Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 11
Andvarpandi sagöi hann: — Já, þaö var þessi jómfrú... Tove: — Hún var svo ógurlega fín.. . — Já, þaö komu riddarar frá öllum heimshornum og báöu hennar, þeir komu í sínu fínasta skarti og lofuöu henni gulli og grænum skógum. En hún hló bara aö þeim. Hvaö á ég aö gera viö demanta, spurði hún, ég sem á rósirnar mínar. Riddararnir fóru burt í þungu skapi. En þaö voru ekki aöeins rósirnar, sem fengu jómfrúna til aö segja nei, því aö þaö bjó hrafn hjá henni, og það var enginn venjulegur hrafn. Hann kom flaksandi inn á milli rósanna dag nokkurn, stakk sig á þyrnunum og féll til jarðar, þar sem jómfrúin fann hann. Hún græddi sárin sem hann haföi hlotið og ætlaði aö sleppa honum lausum aftur. En hrafninn vildi ekki fljúga, hann settist aö í rósaborginni. í hvert sinn, sem riddari kom í heimsókn skrækti hann stygglega. Jómfrúnni heyröist hann skrækja: „Eilífa jómfrú, eilífa jórnfrú!" Þetta vakti henni forvitni og kvöld eitt er hún lá í hreiðri sínu á rósablöðunum spuröi hún: „Hvaö er þaö sem þú skrækir þegar riddararnir koma í heimsókn?“ Þá talaöi hrafninn meö mannsröddu: „Ég var einu sinni riddari, en braut hið heilagasta loforö, og þá var hrafnshamnum varpaö yfir mig. Hann verö ég að bera í mörg ár, alveg þar til ég hef afplánað synd mína. Þú veröur aö bíöa jafnlengi, því aö þaö er eftir mér sem þú bíöur. Ef þú bíöur ekki þangaö til ég verö frjáls, veröur hrafnshamnum líka kastaö yfir þig.“ Þaö var þess vegna sem jómfrúin hló og sagöi viö alla riddarana: „Hvaö hef ég meö demanta aö gera, ég sem hef allar rósirnar mínar?“ En dag nokkurn kom riddari þeysandi á hesti sínum út úr skóginum, hann sté af baki, heilsaöi hæversklega og sagði: „Ég á hvorki gull né demanta en ég elska þig.“ Þetta var enginn venjulegur riddari, hann var svo fallegur og myndarlegur aö jómfrúin fór aö skjálfa. Og um kvöldiö færöi hún hann til rekkju sinnar úr rósablööum, þar elskuöust þau nóttina út. Þegar riddarinn morg- uninn eftir söölaöi hest sinn til aö færa jómfrúna á braut, til hallar, sem hann átti í ööru landi, heyröi hann skræk. Hann hljóp til jómfrúarinnar en hún var þar ekki, þar var bara hrafn, sem flaksaöi um og skrækti og stakk sig til blóös á þyrnunum. Annar hrafn sat á grein og staröi á hann. Riddarinn gekk örvæntingarfullur út, hann sté á bak hesti sínum og reiö á braut. Þegar hann var kominn niöur á slétturnar fyrir utan borgina sneri hann sér viö og leit í hinsta sinn til borgarinnar. Rósaborgin var þar ekki lengur, þar voru aöeins nokkrar afar- stórar greinar, sem sindruöu fyrir augum hans. Hátt fyrir ofan bar viö Ijósan himininn tvo svarta flaksandi hrafna. Tove leit upp og horföi á hann. — Hvar hefur þú lesið þetta ævintýri? — Ég veit þaö ekki, man það ekki. — Þetta var einkennilegt ævintýri, hvers vegna sagöiröu mér þaö? — Þú baöst mig aö segja frá einhverju. — Ó já! — Þú veizt ekki hvar þú hefur lesiö þaö? — Kannski er það saga sem ég hef heyrt, eöa kannski hef ég bara búiö þaö til. Tove reis á fætur og teygöi hendurn- ar upp í loftiö, guli kjóllinn sýndist hvítur núna í kvöldrökkrinu. — Tove, hvíslaði