Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						1200 er svo lángt komiö aö leyft er aö
búa til sögur um þjóöir sem þó ekki
voru fjær okkur en orkneyíngar, fær-
eyíngar og jómsvíkíngar; (vonandi hafa
menn um þessar mundir veriö önnum
kafnir aö yrkja eddu í laumi!) En uppúr
1200 linast ritskoöun kirkjunnar ber-
sýnilega gagnvart íslenskri sagna-
skemtun og elstu íslendíngasögur eru
samdar, fyrst kanski í laumi, síöar meö
þöglu hlutleysi kirkjunnar. Þaö segir
sína sögu aö allar íslendíngasögur —
les Sagas — eru skrifaöar af ókunnum
höfundum ónafngreindum.
Frá fyrstu bóköld okkar, sem óhjá-
kvæmilega byrjar kristnitökuáriö, eru
aö vísu óljósar frásagnir. Þó er
ógerníngur aö hafa kristindóm án
sálnaregisturs. Nú líöur stórt hundraö
ára. í frægri veislu á Reykjahólum áriö
1119 viröast menn segja „lygisögur"
yfir drykkju, en lesa ekki af bók. Þaö
leiöir af sjálfu sér að eddukvæöi og
skáldskapur þeim skyldur hefur veriö
forboðinn, svo og veraldlegar sögur;
dróttkvæöan skáldskap hefur þó lík-
lega mátt hafa yfir, þar sem hann er
torskiliö lof um forna skandínavíska
konúnga án þess aö predika goöin;
kynni og aö hafa verið lítt skiljanlegur
mönnum sem önnuðust ritskoðun fyrir
kirkjuna. En af heimildum verður
ráöiö, sem og gefur auga leið, aö
dæmisögur, hómilíur og dýrlíngasög-
ur, hafa verið þýddar hér jafnsnemma
kristninni; og þeir sem neita þvíað Hin
Fyrsta Málfræöiritgerö með því nafni
sé 11 tu aldar pródúkt munu eins
kunna aö halda því fram aö tíundarlög
Gissurar biskups hafi veriö samþykt
óskrifuð 1096, enda þá ekki nema tvo
áratugi aö bíöa uns lagasafniö Hafliöa-
skrá yrði skráö, og veröur ekki séö að
þar hafi mönnum verið orða vant í
rituöu máli íslensku um flesta hluti.
Margir fræöimenn bæði góðir og
vondir, innlendir og erlendir, vilja gera
sem minst úr 11tu öldinni sem ís-
lenskri bókmentaöld, eða jafnvel láta
sér sjást yfir hana. Þó semjum við hér
á landi, eöa endursegjum, áöuren
viðurkend ritöld okkar hefst með Ara,
um 1130, bækur í ýmsum miöalda-
fræðigreinum; á dómkirkjuskólunum
voru latínuhöfundar einsog Sallustus
og Ovidius lesnir á 12tu öld; síðklass-
ískir alfræöíngar einsog Isidorus af
Spáni og miðaldaklerkurinn Beda voru
öldum saman á bókaskrám hér, og
vitnað í þá í íslenskum heimildum
áðuren viöurkend ritöld hefst.
Við byrjuðum á 12tu öld að
semja skemtisögur eftir
miöaldatísku franskri og
þýddum rómana úr miö-
aldalatínu og léöum þeim sérkennileg-
an íslenskan andblæ, td Trójumanna-
sögu, Bretasögum og Rómverjasög-
um. Líka frumsömdu íslendíngar sjálfir
bækur á latínu snemma í kristni, en því
miður er flest af því glatað, þarámeöal
bók með því fallega nafni Flos pere-
grinationis og er feröasaga íslensks
höföíngja til frægra borga og helgi-
staða í Suðurlöndum; einnlg eru týnd
rit Sæmundar fróöa, forgaungumanns
Ara, frá öndverðri tóiftu öld, svo
latnesk sem íslensk, en hann var
polyhistor og talinn hafa numiö víöa í
Evrópu, þám í París. Eitt hiö mesta rit,
sem viö eigum frá 12tu öld áöuren
fariö er aö skrifa les Sagas
(íslendíngasögurnar), stendur í brenni-
depli þeirrar guöfræöi sem var í tísku
suörí álfu um sömu mundir, maríólóg-
íunnar. Þessi íslenska Maríusaga er
einstætt ritverk, og á margan hátt
furöulegt, frá tímanum á undan íslend-
Kristjðn Karlsson
HEIFETZ
í
SYRACUSE
Fyrst rigndi, þá kom hagl, loks hríö svo efnisleg
að fyllti New York fylki upp til himins
einn mannsins morgun, hálfan dag
fer langur vagn sem sníöur blindur snjóinn
aö snuöra uppi bæinn Syracuse
borg sem rís á vori af vatni og minning.
