TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						Á Húsavík var ungur maður

Þórhallur Sigtryggsson, síðar

kaupfélagsstjóri. Hann hafði trú á

mér og sagði: „Helga á að syngja".

Svo leið tíminn. Ég fór að

Hrafnagili í Eyjafirði og réði mig

þar, til að vinna og læra að syngja

hjá Valgerði Briem (sjá þátt um

frú Valgerði á öðrum stað í

bláðinu). Ég átti að taka tíma og

læra undir Kvennaskólann hjá

Þorsteini Briem,. þar var einnig

Pálmi Hannesson við nám og

tókum við tíma saman.

Pálmi var náskyldur séra Þor-

steini. Faðir Pálma og móðir

Þorsteins voru systkini.

Við vorum svo miklir galgopar

stelpurnar, tókum ekkert tillit-'til

þess arna, við vorum í áflogum

eins og unglingar eru. Þarna var

dóttir Bjarna frá Vogi, Sigríður.

Það var góð stúlka og við vorum •

voðalega samrýndar og Pálmi var

alltaf stríðinn og við þurftum að

ná okkur niðn á honum. Hann

tuskaðist við okkur. Þá þurftum

við að ná okkur niðri á einhvern

hátt. Svo einu sinni þá var nú

Pálmi á sunnudag að fara niður á

Akureyri til fósturföður síns eða

stjúpa í heimsókn í gróðrastjöðina

á Akureyri. Við gáfum kaffi til

skiptis, Sigga og ég, svo vinnukon-

urnar gætu spfið á sunnudögum.

Ég segi: Nii parf ég að ná mér

niðri á Pálma. Ég veit hvað ég geri

í fyrramálið. Pálmi var alltaf

sofandi þegar hann drakk kaffið a

morgnana. Ég setti þessi ósköp af

natroni í kaffið því ég vissi að

honum yrði bumbult af natróninu

og svo segi ég: „Elsku Pálmi minn,

flýttu þér nú bara að drekka þetta,

þú ert að verða of seinn. Eg er

kominn með sykur og mjólk, flýttu

þér nú bara að drekka þetta."

Svona áttum við til að glettast,

unglingarnir.

Pálmi fór í Gagnfræðaskóla og

tók próf upp í hann um vorið. En

það-varð lítið úr námi hjá mér.

Frú Valgerður var vanfær og átti

barn um vorið. En mína fyrstu

söngtíma fékk ég hjá Valgerði

Briem, elskunni, þótt minna yrði

úr en við báðar vildum.

Síðar fór ég svo til Reykjavíkur

og þá fór ég í söngtíma til

Herdísar Matthíasdóttur Joch-

umssonar, skálds. Ég var líka einn

yetur við músíknám hjá Páli

ísólfssyni. Svo fór hann í sigling-

ar. Hjá Herdísi var ég tvo vetrar-

parta.

Haustið sem spanska veikin

gekk fór ég heim til Húsavíkur í

kirkjunni þar kom merkilegt atvik

fyrir mig. Þannig var að ég fékk

að æfa mig í kirkjunni. Bæði var

að hljóðfærið var betra þar en það

sem við höfðum heima. Svo var

þar friður og ró. Ég fékk lánaða

lyklana og fór þangað og æfði mig

þegar þannig stóð á. Aldrei var ég

hrædd þó fyrir kæmi að lík stæði

uppi í kirkjunni.

Þá var það einu sinni þegar ég

var að syngja og æfa lag eftir

Heise „Arme Hjerte er du træt"

þá heyri ég að það er tekið undir

við mig í laginu og mér f annst það

vera Herdís Matthíasdóttir. Ég

varð ekki hrædd og hugsaði að

þetta væri vitleysa í mér. Svo

byrjaði ég aftur á laginu og þá er

aftur tekið undir við mig. Þá var

ég hrædd. Ég lokaði orgelinu og

flýtti mér í dauðans ofboði heim.

Mamma spurði mig hversvegna ég

væri komin strax aftur. Ég sagði

henni frá þessu. Um kvöldið kom

svo fréttin um að Herdís hafi

látist þennan dag úr spönsku

veikinni.

Niðurlag síðar.

Valgerður Briem

Óhætt er aö taka undir orö séra

Friöriks Friörikssonar, hins nafnkunna

æskulýösleiötoga, er hann ritar grein í

afmælisrit KFUK á 50 ára afmæli þess

félagsskapar 1949. Þar segir hann:

„Þess vildi ég óska, aö ég gæti skrifaö

glæsilega grein um frú Valgerði Briem."

