Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Á eyöímerkurgönflunni sjéum viö,

ftinn mikia forinaja, bera þá þungu

ábyrgö aö vera ieiötogi þessarar

þjóóar Guðs. Mann varo aö bera

éhyggjur og þrengingar fólksins á

herðum sér.

Eru Is-

lendingar

af ætt

Benjamíns?

tíma eru þær komnar langt inn í Evrópu.

Þegar þessir miklu þjóöflutningar þokuö-

ust noröur Evrópu, brotnuöu þeir niöur í

marga hópa og ættkvíslir. Eins og vænta

má, er þetta mál svo geysiviöamikiö, og

óþrjótandi aö vonlítiö er aö gera því skil í

stuttu máli. Fróöir menn telja ,aö í

Heimskringlu, sem kennd er viö Snorra

Sturluson, sé minnst á hina fomu

ísraelsmenn og aö Óðinn hafi verið mikill

herkonungur, er síöar var tekinn í

guðatölu í Ásatrú. í riti, sem fjallar um

hina ýmsu þræöi konungsættarinnar

bresku, er talið að Óöinn hafi veriö

afkomandi Zarah. Einnig kemur í Ijós, aö

hinir fornu Skjöldungar voru af sömu ætt.

Mestir munu þjóöflutningarnir hafa veriö

um 400—750 e.Kr. Þá taka þessar

farandþjóöir að flýja undan Húnum, sem

komu austan úr Asíu.

Ég hefi í þessari samantekt m.a. stuöst

viö bók Jónasar Guömundssonar, Saga

og dulspeki, útg. 1942. Þar segir orörétt

á bls. 43: „Meö þeim, sem síöastir komu

voru hinir svonefndu Dakiar, sunnan

Dónár, en sá þjóöflokkur haföi um

250—270 ára skeið náð að sameinast

Benjamínsættkvísl, sem flýöi til Litlu-Asíu

eftir dauöa Krists og eyöileggingu Jerú-

salemborgar, er ríki Gyöinga var sundr-

aö. Meö þeim bárust til Noröurlanda

ýmsar af hugmyndum kristninnar, s.s.

trúin á hinn hvíta eöa góöa „ás" Baldur

og fleira, sem bezt má sjá við aö lesa

gaumgæfilega og bera saman goöasagn-

ir vorar og frásagnir Biblíunnar ýmsar,

bæöi í Nýja og Gamla testamentinu, svo

og meö því aö athuga og bera saman

frásagnir Völuspár, merkilegasta spá-

kvæði íslenzkra fornbókmennta og Opin-

berunarbók Jóhannesar, því aö þar

viröist í mörgum efnum sagt frá því

sama".

Til er í Bretlandi og mörgum ensku-

mælandi löndum m.a. Kanada og Ástral-

íu, félagsskapur, sem kallar sig British-

Israel. Hefur þessi félagsskapur starfaö

lengi og virðist vel lifandi. Þetta er ekki

sértrúarflokkur, eins og venjulegur skiln-

ingur er lagöur í það orö. Hins vegar

hlýtur þaö eöli málsins aö vera aöalatriöi

aö þekkja boöskap Biblíunnar sem bezt.

Þaö sem þessi hreyfing leggur áherzlu á,

er aö þekkja hinar týndu ættkvíslir og

telur aö þær séu flestar hinar vestrænu

þjóöir, eins og ég hef áöur minnst á.

Þessi félasskapur leggur áherzlu á aö

lesa spádóma Biblíunnar sem eru aö

þeírra dómi mjög aö rætast nú á okkar

dögum. Mér er ekki kunnugt um starf-

semi Dr. Rutherfords nú, en ég veit að

hans rannsóknir eru mjög í svipuöum

anda. Eftirtektarvert er, hve mjög þess-

um aðilum ber saman í aöalatriðum. Ein

merkilegasta sönnun þess, að við séum

af ætt hins forna ísraels er skjaldarmerki

okkar, eða landvættirnir. í opinberunar-

bók Jóhannesar, 4. kapitula, er sagt frá

fjórum verum, sem vaka við hásæti

Drottins dag og nótt. Verurnar eru

maöur, naut, fljúgandi örn og Ijón. Viö

sjáum á skjaldarmerki okkar uxa, gamm,

dreka og risa. Ennfremur vil ég benda á

spádómabók Esekiels I. kapitula.

