Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						HJA ERRO
í PARÍS
„Ég get næstum
aldrei boröaö einn
heima meö konunni
minni. Annaöhvort
erum viö meö gesti,
eöa boóin út".
Fyrir rániö — og é ettir.
sem hafa hlotiö alþjóölega frægö og
heimurinn þekkir Erró eins og hann
birtist til dæmis á sýningunni á
Kjarvalsstöðum í fyrra. En mundir þú
þora aö breyta um stíl, ef þig langaöi
til þess, eöa veröur þú vegna
heimsfrægöarinnar að halda áfram á
þeirri línu, sem þú hefur oröiö
þekktur fyrir?"
„Alls ekki. Þegar ég hóf aö nýju
að mála með olíulitum fyrir fjórum
árum, tel ég að stíllinn hjá mér
hafi algerlega breyzt. Og núna
vinn ég í tveimur mjög ólíkum
stíltegundum. Efnið á sinn þátt í
því og við höfum minnst á fyrr í
þessu sþjalli, að ég nota lakk í
stórar og sterkar myndir en
olíuna í smærri og rómantískari
myndir. Ég hef meira að segja
notað allt uppífimm mismunandi
stíltegundir í eitt og sama mál-
verkið; allt frá Renaisance-tækni
uppítassisma eða slettitækni eins
og Pollock notaði. En ég hef þar
fyrir ekkert á móti persónulegum
einkennum og að hægt sé að sjá
úr margra metra fjarlægð, hver
höfundurinn er, — á sama hátt og
hægt er að þekkja ákveðna sápu-
tegund á lyktinni úr nokkurri
fjarlægð."
„Hefurðu orðiö var viö aö aörir
málarar stæli þig", spuröi ég.
„Ekki verulega. Þó erþað til;jú,
ég hef aðeins séð það, en það var
heldur óburðugt".
Á nýlegri grafíkmynd Errós má
sjá, aö hann hefur farið í smiöju til
Síöasti nýlendukúgorinn. Baðar þessar myndír eru úr rööínni, sem
Erró kallar Þúsund og eina nótt.
Rubens; þaö er „Rape", nauðgunar-
sena úr frægri bókmenntafrásögn,
en allt er það ósköp blítt, —
vörpulegir menn á ólmum hestum aö
hala upp til sín afskaplega sællegar
og afslappaöar — og að sama skapi
fáklæddar konur. Ég minntist á stóra
Rubenssalinn í Louvre, 20—30 risa-
stór málverk eftir þennan flæmska
stórmeistara. Aðra eins pöntun er
hæpiö aö nokkur nútímalistamaöur
fái, sagöi ég.
Erró: „Hann gerði þetta ekki
sjálfur nema að litlu leyti. Á
verkstæði hans íAntwerpen unnu
margir sérfræðingar og myndirn-
ar gengu á einskonar færibandi í
hring. Þeir telja núna, að Rubens
hafi sjálfur átt hugmyndirnar og
teiknað myndirnar upp, — og
síðan lagt á þær síðustu hönd.
Það var sérstaklega skrifað um
þetta í sýningarskránni, þegar
haldin var stór yflrlitssýning á
verkum Rubens íAntwerþen fyrir
nokkrum árum. Sérfræðingarnir
þekkja núna, hvað er eftir hvern. í
flokki 60 málverka úr goðafræði,
sérstaklega úr Metamorphosis
eftlr Ovid, eru bara skyssumar
eftir Rubens, en sjálft málverkið
útfærðu menn elns og Cornells de
Vos og Jacob Jordaens og fleiri.
Aðrir sérfræðingar sáu um veiði-
senur fyrir Rubens. Sá hét Paul
de Vos, sem málaði dýrin, en
Pieter Snayers sá um landslagið.
Svona var þetta nú unnið í þá
daga,  en þeir sem  sjá stóru
myndirnar í Louvre til dæmis,
halda að Rubens hafi unnið þær
einn."
„Finnst þér koma til greina, aö
nútímalistamaöur færi aö eins og
Rubens; heföi nemendur, eöa menn
í vinnu og léti verkin ganga á
færibandi?"
„Þeir hafa gert það; ég þekki
marga listamenn, sem hafa að-
stoðarmenn sér við hlið. Vasarely
hefur að minnsta kosti 15 hjálp-
arkokka. Myndir hans er hægt að
panta  í mismunandi litum  qg
þessir menn útfæra það verk. Eg
sé ekkert á móti þvíað listamaður
hafi aðstoðarmenn; það eru yfir-
leitt menn með ágæta tæknikunn-
áttu, en hafa bara ekki höfuð til
þess að skapa sjálfir."
