Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 10
Lagaði latínuna að íslenzku orðfæri Fyrir réttum tvö hundruö árum kom út í Kaupmannahöfn 4. og síðasta bindi Kirkjusögu íslands (Historia Ecclesiastica Islandiae) eftir Finn Jóns- son biskup í Skálholti. Með útkomu ritsins var blað brotið í sögu íslenzkrar sagnaritunar. Ekki hafði áður birzt á prenti jafn stórt og ítarlegt yfirlitsrit um sögu lands og pjóðar. Þessu merka framlagi hefur pó lítt veriö haldið á lofti. Aðrir atburðir ofanverörar 18. aldar hafa fremur greypzt í huga manna, en fimm árum eftir að síðasta bindið kom út urðu Móðuharðindin. Uppvaxtarár Finnur Jónsson er í þennan heim borinn hinn 16. janúar 1704 og stóðu að honum öndvegisættir sem aliö höfðu marga fræðimenn. Afi Finns, Þórður Jónsson í Reykholti, lét sér annt um skjöl og bækur og uppskriftir liggja eftir hann í handrit- um. Ennfremur átti Finnur ætt að rekja til hins afkastamikla sagnaritara Þórmóðs Torfasonar (d. 1719). Mesta frægð hefur þó faðir Finns, Jón Halldórsson í Hítardal, getið sér. Hann var merkasti sagnaritari íslendinga á öndverðri 18. öld, og við hann standa íslenzk sagnavísindi í stórri. þakkarskuld. Eftir Jón liggja sögur biskupa á Hólum og í Skálholti, ásamt skólameistara-, alþingisskrifara- og prestasögum. Jón samdi einnig Hirð- stjóraannál, Hítardalsannál og klaustra- sögu íslands og m. fl. Þessi rit urðu síðar stofninn í verki Finns og helzta hvatningin til þess, að hann hóf söguritun. Finnur ólst upp hjá föður sínum við fróðleik og skriftir, uns hann settist í Skálholtsskóla 1721. Þá var þar rektor Erlendur Magnússon, sem ekki þótti mikill skörungur í starfi. Finnur minntist hans þó með vinsemd og taldi hvers manns hugljúfa. Að lokinni skólavist dvaldist Finnur um tveggja ára skeið á heimili foreldra sinna. í Kirkjúsögu sinni getur hann þess, að faöir hans hafði verið um fimmtugt, er hann tók að gefa sig aö sagnaritun, en hafi upp frá því helgað allan sinn tíma fræðaiökan. Jón var fæddur 1^65 og tekur því til viö fræöistörfin 1715 eöa þegar Finnur var 11 ára. Hann hefur því getað fylgzt með ritstörfum föður síns frá upphafi og hafa þau kynni án efa glætt áhuga hans á íslenzkri menningararfleifö. Hafnarárin, fyrsti íslenzki sagnfræöingurinn Rúmlega tvítugur aö aldri hélt Finnur til Kaupmannahafnar og var skráöur til náms í guðfræði. En áhugi hans var ekki eingöngu bundinn viö guðfræðina, því að hann helgaöi sig ýmsu öðru og einkum íslenzkum fræöum. Meðan Finnur dvaldist í Höfn, umgekkst hann tvo af mestu andans mönnum í Danaveldi á þeirri tíð, prófessorana Árna Magnússon (d. 1730) og Hans Gram (d. 1748). Kynnin af þeim höfðu mótandi áhrif á hiö unga biskupsefni. Um þetta leyti stóö sagn- og fornfræði með talsverðum blóma í Danmörku. Upplýsingarstefnan birtist þar í nokkuð sérstæðri mynd. Kjarni allrar sagnfræði á þessum tíma var „anti- quarianismi" þ.e. leit og söfnun forn- menja. Hér var um að ræða beint framhald þeirrar fræöastefnu, er mótaðist á endurreisnartímanum. Þegar Danir tóku að hyggja að sögu ríkisins meö rannsókn- Tveggja alda minning stærstu Islandssögunnar, Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar, sem