Þegar ísraelsmenn tjölduöu í eyöi-

mörkinni var þeim skylt aö hver ættkvísl

tjaldaði undir því merki sem henni bar.

Skipum merkjanna var þannig: Naut að

vestan, ðrn að noröan, Ijón aö austan og

maöur aö sunnan. Minnir þetta ekki lítiö

á skipan íslenzku landvættanna. Viö

sjáum strax, aö í staö Ijónsins er dreki

eöa ormur í íslenzka skjaldarmerkinu.

Jónas Guðmundsson kom með skemmti-

lega tilgátu um hvernig þaö hafi atvikast.

Þegar Júöarnir, sem voru mjög samferöa

Benjamin, skildust frá þeim, hvarf Ijóns-

merkiö, sem var tákn þeirra. Þá varö aö

finna annaö merki. Benti hann á, aö

ormurinn hafi verið heilagt tákn hjá ísrael

til forna. Sjá IV. Mósebóok, þar sem sagt

er frá eirorminum. Ein sönnum þess, aö

eitt sinn hafi þjóöir af ísraelsætt búið

norðan og vestan viö Svartahaf á öldun-

um fyrir og eftir fæðingu Krists, er sú, aö

rússneskir forleifafræöingar fundu á

sínum tíma fjölda fornminja og legsteina

meö hebreskum áletrunum. Var sagt aö

þessi eða hinn heföi látist á tilteknu

útlegaðrári á bilinu frá 702—785 e. Kr.

Áður en Jakob, forfaöir ættkvíslanna

andaðist, veitti hann öllum sonum sínum

blessun. Um þaö má lesa í I. Mósebók

49. kap. 27. v. Sú blessun er Benjamín

fékk hljóöar svo:

„Benjamín er úlfur sem sundurrífur

á morgnana étur hann bráö

og á kvöldin skiptir hann herfangi."

Þannig varö úifur tákn Benjamíns.

Allar ættkvíslirnar voru skyldar til aö bera

hver sitt merki. Hið forna merki Benja-

míns var úlfur. Bakgrunnurinn er 64 fletir,

dökkir og Ijósir. Minnir þetta óneitanlega

á taflborö. Er þaö mjög íhugunarvert.

Eins og ykkur er kunnugt hétu margir

landnámsmanna íslands Ulfur aö seinna

nafni. Er þaö einnig athyglisvert.

Móse veitti ættkvíslunum blessun áöur

en hann andaöist. Greinir frá því í V.

Mósebók 33. kapitula. Blessun sú er

Benjamín fékk þar er í 12. v.:

„Úm Benjamín sagöi hann: Ljúflingur

Drottins býr óhultur hjá honum. Hann

verndar hann alla daga og hetur tekið sér

bólfestu milli hálsa hans."

Virðist þetta sýna að Benjamín hættir

algjörlega ránum og hernaöi og snýr sér

aö andlegum efnum.

Víkjum nú að spádómabók Jesaja,

sem segir geysimikið um hlutverk ísraels

í fortíö og framtíö, þegar Drottinn

ávarpar lýö sinn fyrir munn Jesaja

spámanns þá talar hann til Eyjabúa.

„Eyjarnar skulu bíða mín og armlegg

mínum skulu þær treysta". (A hebresku

er sama orðiö þ.e. yam, yfir sjó og yfir

vestur, en þaö er meiningarleysa aö segja

eyjarnar í sænum). Einu mikilsveröu

eyjarnar eru brezku eyjarnar og ísland.

