Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 15
Neikvœð dfstaða til nýrra húsa í gömlum hverfum Framhald af bls. 5. götuhæð, Þannig að gatan er opin á milli.“ „Og hvert verður svo framhaldið?" „Okkur ásamt hinum tveimur aöilun- um, sem unnu fyrstu verðlaun er boðin Þátttaka í seinni hluta samkeppninnar og komiö hefur til greina aö bjóða hinum fræga danska arkitekt, Jörgen Utzon, sem teiknaði óperuhúsiö í Sidney, að taka pátt í pessum síöari hluta. Þeim sem ber sigur úr býtum í Þessum síðari áfanga samkeppninnar veröur faliö aö annast byggingafram- kvæmdirnar, en leikhúsið á aö vera tilbúið til notkunar 1982. Eins og gefur aö skilja er töluverður munur á vinnu við hugmyndasamkeppni og við útfærsluna í framhaldinu. Þá verður að glíma við lausnir á Þeim vandamálum sem upp koma í tengslum viö byggingu hússins og hinar praktísku hliöar. Þarna er pví um ólík viðfangsefni aö ræða.“ „Svo við snúum okkur aö ööru, Guðni, hvaö líður varövelzlu gamalla húsa í miðborg Kaupmannahafnar. Nú hefur heyrst að borgaryfirvöldum sé mikill vandi á höndum vegna þess að undirstööur elztu bygginga í grennd við Kóngsins Nýjatorg og Amalíuborg séu hreinlega að gefa sig — „Jú, Þetta vandamál kom á daginn Þegar National-bankinn var byggður skammt frá torginu, Því pegar unnið var viö að grafa grunninn, lækkaði grunn- vatnsborðiö. Nú er verið að bæta undir- stöður húsa víöa Þarna en Það er óskaplega dýrt. Þarna eru margar merk- ar byggingar í hættu, og sumum veröur ekki hægt að bjarga." „Og hver er afstaða almennt til nýrra húsa í gömlum hverfum?” „Hún er heldur neikvæö — og lítið er um að nýtízkuleg hús séu byggð innan um gömul í Kaupmannahöfn. En viðhald gömlu húsanna er líka töluverðum vandkvæðum háö. Leigjendasamtök í Danmörku eru sterk og leigunni haldið í lágmarki. Því telja eigendur sig ekki geta staöið undir viðhaldi svo ekkert er aö gert Þar til húsin eru oröin óíbúðar- hæf. Þarna hlýtur að vera til einhver millivegur pótt vandrataður sé. j Kaup- mannahöfn hafa t.d. veriö stofnun svo- kölluö „aktivar“-íbúasamtök, sem eru afar kröfuhörð í sambandi við viðhald. Síðustu fimm ár hefur veriö æ algengara að léleg gömul hús eru rifin til grunna og byggö upp aftur í fyrri mynd. En Það er auðvitað dýrt og Það er ekki sama fólkið sem flytur Þar inn aftur, heldur fólk meö meiri fjárráö. Það er ef til vill ekki sú rétta Þróun, en allir eru sammála um aö íbúöarhús eigi ekki að hverfa úr miöborginni. Menn líta til Stokkhólms og láta sér Þróunina í miðbænum par að kenningu veröa. Þar var íbúðahúsnæði útrýmt á árunum eftir 1960. Þar er nú „dauöur bær“ eftir klukkan 5 á kvöldin og Þykir ekki aðlaðandi umhverfi." „Er almennur áhugi á þessum málum í Danmörku og arkitektúr yfirleitt?" „Já, ég héld