hann vann aö á 25 árum og fékk ekki eyrisvirÖi fyrir. Eftir Árna Hermannsson um á 16. og 17. öld, komust þeir fljótt aö því, aö ritheimildir hennar á víkingaöld (hámiðöldum) væru margar og merkar geymdar á íslandi. Arngrímur lærði á Mel (d. 1648) ásamt þeim biskupum Brynjólfi Sveinssyni (d. 1674) og Þóröi Þorlákssyni (d. 1697) hófst hér fyrstur handa um söfnun handrita. Þegar leið á 17. öld hófst hér eiginlegt kapphlaup um handritin og fluttist mikill fjöldi þeirra til Danmerkur. Beittu Danir mjög íslendingum fyrir sig í þessum efnum og sendu m.a. Þormóð Torfason þrívegis hingað upp, og safnaði hann miklum fjölda þeirra. Svíar urðu litlir eftirbátar Dana á þessu sviði og komust yfir mörg handrit. Stórtækust varö þó söfnun Árna Magnússonar og í safni hans voru samankomnir mestu dýrgripir ísl. handrita. Finnur var á Hafnarárum sínum tíður gestur á heimili Árna í Stóra Kanúka- stræti, er lá rétt viö bústað Finns. Árni fékk Finni ýmislegt aö starfa, og ætlaði honum aö gera skrá yfir safn sitt, en til þess vannst ekki tími. I Kirkjusögu sinni getur Finnur víða frumhandrita, er hann þekkti úr safni Árna og má því gera ráö fyrir, að hann hafi þekkt safnið vel. Áriö 1728 var mikið áfallaár í íslenzkri menningarsögu. Eldurinn mikli í Kaupmannahöfn er kunnari mönnum en svo að frá þurfi að segja í þessu stutta spjalli. í reyk og eimyrju drýgði Finnur ásamt þeim Jóni frá Grunnavík og Jóni Axelssyni þá hetjudáð að bjarga miklum hluta safnsins frá glötun. Vaskleg fram- ganga hins unga Hítdælings myndi ein nægja til að halda nafni hans á lofti. Um brunann farast Finni svo orð: „Menn undrast, að þaö sem eftir er af safninu, muni vera leifar einar. Hvert væri þá álit þeirra, ef þeir hefðu séö safniö fyrir brunann? Þaö þori ég að játa fullum fetum, aö nú standi tæpur þriðjungur safnsins eftir, því oftsinnis leit ég safnið augum og meö eigin höndum bar ég það út úr eldinum, er nú er varðvéitt, og síðastur allra fór ég út úr húsinu, er hinar skaövænlegu eldtungur læstu sig í handritin. Ekki varð Árni fyrir minna áfalli, er kista, er hann hafði hlaðiö í (handritum?) varð eftir ásamt ööru, því síðasti vagninn, er flutti handritin á brott, var þá fullhlaðinn." (Hist. Eccl. Isl. 4. bls. 576—7) Fyrir tilstilli Árna komst Finnur í kynni við Hans Gram skjalavörö og síðar leyndarráö, en hann varö einkakennari (praeceptor) Finns við háskólann. Kynni þeirra hafa ráðið miklu um hug Finns til Finnur Jónsson biskup. Þessi teikning af honum er í Kirkjusögunni. Til hægri er titilsíða bókarinnar og geta menn nú spreytt sig á latínunni. sagnfræöi og vísaö honum veginn til fræöilegra vinnubragða á því sviöi. Taliö er, að Gram sé frumkvöðull fræðilegrar heimildarýni í danskri sagnfræði og hann hafi kennt dönskum fræöimönnum aö greina milli frumheimilda, bréfa og skjala, og afleiddra heimilda (þ.e. leiddar af frumheimild). Verk þau, sem hann ritaöi, eru þó ekki mikil að vöxtum og mun ævistarf hans fremur vera fólgið í kennslu og leiðbeiningum. Gram var aldavinur Árna Magnússonar, og segir svo frá í bréfum sínum, að Árni hafi fyrstur vakið athygli hans á gildi frumheimilda