Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						„Ja, ef þú ert hrædd viö bíla, skaltu
aldrei fara út fyrir hússins dyr."
Cikku horföi á vínflöskuna.
„Þotur eru hættuminni, örugglega.
En þessar meö skrúfunum geta brotnaö
sundur hvenær sem er og þá liggur
maöur í því."
Cikku lét fara enn betur um sig í
stóinum, kveikti í annarri pípu og leit
enn einu sinni á flöskuna. Gamla konan
lyfti ekki litla fingri.
„Þegar ég kom til baka frá Krýn-
ingarafmælinu, leit ég út um gluggann
og þaö var þá kviknaö í."
„Josús minn almáttugur," sagöi
gamla konan og jafnvel Karlu var nóg
boöiö.
„Þaö er satt, þaö var kviknaö í
þama úti. Nú, ég æpti auövitaö upp yfir
mig. Flugmaöurinn kom hlaupandi... en
ég haföi ekkert upp úr þessu — hann
bara bölvaði mér: „Hvaö ertu eigin-
lega aö gera? Aö stofna svona til
ofsahræöslu." Og þarna úti var þessi
fallega flugvél hálf í björtu báli og hann
ætlaöist til aö ég væri hinn rólegasti.
Uss! „Þú mátt ekki æsa þig," sagöi
hann. — „Svona ganga nú hlutirnir fyrir
sig í þessum flugvélum."
Karlu fannst þetta mjög ósennilegt.
Hann bjóst við, aö þegar flugmaöurinn
sá logana, heföi hann slökkt þá meö því
aö auka hraöann eöa þá nauölenda. En
þess í staö þaggaöi hann niöur í
Cikku. Þetta var skrýtiö.
„Svo er eitt, sem ég skil ekki," hélt
Cikku áfram og sneri sér aö Karlu.
„Hversvegna láta þeir farþegana ekki fá
fallhlífar?"
Auövitaö var þaö einkennilegt.
Cikku slökkti ípípunni, stóö á fætur
og fékk sér sjálfur dálítiö vín úr
flöskunni.
„En hvaö víniö þitt er gott, Kelina."
„Ef þú gáir ekki aö þér, verðuröu
fullur."
„Þaö er eitthvaö dásamiegt viö
þetta vín þitt..." Cikku hristi höfuöiö
og drakk víniö rólega, gældi viö hvern
sopa. „Uss," sagði hann, „en þessar
þotur eru líka hræöilegar. Ef þær
laskast, þá hrapa þær eins og steinn.
Alveg á augabragöi. Og svo sópa þeir
saman beinunum manns á eftir. Þaö er
ekki eftir nema svo sem helmingur af
manni, fötin meötalin."
Cikku gretti sig og horföi enn
ákafar á flöskuna. Gamla konan tók
hana og stakk inn í skáp ... Cikku sat
enn um stund, en stóð síöan á fætur og
slagaoi ofurlítiö.
„En í rauninni er engin ástæða til að
vera hræddur," sagöi hann hátt. „Sitja
bara sem allralengst frá flugstjórnarklef-
anum, aftur í skotti. Og fljúga. Jæja, ég
verö aö fara..."
Hann gekk þunglamalega til dyra
og setti á sig húfuna. „Ég biö aö heilsa
Ganna," sagöi hann. „Ó, vínið þitt, Kelina
Fenech. Það er alveg ..." Hann sleikti á
sér varirnar.
Gömlu konunni mislíkaöi, aö Cikku
skyldi veröa drukkinn svona fljótt. Þau
höföu ekki talað almennilega saman.
Cikku fór út. Gamla konan horföi
hugsandi og áhyggjufull á dökkan
gluggann. Karlu las yfir þaö, sem hann
haföi skrifaö hjá sér.
„Þetta er óttalegt, Karl," sagði
gamla konan.
„Nú, fólk flýgur nú samt sem áöur."
„Kannski væri betra fyrir okkur að
fara með skipi."
„Þá myndi allt fríiö mitt fara í
ferðalagið."
„Jesús minn góður." Gamla konan
andvarpaöi. „Viö skulum skrifa Ganna
og sleppa símskeytinu."
Karlu reif annaö blað úr stílabókinni
sinni. „Viö eigum þá ekki aö fljúga?"
