Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 20
Gísli Þór Gunnarsson tók saman Umbrotaár í lífi Steinbecks Ameríski nóbels- verölaunahafinn í bók- menntum John Steinbeck komst á hátind frægðar sinnar með bókinni „Þrúg- ur reiðinnar.“ Þessi grein sem hér fer á eftir lýsir þeirri röskun sem frægðin hafði á einkalíf hans og aðdrag- anda að skilnaði hans og Carol Henning. Einnig er tekiö fyrir stutt en storma- samt hjónaband hans og Gwendolyn Conger. Eymd og volæöi farandverkafólks- ins rann honum lil rifja eins og sjá má af bréfi sem hann skrifaöi 1938. „Ég verö aö fara til aö sjá meö mínum eigin augum hvernig ástandiö er nú í dölunum inn í landinu. Þar eru um það bil fimm þúsund fjölskyldur aö svelta til bana. Ríkisstjórnin reynir að sjá fólkinu fyrir fæöu og læknisþjónustu en aögeröir hennar koma aö litlum notum á meöan fasistískir hópar stórbænda, banka- stjórnenda og opinberra aöila skemma fyrir, meö því aö standa í veginum fyrir auknum fjárframlögum hins opinbera. í einu tjaldi á þessum slóöum eru tuttugu í sóttkví vegna bólusóttar og eftir viku munu tvær konur fæða börn si'n í þessu tjaldi. Þessi óhugnaöur greip mig sterkum tökum allt frá upphafi og ég verö aö fara þangað og sjá hvort ég get ekki hjálpaö til við aö koma þessum moröingjum fyrir kattarnef. Veistu hvaö þeir eru hræddast- ir viö? Þeir halda aö ef fólkinu væri leyft aö búa í búðum viö almenniiegar heil- brigðisaðstæöur, myndi þaö stofna meö sér samtök, og það er stórum landeig- endum og félagssamtökum bænda mikill þyrnir í augum. Fylkisstjórnin og bæjar- félög láta ekkert af hendi rakna til fólksins því það telst til utangarðsmanna. En uppskeran myndi hvergi komast í hús í þessu fylki án hjálpar utangarösmann- anna. Þetta gerir mig trítilóöan. Ekki minnast á mín orö viö nokkurn mann, því þegar ég hef lokið verki niínu, munu hin hræðilegu búnaöarfélög sækjast eftir höfuðleöri rnínu." Landflótta bændur lepja dauöann úr skel Steinbeck fékk gott tækifæri til aö viöa aö sér efni í „Þrúgur reiöinnar" þegar hann var fenginn til að skrifa greinaflokk um farandverkamennina fyrir tímaritiö „Life“. Hann feröaöist til Kaliforniu með bændum frá Okla- homa sem höfðu neyöst til að yfirgefa heimili sín vegna uppskerubrests. Bændur þessir og fjölskyldur þeirra voru yfirleitt kallaðir Oklarar og þótti vanviröing aö uppnefninu. í„Þrúgum reiöinnar“ brá Steinbeck upp lifandi mynd af baráttu einnar fjölskyldu fyrir lífinu. Lesandinn kynn- ist persónunum svo vel aö honum fer óhjákvæmilega aö þykja vænt um þær. Sá sem les bókina kemst ekki hjá því aö fyllast réttlátri reiöi í garð hins óréttláta þjóðskipulags sem leyfir stórbændum að sitja á nær ónytjuð■■ um jöröum sínum á meöan vinnuglaö- ir, landflótta bændur lepja dauöann úr skel í næsta nágrenni. Ekki batnaöi ástandiö hjá flótta- fólkinu frá miöríkjunum þegar vorrign- ingarnar hófust ! Kaliforniu. Eftirfar- andi tilvitnun úr bréfi Steinbecks er til marks um þaö. Bréfiö var skrifað í marsmánuöi 1938, þegar hann var byijaður á greinaflokknum fyrir „Life“. „Mér þykir það leitt en ég get ekki tekið peninga fyrir skrif mín um þetta fólk. Þjáhingin er of mikil til að réttlætan- legt sé aö græöa á henni. Ég vona aö þér finnist þetta ekki of fjarstæðukennt. Þú myndir skilja hvaö ég á viö ef þú hefðir tekið þér ferö á hendur um svæöin, þar sem vatniö”streymir inn í tjöldin og börnin kúra sig í beddunum, hungruð og köld. Stjórnvöld hreyfa hvorki legg né lið Nokkru áður en hildarleikur heimsstyrjaldarinnar síðari hófst í Evrópu, ríkti upplausnarástand á mörgum sviðum bandarísks þjóðlífs. Uppskerubrestur í miðríkjunum hrakti margan dug- andi bóndann á vergang og