Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SVEITAFOLK
„Hvaö segiröu svo um þetta,
mamma? Mundu gömlu góöu dagana
— og komdu. Ég sendi þér fargjaldiö og
þú lætur bóka far meö flugvél, þaö er
þægilegra og fljótlegra. Sendu mér
svo strax símskeyti, svo aö ég viti,
hvenær ég má búast viö þér. Aöalatriöiö
er aö vera ekki hrædd."   -¦
Nanna Kelina kipraöi varimar og
geröist hugsi.
„Ganni skrifar mér og biöur mig aö
heimsækja sig," sagöi hún viö Karlu og
horföi á hann yfir gleraugun. Karlu var
barnabarn hennar, dóttursonur hennar.
Dóttirin hafði verio óhamingjusöm í
hjónabandi sínu, hún átti nú heima í
London og var aö reyna aö ná sér eftir
misheppnaöan hjúskap og amman
haföi taliö hana á aö skilja Karlu eftir
hjá sér til aö byrja meö. Henni þótti
vænt um dótturson sinn, en var ströng
viö hann samkvæmt maltíska máls-
hættinum: „Elskiö börn ykkar á laun,
segiö þeim þaö ekki, því þá spilliö þiö
þeim meö eftirlæti."
Karlu var að læra við borðið. Sem
svar við orðum ömmu sinnar yppti hann
öxlum eins og hann vildi segja:" Já, hann
hefur boðiö þér að koma — og farðu
þá."
„Hvenær er fríið þitt?" spurði
amma hans alvarlega.
Karlu sperrti eyrun.
„Hvaöa frí? Jóla-eða sumar?"
„Jólafríið, kjáninn þinn."
„Það byrjar 19. desember. Hvers-
vegna?"
Aftur kipraði gamla konan skorpnar
varirnar og hugsaði sig um.
„En hversvegna?" spuröi hann aft-
ur.
„Skeyttu ekki um það. Hugsaðu um
heimaverkefnin þín."
Hún braut saman bréfiö og stakk
því í svuntuvasa sinn, klæddi sig í
yfirhöfn og fór út úr húsinu. Karlu hljóp út
aö glugga til aö sjá, hvert hún færi.
Spölkorn frá útidyrunum mætti hún
nágrannakonu og sagði upphátt:
„Ganni minn er að skrifa mér og bjóða
mér aö heimsækja sig til Ontario. Ég
veit ekki, hvað ég á að gera. Ég get í
rauninni alls ekki ákveöiö mig."
„Komdu til Ontario," segir hann, „ég
sakna þín svo hræöilega."
Nágrannakonan svaraöi þessu ein-
hverju, Karlu heyröi ekki hverju, en
amma hans hélt áfram fullum hálsi:
„Auövitaö gæti ég farið. Ég hef aldrei
bariö þessi barnabörn mín augum —
nema á myndurn. En ég er logandi
hrædd . . ."
Tvær aðrar gamlar konur komu nú
og slógust í hópinn og síöan ein til og
ein enn og ennþá ein. Brátt haföi heill
hópur svartklæddra gamalla kvenna
umkringt Nönnu Kelinu og aftur og
aftur endurtók hún sögu sína: „Ganni
minn skrifar mér aö koma til Ontario. Ég
veit ekki, hvaö gera skal. Ég er viss
um ..."
Augljóst var, að þær töldu hana á
aö fara.
Karlu stakk höndunum í vasana og
fór aö ganga um gólf í litla húsinu.
Svipur hans var dreyminn og hann var
aiveg eins alvarlegur og amma hans.
Hann var mjög líkur ömmu sinni —
alveg jafnmagur, með sömu háu kinn-
beinin og sömu greindarlegu augun. En
skapgerö þeirra var mjög ólík. Amman
var röggsöm, þolgóö, hávær í tali og
afar forvitin. Karlu var líka forvitinn, en
svo feiminn, að viöjá að hann væri
kjánalegur stundum. Hann var hæ-
verskur og mjög auösærður.
Um kvöldiö sömdu þau símskeyti til
Smásaga
fráMöltu
eftir Joe C. Bonnici
Ganna. Karlu skrifaöi eftir frásögn
ömmu sinnar.
„Kæri Ganni. Ef þig langar til aö ég
komi, þá kem ég auðvitaö. Þó að ég sé
tekin að eldast..."
