Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Víða sjást merki um trúrækni Möltubúa og algengt að fyrir sé komið í
nánd við dyr og glugga myndum eins og hér sjást af heilagri
guðsmóður og öðrum dýrlingum.
Hér er byggt og búið þétt, — og ægir ýmsu saman. Fiskibátar og íbúðarhverfi við Sánkti Júliusarflóa.
Margt er forvitnilegt og hrífandi á Mið-
jarðarhafseyjunni Möltu, þar sem eldgam-
all menningararf ur og lif naðarhættir
blandast áhrifum frá yfirráðum Breta.
NSSUMAR A MÖLTU
konar pílagrímaferö út aö Sánkti Páls
flóa. Við þurftum fyrst aö taka vagn ínn í
Valetta, en þaöan liggja allar leiöir út um
eyna. Fyrri helmingur leiöarinnar liggur
gegnum samfellda byggö. Þetta hljóta þó
aö hafa veriö aöskilin þorp, sem hafa
tengzt svona saman í þessari afarþéttu
byggö. Auövitaö heita þau hvert sínu
dularfulla og óskiljanlega maltíska nafni,
svo sem: Gwardamanga, Qormi, Birki-
kara, Balzan, Naxxar, svo aö eitthvaö sé
nefnt. Þegar fer aö nálgast Sánkti Páls
flóa, er ekiö í gegnum stóran dal, Ghajn
Rinana-dalinn, alþakinn akurspildum, en
stórt Kristslíkneski horfír yfir hann úr
vestri. Þegar horft er upp eftir lágum,
aflíðandi hlíöum Möltu, viröist manni
landið vera eintómt kalklttaö grjót. En
þegar betur er aö gáö, reynast þetta vera
mjóar akurspildur og grjóti hlaöiö framan
viö þær. Viö höfum víst veriö þarna á milli
uppskera, því aö á flestum akurspildun-
um sáum viö ekki annaö en mold, þó
kartöflugras og kál á stöku stað. En
Möltubúar rækta líka hveiti, maís, tómata
og melónur svo og appelsínur, sítrónur,
vínber, olívur og fleira. Á stöku staö
þarna í dalnum sást maöur rölta á eftir
litlum vélknúnum plógi. Viö sáum tvær
eöa þrjár vindmyllur, sem líklega eru
notaöar vlö vatnsdreifingu. En á fjöl-
mörgum ökrum var gríðarstórum
vatnsmelónum raðað hringinn í kring á
þakbrúnum húsa og skúra, sem þar
stóöu.
Viö komumst út að sánkti Páls flóa og
sáum tilsýndar minnismerki um strand
Páls postula úti á eyju í minni flóans.
Nokkrum sinnum lá leiö okkar til
Valetta, höfuðborgarinnar, ef við áttu
erindi í banka eöa á flugskrifstofur.
Valetta dregur nafn sitt af deValetta, sem
lét reisa þessa víggirtu borg til varnar
gegn Tyrkjum sem honum tókst með
hjálp Sikileyinga aö reka af höndum sér
eftir mikiö umsátur og blóöuga bardaga
árið 1565. Skipulag og bygging borgar-
innar var falin arkitekti páfans og nem-
anda Michaelangelos Laparelli, sem ekki
þótti minna duga til varnar Hund-Tyrkj-
anum en tveggja mílna langur hlaöinn
varnargaröur umhverfis alla borgina. Eftir
rúm fjögur hundruð ár standa þessir
rammgerðu veggir óskemmdir aö mestu.
Kálbögglar á boröum
„Hlemmur" þeirra MÖItubúa er rétt við
borgarhlið Valetta. Þar standa gömlu,
grænmáluöu strætisvagnarnir í rööum,
hvert númer á sínum staö og þaöan er
hægt aö komast með þeim um alla
eyjuna. Lýöveldisgata (Republic street)
tekur við beint innan viö borgarhliðið.
