Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						KONUR VIÐ
Ekki er gott að vita, hvert er upphaff allra þeirra
gamanmála, sem gerð hafa verið um konur við stýri
bifreiöa. Menn hafa skemmt sér á okkar kostnað í
áraraöir og gera enn. Vart líður sá dagur, að ekki birtist
skrítla í einhverju dagblaðinu, þar sem akstursmáti
kvenna er bendlaður við klaufaskap, eða þá eitthvað
enn verra.
Ýmsar staðhæfingar, án alls rökstuðnings, hafa
heyrst, þar sem hæfni kvenna til að aka bifreið er
iéttvæg fundin. Sú staðreynd hefur þá gleymst, að
tækifæri kvenna til að fá æfingu við aksturinn hafa oft
verið af skornum skammti. Karlmaðurinn hefur ekið
daglega, en konan sjaldan, ef til vill aðeins einu sinni í
viku. Þaö á við hér, sem svo oft áður, æfingin skapar
meistarann.
En það var efftir lestur einhverrar skrítlunnar, þar
sem ökulag kvenna var gert að gamanmáli, að sú
spurning leitaði á hugann, hve langt væri síðan að
konur fóru að aka bíl og hver hefði verið sú fyrsta, sem
fékk ökuréttindi, hérlendis.
Steinunn Sigurðardóttir
Áslaug Þorláksdóttir Johnson
Fyrsta konan, sem fékk ökurétt-
indi hér á landi, hét Áslaug Þorláks-
dóttir Johnson, skírteini hennar er
nr. 81, gefið út 21. september árið
1918. Það er þvíekki hægt aö segja,
að íslenskar konur hafi veriö seint á
ferðinni, fyrsta ökuskírteinið var gef-
ið út hérlendis 17. júní áriö 1915.
Áslaug var rædd 4. maí 1885,
dóttir hjónanna Ingibjargar Bjarna-
dóttur frá Esjubergi á Kjalarnesi, og
Þorláks Ó. Johnson, kaupmanns í
Reykjavík.
Það kemur reyndar ekki á óvart
að ung kona alin upp á því heimili,
skuli hafa veriö svo fljót aö tileinka
sér þá nýjung, að aka bifreið.
Þorlákur faðir hennar var brautryðj-
andi á svo mörgum sviöum, sem til
framfara horfðu hér í borg, það er
næstum með ólíkindum hvað hann
hefur veriö langt á undan sinni
samtíö. Þaö er því bæði fróðlegt og
skemmtilegt að lesa æfisögu hans,
„Úr heimsbyggð í Grjótaþorp" og
skráð er af Lúðvík Kristjánssyni.
Áslaug ólst upp á heimili foreldra
sinna aö Lækjargötu 4, yngst sex
barna þeirra. Systkini hennar, sem
náðu fullorðinsaldri, voru Sigríður,
Bjarni, Kristín og Ólafur.
Áslaug giftist Sigfúsi M. Blöndal,
útgerðarmanni og konsúl, árið 1922.
Hún lést langt um aldur fram 23.
nóvember 1925. Áslaug var barn-
laus, en afkomendur systkina hennar
eru fjölmargir.
Fjórða konan, sem fékk ökurétt-
indi var Steinunn Sigurðardóttir,
skírteini hennar er nr. 253, gefið út
19. nóvember 1919. Steinunn var
fædd í Reykjavík 20. mars, 1887,
dóttir hjónanna Margrétar Magnús-
dóttur og Sigurðar Sigurðssonar í
Steinhúsinu. En það stóö niður við
sjó, fyrir neöan Hlíðarhús og taldist
til þeirra. Systkinin voru fimm, fjórar
systur og einn bróöir. Steinunn
giftist Sveini Hjartarsyni frá Reyni-
mel við Bræðraborgarstíg. Sveinn
var þekktur bakari hér í bæ, hann
stofnaði Sveinsbakarí, sem lengst af
var til húsa á horni Vesturgötu og
Bræðraborgarstígs, á fyrsta áratug
aldarinnar. (Líkl. 1908). Heimili
þeirra, sem rekið var af mikilli rausn
og myndarskap, var uppi yfir bakarí-
inu.
Þau ólu upp kjördóttur, Steinunni,
og er hún systurdóttir Steinunnar.
Auk þess tóku þau í fóstur börn
tveggja systra Steinunnar, sem lét-
ust frá mörgum börnum í spönsku
veikinni 1918, þau Ágústu Agústs-
dóttur, Guömund Ágústsson og Pét-
ur Snæland. Fleiri af börnum systra
hennar áttu sitt annað heimili hjá
þeim hjónum, í lengri og skemmri
tíma. Steinunn klæddist jafnan
íslenskum búningi, einnig þegar hún
ók bíl. Hún var mikil dugnaðarkona
og bar það með sér, það hreinlega
sópaði aö henni þar, sem hún fór.
Steinunn unni útilífi og stundaði
veiðiskap með börnum sínum fram á
efri ár, en mun lítið hafa ekiö bíl eftir
að kom fram á stríðsárin. Steinunn
andaöist 13. ágúst 1961.
Nr. 'éHS^L Tyyf'iúgelil>/7y/\9/9
Fult nafn
'04^4
Hefur rétt lli_Ji) shni
J/ágregh*)*Xi
í__,/*'
AIIiíi. SliirlrtTMfeTa akal birrelðantjórl
jiifnaii íiiifn a Mjjkpt' fer Ii.'inn ekur blfreið,
og sýna lðgregLunoi, ef krafíft.er.      ,.
¦¦ \i.', .-'Ijí-U.lí. » »*í»*\A'<*»«)
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16