Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						i lyrra kom úl hjé sænska bókaforlaginu
Rabén & Sjögren bók sem ber heitið
„Astrid Lindgren — an levnadsteckning"
og er ævisaga hins þekkta barna- og
ungiingabókarithöfundar Aatrid Lindgren.
Hún er okkur íalendingum aö góðu kunn,
enda hafa fjölmargar bóka hennar veriö
býddar á íslensku, lesnar í útvarp og
gefnar út á bók, auk bess sem framhalds-
myndabættir frá scanska ajónvarpinu, sem
Dað hefur gert eftir nokkrum bóka nennar,
hafa verio aýndir hér ( sjónvarpi, og
ennfremur hafa nokkur leikhúsanna leikið
eftir hana leikrit.
Þaö vœri pv( ekki úr vegi ao renna
augunum dalítið yfir peaaa atvisögu
Astridar, sem ssenski sjónvarps- og
blaoamaðurinn Margareta Strömstedt hef-
ur akráo.
Flestar ævisögur greina frá tólki sem hetur
runnið sitt skeiö á enda, og hefur því ekki
möguleika á aö fara höndum um efniö, né
leíðrétta þaö sem hæpiö getur talist, segir
Margareta í formála aö bókinni. Sú bók, sem
hér kemur fyrir sjónir almennings hefur þann
kostinn fram yfir sli'kar ævisögur — og er þó
á engan hátt einstök hvaö þaö snertir í sjálfu
sér — að aðalpersónan hefur sjálf átt
drjúgan þátt ( gerö hennar. Þannlg œtti aö
vera tryggt, aö ýmsir þeir þankar, sem á
borö eru bornir eru ekki svo fjarri þeim
raunveruleika sem reynt er aö draga fram og
miðla áleiðis til lesenda.
Margareta Strðmstedt tók sér ennfremur
góöan tíma til aö feröast um (Vimmerby og
nágrenni f Smálandi, þaöan sem Astrid er
upprunnin, og leita til fólks sem þekkti hana
í „dentíð", fjölskyldu hennar og ættingja,
skólafélaga, vlna og kunningja og fyrrum
starfsfólks á æskuheimili Astridar, Nesi.
Þannig hefur sú mynd, sem Margareta reynir
aö draga fram væntanlega oröið áreiöan-
BÖKMENNTIR
OG LISTÍR
ASTRID
LINDGREN
1 nýútkominni
ævisögu, sem
Jakob S.
Jónsson
skrifar um
„Tilviljun ein réði því að
ég fór að skrífa af alvöru"
legri, fyllri, en ef hún hefði vit sitt frá Astrid
einni saman.
En þetta hefur þó ekki veriö gert
átakalaust. Samskipti æviskrárritarans og
þess sem ritað var um, urðu afskaplega náin,
enda tók undirbúningurinn aö ritun bókar-
innar nokkur ár. Þannig afvopnast sá sem
skrifar bókina, hann veröur hluttakandi í ævi
og örlögum þess sem hann ritar um, og
löngunin til að gefa „sanna" mynd stangast
á viö tilhneiginguna aö undanskilja einkamál
og óþægilega hluti. Hlutlægnin er í hættu.
Eða eins og smálenski bóndinn sagöi:
— Þaö er ekki hægt að segja aö ég Ijúgi,
en ég fer spart meö sannleikann!
Astrid Lindgren fæddist í nóvember 1907
í gömlu rauöu húsi, annaö barn Samuels
August Ericsson og konu hans, Hönnu
Ericsson, áður Jonsson. Bærinn sem þau
bjuggu á hét — og heitir enn — Nes, og var
örskammt frá litlu þorpi í Smálandi,
Vimmerby; Nes hafði verið prestbýli allt frá
1411, en faöir Astridar var bústjóri á býlinu,
eíns og faðir hans á undan honum og sonur
hans síðar meir.
Alls uröu systkinin fjögur, Gunnar elstur,
svo Astrid, Stina og Ingegerd yngst, og eftir
því sem Astrid segir sjalf, áttu þau lukkulega
Ólátagarösæsku á Nesi, rétt eins og börnin
í Ólátagarði síðar meir.
Astrid byrjaði í barnaskóla 1914. Þá var
stríöiö nýhafiö og dunaði í fjarska, og mátti
fylgjast með gangi mála í dagblaöinu í
Vimmerby. Á sama tíma og almenningur í
borgum og iönaöarsamfélögum svaft heilu
og hálfu hungrl, nutu börnin á Nesi þeirra
forréttinda aö hafa mat í hvert mál, frelsi og
öryggi. En vissulega var fátækt í sókninni,
sem birtist glögglega meöal barnanna í
skófanum. Einkum kom það fram í efnaleg-
um gæðum eins og fatnaði, en þegar Astrid
lýsir í bókum sínum þegar börnin taka nestið
Astrid Lindgren, — og alltaf eru blessuð börnin nálæg. Hér er hún á
góðri stund með barnabörnunum.
sitt úr malnum í ásýnd skólafélaga sinna,
verða lýsingar hennar hvað naprastar og
átakanlegastar. Þau börn sem oftast voru
barin í skólatíö Astrid voru jafnframt börn
sem þjáöust af vansæld og fátækt á
heimilum sínum. Þaö var ekki óalgengt aö
börn voru barin í ásýnd alls bekkjarins.
Engu aö síöur hefur Astrid Lindgren gert
lítiö af því aö beina spjótum sínum aö
kennurum í bókum sínum. Þó hefur hún
skrifaö bók á borö viö Línu Langsokk, sem
leggst gegn öllum valdboöum samfélagsins
og verömætamati. Lj'na lendir einmitt í
árekstri viö gömlu konurnar í kaffiboðinu
fræga, þar sem uppeldissjónarmiö þeirra eru
teygö og toguð sundur og saman í
háöungarskyni. Línu tekst einnig aö gera
lögregluþjónana viti sínu fjær. En oröaskipti
Línu og kennslukonunnar í skólanum eru
tiltölulega væg og vingjarnlegs eölis.
„Ég magna ekki andúö gegn kennurum af
ásettu ráði", segir Astrid. „Það eru svo
margir rithðfundar nú á tímum sem reyna að
koma börnunum til við sig meö því aö etja
þeim gegn öllum fullorönum, og lýsa
kennurum sem hreinum óargardýrum. Þeir
reyna aö ala á ovild barnanna í garö skólans,
en varla er börnunum nein hjalp í því".
Það leið langur tími þangaö til Astrid
skrifaöi fyrstu bók sína, en áreiöanlega
hlýtur sænskukennara hennar í barnaskólan-
um aö hafa fundist eitthvað til um
frásagnarhæfileika hennar, því gömul skóla-
systkini segja, aö smáritgeröir Astridar hafi
nær ávallt verið lesnar fyrir bekkinn. Ein
þeirra birtist meira aö segja í dagblaöi
Vimmerby þegar hún var þrettán ára, og eftir
þann atburö var hún kölluö Selma Lagerlöf
Vimmerbæjar í gríni. Þá ákvað Astrid
Lindgren aö veröa aldrei rithöfundur.
Þegar Astrid var sautján ára gömul,
bauöst henni starf viö dagblaö í Vimmerby
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16