Síðan rekur hann starf hennar í þágu

félagsins en víkur svo aö starfi hennar

aö söngmálum. Það er einmitt þeirra

vegna sem fáar línur fylgja mynd

hennar. Er þaö vegna samtals viö Helgu

Bjarnadóttur söngkonu, er naut tilsagn-

ar Valgeröar, þá er hún dvaldist aö

Hrafnaglli.

Séra Friörik heldur áfram í grein

sinni: „Hún efldi mjög aö góöum söng í

félaginu (KFUK), stofnaöi ágætan

kvennakór, sem bæöi prýddi hátíöhöld,

einnig félagsins, og hélt stundum sam-

söngva til ágóoa fyrir félagiö. Vann sá

kór sér mikla hylli og var liöur í viöreisn

og blómgun félagsins."

Þeim er til þekktu kom eigi á óvart

þótt frú Valgeröi Briem kippti í kyn um

tónlistaráhuga og störf aö vlögangi

sönglistar. Hún átti ættir aö rekja til

þjóðkunnra tónlistarmanna. Komin af

Pétri Guðjohnsen er kunnur var fyrir

störf aö söngmálum kirkjunnar og

skólasöng, ásamt útgáfu söngvahefta

og kóralbókar. Einnig frumsamdi hann

og þýddi bækur um ísl. sálmasöng og

kirkjuhljómleik, sbr. Saga íslendinga 8.

bindi. Þá má rökstyöja, aö Knudsens-

kyn er aö henni stóö til hlnnar handar

(kona Péturs Guöjohnsen Guörún var

móöursystir Sveinbjarnar Sveinbjörns-

sonar tónskálds). Er rík sönghneigö í

því Knudsensfólki. Því til staöfestu má

nefna frændur er bera sama ættarnafn

og komnir eru af sama ættarmeiöi en

búsettir eru í Danmörku. Þá ber aö

nefna séra Hjalta Þorsteinsson, prófast

í Vatnsfiröi, en af honum er móöurætt

íslenskra Knudsena komin. Var hann

kunnur fyrir söng sinn, hljóöfæraleik og

myndgerö, listmálun og útskurö. Þá

voru dætur hans hannyröaliljur.

Þjóöminjasafniö íslenska geymir

marga gripi þeirra ættmenna, er prýöa

með list sinni veggi og salarkynni

safnsins. Má víkja aö því síöar til

glöggvunar á þætti þeirra ættmenna.

Vottorð er fjölskylda frú Valgeröar

geymir frá Kaupmannahafnardvöl

hennar árin 1905—08, sýnir að hún

hefir staöist inntökupróf í konunglega

danska tónlistarskólann meö mikilli

prýði. Kom í Ijós viö inntökupróf að hin

unga íslenska prestsdóttir, fröken Hall-

dórsson, elns og hún er þá skráö dóttir

séra Lárusar Halldórssonar Fríkirkju-

prests og systir þeirra Guörúnar og

Péturs, er kunn voru: systkinin í Ási og

Hofi, þarf eigi aö rýna í nótur eöa

bækur til þess aö söngur hennar og

hljóöfærasláttur hljómi í eyrum danskra

konunglegra prófdómara. Valgeröur

lokaöi nótnabókum, kunni öll prófverk-

efnin utanaö. Svo eindregin var tónlist-

argáfa hennar og óskeikul aö áheyrend-

um, göfugum og margfróöum prófess-

orurn, kom strax saman um aö hún hlyti

ókoypis skólavist í viröulegum húsa-

kynnum aldagamallar stofnunar.

Valgeröur dvelst síöan viö nám í Höfn

og tekur miklum framförum í list sinni.

Þegar konungsför er ákveöin 1907 er

hún beðin að koma fram viö hátíðahöld

heima á Fróni er fagnar ungum konungi

og frjálsari sarnskiptum „ríkjanna

tveggja".

Var fyrirhugaö aö hin unga söngkona

fylgdi konungi á skipi hans er stefndi í

noröurhöf, heim til ættbyggöar hennar

og fjölskyldu. Af því varð þó eigi. í stað

þess varö hún aö leita sér lækninga.

Hafði veikst af berklum og dvaldist á

heilsuhæli. Þar kom þó, aö hún náöi

heilsubót og hvarf heim.

Valgeröur var gefin Þorsteini Briem,

er síöar varð þjóökunnur af störfum

sínum. Lengi prestur og prófastur,

seinna þingmaöur og ráöherra. Náöu

þau aö tilkynna trúlofun sína viö bana-

beð fööur Valgeröar og staöfesta heit

sín um samfylgd á ævibraut.

