Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						A hverju aumri fara margir
ferðahópar á vegum Útivistar til
Hornstranda, stærsta friðiands
Þar, sem byggð hefur veriö, en er
nú í eyði. Þar eru yfir 40 eyöíbýli,
sum peirra eru rústir einar, en á
öðrum er húsum haldiö viö.
Hornstrandir geyma minjar um
merkan Þátt í byggðasðgu lands-
ins. Þar vitna grónar götur og
gamlir fjallvegjr um vegferð kyn-
slóoanna allt frá Geirmundi helj-
arskinni, sem átti par 4 bú. — Um
Hestsskarð var hægt aö fara meö
hesta, um Kýrskarð var hægt aö
fara með kýr. —
Friðland Hornstranda býr yfir
sórstæðri náttúru og stórbrotinni
fegurð. Það býður upp á óteljandi
mðguleika til útivistar.
Á Hornstrðndum er ísland elst.
Blágrýtið er 20 milljón ára gamalf.
Þar eru elstu menjar, sem pekkj-
ast um skóg í landinu. Þar er
fjðlskrúðugt dýralíf: Um 40 varp-
fuglategundir. Refur og minkur
eiga par bú og hvítabirnir ganga
par oft á land á vorin, pegar haffs
er við atrðndina. Landselur er par
algengur og mjðg spakur, en par
hafa allar aðrar íslenskar selateg-
undir sést. í ám og vðtnum er
silungur og lax, en gnægö af fiski í
víkum og fjörðum. í friðlandinu
vaxa á priðja hundrað blómplðnt-
ur og byrkningar. Sumar Þeirra
eru meðal sjaldgæfustu plantna
landsins. í hlíðinni undir Rekavík-
urfjalli vex hvítt blágresi. Síðsum-
ars svignar lyngiö undan safarík-
um berjum, bláberjum, aöalblá-
berjum, krækiberjum og akolla-
berjum.
Við erum stðdd í Hornvík, hðf-
um slegið tjðldum undir Hamrin-
um í Hðfn. Hér bjó aíðaat Sumar-
liði Betúelason, en á undan hon-
um faðir hana Betúel Betúelsson.
Austan víkurinnar ría Horn-
bjarg, en aö vestan Hælavíkur-
bjarg. Þessi tvð trðllauknu bjðrg
eru fræguatu fuglabjðrg ó íslandi,
ásamt Látrabjargi, en Hornbjarg
er pó stærsta og kunnasta fugla-
bjarg landsins.
Fjallahringur Hornvíkur er atór-
brotinn  og  mjðg  skörðóttur.  Á
¦0
Bl
Fjörurnar hreinsaöar af nælonnetadræsum, en pœr eru verstu dauoagildrur fyrir fugla, en hins vegar besta uppkveikja.
bakvið víkina eru Hafnarskarð,
Tindaakðrð, Ranglaskarð og
Breiðaakarð við Snðk.
I víkina falla margar ár og lækir.
Helstu árnar talið frá Hðfn eru:
Víðisá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá,
Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. í
ðllum pessum ám eru fallegir
foasar. Árnar aameinaat í eitt
vatnsfall á láglendinu og heitir
pað Hafnarós, og er hann nokkuð
mikið vatnsfall og breiðir úr aér,
er nær dregur sjónum.
Gamali bogadreginn marbakkí
liggur fyrir botni víkurinnar.
Framar, um miðbik hennar, hefur
hlaðist upp mikil foksandsbunga,
sem heitir Háimelur. Sandurinn er
nokkuð vaxinn melgrasi. Milli
melhólanna lasðast refir, sem eru
svo spakir, að peir horfaat í augu
við geatina á nokkurra metra færi.
UTIVIST A
HORN-
STRÖNDUM
Myndir og textí: Jón I. Bjarnason
Við rúst bæjarins í Smiðjuvík. Um Guðmund bónda í Smiðjuvík og Jón
Guðmundsson í Bjarnarnesi var sagt, aö peir væru hinir einu vísindamenn á
Hornströndum, annar héldi Þjóðólf, hinn væri í Þjóðvinafélaginu.
Hvannadalur frá Rekavíkurfjalli, með útsýn til Hælavíkurbjargs. Eitt af einkennum
Hornstranda er þokan, sem er ýmist hafgjúa, sjólæða eða dalalæða.
I
b
li
a
n
h
v
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16