Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Brotnar eru borgirnar III — Árni Óla
Arnarhóls er fyrst getiö af öllum
örnefnum í Reykjavíkurlandi. Vífill og
Karli fundu öndvegissúlur Ingólfs viö
Arnarhól fyrir neöan Heiöi, segir Land-
námu.
Nú er þaö svo um sjálfan Amarhól, aö
hann náöi hvergi aö sjó. En noröur úr
honum skagaöi annar hóll, út í sjóinn, og
var mýrarslakki á milli þeirra. Ytri hóllinn
var oftast nefndur Arnarhólsklettur, enda
voru klettar aö honum viö sjóinn. Mundu
öndvegissúlurnar tæplega hafa getað hitt
á verri lendingarstaó en kletta þá, og
heföu auðvitað brotnað þar í sprek og
smælki í sjógangi. Vér höfum því fyrir
satt, aö súlurnar hafi komiö á land inni í
víkinni, þar sem var sandfjara.
Litlar sogur fara af Arnarhóls-
kletti þar til áriö 1809 aö Jörund-
ur hundadagakonungur handtók
Trampe greifa og geröi sig
sjálfan að „herra til sjós og
lands" á íslandi, þótti honum þá
ráölegt að víggirða Reykjavík, og
fann þá engan annan staö hent-
ugri fyrir vígi heldur en Arnar-
hólsklett, sem gekk allhár og
þverhníptur fram í höfnina.
Aðalhjálparhellur hans viö her-
töku landsins voru þeir Phelps
kaupmaöur, sem átti skipiö
„Margreth and Anne", sem lá hér
á höfninni, og undirkaupmaöur
hans Savignac að nafni. Og nú
ákvaö Jörundur aö hiö nýja vígi
skyldi heita í höfuðið á Phelps og
kallast Fort Phelps, en yfirhers-
höfðingi í virkinu skyldi vera
Malmquist beykir. Hann var
sænskur að ætt, en var
verzlunarþjónn hjá Phelps.
í júlímánuöi um sumariö var
virkisgeröin hafin og gekk verkiö
vel fram. Var þar hlaöin heljar-
mikil brjóstvörn úr torfi og grjóti
og var í hálfhring fremst á klettin-
um. En þá vantaði fallbyssurnar,
því aö ekkert vígi má án þeirra
vera.
Áriö 1668 haföi Henrík Bjelke
höfuðsmaöur látið reisa virki hjá
Bessastööum, og hefir þaö alltaf
verið kallaö Skansinn. Flutti hann
þangað 6 fallbyssur og voru þær
þar enn. Að vísu voru þær orönar
kolryögaðar og sumar sokknar í
jörö, eftir aö hafa legiö þar svo
lengi umhiröulausar. Var nú
ákveöiö aö sækja þessar fall-
byssur og hafa þær Reykjavík til
varnar. Hinn 19 júlí voru sóttar þrjár
fal%byssur og þeim komiö fyrir í hinu
nýja vígi, og tveimur dögum seinna voru
hinar þrjár sóttar og þeim komið fyrir á
sama staö. Hefir flutningurinn sýnilega
gengið mjög vel, og eins hefir gengið vel
að koma þeim fyrir á nýja staðnum, því
að 25. júli var fyrsta fallbyssan reynd —
skotið úr henni tveimur skotum „og gekk
vel" að því er sjónarvottur sagöi.
Þegar vígiö á Arnarhólskletti var full-
gert, og allar sex fallbyssurnar reyndust
vel, þá lét Jörundur draga þar á stöng
gunnfána sinn og íslands.
En svo kom enska herskipio „Talbot"
og þá var kolivarpaö konugstign Jör-
undar. Skipherrann og þeir Stephens-
bræður sömdu svo um 18. ágúst, aö
Reykjavík skyldi óvíggirt. Var þá gengiö
aö því aö rífa niður Fort Phelps og geröu
þaö sjóliöar á Talbot.
í Árbókum Espólíns segir, að vígið hafi
veriö rifiö gjörsamlega niöur og fallbyss-
urnar fluttar inn í Viðeyjarsund og þeim
sökkt þar. í íslenzkum Sagnablöðum
segir, að þeir ensku hafi velt fallstykkjun-
um í sjóinn og brotið niöur skansinn.