þúsundir smábænda voru neyddir til að selja jarðir sínar og flytja búferlum til Kaliforniu þar sem auglýst hafði verið eftir fólki til uppskerustarfa. Að lokum varð svo mikið offramboð á vinnuafli í Kaliforniu að stórbændur þar, gátu lækkað kaupið niður úr öllu valdi. Örlög þessa fólks varð efniviður Steinbecks í frægustu bók sína „Þrúgur reiðinnar“. vegna þess aö „vandinn er of mikill til aö hægt sé aö gera nokkuö viö honum." Við kynntumst ungum dreng sem hafði veriö fangelsaöur fyrir stuld. Hann stal tveim gömlum rafmagnsofnum vegna þess aö móöir hans var aö frjósa í hel. Ef hann verður dæmdur til langrar fangels- isvistar þá skal saksóknari ekki fá friö í sálu sinni, þaö sem hann á eftir ólifaö. Viö munum sjá til þess.“ Bókin vakti bæði ást og hatur Þegar Steinbeck hafði lokið greina- flokknum fyrir „Life“ um farandverka- mennina, hófst hann handa viö annaö erfiðara verk, það aö semja skáldverk byggt á kynnum sínum af Oklurunum. Allt sumariö 1938 og langt fram á haust sat Steinbeck viö skriftir og hámarksafköst hans voru ca. 6 blaösíður á dag. Hann ofkeyröi sig bæði líkamlega og andlega á vinnu, en þegar „Þrúgur reiöinnar“ kom út 1939, sá hann laun erfiöis síns. Bókin seldist í gríöarlegum upplögum og Steinbeck hlaut nokkurnveginn jafnan skammt af ást og hatri fyrir sköpunar- verk sitt. Einn var sá hópur manna sem var einna hatursfyllstur ígarö Steinbecks, en þaö voru auöugir landeigendur í Kaliforniu. Þeir reyndu aö gera honum lífiö leitt meö smásálarlegum árásum eins og sjá má af bréfum Steinbecks frá þessum tíma. Stóð til að setja nauðgun á svið „Landeigendumir og bankamennirnir gera allt til að sverta mig hér um slóðir. Þeir reyna aö niðurlægja mig meö illkvittnislegum gróusögum. Þaö seinasta sem þeir geröu var aö koma á orörómi um aö Oklararnir hötuöu mig fyrir aö hafa búiö til upplognar sögur um þá og aö þeir heföu hótað aö drepa mig. Blöðin birtu aö sjálfsögöu fréttir um þetta. Tom Collins segir aö Oklararnir hafi gengið af göflunum þegar þeir lásu þetta um sjálfa sig. Þá langaði helst til aö ráöast á næsta landeiganda og kýla hann niður. Öll þessi helvítis vitleysa gerir mig skíthræddan. Einhverskonar móöursýki hefur gripiö um sig meöal fólks vegna bókarinnar og ég veit ekkert hvar þetta endar." Mörgum árum seinna skrifaöi hann vini sínum Chase Horton: „Mig langar aö segja þér sögu. Þegar „Þrúgur reiöinnar" kom út, uröu margir öskuillir út í mig. Lögreglustjórinn í Santa Clara var vinur minn og hann sagöi viö mig þaö sem hér fer á eftir — „Ekki fara einn þíns liðs inn í nokkuö hótelherbergi. Haltu dagbók um hverja einustu mínútu dagsins og þegar þú ert ekki á búgarðin- um, skaltu feröast í fylgd meö öörum, en umfram allt ekki dvelja einn þíns liös í hótelherbergi. „Af hverju?" spuröi ég. Hann svaraöi, „Kannski er ég að blanda mér í mál sem mér kemur ekki við en strákarnir ætla aö setja á sviö nauögun til aö klekkja á þér. Þú ferö einsamall inn í hótelherbergi og kvenmaöur kemur inn, rífur af sér fötin, klórar sig í andliti og öskrar." Kvennamál Steinbecks Álit Steinbecks á kvenfólki var all sérkennilegt eins og sjá má á tilvitnun í bréf sem hann skrifaöi góövini sínum Bo Beskow 1948. „Mér finnst aö karlar og konur ættu ekki aö eiga nein samskipti annarsstaöar en í rúminu. Þaö er eini staöurinn þar sem hatrið á hinu gagnstæöa kyni er ekki eins augljóst. Þaö þekkist ekki meöal margra dýra, allt frá hestum til hunda að kvendýrið og karldýriö eigi nokkur mök saman nema þá um fengitímann. Líf- fræöilega er þetta mjög skynsamlegt vegna þess að stríöið milli kynjanna er stööugt og grimmdarlegt. Annar aðilinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.