hann og tók um fót hennar. Hún leit niöur. — Viö skulum halda áfram, Helgi. Dag nokkurn reru þau út um mjótt sundið þar sem sjóndeildarhringurinn blasti viö þeim og nokkrir hólmar spegluöu sig í haffletinum. Hún haföi tekiö tvær þófturnar og búiö sér hvílu aftur í skutnum, þar lá hún og horföi mót sólinni. Hann reri og sagöi ekkert. Allt í einu reis hún upp. — Helgi, sagöi hún, í kvöld .. . Hún hélt niöri í sér andanum um stund svo hvíslaði hún hraömælt: — Heyrirðu krákurnar skrækja, hvaö eru þær aö skrækja? Hún lagði sig aftur í sömu stellingar. Þau gengu í land á hólma einum og teygöu úr sér í gulu, visnuöu grasinu. Hann fann hönd hennar, þannig láu þau um stund. — Tove, þetta er Paradís, þú ert Eva og ég er Adam. — Já. — En viö erum í fötum. — Ég vil ekki veröa rekin út úr Paradís, hér iíður mér svo vel. Hún hló lágt. Svo reis hún upp viö dogg, tók höfuö hans milli handa sinna og kyssti hann. — En hvað mér líöur vel! Þau hlóu bæöi. — Nú förum viö í baö, kallaöi hún. Þau stungu sér í grænan sjóinn og fundu hvort annaö undir yfirboröi ■ vatnsins. — Þetta var gaman, ískraöi hún þegar þau komu upp á yfirborðiö aftur, — þaö var svo gaman aö kyssa þig niöur í vatninu. Hún velti sér á bakiö og blakaöi fótunum, svo lagöist hún til sunds utar meö löngum taktföstum tökum. — Hvert ætlaröu? hrópaöi hann. Hún sneri viö aftur og skreið á land, hann fylgdi henni eftir. Þau fundu föt sín aftur, hún settist og staröi beint fram fyrir sig. — Heyröu, sagöi hún, — þegar þý kysstir mig niöri í vatninu, varö ég svo máttlaus, mér fannst ég vera aö drukkna. Ég haföi vissa hvöt til þess. — Langaöi þig til aö drukkna? — Já, svaraöi hún saman bitnum munni. Hann tók yfir um hana. — Ég verö hræddur þegar þú talar svona. Hún grét og kyssti hann. — í kvöld kemur þú til mín, volaöi hún, — í kvöld. Mamma er farin til bæjarins og ég verö alein í nótt, komdu til mín! — Já, já! Hún þurrkaöi sér um augun meö handárbakinu og reyndi aö brosa. •— Þaö var svo einkennilegt í dag. Ég heyröi rödd þegar ég var ein og beiö eftir þér, ég heyröi hana greinilega. Þegar ég sneri mér viö sat hrafn á veröndinni inn á milli rósanna. Mér var kalt og lengdi eftir þér, þaö verö dimmt í öllu sólskininu. Ég heyröi öldurnar skvampa viö bryggjustólpana, mér fannst aö nú yröi hann að koma annars drukknaði ég. Þá komst þú róandi og ég æpti af gleði. Manstu það? — Já. Hann losaöi reimina aftan á baöfötum hennar og hún hreyföi ekki mótbárum. Undrandi sá hún aö hann kyssti nakin brjóst hennar. — Þaö hlaut aö veröa, sagöi hún á eftir, ég hef nú kennt þér í þúsund ár. — Varstu ekki hrædd? — Nei, ekki hrædd. En þaö var eitthvaö annaö, ég veit ekki... — Mlg hefur langaö svo til þín. — Einnig mig, þráö þig! Hún reis á fætur og stóö nakin og sneri andlitinu í kvöldsólina, hún var rauö og sokkin til hálfs í djúpiö. Þaö Ljóð írá liðnum tíma Sigurður Jónsson frá Arnarvatni fæddist að Helluvaði í Mývatnssveit, átti heima þar í sveit alla ævi og orti svo fagra lofgjörð til hennar með ljóðinu „Fjalla- drottning móðir mín“, að það varð eins- konar þjóðsöngur og jafnvel sungið yfir moldum þeirra, sem heyra til