„Prýöilegt," sagöi Karlu. „Hver í
ósköpunum heldurðu aö semji svona
símskeyti?"
„Hvernig vilt þú svosem hafa það?"
„Kem. Stopp. Eöa: Kem eftir 19.
desember. Undirskrift: Móðir. Það er
allt og sumt."
Gamla konan fyrtist ögn. „Þú ert í
sjötta bekk, Karl, og þú skilur ekki neitt.
Þú verður aöeins aö vitkast."
Nú var komið að Karlu að móögast.
„Viltu gera svo vel að hlusta," sagöi
hann. „Veistu, hvaö það kostar, sem viö
höfum skrifaö? — í kringum tvö pund og
þrjá skildinga í gömlu myntinni."
Enn kipraði gamla konan varirnar.
Enn einu sinni sökkti hún sér niöur í
hugsanir sínar.
„Jæja, skrifaðu þetta: Sonur, ég hef
þegiö ráö hjá fólki..."
Karlu lagði frá sér pennann. „Ég get
þaö bara ekki. Hver hefur áhuga á, aö
þú hafir þegið ráö hjá einhverjum og
einhverjum? Þeir drepast úr hlátri á
pósthúsinu."
„Skrifaöu það, sem þér er sagt,"
skipaði amma hans. „Helduröu aö ég sé
aö telja eftir nokkur pund vegna sonar
míns?"
Karlu tók upp pennann og beygöi
sig yfir blaöiö í uppgeröar undirgefni.
„Kæri sonur minn, Ganni. Ég hef
spurt nágrannakonur mínar ráða og
þær ráðleggja mér allar aö fara til
Ontario. Auðvitað er gömul kona eins
og ég dálítiö hrædd ..."
„Þetta skiptir svo sem engu máli,
þeir munu umskrifa þaö á pósthúsinu,"
skaut Karlu inn í.
„Þeir ættu,bara að reyna þaö."
„Þú veist ekkert um það."
„Og skrifaðu dálítiö meira: Auðvit-
aö er ég dálítiö hrædd, en fástu ekki um
það. Við komum eftir 19. desember.
Stopp. Maður á aö segja stopp í lokin
— er þaö ekki?"
„Jú, amma, maöur á að segja
stopp."
Og bættu viö: „Ég kem með Karlu.
Hann er nú orðinn stór. Hann er ekki
slæmur, reglulega hlýöinn drengur..."
Karlu sleppti þessum oröum um aö
hann væri stór og hlýðinn.
„Með honum verö ég ekki eins
hrædd. Vertu sæll, sonur. Þú getur ekki
ímyndað þér, hve sárt ég sakna þín . . ."
Karlu skrifaöi „hræðilega".
„Ég get varla beöiö eftir að sjá
börnin þín. Stopp. Mamma."
„Nú skulum viö telja," tilkynnti
Karlu hátíölega og byrjaöi að telja oröin
og barði meö blýantinum viö hvert orð:
„Eitt, tvö, þrjú, fjögur..."
Gamla konan stóö þolinmóð og
beiö.
.....fimmtíu og átta, fimmtíu og
níu, sextíu. Ekki satt? Margfalda meö
tíu, þaö veröa sex hundruö. Þetta veröa
sex pund," sagöi Karlu sigri hrósandi.
Gamla konan tók skeytiö og stakk
því í alltgleypandi vasa sinn.
„Ég fer sjálf með það á pósthúsið.
Ég treysti ekki talningunni þinni."
„Þú kemst að því, að þeir fá þaö
sama út. Munar kannski fáeinum sent-
um."
Cikku Borg, nágranni þeirra, sem
var skólaumsjónarmaður, leit inn um
klukkan ellefu. Gamla konan haföi skiliö
eftir boö heima hjá honum þess efnis að
biðja hann aö hitta sig aö vinnu
lokinni.
Cikku hafði nýlega flogiö í flugvél,
þegar hann fór til London á Krýningar-
afmæliö.
Cikku tók ofan húfuna og sléttaöi
grátt, svitavott hárið með hrjúfum
höndum og settist viö boröiö. Upp gaus
lykt af bleki, krít og ódýru tóbaki.
„Svo þig langar aö feröast meö
flugvél, er ekki svo?"
Gamla konan fór niöur í kjallara og
kom upp meö stóra vínflösku.
„Með flugvél, Cikku. Segðu okkur
frá því og í réttri röð. Hvaö og hvernig."
„Ja, hvaö skal segja?"
