Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Eg kom til London í fyrsta skipti á
ævinni íoktóber s.l. Atvik höguöu því
þannig að dvöl okkar þar stóö aöeins
ftvo daga. Okkur tókst þó aö sjá hitt
og þetta f sjónhendingu, auðvitaö á
„amerískum hraða" svo sem endi-
langt Oxfordstræti, þar sem þegar
glitruðu          pallíettujólaskreytingar,
Hyde Park, Green Park og St.
James's Park, Buckinghamhöll og
stóru styttuna af Viktoríu drottningu,
Piccadilly og Leicester Square, við
komum inn í St. James's-kirkju, þar
sem kornungur söngstjóri var að æfa
afburðagóða einsöngvara í Kyrie úr
einhverri óþekktri messu, hlýddum á
messu í Westminster Abbey, sáum
Þinghúsið og Big Ben, borðuðum
bæðí kvöldin á aldeilis ágætutn og
skemmtilegum, litlum veitingahúsum,
öðru kínversku, þar sem 9 réttir fóru
svo vel í maga, að manni fannst
maður varla hafa látið nokkuð nlður í
sig, þegar upp var staóið, hinum
ungverskum, þar sem frábær fiðlu-
leikari, aðstoðaður af sembal-,
bassa- og harmonikuleikara fluttu
ekta ungverska músík og reyndar
hvað, sem matargestlr óskuðu eftir,
litum inn á troðfullan „pöbb", þar
sem allir voru syngjandi með bjór-
könnuríhöndum.
En það eftirminnilegasta úrþessarí
stuttu dvöl verða hljómleikar í Royal
Festival Hall, þar sem Fílharmóníu-
hljómsveit Lundúnaborgar undir
stjórn Tennstedts (Austurþjóðverja)
flutti 3. Sinfóníu Mahlers ásamt
altsöngkonu af bæheimskum ættum,
kvenröddum úr Fílharmóníukór
Lundúnaborgar og South End-
drengjakórnum við frábærar undir-
tektir áheyrenda, langvarandi lófa-
klapp og bravó-köll. Ekki verður mér,
sveitakonunni, sízt minnisstæð kom-
an f þessa tónlistarhöll, sem mér
fannst afskaplega fullkomin og ný-
tískuleg (en er víst að verða 30 ára
gömul). Þarna eru fleiri smærri tón-
listarsalir fyrir utan aðalsalinn, rúm-
góð aðgöngumiðasala, kaffltería, bar
og fínn veitingasalur með útsýni yfir
Thames, en Royal Festival Hall stend-
ur á suðurbakka árinnar. Fjölmargir
sátu þarna að sunnidagskaffi- eða
tedrykkju og tertuáti áður en tónleik-
arnir hófust, en það var kl. 15.15 (og
svo auðvitað einir eða tvennir tón-
leikar síðar um kvöldið). Ekki verður
mér tónleikaasalurinn síður eftir-
minnilegur. Áheyrendur sitja á nokkr-
um misháum svæðum og þar fyrir
utan eru fjölmargar smásvalir, sem
taka á að gizka 4—6 manns f sæti
hver. Ekki virðist hljómsveitina skorta
pláss og gríðarstórt pípuorgel er
innbyggt yfir sviðinu. En það sem
vakti ekki sízt athygli mína, voru 3—4
bólstraðar sætaraoir fyrir söngkóra.
Mér varð hugsað til okkar félaganna í
Sóngsveitinni Filharmóníu, sem und-
anfarin 20 ár hafa sungið hvert
stórverkið af öðru með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, prílað yfirjárnverk
á bakhlið skermanna að sviðsbaki,
gengið upp misjafnlega góðar tröpp-
ur eða stigið upp á kassa til að
komast upp á samsetta söngpalla,
þar sem við höfum þurft aö gæta
okkar að stíga ekki niöur um glufur
og setið á grófum, þaklausum tré-
bekkjum í sönghleúm. Ekki gleymdi
ég heldur Gunnari Þjóðólfssyni, „að-
alreddara" Háskólabíós, sem hefur
haft umsjón með gerð og uppröðun
þessa útbúnaðar, orðið vel við öllu
kvabbt okkar um að setja fjalir yfir
stærstu rifurnar, bæta við tröppu, ef
of hátt hefu'r þurft að stíga og breitt
plast yfir trébekkina, svo að við
fengjum þó altént ekki flís í rassinn.