„Vegsamið þess vegna Drottinn, meöal

eldanna, nafn Drottins ísraels guös á

eyjum vestursins. Frá yztu mörkum jarð-

arinnar heyröum vér söngva tii dýrðar

hinum réttlátu" (Jesaja 24. 14—16). Þótt

hér sé átt viö eyjar vestursins í heild —

Bretlandseyjar, Island og Færeyjar —

beinist athyglin aö íslandi, því aö talaö er

um aö þjóöin búi meöal elda. Hebreska

oröiö urim, sem þýtt er eldar, þýöir einnig

Ijós. Hin miklu náttúruljós heims vors eru

noröurljósin og ísland er eina eyþjóöin,

sem er nægilega náiægt ööru hvoru

heimskautinu til þess aö menn geti séö

noröurljósin hvar sem er af landinu.

Einnig aö þetta er við yztu mörk jaröar.

Þessar mikilsveröu ábendingar gefur dr.

Rutherford í einu rlti sínu. Og svo gerir

hann samanburö á Benjamínsættkvísl

hinni fornu og íslendingum. Um það segir

dr. Rutherford efnislega:

1.  Benjaminsættkvisl var langminnst

allra tólf ættkvísla ísraels.

a) ísland er minnsta menningarþjóð

heimsins og Evrópu.

2.  Benjamín forfaöir og sameiningartákn

ættkvíslarinnar var sá yngsti af tólf

sonum Jakobs.

b) ísland byggöist síðast allra Evrópu-

landa og er hið yngsta þeirra.

3.  Benjamínsarfar rændu eins og úlfar

um eitt skeið en aö lokum reyndust

þeir sú ættkvíslin sem stööugust var í

rásinni. Allir tólf postular Krists voru

aö lokum valdir af þeirri ættkvísl.

Galileumenn (eins og þeir voru nefndir

síöar) fylgdu Frelsaranum þúsundum

saman, Júöarnir höfnuöu hqnum.

c)  Víkingarnir forfeöur íslendinga

rændu líka eins og úlfar, aö lokum

reyndust íslendingar líka stööugir í

trúnni. Þótt þeir hafí trúabragöafrelsi,

játa flestir íslendingar kristna trú. Lítiö

er um trúarbragöadeilur.

4.  Benjamínsarfar voru freisiselskandi

og umburöarlyndir í trúmálum. Fræg-

asti afkomandi Benjamíns, Páll post-

uli, sagöi: „Þar sem andi Drottins er,

þar er frelsiö, meö því gjöröi Kristur

oss frjálsa." (II. Korintubréf 3.17, Gal.

5.1}

d) Islendingar eru mjög Irelsisunnandi

og umburðarlyndir ítrúmálum.

5.  Benjamínsarfar, Galileumenn, voru

fyrstir til þess aö þýöa ritninguna og

boöa hana á lifandi tungum (Post.

2.6—11).

e)  Elsta þýöing á ritníngunni, sem

kunn er á nokkru lifandi máli er íslenzk

(samanburöi lokiö).

í fomöld var þaö hin litla ættkvtsl

Benjamíns, sem hafðí venjulega forystu

um andlegar nýbreytingar og endurvakn-

ingar og sýndi á þeim tímum mikiö traust

á Guöi. Svo segir í Jewish Encyclopædia:

II. bindi bls. 24: „Þegar ísraelsmenn, á

flótta undan Egyptum áttu að fara yfir

Rauðahafiö, stóöu allir ráöþrota, nema

ættkvísl Benjamíns, sem treysti Guöi, óö

út í hafiö og leiddi allan ísraelslýö

örugglega á eftir sér." Benjamínsarfar

urðu síöar brautryöjendur á aö boöa

kristna trú utan Palestínu og ber þar

hæst Pál postula, eins og áður hefur

veriö vikið aö. Ennfremur bendir Dr.

Rutherford á þaö, að í 68 sálmi Davíös sé

talaö um þaö þegar ríki jaröar syngi

Drottni lof eftir undangengnar hörmung-

ar, komi þaö í Ijós aö forgönguna hafi

Benjamínsættkvíslin og aö þaö sé lítil

þjóð, þar segir í 27.-29. v. (ísl. Bibl-

íunni).              A

„Lofiö Guö á samkomunum.