„Hvernig getum við flogið? Þaö er
svo skelfilegt. Jesús minn almáttugur.
Þaö má nú segja. Og þeim tekst aöeins
aö skrapa saman helmingnum af manni
— fötin meötalin."
Karlu hugleiddi þetta.
„Skrifaöu þetta: Kæri sonur minn.
Ég hef fengiö ráö hjá fólki, sem veit,
hvaö þaö er aö tala um." Karlu beygöi sig
yfir blaöið, „og það hefur sagt okkur,
hvernig þetta er í þessum flugvélum.
Og við Karlu höfum ákveðið þetta: Viö
komum til þín sjóleiöis í sumar. Viö
getum ekki farið sjóleiöina núna, því aö
Karlu hefur svo stutt frí..."
Karlu hikaöi andartak, en hélt svo
áfram aö skrifa: „Ganni frændi. Nú er
þaö ég, Karlu, sem skrifa frá sjálfum mér.
Cikku Borg, skólaumsjónarmaöurinn,
hefur gert ömmu hrædda. Til dæmis
sagöi hann okkur þetta: Hann leit út um
glugga í flugvél og sá einn hreyfilinn í
Ijósum logum. Ef þetta heföi veriö
raunin, heföi flugmaöurinn slökkt eld-
inn meö því aö auka hraöann eins og
venjulega er gert. Ég hugsa aö hann hafi
bara séö logana í púströrinu og oröiö
skíthræddur. Viltu nú skrifa ömmu og
segja henni, aö þetta se alls ekki
hættulegt. Skrifaöu samt ekkert um, aö
ég hafi skrifað þér. Þú veist, aö ef viö
komum ekki núna, komum viö heldur
ekki í sumar. Því þá veröum viö aö líta
eftir ökrunum, grísunum og kjúklingun-
um. Henni dytti ekki í hug aö fara frá
því. Viö erum nú einu sinni sveitafólk.
Og mig dauölangar aö sjá Kanada. Viö
erum aö læra um þaö í landafræöi í
skólanum, en þaö er nú alls ekki þaö
sama, þú skilur. Og svo er annaö.
Cikku sagöi, aö þeir létu farþegana ekki
hafa fallhlífar. Þaö er náttúrlega della. En
amma trúir þessu. Ganni frændi, viltu
skrifa henni og koma fyrir hana vitinu,
Hún er alltaf svo hreykin af þér. Ef þú
skrifar henni og kemur henn[ í skilning
um máliö, kemur hún strax. Ástarkveöj-
ur frá Karlu."
Samtímis las Nanna Kelina fyrir:
„Við komum undir haust. Viö gætum
geymt nokkra lauka og búiö 'til ferskju-
sultu. í Kanada veröiö þiö aö kaupa allt
í búöunum. Og þeir matbúa ekki á
sama hátt og ég. Svo þarna hefuröu
þaö, sonur. Kveöjur til konu þinnar og
kysstu börnin frá mér. Ástarkveöjur frá
mér og Karlu. Vertu sæll aö sinni. —
Ertu búinn að skrifa þetta, Karlu?"
„Já."
Gamla konan tók blaöiö og stakk
því í umslag og hermdi sjálf eftir
utanáskriftina af gömlu, rifnu umslagi:
Ganni Borg, Apt. 71
2366, Islington Ave.
Rexdale, M9W, 3x3
Ont. Canada.
Frá móður hans á Möltu.
Hún skrifaði alltaf utan á sjálf, þá
var hún öruggari um, aö þaö kæmist til
skila.
„Svona nú, faröu nú ekkert aö
nöldra, Karl. Viö förum sjóleiöis í
sumar."
„Ég er ekkert aö nöldra. Samt sem
áöur ætturðu smám saman aö fara aö
útbúa þig. Kannski dytti þér í hug aö fara
með flugvél eftir allt saman."
Amma hans leit á hann, en sagöi
ekkert.
Um nóttina heyrði Karlu hana snúa
sér og bylta og tala viö sjálfa sig í
hvíslingum. Karlu gat heldur ekki sofiö.
Hann var að hugsa. Skyndilega hafði
lífiö upp á svo mikio aö bjóöa í
framtíöinni. Nokkuö, sem hann haföi
aldrei dreymt um.