Hér er þó eitthvað málum blandað, því
aö 1841 gaf bæjarfógeti út alvarlegt bann
viö því, aö strákar væru aö troöa steinum
í fallbyssurnar í víginu, því aö þaö gæti
valdiö slysi, ef skotiö væri úr peim. En
nokkrum árum seinna viröast fallbyss-
urnar allar horfnar, hvaö sem hefir orðið
af þeim. Sést það bezt á því, aö þá er
Trampe greifi kom með danska herflokk-
inn hingaö 1851 til þess aö hræöa
íslendinga, þá var þarna hvorki vígi né
fallbyssur.
Dátarnir höföu ekkert að gera og var
þeim því fengiö þaö starf, aö hlaöa upp
vígi Jörundar.. Voru þeir að dunda við
þetta um haustiö og allan veturinn, og
luku ekki verkinu fyrr en um voriö og var
vígiö þá kallað „mikiö mannvirki". Er þaö
íslendingi, sem vildi endilega fá Batteríiö
keypt til þess aö reisa þar fagran bústaö.
Þetta var 1893 og kaupbeiönin var lögö
fyrir Alþingi, því aö þaö þurfti aö setja lög
um þetta, vegna þess aö Arnarhóll var
opinber eign. En þá ætlaöi allt vitlaust aö
veröa. Þingmenn hnakkrifust um þetta
dag eftir dag, og svo mikill móöur var í
bæarmönnum, aö annars eins eru naum-
ast dæmi. Jafnvel stilltustu og gætnustu
menn misstu alveg taumhald á sér.
Borgarafundur var haldinn og sölunni
harölega mótmælt, en hótunarbréfum
ringdi yfir þá þingmenn , er vildu selja.
Síöan voru þinginu send mótmæli gegn
sölunni og var þaö mótmælaskjal undir-
ritað af 300 mikils metnum borgurum í
Battoríift hverfur árift 1914.
BATTERIIÐ
var lítiö gagn í því vegna þess aö þaö var
vopnlaust, nú voru engar fallbyssurnar.
Trampe fór því fram á þaö við stjórnina,
aö hún sendi hingaö fimm fallbyssur
sæmilega góöar. En stjórnin neitaði aö
verða viö því, og í þess staö kallaöi hún
herflokkinn heim til Danmerkur.
Afrek hans hér á landi haföi veriö þaö
eitt aö hlaöa þetta vígi. Haföi þaö nú
fengiö nýtt nafn og var kallað „Batteríið"
og undir því nafni gekk það upp frá því.
Smám saman hrörnaöi þetta mikla
mannvirki og var seinast ekki orðlð
annaö en grasi gróinn veggur í hálfhring
yzt á hólnum. Þetta vígi kom því lítt við
sögu lands og bæar.
Samt sem áður höfðu Reykvíkingar
miklar mætur á þessum stað, því aö
þaöan var útsýni bæöi vítt og fagurt,
einkum á blíðum sumarkvöldum, „þegar
sólin viö Jökulinn rann." Þangað sótti þá
margt fólk og haft er eftir danskri konu,
er gift var íslenzkum kaupmanni og
þóttist kunna íslenzku, að hún hefði einu
sinni sagt við mann sinn: „Góði komdu út
á Batteríiö og,sjáöu hvað sólarniöurgang-
urinn er eigindómlega fallegur".
Og svo var önnur dönsk  kona gift
bænum. Og margt fleira geröist þá
sögulegt. En hin mikla andúö bæar-
manna varö til þess, aö stjórnin neitaðl
að samþykkja frumvarp um að selja hinni
dönsku konu Batteríið.
Svo liðu rúm 20 ár. Þá var hafist handa
um hafnargerö í Reykjavík. Þá var
Arnarhólsklettur brotinn niður að grunni
og hafður í uppfyllingu. Og þar fór
Batteríiö, en þá hreyföi enginn mótmæl-
um.
Aö vísu lágu til þess sérstakar
ástæður. Reykvíkingar höföu lengi þreyð
aö fá fullkomna höfn og þeir vissu aö til
þess þurfti aö gera breiöa hafnarbakka
með landi fram, þar á meöal framan vlö
Batteríiö. En um 'eið var svo komiö aö aö
Batteríiö náöi ekki framar aö sjó og
glataöi algjörlega svip sínum.
Þess vegna hreyfði enginn mótmælum
þegar fariö var aö brytja þaö niöur, enda
þótt mörgum þætti vænt um þaö og teldu
þaö sögulegan staö.