Cikku horföi á gömlu konuna hella
víni í glas. Svipur hans bar ekki vott um
græögi, öllu heldur snert af lítillæti.
„Þú tekur strætisvagn til borgarinn-
ar og þar spyröu um flugskrifstofuna.
Eöa enn betra væri aö fara beint út á
flugvöll..."
„Bíddu nú hægur. Þú heldur áfram
aö tala um þaö, sem viö gætum gert. Þú
átt aö segja okkur, hvað viö eigum aö
gera, ekki hvað viö gætum gert. Og
talaöu ekki svona hratt. Síöari kostur-
inn er bara til aö rugla mann."
Gamla konan setti vínglasiö fyrir
framan Cikku og leit alvarlega á hann.
Cikku snerti glasiö meö fingrinum
og strauk þaö.
„Jæja, þaö er aö segja, aö þú ferö
til borgarinnar og spyrð um útflytjenda-
skrifstofuna. Þegar þú hefur fundiö hana,
segiröu þeim, að þú þurfir að fara til
Ontario í Kanada í heimsókn. Þegar
þú hefur gengiö frá öllu þar, þá feröu aö
leita að flugskrifstofu og biöur þá um
flugmiöa til Kanada. Mundu þaö, Karl."
„Skrifaöu það niöur, Karl," skipaöi
Kelina amma.
„Þegar þú kemur á flugvöllinn,
vertu þá viss um að þú lendir í réttri vél
og eftir um það bil níu klukkustundir
verðurðu komin til Ontario í Kanada."
Amma hvíldi aðra höndina á
krepptum, smáum hnefa hinnar handar-
innar og hlustaöi þungbúin á Cikku. Eftir
því sem hann talaöi lengur og ferðin
varö auðveldari fyrir sjónum hans,
þeim mun áhyggjufyllri og ruglaöri varö
svipur hennar.
„í Róm veröuröu aö skipta um vél."
„Til hvers?"
„Þú bara veröur. Þeir spyrja þig
ekkert aö því, setja þig bara í vélina og
búið meö það."
Cikku ákvaö aö nú fengi hann sér
sopa: „Jæja, skál fyrir góðri ferð."
„Bíddu andartak. í Róm. þurfum við
þá sjálf aö biöja um aö skipta um vél
eöa láta þeir okkur skipta?"
„Þeir sjá alveg um þaö sjálfir aö þiö
skiptið. — Vínið þitt er dáindis gott,
Kelina Fenech. Hvernig býrðu það til? Ef
þú gætir nú bara kennt mér, hvernig á
aö fara aö þessu."
Gamla konan hellti aftur í glasiö
hans: „Þegar þú hættir aö vera nízkur,
verður víniö þitt gott."
„Hvaö áttu við?" Cikku skjldi hana
ekki.
„Láttu meiri sykur íþaö. Þú ert allur
í því aö sleppa sem billegast. Settu
meiri sykur í vínberin og þá færöu gott
vín."
„Já," sagði Cikku hugsandi. Hann
lyfti glasinu, horföi á gömlu konuna og
Karlu og drakk úr því.
„Jamm," sagöi hann, „auövitað er
því þannig fariö."
Cikku tók nú fram tóbakspunginn
sinn, kveikti í pípunni og myndaöi
gríöarstórt, hvítt reykský undan yfirvara-
skegginu. Gamla konan hellti í þriðja
glasiö handa Cikku. Nú var fariö aö
hýrna ytir honum. Ánægjan skein út úr
tali hans.
„Aö fljúga í flugvél krefst stál-
tauga . . . Um leiö og hún fer upp, gefa
þeir manni sælgæti."
„Sælgæti?"
„Auövitaö. Þú skilur, til aö dreifa
huganum, svo aö þú sért ekki með
neinar áhyggjur. Og í rauninni er þetta
hættulegasta augnablikiö. Eöa ætti ég
kannski aö segja, hvernig þetta fer
fram. Þeir segja viö mann: „Spenniö
beltin." Þú spyrö: Hversvegna? „Þaö er
reglan," segja þeir. Ha, ha. Reglan! Þeir
ættu aö segja hreint út, aö viö gætum
fariö í klessu. Þaö er mergurinn máls-
ins. Reglan!
„Jesús minn," hrópaöi amma Kel-
ina. „Hversvegna skyldi nokkur fljúga í
þessu fyrst þetta er svona?"
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24