„Sú var tíö, að listamönnum þótti
afskaplega auövirðilegt að láta aöra
skammta sér viðfangsefni og líklega
hefur sú skoöun þótt góö og gild um
það leyti sem þú varst að þyrja að
læra. Þaö þótti niörandi að vinna
eftir pöntun og var eitt af mörgu,
sem pá var eiginlega „bannað". Mér
skiist aö þú vinnir samt alveg eins
eftir pöntun og lítur þá ekki þannig á,
aö nein niðurlæging felist í því?"
„Það er rétt, — ég sé enga
niðurlægingu íþví, nema síður sé.
Öldum saman hefur góð list verið
unnin eftir pöntun, hvort sem það
var nú fyrir kirkjur eða aðra aðila.
Þar að auki höfðu flestir lista-
menn „patrón", sem pantaði þá
og eignaðist mestalla framleióslu
þelrra.  Kirkjan  var mjög  stór
verkkaupandi og gaf meira að
segja út reglur um, hvað mætti
mála, hvaða hlutföll mannslíkam-
inn ætti að hafa í myndum og
fleira íþeim dúr. Ég held að ekki
sé fjarri sanni, að öldum saman
hafi kannski helmingur allrar listar
orðið til vegna þess að búið var
að leggja inn pöntun."
„En pantaö eða ópantað, — hvað
er annars á döfinni hjá þér fyrir utan
1001 nótt?"
„Ég er kominn vel áleiðis með
myndaröð um bandaríska geim-
fara; sem um leið verða einskonar
portret, getum viö sagt. Þar byggi
ég á efni, sem ég fékk frá NASA,
geimferðastofnuninni bandarísku.
Þeir voru mér geysilega hjálplegir
og eitthvað úr þessari röð var til
dæmis á sýningunni á Kjarvals-
stöðum.
Þar að auki er ég að safna efni
íog vinna að röð um vísindamenn
og hér er til dæmis mynd um
Galileo Galilei. Fleira er í undir-
búningi: Myndaröð um rokkara,
um hljómlistarmenn, um „síðasta
stríðið", um óperusöngvara, einn-
ig stórmynd um Hitler, byggð á
öllum skopmyndum, sem ég hef
náð í af honum. Einnig röð um
Kína  keisaratímans,  um  kvik-
myndaplaköt,  vísindaskáldskap,
stúdentaóeirðirnar  hér  í París
1968 — gömul póstkort, — já,
jafnvel um japönsk ástarbréf."
Viö fetuöum okkur niöur stigana
þar sem brakar í hverju fótmáli. Oti
var farið að rigna. Erró þurfti að vera
kominn í matarboð eftir hálftíma,
„en  fyrst  fer  ég  helm  og geri
leikfimiæfingar. Já, ég geri þessar
æfingar á hverjum degi." Hann gekk
meö okkur áleiðis eftir St. Germain
— eöa öllu heldur skálmaði. Honum
lætur ekki hægagangur á neinn hátt.
„Þaö er ugglaust hægt að ein-
angrast  hérna  eins  og  í öörum
stórborgum  og  verða  einmana,"
sagði ég um leiö og viö ruddum
okkur braut gegnum mannþröngina.
„Ég þekki það ekki," sagði
Erró. „Ég reyni að skapa mér
vinnufrið. Og ég vinn oftast allan
daginn; gef mér til dæmis ekki
tíma tíl að fara í mat í hádeginu,
fæ mér bara eitthvert snarl. Við
boröum vel og huggulega einu
sinni á dag, það er að segja á
kvöldin. Þú varst að minnast á
einangrun í stórborgum. Hún er
nú slík hjá mér, að varla kemur
nokkru sinni fyrir,  að  ég geti
boröað einn í rólegheitum með
konunni minni heima. Við erum
boðin út íkvöld; annaðhvort erum
við með gesti í mat, ellegar við
verðum að fara út. SJáóu til; menn
eru hér á ferðinni, sumir þeirra
vinir mínir, — aörir vilja ræða við
mig um viðskipti. Þetta er sá tími
sem maður hefur til þesskonar
samskipta."
í þeim töluöum orðum kvaddi
hann okkur með þeirri sömu ein-
lægni, sem einkennir orö hans og
geröir, „og berðu bréfið a tarna og
góðar kveðjur til hennar frænku
minnar á Freyjugötunni."
Stórstígur og léttstígur stikaöi
hann inn í hliðargötu til fundar viö
konuna sína frá Thailandi, leikfimina
og kvöldverðarboðið.
-  ©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24