Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 4
LISTIÐN
ÍSLENZKRA
KVENNA
Þessi fáu orð og með-
fylgjandi myndir eru til
að minna á sýningu að
Kjarvalsstöðum, sem ber
heitið Listiðn íslenzkra
kvenna. Þessi sýning er
haldin á vegum Bandalags
kvenna í Reykjavík, en
þau sa.mtök eru rúmlega
sextiu ára gömul; stofnuð
í mai 1917. Þá voru í
bandalaginu 9 félög
kvenna, en nú er sú tala
komin upp í 31 og teljast
félagar samtals 14 þús-
und. Formaður banda-
lagsins er Unnur Schram
Ágústsdóttir, sem einnig
er formaður Thorvald-
sensfélagsins.
Sýningin, sem staðið
hefur yfir og lýkur nú um
þessa helgi, er sú fyrsta,
sem Bandalag kvenna í
Reykjavík gengst fyrir.
Þetta er listiðnaðarsýn-
ing, eins og nafnið segir
rauriar skýrum stöfum.
Mest er þar af ýmisskonar
Nokkur atriði
um sýningu,
sem staðið hef-
ur að Kjarvals-
stöðum og lýkur
um þessa helgi
veflist; bæði gamalt og
nýtt, — sum þeirra verka
eru mjög nútímaleg, eins-
konar lágmyndir eða
skúlptúr úr einhverskonar
vefjum eða vefnaði. En
þar eru líka hefðbundnar
hannyrðir og hafa vakið
athygli handprjónaðir
kjólar, þar á meðal
skírnarkjólar. Einn sér-
kennilegasti gripurinn er
þó 44 ára gamált teppi úr
eigu Ásgrímssafns, sem
mun flokkast undir það
sem nefnt er collage í
myndlistarfræðum og
hefur á sínum tíma verið
framúrstefnuverk. Þetta
veggteppi er eftir Theó-
dóru Thoroddsen og mun
hún hafa fært Ásgrími
málara þaö í afmælisgjöf,
þegar hann varð sextugur
áriö 1936. í teppinu koma
fyrir bútar úr peysufötum
frú Theódóru, slifsisborði,
hluti úr frönsku sjali og
svuntu. Ásgrímur hafði
miklar mætur á þessari
gjöf og var teppið aðeins
tekið fram á hátíðum og
tyllidögum og þá breitt úr
því á legubekk í stofunni.
En þess á milli var það
brotið saman.
Auk veflistar er á sýn-
ingunni leirkerasmíði og
keramik, enda ófáar kon-
ur, sem hafa látið til sín
taka í þessum greinum
uppá síðkastið. Gull- og
silfursmíði er einnig sýnd,
eftir eldri og yngri lista-
konur; einnig batik.
Véggteppi eftir Theodóru Thoroddsen frá 1936, unnið með collage-
tækni. Gjöf til Ásgrims Jónssonar málara.
lólu-Hjálmar, — byggt á teikningu Ríkharðs Jónssonar. Vefmynd
eftir Blómeyju Stefánsdóttur.