Þaö er göngugata a.m.k. mestan hluta
dagsins og sjaldan hef ég séö annan eins
mannfjölda samankominn og þar á heit-
um októberdegi í þessari tæplega 20
þúsund manna borg. Gatan liggur eftir
endilangri borginni út á St. Elmo vígiö á
nefi tangans, sem borgin er byggö á. Viö
gengum hana alla. Næst borgarhliöinu
eru glæsilegar verzlanir, bankar, skrif-
stofur og opinberar tryggingar og stytta
af Viktoríu gömlu drottningu á stóru torgi
í grennd. En þegar lengra dregur inn á
götuna, veröur allt fátæklegra í sniöum
og sóöalegra. Okkur fannst að kálböggl-
ar væru á borðum í hverju húsi þennan
miövikudag eftir lyktinni aö dæma. Gam-
almenni sátu fyrir dyrum úti og á einum
stað sáum við dömu á óákveönum aldri
meö litaö rautt hár draga til sín vistir í
körfu bundna á reipi upp á aöra hæö úr
vín- og matarbúöinni á neöstu hæö.
Ekki geröum viö tilraun til inngöngu í
St. Elmo virkið sökum brennandi sólar-
hita og ærandi hávaöa í e.k. vinnuvél í
grenndinni. En eftirminnilegt verður mér
Maríulfkneskiö hátt, hátt uppi á vegg á
bifreiöaverkstæöi þarna rétt hjá. Fersk
blóm voru í tveimur vösum framan viö
þaö og hefur eflaust þurft kranabíl til
þess aö skipta um blóm í þeim. Lengst
neðar á veggnum var krotað meö stórum,
ójöfnum prentstöfum: Love JOHN.
Viö gerðum heiðarlega tilraun til aö
fara inn í Jóhannesarkirkjuna (St. Johns
Co-Cathedral), en hún var lokuð. Til þess
að láta þetta nú eitthvaö heita og geta
sagt aö viö heföum skoöað eitthvað
menningarlegt þarna í hðfuöborginni
fórum viö inn í Höll Stórmeistaranna í
fylgd málglaös leiösögumanns, sem sýndi
okkur m.a. gamla þingsalinn meö rauö-
bólstruðu sætunum og áföstum „skóla-
púltum", sem voru fyrrum sæti þing-
mannanna, danssalinn, ambassadora-
salinn o.fi. Þarna voru gífurlega íburö-
armiklar og fallegar Ijósakrónur úr Fen-
eyja- og Bæheimskristal, ofin teppi meö
sögulegum myndum, freskómyndir og
stór málverk af konunglegum persónum
svo sem Elísabetu II Bretadrottningu.
Síöast sýndi hann okkur fagurbúinn sal
meö grænu plussklæddu hásæti, þar sem
forsetinn setur þingiö hverju sinni. Yfir
sætinu var útskorið lýöveldismerki Möltu,
fagurskreytt stefni á maltískum bát,
dghajje, og sól með miklum geislum í
baksýn. Stoltur sagöi hann okkur, aö
Malta heföi oröiö lýöveldi 1964 (Malta
varö sjálfstæö 1964, en lýöveldiö var
stofnaö 13. des. 1974). Stolt sögðum við
honum aö iýöveldiö okkar á íslandi heföi
veriö stofnaö 20 árum fyrr. En hann lét
sér fátt um finnast, hefur líklega haldiö aö
yið værum aö draga dár aö sér; tala um
ísland í þessum hita, hefur aö öllum
líkindum aldrei heyrt þaö land nefnt.
Merki Jóhannesarriddara
Ekki urðum við víðar vör við lýöveldis-
merki þeirra Möltubúa. En Möltukross-
inn, Jóhannesarkrossinn, bar allstaöar
fyrir augu. Hann var t.d. á huröahand-
föngum og stólbökum á sólbaösstéttinni
okkar og málaöur í botninn á sundlaug-
inni. Svo má heita aö hann sé á hverjum
minjagrip frá Möltu.
Þetta er fornt merki Jóhannesarregl-
unnar, sem kennd er viö Jóhannes
skírara og var upprunalega stofnuö af
ítölskum kaupmönnum í Jerúsalem til
þess aö annast um pílagríma og sjúka,
kristna menn. Jóhannesarriddarar tóku
þátt í síðustu varnarbardögum krossfara,
en flýöu til Kýpur eftir fall Accra 1291.
1309 slógu þeir eign sinni á eyna Rhodos
og héldu henni yfir 200 ár. 1522 uröu
Jóhannesarriddarar á Rhodos aö lúta í
lægra haldi fyrir Suleiman Tyrkjasoldáni
og flúðu frá eynni. Stórmeistari þeirra, de
l'lsle-Adam, ferðaðist næstu sjö árin milli
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24