En þaö er ekki aöeins Batteríiö og
Arnarhólsklettur, sem höfnin hefir gleypt.
Stór,  sneiö noröan af Öskjuhlíð fór  í
Grandagaröinn og Örfiriseyargarðinn.
Stórgrýtisuröin sunnan og austan í
Skólavöröuholti varö aöalefni í Ingólfs-
garð. Síðan var flegin þykk spilda af
holtinu, svo aö þaö varö óþekkjanlegt
þeim megin, og var hún notuð til upp-
fyllingar í höfninni. Meö henni fór
Steinkudys.
Höfnin hefir einnig gleypt allar hinar
mörgu varir og uppsátur frá árabátaöld-
inni. Hún gleypti einnig Steinbryggjuna,
sem gerð var fram af Pósthússtræti áriö
1884, fyrsta og elzta hafnarmannvirki hér.
Höfnin hefir einnig látiö breyta allri
strandlengjunni frá Ingólfsgaröi inn aö
Laugarnesi, og nú virðist Kolbeinshaus
eiga aö hverfa í þá uppfyllingu.
En innan viö Laugarnes er
komin Sundahöfn og hún byrjaði
á því, að brjóta þar niöur ein-
kennilega sjávarhamra. Þar fóru
forgöröum Köllunarklettur og
Líkavaröa, sem voru fræg ör-
nefni frá þeim tíma er kalustur
var í Viöey. Kleppskaft, sem var
einkennilegt hornbjarg niöur af
Kleppsspítala, hefir og veriö
brotið niöur aö miklu leyti. Og nú
er rööin komin aö Gelgjutanga.
Þegar Langholtið tók að
byggjast, var þykkum jaröveg
flett af suöurenda þess, og fór
þaö allt í höfnina. Áður haföi
veriö brotiö framan af holtinu, og
fór þaö efni í Sogaveginn, er
hann var gerður. En þá hurfu
Þjófaskörð, sem voru sunnan í
holtinu.
Vegna umstangs margra
mannvirkja, hefir orðið gjör-
breyting á upphaflegu landslagi í
Austurbænum, og hefir höfnin
átt drýgstan þátt í því.
Þó heföi höfnin getaö valdið
hér enn meiri umturnan, ef fariö
heföi veriö eftir uppástungu, sem
kom fram 1862, og mörgum þótti
þá mjög glæsileg. Sú uppá-
stunga var aö vísu í tvennu lagi.
Fyrri hluti hennar var um það, að
dýpka Tjörnina 'og gera þar
skipalægi, en grafa úr henni
skipgengan skurö þvert í gegn-
um miöbæinn til sjávar. Mun sá
skuröur sennilega hafa átt aö
liggja yfir lóöina þar sem Al-
þingishúsiö stendur nú, og
þaöan til sjávar um Pósthús-
stræti. „Meö þessu fengist fögur
og örugg höfn, og það svæöi yröi
þá aö miklu gagni, sem nú er til einskis
nýtt", sagði stjórnarblaöiö íslendingur.
Hinn hluti tillögunnar var á þá leiö, aö
gera skipakví á Austurvelli og skyldi hún
ná yfir mestan hluta vallarins. Var gert
ráö fyrir því, aö þarna væri hægt aö grafa
svo djúpt aö sjávardýpi yröi þar um 20
fet. Til sjávar yröi svo aö grafa skipgeng-
an skurö og gera þar heljar mikla flóögátt
eöa stíflu, svo hægt væri að halda sjó í.
höfninni um fjöru.
Jafnframt voru birtar áætlanir um hvaö
þessi mannvirki myndi kosta mikiö, og
þótti af því líklegt, aö ráöandi menn, eöa
stjórnin sjálf, stæöi þar aö baki.
Menn ættu aö gera sér í hugarlund
hverjar afleiðingar þess hefðu oröið,
aógera Austurvöll aö höfn. Aö vísu þarf
ekki aö gera ráö fyrir því, aö þetta heföi
oröiö til frambúöar, en þaö heföi haft hin
ótrúlegustu endaskipti á Miöbænum og
gagnger áhrif á allt skipulag Reykjavíkur
fram til aldamóta. Og heföi nú bæöi
Austurvöllur og Tjörnin farið til hafnar-
geröar, þá heföu tvær kærustu náttúru-
gersemar Reykvíkinga Austurvöllur og
Tjörnin horfið með öllu.
.    ©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16