Lofið Drottin þér sem eruö af upp-

sprettu ísraels

Þar er Benjamín litli er ríkir yfir þeim.

Höföingjar Júda í þyrpingu.

Bjóö út, ó Guö, styrkleika þínum

Gjör styrkt, ó Guð, það sem þú hefir

gjört fyrlr oss."

Svo segir í niðurlagsorðum spádóms-

ins: „Hann hefur tvístrað þeim þjóðum,

sem ófriði unna. Það koma sendiherrar

frá Egyptalandi. Bláland mun færa Guði

gjafir, hrööum höndum. Þér konungsríki

jarðar syngið Drottni lof." Síðasta setn-

ingin er dásamlega þýdd í frönsku

Biblíunni: „Sjá Benjamín litla, þann

yngsta, sem leiðir hina." Sá sem les

Biblíuna og þekkir eitthvaö efni hennar,

kemst ekki hjá þeirri staðreynd að sjá

hvaö spádómarnir eru þýðingarmiklir.

Allir sjá, hvernig veröldin lítur út í dag.

Spádómabók Jesaja lýsir greinilega frá-

falli og blinda ættkvíslanna. En þrátt fyrir

það er tekiö skýrt fram, aö Guð yfirgefi

ekki ísraelslýö. „Hver er svo blindur sem

þjónn minn," segir á einum staö. Er þetta

ekki sannleikur í dag? ísraelsmenn uröu

aö fara úr landi vegna misgjörða sinna.

Refsingartími þeirra var sjö tíðir. Sá tími

rann út á þessari öld, eftir því sem

spádómaskýrendur telja. Tiltölulega stutt

er síöan öld tækninnar gekk í garö. Allir

atburöir veröa stórkostlegri og hraöari og

flýta fyrir því aö örlagastund þjóöanna

renni upp. í riti, sem British-lsrael hreyf-

ingin gefur út, er vakin athygli á því, hve

Titanic-slysiö hafi verið táknrænt fyrir

öldina, sem þá var nýgengin í garö.

Skipið átti ekki að geta farist. Það var

tæknilega fullkomið frá mannlegu sjónar-

miði. Þaö fórst samt í fyrstu ferö, sem

afleiöing blindrar trúar á mátt og megin

mannsins, án hjálpar Guös. Þetta var álit

greinarhöfundar og líklega ekki fjarri lagi.

En Drottinn segir að skýlan, sem hylur

alla lýöi verði tekin burt og eftir hörmung-

aréliö er lýst þeim dásemdum, sem við

taka, þegar þjóöirnar læra að treysta

Drottni og hlýða hans ráöi.

Eins og ég hef áöur vikiö aö er efniö

svo geysilega yfirgripsmikiö, aö ómögu-

legt er aö gera grein fyrir fjölmörgu, sem

vert er að minnast. T.d. er þaö saga útaf

fyrir sig, aö meöan ísrael var enn í ánauö,

hjá Egyptum, þá flýði hópur tignarfólks af

Júddaættkvísl til Spánar. Var þaö vegna

vandræöa, er upp komu í konungsætt

Júda vegna tvíburanna Phores og Zorah,

sem Júda átti meö tengdadóttur sirni

Tamar. Það voru afkomendur Zarah, sí.m

settust aö í borginni Zaragossa, sem er

síöan við hann kennd. Margir afkomend-

ur Seru þokuöust síöar noröur álfuna og

uröu m.a. forfeöur flestra eöa allra

konungsætta í Evrópu. Var þetta kölluð

konungsætt rauða þráðarins (sjá I. Móse-

bók 38. kapitula) Skjöldungarnir fornu,

sem íslendingar rekja m.a. ættir til og var

hin fornnorræna konungsætt, rakti ætt

sína til Sera, eftir því sem segir í

ættartölu Bresku konungsættarinnar.

Stærri og voldugri þjóöir en við koma

til meö aö vinna þaö verk sem okkur er

ofviða sökum smæöar. En við getum haft

forystu á öðrum sviöum. Biblían segir

sjálf, aö í andlegum efnum hafi Guð valiö

©

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24