Og Anna segir, „ef við skyldum stoppa
og finnast svo ífyrsta lagi ívor
vekuröu mig sem veizt hvaö ég er lofthrædd?"
dúöuö hús, gul eftirvænting augun
og einhvers staðar kastljós, lítið kerti
sem litlu börnin bera út ísnjóhús:
svo Ijóshvolf hugans; hérna lágur salur
og Anna segir hrelld, „6 hvílttCt pakkhús"
ísama bili gengur, hægt eða hratt
hver hreyfing fáleg, augljóst einkamál
a small man really, as elegant as they come
fiðlarinn mikli fram á nakinn pallinn
ein hreyfing til, þvíenn er miður marz.
íngasögum; reyndar samin á einhverri
fegurstu íslensku sem séð hefur dags-
ins Ijós fyr og síðar. Bókin er 1206
blaðsíður á stærð og hefur aöeins
einusinni verið gefin út á prent (Unger,
Kristjanía 1871); mikill sérfræðíngur í
þessari bók var prófessor Gabríel
Turville-Petre í Oxford. Frá þessari
frumöld íslenskra bókmenta er flestum
kunnast sagnfræðirit Ara fróða Þor-
gilssonar, dálítiö kver, íslendíngabók,
og segir nokkumegin í embættisnafni
frumsögu íslands að mati kirkjunnar,
pöntuö af henni og síöan ritskoöuð af
Sæmundi fróða og báðum biskupum
landsins.
Les Sagas (íslendíngasögur) koma
ekki til skjalanna fyren uppúr 1200
þegar íslendíngar eru búnir að vera
kristin bókaþjóð í 200 ár. Þéss má
geta að noregsmenn höfðu að sínu
leyti bókmentaþróun, en hún var
okkur óteingd; þeirra almenníngur var
ekki upp alinn til lærdómsiökana
einsog við, nema norska hirðin lét
þýða, einkum úr frönsku, fáeinar
bækur sérstaklega valdar handa sínu
fólki. í þvísa landi voru aldrei nein
bókmentaskeið að marki fyren á 19du
öld. Það hefur reynst hættulegt að
rugla okkar fornbókmentum saman
við Noreg, jafnvel hugmyndir noregs-
manna sjálfra um bókmentasögu sína
forna rísa á ímyndunarafli. Þeir bjuggu
auk þess við nokkurskonar sagnfræði-
lega kreppu. Sögu sinni skrifaöri
feingu þeir ekki komiö saman og heim,
ma af pví þeir höfðu ekkert tímatal aö
miöa viö sakir fomsögulegrar búsetu í
landi sínu, uns um seinan, aö þeir fóru
að miða við grundvallarártal íslenskrar
sagnfræöi 870 sem dugir þeim ekki.
Fyrir bragðið stóð ekkert heima hjá
þeim; fróðleikur þeirra um konúnga
sína rann útí botnlausar þjóösögur.
Jafnvel svo nálægur konúngur sem
Haraldur þeirra hárfagri hefur hvorki
upphaf né endi. Það hefur ekki heldur
fundist neitt dæmigert eddukvæöi í
Noregi, þó þar hafi aö hinu leytinu
verið uppi dróttkvæður skáldskapur á
undan íslandsbygð, öðru nafni hirð-
skáldskapur. Bragarhættir Eddu, td
hávamálaform, er ekki tíðkaö í Noregi.
Þaö er erfitt fyrir íslendínga aö veita
svör um íslenskar fornbókmentir, sé
veriö aö spyrja aö hlut Noregs um leiö.