„Karlu, ertu enn vakandi?" kallaöi
amma hans.
„Já."
Þau þögöu bæöi.
„En amma, þú ert ágæt. Stundum
ertu svo hugrökk, en nú ertu hrædd við
smámuni," sagði Karlu óánægður. „Við
hvaö ertu svona hrædd?"
„Farðu aö sofa," skipaöi gamla
konan. „Sá er hugrakkur. Þú veröur
fyrstur til að gera í buxurnar."
„Viltu veöja um, að ég verði hrædd-
ur?"
„Nú ferö þú aö sofa. Annars
verðuröu aftur of seinn í skólann á
morgun."
Karlu þagöi.
Anna María Þórisdóttir þýddi.
MIG
VANTAR
FALLBYSSU
Framhald aí bls. 11
Sem sagt; allt á sömu bókina
lært.
Árni Logi heldur áfram:
„Ég fór fljótt að safna byssum, verka
þær upp og jafnvel aö gera þær upp, ef
þær voru illa farnar. Þaö var löngu
áður en ég fékk byssuleyfi. En þetta
hefur alltaf veriö tómstundaiðja.
Kirkjugarðsvarzlan telst fullt starf.
Dauösföll og slys koma gjarnan í
bylgjum og þá verður mikið að gera við
greftranir.
Byssunum sinni ég í frístundum, —
og veiöunum einnig. Ég stunda þær
annars eins og viö veröur komið.
Aöallega veiði ég rjúpu, gæs og
svartfugl til matar, en sé um eyöingu á
svartbak og hrafni fyrir Svein veiði-
stjóra. Hrafninum hafði fjölgað einhver
ósköp og hann var farinn að valda
frystihúsinu stórtjóni, því hann lagðist
á fiskhjallana. Á hrafninn og svartbak-
inn nota ég bæði skammbyssu og
haglabyssu og það er einkum á
haustin, sem þess konar veiðar eru á
dagskrá.
Við refaveiðar hef ég lítið fengizt, en
var um tveggja ára skeið viö minka-
veiðar meö Þórði Péturssyni, sem er
kunnur minka- og refaveiöimaður."
„En ánægjan miðast varla öll við
það eitt aö skjóta og veiða?"
„Alls ekki. í rauninni þykir mér jafn
gaman aö eiga byssur sem ég nota
aldrei. Ef það eru fallegir gripir og
sjaldgæfir þá er nægileg ánægja fólgin
í aö fara höndum um þær og jafnvel
bara að horfa á þær. Jafnframt þessari
söfnun hef ég meö höndum viögerðir á
byssum og hleð bæöi haglaskot "og
riffilskot. Ekki þannig aö ég hafi lært
það sérstaklega, nema á þann hátt,
sem gert verður með sjálfsnámi. En ég
hef lesið mér til og grúskað mikið í
þessu.
Oft hef ég sjálfur þurft að smíða
sjálfur stykki í byssur, sem vantað
hefur og ekki verið hægt aö ná í.
Maöur getur þurft á því aö halda að
renna pinna og til þess hef ég
rennibekk. Aðeins hef ég líka boriö viö
að smíða skefti og er einmitt núna aö
smíöa skefti á riffil og ætla mér aö
skreyta það eins og oft er gert. Ég nota
palisander og vanda verkið aö sjálf-
sögðu eftir mætti; þetta er nosturs-
vinna."
„Hvað áttu margar byssur?"
„Ég ætla, að þær séu núna 72, allt
frá stóreflis framhlaðningum til
skammbyssa. Á verðmætið get ég ekki
gizkaö, en safnið hef ég tryggt uppá
3,5 milljónir. í raun og veru hefur þetta
safn ekki kostaö mig nein ósköp,
annað en töluveröa eljusemi viö aö ná
í byssurnar. Mér hafa veriö gefnar
allmargar byssur, því margir vita nú
orðið um safnið og eins hitt, að ég
varöveiti þessa gripi eins vel og kostur
er. Svo bætir maður inní safnlð með
því aö kaupa og 6 nýja riffla og
haglabyssu hef ég keypt."
„Kannski þú bendir mér á eftir-
lætisgripinn; þá sem þú vildir sízt
sjá af."