og meðferð þeirra. Áður báru menn gagn- rýnislítið virðingu fyrir fornum heimildum, af því aö þær voru gamlar, en hér eftir varð aldurinn í sjálfu sér enginn gæða- stimpill heldur réði heimildagildiö úrslit- um. Annars var Gram mjög undir áhrifum af frönskum sagnfræöiskóla samtímans. { samræmi við þaö var öll áherzla lögð á skjalfestar heimildir, úrvinnslu þeirra og túlkun. Hér komu því aö góöum notum þau vinnubrögð er Gram hafði numið af Árna, og meöan samtímamenn hans studdust við ungar, afleiddar heimildir, skákaði hann þeim meö heimildarýni sinni. En þeir Árni og Gram áttu sammerkt um sumt annað. Báðir voru þeir af engum stórmennum komnir, og miklir safnarar. Sagt er, að bókasafn Grams hafi talið um 70.000 bindi, en peinganna til uppbyggingar safnsins aflaði hann einkum með að kvænast forríkri ekkju líkt og Árni Magnússon. Gram sker sig því í mörgu út úr eigin samtíð, og kunnátta sú, er Finnur hefur numið af honum og Árna Magnússyni hefur orðið honum og ísl. fræðum notadrjúg. Finnur Jónsson mun vera fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur menntun í fræöilegri sagnaritun. Prófi lauk Finnur viö háskólann 8. marz 1728 og hélt til íslands um haustiö sama ár. Embættisstörf og upphaf söguritunar Eftir heimkomuna dvaldist Finnur í Hítardal eða þar til hann var vígður prestur til Reykholts 1732. Löngum haföi veriö myndarbú í Reykholti og ekki hefur hagur búsins versnaö, er Finnur tók við embætti. Því má til sönnunar færa, aö Harboe biskup taldi þaö Finni til hnjóðs, er skipa skyldi biskup í Skálholti, að hann væri um of hneigður til veraldlegra umsvifa og auðsöfnunar. Fremur fátt er vitaö um störf Finns, er hann þjónaöi sem prestur í Reykholti. Um þetta leyti tók heittrúarstefnan (pietisminn) aö ryðja sér til rúms í Danmörku. Stefna var m.a. fólgin í innilegu trúarlífi, aukinni guðrækni og stórbættri fræðslu. Stefnunni óx ört ásmegin og náöi hámarki á stjórnarárum Kristjáns 6. (1730—46). Stofnað var sérstakt kirkjutilstjórnarráð (General Kirke Inspection Kollegium), sem falið var umsjá og yfirstjórn kirkjumála í öllu Danaveldi. Ráösmenn fengu fljótt pata af því aö losaralegt yfirbragö væri á kirkju- og fræðslumálum hér á Islandi. Hlutaöist ráðið því til um, aö Jón rektor Þorkelsson (d. 1759), sem fyrstur vakti athygli á þessum málum og Ludvig Harboe, síðar Sjálandsbiskup skyldu sendir hingaö upp og fyrir þá lagt aö rannsaka þessi mál. Þeir Jón og Harboe komu til landsins 1741 og var heldur fálega tekiö. En um síöir vann þó Harboe hugi manna með góöri framkomu og hlýju. Þeir Jón dvöldust um hríö á Hólum og vann Harboe m.a. að því aö koma reglu á skjalasafn stólsins. Mun það hafa verið honum Ijúft verk, þar eð hann var gamall lærisveinn Grams prófessors, og hefur því mætavel skiliö gildi skjala og gerninga. Harboe kynnti sér vel sögu landsins er hann dvaldist á Hólum, og ritaði síöar bækling um siðabótina hér á landi. Hann ferðaðist um allt Hólastiftið og kynnti sér ástand kirkjumála. Jón Árnason, Skál- holtsbiskup, lézt á öndverðu ári 1743. í upphafi ferðar þeirra Jóns og Harboe var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.