Ánægjulegt væri og mikil hughreystíng
í því öllum sem hlut eiga að máli, ekki
síst íslendíngum, ef þó ekki nema eitt
eddukvæöi heföi orðiö til í Noregi.
Kenníngin um Eddu sem
fólklór heyrir undir þá
ruglandi (confusionism)
sem þýskir fræðimenn
hafa laungum veriö haldnir og haldiö á
loft um íslenskar fornbókmentir. Við
vitum það eitt um hina frægu Kon-
úngsbók, Codex regius, og þann
kveðskap geymir sem kallaður er
edda, aö hún er saman tekin og sett
upp á bók hérlendis á 13du öid. Þess
hafa ekki fundist merki, að Codex
regius sé upp skrifaöur eftir forriti sem
hafi eldra rithátt eöa fornlegri einkenni
máls, þó stafsetníng í ritinu sé ekki
með öllu sjálfri sér samkvæm; enda
einginn látið sér detta í hug að Codex
regius sé „frumrit höfundar". Próf. Jón
Helgason, sem í þessu efni er betur
heima en flestir menn, skrifar svo: Den
eneste absolut sikre kendsgeming er,
at digtene er overleverede í islandske
hándskrifter, hvoraf det vigtigste er fra
13. árh. Bevisbyrden páhviler den, der
vil söge deres oprindelse i ældgamle
tider eller fjerne egne. (Jón Helgason,
Norges og Islands digtning).
í orðinu „edda" hefur aldrei fundist
önnur merkíng en „amma" og eins
getur þýtt lángamma, og kann sú kona
„ömmusögur" og býr yfir fróðleik sem
var á alþýöumáli kallaöur kellínga-
bækur. Slíkar konur þurftu ekki aö
vera meira en sjötugar til aö kunna
kveöskap fjóra ættliöi aftur, og reynd-
ar enn fleiri ef ættin heföi geingiö fljótt
fram eða þær orðið níræöar. Sjálfur
lifði ég bernsku mína hjá konum af
þessu tagi. Helstir erfiöleikar þeirra
voru að skipa („skifta rétt") laungum
sögukvæðaflokkum,  af  tagi  svo-
nefndra rímna, gæta þess aö sleppa
ekki úr né rugla saman vísum innan
sama verks, eöa annarra kvæöa með
sömu bragarháttum um lík efni. „Skift-
íng" er augljóst vandamál á tíma þegar
fleiri en eitt kvæði svipuð eru í umferð
um  líkt  yrkisefni  og  hafa  stuttar
braglínur  og  gera  ráð  fyrir  6—8
Ijóðlínum í erindi einsog er í eddu-
kvæöum. Mínar gömlu konur kunnu
einkum  svonefnda  rímnaflokka  frá
seinni öldum og samanstóðu af fer-
skeytlum; þessi skáldskaparhefð var
mikil alþýöuskemtun frá því á 15du öld
og lángt frammá 19du; þetta var í ætt
viö thrillers núna. Dróttkvæðin fornu
um konúnga og hetjur þeirra, og voru
í tísku á víkíngaöld, áttu hinsvegar
uppruna sinn í konúngshirðum Skand-
ínavíu í þann tíö er sjólar höfðu sér við
hliö skáld aö yrkja lof um frægöarverk
þeirra. Snorri telur að skáld hafi ekki
ort nema sannleik einan í slíku emb-
ætti, en tæpt er að trúa því að svo
veraldarvanur maður sé þar einlægur í
skoöun sinni. Þessi tegund skáldskap-
ar, ó|ík eddu, var oft samanbarin af
mikilli rímlist og undir svo sterkum
reglíngi að þaö var í rauninni ekki
hægt aö gleyma vísu af þessu tagi ef
maöur læröi  hana á annaö  borö.
„Dróttkvætt" var þetta kallaö og hefur
í hverri áttalínuvísu tólf allitterasjónir
(stuöla  og  höfuöstafi)  auk  sextán
rímorða; gleymist orð í línu, verður
flutníngsmaöur að finna annað orð
sem hefur sama atkvæöafjölda og
svipaöan hljóm aö setja í staöinn, en
þá er búið að gera við vísuna, hún er
orðin góð aftur; annars er hún ónýt.
Þaö er svipaö kerfi sem Parry skil-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24