Séra Þorsteinn settist síöar aö með

ungri brúöi sinni aö Hrafnagili, Eyjafiröi

árið 1911. Kristín Thoroddsen, frænka

hennar var búsett á Akureyri um þær

mundir, kona Steingríms Matthíassonar

læknis. Þangaö kom Emil Thoroddsen

bróðir hennar. Var hann þá tíöur gestur

á Hrafnagili hjá þeim hjónum, Valgeröi

frænku sinni og séra Þorsteini. Er það

enn í minnum haft þá er þau frænd-

systkin settust viö hljóöfæri í stofu

þeirra prestshjónanna á Hrafnagili og

tónar ómuðu frá söng frú Valgerðar og

samspili þeirra um fagra byggö Eyja-

fjaröar. Mun Emil einnig hafa notiö

tilsagnar frænku sinnar, er flutti meö

sér þekkingu og tækni frá námi sínu í

Kaupmannahöfn. Undu þau einnig

marga stund á æskuheimili Emils í

Reykjavík og léku þá fjórhent á slag-

hörpu.,

Þau systkin, börn séra Lárusar og frú

Kirstínar Pétursdóttur Guöjohnsen hafa

öll lagt hönd á plóg íslenskra lista.

Valgerður með söng sínum og hljóö-

færaleik, kórstjórn og félagsstarfi. Hún

stofnaöi kvennakórinn Gígjuna er lengi

starfaði í Reykjavík og Steindór Björns-

son frá Gröf hefir rituö um, aö tilmælum

Sigurlaugar Erlendsdóttur á Torfastöö-

um í Biskupstungum. Þá stundaöi hún

kennslu viö Kvennaskólann í Reykjavík.

Þá var viöbrugöiö söng ungmenna í

Eyjafirði um þær mundir er hún dvaldist

þar. Bræöur hennar Halldór, sem dó úr

tæringu liðl. tvítugur, og Pétur, organ-

isti Fríkirkjunnar, störfuöu einnig aö

tónlistarmálum. Halldór gaf út söng-

lagasafn. Hiö sama geröi Pétur, sem

einnig var hinn fyrsti, og lengi vel eini

nótnasetjari hérlendis. Guörún systir

þeirra var kunnur rithöfundur, bæjar-

fulltrúi og alþingismaöur. Valgeröur var

þeim er til þekktu harmdauöi er hún féll

frá í blóma lífsins, frá ungum efnisbörn-

um og ástríkum eiginmanni.

Ljúkum þá máli þessu meö tilvitnum í

grein séra Friðriks er fyrr var minnst:

„Mér veröur hlýtt um hjartaræturnar, er

ég lít yfir starf KFUK og hennar á þeim

árum. Hún var glæsileg og lýsti meö

vorbjarma." í fundarsal K.F.U.K. er

stórt málverk af frú Valgeröi, málaö af

Halldóri Péturssyni.

Það var fyrir tilmæli Valgeröar Briem,

aö frænka hennar Emilía Guöjohnsen

tók aö sér uppeldi bamanna ungra og

aö velta heimilinu forstööu. Síöar gekk

séra Þorsteinn aö eiga Emilíu og gekk

hún börnunum í móöurstaö.

Kært haföi jafnan veriö meö þeim

frænkunum, þótt fjöll og dalir skildu

byggöir þeirra. Svo samrýmdar voru

þær í tónlist og söngvum aö það bar oft

viö að þær ræddust viö í síma og léku

hvor fyrir aðra lög er þeim bárust ný og

kunnu eftir eina hlustun. Stóöu þær

meö þeim hætti í stööugu söngva- og

vináttusambandi.

Lög þau er móöir Valgeröar, Kirstin

Pétursdóttir Guöjohnsen hafði samiö,

lifa enn í minningu fjölskyldunnar og

fólks á Austurlandi einnig. Er mælt aö

vöggulag eitt er hún samdi að Valþjófs-

staö, sé enn raulaö og sungiö þá er

börnum er vaggaö í væröarblund.

Við útför Valgeröar Briem gerðu

frændur hennar og vinir för aö prest-

setrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Meöal

þeirra voru bræðurnir Jón og Pétur

Halldórssynir, systrasynir við frú Val-

gerði, — og K.F.U.M.-kórinn. Bróðir

Valgeröar, Pétur Lárusson annaöist

undirleik, er þeir sungu: Sjá þann hlnn

mikla flokk sem fjöll.

P.P.

©

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16