Þvílíkur munaður, ef við gætum bara
gengið inn um venjulegar dyr, niður
góóar, teppalagðar tröppur og sezt á
bólstraóa bekki eins og kórarnir, sem
sygja íRoyal Festival Hall.
í aðgöngumiðasölunni grlpum við
af handahófi nokkur prógrömm
næsta starfsárs frá hinum og þessum
hljómsveitum. Þá kom það íljós að á
hverjum degi hérumbil allan ársins
hring eru þarna fleiri en einn og fleiri
en tveir hljómleikar. Og þegar við
gengum út í skammdegisrökkur
London á leið á Waterloostöðina til
þess að komast heim á hótel, svimaði
mig hálfpartinn viö tilhugsunina um
allt það, sem þessi stórborg hafði
upp á að bjóða af listviðburðum.
Þetta var aðeins ein af mórgum
tónlistarhöllum, svo voru öll leikhús-
in, sýningarsalirnir, söfnin o.fl. o.fl.
Hér var svo sannarlega margt til að
bregða birtu yfir skammdegið.
Og mér varð hugsað til okkar
köldu, skammdegisdimmu höfuð-
borgar. Hvað er hér til birtubótar fyrir
þá, sem takmarkaðan áhuga hafa á
jólabösurum og kosningahösurum?
Við nánari íhugun er það ekki svo
lítiö, kannski alveg jafnmikið og í
London „miðað við fólksfjölda". Við
höfum sinfóníutónleika 2—4 sinnum í
mánuði, 3 leikhús, mörg bíó, sem
detta a.m.k. einstöku sinnum niður á
að sýna ágætar myndir (svo sem
Deer Hunter, Turning Point og Julia á
þessu hausti, fyrir utan Mánudags-
myndir Háskólabíós, sem oft eru
prýðilegar), þó nokkur listasöfn og
alltaf eru nokkrar myndlistarsýningar
opnar íeinu.
A einn menningarþátt hér í höfuð-
borginni langar mig sérstaklega til að
minnast, en þaö eru hinir svokólluðu
Háskólatónleikar. Ég er hálfhrædd
um að nafnið fæli marga frá, almenn-
ingur heldur aó þeir séu einungis
ætlaðir háskólaflki, en svo er alls
ekki. Þeir eru öllum opnir og eru
haldnir á laugardögum kl. 5, þegar
efni og ástæður leyfa, íFélagsstofnun
stúdenta við Hringbraut (næsta húsi
við Þjóðminjasafnið). Fyrir þeim
stendur til þess kjörin nefnd kennara
og starfsmanna Háskólans og nýtur
fyrirtækið styrks úr Háskólasjóði.
Fram að þessu hef ég aðeins sótt
tvenna af þessum tónleikum, aldeilis
stórskemmtilega báða og sannarlega
við alþýðu hæfi. Þeir fyrri voru 17.
febrúar s.l. þar sem m.a. var flutt hið
gullfallega verk Schuberts Hirðirinn á
klettinum, sam/ð fyrir sópranrödd,
klarinett og píanó, en flytjendur voru
Sieglinde Kahman, Sigurður I.
Snorrason og Guðrún A. Kristins-
dóttir. Hinir síðari voru nú 10. nóv. og
þar var m.a. fluttur hinn velþekkti og
skemmtilegi A-dúr klarlnettukvintett
Mozarts. Einar Jóhannesson lék á
klarinettið, en strengjasveitina skip-
uðu Guðný Guðmundsdóttir (í forföll-
um Grahams Smiths), Maria Veric-
onte, Mark Davies og James Kohn,
en þetta fólk er allt í Sinfónfuhljóm-
sveit íslands.
Mér var sannarlega létt í skapi,
þegar ég gekk út í reykvfska
skammdegismyrkrið laugardags-
kvöldið 10. nóv. s.l. og hugsa gott til
glóðarinnar að fylgjast með áfram-
haldandi Háskólatónleikum.
P.S. I Royal Festival Hall fyrirfannst
hóstakór enginn.
Anna María Þórísdóttir.
0
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24