„Ef ég mætti aöeins velja mér eina
byssu úr safninu, þá yrði þaö líklega
framhlaöningurfráþvíum 1800; byssa,
sem ég tel víst að hafi lengst af veriö á
Islandi. Eg fékk hana hjá manni, sem
átti heima hér á Húsavík og hún er mér
mjög hjartfólgin, — enda sú elzta í
safninu. Önnur uppáhaldsbyssa og
sérstakt afbrigði er rúmlega 100 ára
gamall Remingtonriffill — og búið að
bana meö honum mörgum selnum í
Lóni í Kelduhverfi.
En þegar ég hugsa um eftirlætis-
byssurnar í safninu, þá má ég ekki
gleyma haglabyssunni, þeirri fyrstu
sem ég eignaöist. Ég vona aö minnsta
kosti aö til þess komi ekki, aö ég þurfi
að láta hana frá mér."
„Hefurðu yfirleitt heimildir um
þessi vopn, eigendur þeirra og
hvar þau voru notuð?"
„Ég reyni að afla mér slíkra heimilda
og veit eitthvað um allar byssurnar í
safninu og skrái þaö allt í sérstaka bók.
Ekki veit ég til þess aö manni hafi veriö
banað með neinni þeirra; þó kynni svo
að vera, því hér eru þrjár byssur, sem
notaðar hafa verið í hernaði og sú
¦fjórða er riffill með sérstakan búnað
fyrir byssusting og áreiðanlega fram-
leidd meö hernaö fyrir augum. Hinar
eru aftur á móti skammbyssur; óvirkar
gerðar að fyrirskipun sýslumanns og
því aöeins safngripir. Ein þeirra er
Mauser-skammbyssa, þýzk og bæði
með erni og hakakrossmerki. Hún
heitir P38 og var framleidd handa
offiserum. Þessari byssu haföi ég uppá
hér á Húsavík, en hún var aö ég held
komin frá Þórshöfn, eöa Heiðarfjalli,
þar sem Bretar voru með bækistöð. Af
einhverjum ástæðum hefur byssan
verið í þeirra fórum og ekki útilokað,
að hún gæti verið úr þýzkri flugvél, sem
hrapaöi austur í Leirhöfn á Sléttu.
Trúlega hefur einhver stolið byssunni
þaöan."
„Er ennþá  hægt að skjóta  úr
þessum framhlaðningum?"'
„Af þessum þremur framhlaöning-
um, sem ég á, nef ég gert einn upp í
þrúklegt ástand. Ennþá hef ég ekki
hleypt af skoti úr honum, en stendur
samt til aö gera þaö. En þaö er betra
aö fara varlega; framhlaöningar geta
veriö stórvarasamir, því þetta reyk-
lausa púöur nú á dögum er tífalt
sterkara en gamla svarta púðriö, — og
hlaupiö gæti splundrast.
Byssur voru hafðar hlauplangar í
dentíö vegna þess aö svarta púörið var
svo lengi að brenna. Þetta nýja
nítrópúður springur svo fljótt, að langt
hlaup myndar bara tregöu og dregur úr
skotlengd. Eins og þú sérð, er ég hér
meö púður á brúsum; ég læt flytja þaö
inn fyrir mig og kaupi amerískt púöur
frá duPont. Engin hætta stafar af því
og yröi miklu meiri sprenging, ef
venjulegum hárlakksbrúsa væri fleygt
á eld en svona púöurbrúsa."
„En þú safnar bara byssum?"
„Nei, ég safna líka hnífum, en þaö er
minna safn. Núna telur þaö 17 hnífa,
þar af þrjár geröir af kasthnífum.
Skotfærum safna ég líka, enda skylt
skeggiö hökunni. í því safni eru heil
skot með kúlum, — helzt vil ég safna
þeim þannig. En ég safna líka patrón-
um. Af riffil-, skammbyssu- og vél-
byssuskotum á ég nær 100 tegundir,
þar á meðal samtengda röð með 27
vélbyssuskotum, sem ég náöi í á Jan
Mayen, þegar ég var þar á síldveiðum.
Þriðja hvert skot í rööinni er meö
fosfórkúlu, sem skilur eftir sig Ijósrák."
Sjá nœstu
síðu
M
®
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24