aldamóta- kynslóðinni. Sigurður lauk gagnfræða- prófi frá Möðruvallaskóla 1899, en gerðist bóndi á Arnarvatni og kenndi sig síðan við þann bæ. Hann var um leið félagsmála- frömuður og um skeið varaformaður Sambands ísl. samvinnufélaga. Eftir Sig- urð frá Arnarvatni liggja tvær ljóðabæk- ur. Hann lézt 1949. HAUST Hljóðnar, dvínar dagskliður dáðríks tíma; er sem lífsstraums léttkvæðar lindir hljóðni. Hægir allt og hægir haustróin blíð; mjúkum mundum hún um mannheim fer. Visinn liggur veglegur vorsins skrúði. Sölnaður er sumardags sældarblómi. Yfir slegin engi og urin tún haustfölvinn í hljóði hjúp sinn breiðir. Hægir allt og hægir haustróin blíð. Fegurð ný oss fagnar, þó fölni önnur. Tindra í heiðu húmdjúpi haustnætur blys, dulin áður dagsljósi og dagsmóðu. Dulinn áður dagsönn og dægurþrasi, ljúfur friður fagnandi fróar hjarta. Kveldin hljóð og hjúfrandi, heiðstirnd nótt. — Ó, himinblíða haustkyrrð þú heillar mig! Himinblíða haustkyrrð, mín hugarfró. Beröu mig á mildum, mjúkum örmum. Veit mér hvíld, sem vetur ei vinnur á. — Hvíld, svo vakinn vorhug . ég vori fagni. heyröust skellir í vélbát langt burtu, ein kráka skrækti klagandi. — Ég ætla aö baöa mig, grasiö kitlar mig í bakiö. Hún lagöi af staö. — Hvert ætlaröu? — Ég sá góöa sillu þaöan sem ég get stungiö mér, ég sá hana þegar viö rerum hingaö. Hún hljóp hratt yfir móana og hvarf, hann reis á fætur og fylgdi eftir. Hún stóö á sillunni marga metra uppi í klettunum þegar hann kom. — Komdu líka! hrópaði hún. Hann hristi höfuðiö. — Faröu varlega, þaö er hættulegt aö stinga sér á óþekktum stööum. Hún hló og lyfti höndunum, svo stakk hún sér í fögrum boga niöur í sjóinn. Þaö leiö nokkur stund. — Tove! hrópaöi hann hræddur. Ópiö bergmálaöi í klettunum, nokkrir fuglar ruku upp og skræktu hásir. — Þú mátt ekki fela þig fyrir mér Tove, kallaöi hann. Sjórinn undir klettunum varö kyrrari, brátt varö hann spegilsléttur. Þá spratt hann niöur á sjávarkambinn og stökk út í. Steinarnir skárust inn í fæturna, sjórinn varö dýpri, hann varö aö synda, guði sé lof! Þá rakst hann í botn aftur? Þaö var steinn rétt þar undir sem hún haföi stungiö sér. — Tove, hrópaöi hann viti sínu fjær. En hann fann ekki neitt niöri í vatninu, þaö var bara grænn sjór meö hvítum bólum, svartir steinar og brúnt þang. Hún stóö aftur uppi á klettinum þegar honum skaut upp, næstum sprunginn af mæöi, hún hló og sló á hné sér. — Ekki stinga þér, hrópaði hann, — Hér er stór steinn. — Hvaö meö þaö? — Nei, þú verður flengd. Hún kom niöur úr grjótinu og gekk til hans. Þegar hann óð til lands á hvössum steinunum hló hún aftur og sló sér á læri. Hann skjögraöi í iand og horföi á hana, þar sem hún stóö nakin meö tvö hvít belti um sólbrúnan líkamann, annaö yfir um brjóstin hitt um mjaömirnar. — Þú lítur svo skringilega út, kallaöi hún, fannstu eitthvað þarna niöri? Hann svaraöi ekki, einhver kökkur sat fyrir brjóstinu. Og nú heyröi hann fuglaskrækina aftur, hása, grófa, skræki. Hann leit upp í loftiö. Tveir svartir hrafnar flögruöu um, skýrt markaöir mót gulum nætur- himninum. Halldór Stefánsson Þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.