin héldu legu á bak
páskum, þau fyrstu hinn 12. aþríl og
og mjög er stuðzt við teluiyað skipin
hafi haldið sig á Skagagrunni, en
Árni Antonsson, sem hér hefur og selt
í sumblið, nefnir Strandagrunn og
hefur trúlega eftir föður sínum,
Antoni Árnasyni.
Þeir höfðu legið einn eða tvo
sólarhringa og aflaö um tuttugu tunnur
lifrar, þegar tók að bræla. Aðfaranótt
sumardagsins fyrsta (21. apríl) gerði illt
sjólag, þar sem undirsjór var noröaust-
lægur, en vindur framanstæður og
torveldaðist  vinna  á  dekki  sökum
í mökkvann, eftir að skipverjar höfðu
baksað við að koma upp rifuðu segli og
klýfi. Ætlaöi skipstjórinn að ná djúpt
fyrir Skaga, en svo var hann framan-
stæöur, að líklegt mátti telja, að skipiö
næði inn á Haganesvík. Þeir höföu
þeytingsbyr, en hríöin aö kalla glóru-
laus, þó svifaði frá stöku sinnum. Sjór
gat þó ekki kallast ýkja kvikuvondur, en
varla stætt á þilfari vegna ísingar, og
frostgrimmdin með ólíkindum.
Norðvestur af Skaga rifnuöu forsegl
Pólstjörnunnar — klýfur og jagar — og
skipti þá sköpum um ferðalok, þar eð
ekki reyndist hægt að sigla beitivind, og
fráleitt aö gera að seglum sökum
veðurofsa og frosthörku. Þegar forsegl-
ið rifnaði, lét skipstjórinn slá undan,
lensa, siglt var laust viö Skallarif inn á
Húnaflóa.
Mun Jóni hafa veriö í hug að ná
landvari við Skagaströnd.
Þar eö náttmyrkur fór aö, hætti
skipstjórinn við að láta horfa til lands.
Reyndi hann fyrst að hálsa uþp í
vindinn, en gekk illa. Um morguninn
varð að ráði aö leggja Pólstjörnuna til
í Flóann. Var henni lagt vestur og fram.
Snorri Sigfússon ritaöi upp svofellda
frásögn Baldvíns Baldvinssonar:... Var
ástandiö allt hiö versta, og hef ég ekki
lifaö annað eins: Sjóarnir gengu yfir
skipið og byljirnir hentu því til, en
einhvern veginn komst Póla alltaf á
menn, „garparnir á henni Pólu", sem
þeir nefndust einu nafni. Þeir hétu:
Júlíus Kr. Jónasson frá Fagraskógi,
stýrimaður, Valdimar Jónsson frá
Jarðbrú, Sigurður Jóhannsson frá
Ingvörum. Guðjón Jóhannsson, síðar
bóndi á Sauðanesi. Ferdinand Halldórs-
son frá Tungufelli, Jón Sigtryggur
Jónsson, seinna í Skriðu á Upsaströnd,
Anton Árnason, Hamri, Baldvin
Baldvinsson á Brimnesi og Guölaugur
Bergsson. Um tvo er ekki vitað til víss,
sigldur auður sjór vestur með landí.
Misvindi var mikið og gekk mjög
treglega aö komast á miö. Pólstjarnan
hóf veiðar heldur vestarlega og djúpt út
af Húnaflóa, á Skagagrunni. Á sömu
slóöum gat fleiri skip, svo sem Storm,
skipstjóri á honum var Jóhann bróðir
Jóns á Pólstjörnunni; vildi hann jafnan
sitja aö fiski sem næst bróður sínum,
því að þar vissi hann aflavon.
Snorri Sigfússon frv. námsstjóri,
sem ritað hefur þátt um Pólstjörnuna
ísingar og frosthörku: sýnilega upp-
gangsveöur í aðsigi. Um hádegi skall
hann saman. Mátti ótrúlegt kalla, aö
skipverjum á Pólstjörnunni skyldi takst
að ná inn stjóranum, svo erfið reyndist
öll aöstaöa, veöurofsi geysilegur, „og
fannburður slíkur, aö varla sá stafna á
milli". Þeir bræöur, Jón og Jóhann
leystu samtímis, einnig Njáll frá Siglu-
firði og Mínerva, sem frændi þeirra
bræðra, Jón M. Magnússon, fór meö.
Pólstjarnan lagöi snemma af stað út
kjölinn aftur. Alllengi var látið horfa í
vestur. En vitanlega var þetta engin
sigling, heldur mátti segja, að skipið
hrekti undan þessu ofviðri og sjó inn
Húnaflóann. Spurningin var sú, hve
vestarlega við værum. Ekki leyfði
skipstjórinn, að á þilfari væru fleiri en
tveir menn, og annar þeirra við
stýriö..."
Svo geröist það þessa örlaganótt, aö
Jón skipstjóri skrapp andartak undir
þiljur; mun þá hafa látiö eftir úr sitt —
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16