Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						STYRI
Bergljöt Ingólfsdóttir
skrifar um fyrstu
konurnar, sem tóku bíl-
próf hér á landi
Katrín Fjeldsted
Önnur konan, sem fékk ökurétt-
indi, hét Katrín Fjeldsted og var
húsamálari aö mennt. Skírteini henn-
ar er gefiö út 29. október 1919 og er
nr. 221. Katrín var fædd að Ökrum á
Mýrum 18. október 1887 (eöa '85),
dóttir hjónanna Guöríöar Guöna-
dóttur og Þórarins Fjeldsted bónda,
ein níu barna þeirra. Katrín flutti til
Reykjavíkur árið 1908 og læroi
húsamálun hjá Ástu Árnadóttur mál-
ara, sem fyrst íslenskra kvenna
öölaöist réttindi í handiön.
í bókinni „Ásta málari", sem Gylfi
Gröndal skráði eftir endurminning-
um Ástu Árnadóttur, segir hún frá
upphafi kynna þeirra Katrínar á
þessa leiö:
Katrín Fjeldsted á blæjubíl, sem mun hafa veriö af Overlandgerð.
„Katrín hafði séö mig mála hús að
utan, og dag nokkurn kom hún til
mín og sagði mér, að hún hefði
áhuga aö gerast húsamálari, eins og
ég. Fundi okkar lyktaöi þannig, aö
ég réö hana, og var hún hjá mér í
þrjú ár. Katrín var dugleg og aldrei
var hún lofthrædd. Hún var miklu
frakkari í stigum og uppi á þökum en
ég;"
I hinum bráöskemmtilega kafla
„Rigningarsumariö mikla" í Ofvitan-
um, segir Þórbergur Þóröarson frá
því, þegar hann ætlaöi aö vinna hjá
Ástu málara og afla sér með því fjár
til skólagöngu. En hann segir svo:
„Klukkan nákvæmlega eitt var ég
kominn niður aö húsi Gunnþórunnar
Halldórsdóttur á Amtmannsstíg 5.
Fröken Ásta og frauka nokkur, sem
meö henni málaði á þessum árum,
voru þá nýkomnar með stiga og
málningardollur og pensla og terp-
intínu og törrelsi." En fraukan var
einmitt Katrín Fjeldsted.
Á tímabili fékkst Katrín viö leigu-
bílaakstur, sannanlegan fyrst kvenna
hérlendis. Bílinn átti hún sjálf, mun
hafa fengiö lán til að kaupa hann.
Hún hefur greinilega klæöst „uni-
formi" við aksturinn eins og sjá má á
myndinni.
Katrín er mörgum borgarbúum
minnisstæð, hún mun hafa fengist
viö málarastörf langt fram eftir aldri,
og var lengst af búsett í, eða viö
miöbæinn í Reykjavík. Hún andaöist
20. júlí 1968.
Fullt.nam ....../l^r^ri........j^r-
Fæðingardagur ?//.d .,./.&<?¦#¦
Fæðingarstaöur.........................................
Heimlli. J^JS^^r^^t*^
............Qj^7i^k^r^r....
hefir rétt til að &(ýra  ~.........................
¦&-1 &£y&.............
LOBreelustjórinn \jQjS&téfy*%*Pl%.
^,   h. '¥:..tílr>**<l. 'mSri. 19 SÝ'
ignV. skim-ini i.ctta sÖytj."el*3f*j*í| in!"°n
tfSln  á  sér.  |)á er ba^LlieiXitSS^0^ U**
lögreglunnl, el krají
Helga
Sigurðar-
dóttir
Helga Sigurðardóttir, til heimilis
aö Laufásvegi 26 í Reykjavík, var sú
þriðja í rööinni til aö fá ökuréttindi.
Skírteini hennar er gefið út 15.
nóvember 1919, og er nr. 247. Helga
er fædd 9. október 1898, einkadóttir
hjónaiina Ingunnar Eyjólfsdóttur og
Helga Siguröardóttir er ein eftirlifandi af þessum brautryöjendum
meðal kvenna. Myndin er tekin nýlega á heimili hennar í Reykjavtk.
Sigurðar Ámundasonar í Lindarbæ í
Skuggahverfinu (nú Vatnsstígur 11 )
hér i borg. Helga giftist ung Agli
Vilhjálmssyni, hinum kunna athafna-
manni, sem stofnaöi fyrirtækið Egill
Vilhjálmsson h.f. og rak til dauða-
dags. Nú fyrir skömmu var þess
minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun
fyrirtækisins.
Þegar ég kom að máli við Helgu,
til að forvitnast um hvaö hafi valdið
því, að hún fór að læra aö aka, sagði
hún aö það hafi í raun veriö ósköp
Framhald á bls. 15
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16