að hann sé töluverður. Þaö er mikið skrifaö um Þessi mál í blöðin og í sumum birtar vikulegar greinar — mest gagnrýni, en Þó kemur fram ýmislegt jákvætt líka. Þaö er mikils um vert að glæöa áhuga almennings á Þessum vettvangi. Stundum Þarf ekki nema eitt gamalt hús að hverfa til Þess aö bæjarmyndin breytíst algerlega. Mönnum er ef til vill ekki Ijóst aö Það HEYRCU, E/NHVERJIR ÖHUNNU&IR í RJÚ&fUNU. FELUM OKHUR I Á w KJARRINU. sáL A SAMA TtMA RlKIR KYRRC 00FRIÐUR VH> HIP FA6RA PEYSUERMASUNP. ENO/NN U66IR AO SÉR, NEMA VUL/- &ELTIRNIR, SEM ERU EITTHVAO ÖRÓLE&/R.. . V ... 06 TVEIR FAOMAR, SEX SKREF, ÞRÍR OLN806AR, NÍU FET, sJÖ ÞUMALPUTTAR, W TVJFR TÆR, EIN NÖ6L 7 HVA? MER FINNSlAE' VIÐÆTTUM AÐ SE6JA ÞE/M Af> FELA SI6. ÞAÐ ERUM SKÚ VIÐ, SEM k EI6UM SKÓ6/NN! . J/EJA, VIo ^ Y SKULUM 6ERA NÝJAN rí/E/JARPÚNKT V/0 ÞETTA . TRÉ, ÚR ÞV/ V/B TÝNOUM, Bk H/NUM... LR TIP HUNDiNN EKK/ DREPA MtGff ~Þu MATT ÉKKI 8ÍTA ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA, M) ÞAÐ ER FÓLK, KRÍLt, 6ÆTIRMISST) ÖVARLE6T FYRIR ÞI6 AO VERA 'A MATARLYST/NAÁ ÞVÍ... 7 FERLI i 5KÓ6/NUM. HL/NDURINN ________ríEFDI ÉTIO Þ/6 UPP TU A6NA.EF VI0 (i ' "V. HEfCUM EKKI BJAR6AO ÞÉK- f^EN ÞAO ER EKKI GAMANAÐ ÞVÍ < KRILI VERDUR SVO REIDUR EF EINHVER \ FIKTAR A TRÉNUM Sfew ríANS. B 1 i : b Ji'l H • ' /'mSó Brl* • r / rHvmi'Á l 1 i 'WV m eru húsin fyrst og fremst sem skapa umhverfið í borgum. Þegar fólk segir t.d. um París: „Mikiö er París falleg borg“ pá er paö í rauninni aö tala um arkitektúr." „Viltu segja eitthvað frá öðrum verkefn- um sem eru á döfinni í kring um þig.“ „Ég hef verið aö vinna viö handbolta- höll á Suður-Sjálandi en arkitektafyrir- tækiö sem ég vinn hjá, vann einnig samkeppni um þá byggingu. Hjá fyrir- tækinu er líka verið að vinna aö tillögu um 1800 íbúða hverfa í Dammam í Saudi-Arabíu, en Það er ýmsum vand- kvæðum háð aö taka að sér slík verk- efni. Þar er allt svo gerólíkt Því sem við eigum að venjast — veöurfarslega, stjórnarfarslega og félagslega. Þar getur eins verið að ein fjölskylda fari með öll völd. Þetta 1800 íbúöa hverfi átti t.d. að leysa úr brýnni Þörf og er Því Það sem kallað væri á dönsku „social-byggeri“, en hver íbúð á aö vera 250 fermetrar að stærö og það Þykir mikið á mælikvarða Dana. Þarna verður aö taka tillit til hins hefðbundna byggingarmáta á staðnum að okkar áliti — lágreist hús en Þétt- byggð. „Og hvað hugsar þú til framtíðarinnar?” „Ég býst við aö verða áfram a.m.k. næstu tvö ár hjá Krohn og Hartvig Rasmussen. Ég fæ Þar tækifæri til að glíma viö afar fjölbreytt verkefni og tel varla hægt að fá betra framhald við skólanámið. Þessi verkefni opna útsýn I margar áttir og ég vona að það verði mér gott vegarnesti."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.