Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Blaðsíða 10
Það gat ekki endað nema á einn veg ... Einn af fremstu Helleyrsskipstjórun- um um 10 ára skeiö var Jón Oddsson. Mörgum íslendingi sveið meöferöin á Jóni í síðara stríöinu, 1939—45, o'g í sögu Jóns í Vesturvíking, sem skráö er af Guðm. G. Hagalín, er því haldið frqm, aö hann hafi verið ranglega látinn gjalda stjórnmálaskoðana sinna. Ekki ætla ég aö neita því aö harkalega var meö Jón farið og ili voru örlög svo ágæts manns, en aö mínum dómi var um sjálfsskaparvíti aö ræða. Þaö gat ekki endað nema á einn veg fyrir Jóni, eftir aö stríöiö var skolliö á, eins og hann talaöi um forystumenn Breta en lofaði Hitler og allt hans hyski á hvert reipi. Ég heyröi þennan landa minn halda ákafar nazistapredikanir í útgerðar- mannaklúbbnum, lofa Þýzkaland en hallmæla Bretum, og Churchill kallaöi hann stríösspekúlant (Warmonger). Olav Henriksen sagöist oft hafa fariö Þættir úr ævi Geirs Zoega Fjóröi og síöasti hluti Asgeir Jakobsson skráði. Geir Zoéga. Myndin var tekin nú í vor. arfirði en mér var sett þaö skilyrði, aö ég mætti alls ekki ráöa skipstjóra frá öörum, einungis stýrimenn. Allir okkar beztu skipstjórar, eins og Nikulás Jónsson, Alexander Jóhannesson og Jónas Jónasson, voru stýrimenn þegar ég réöi þá. Þetta voru miklir öndveg- ismenn. Ég réöi einnig Tryggva Ófeigs- son, mesta aflamanninn, enda á stærsta togaranum. Hann var stýri- maður á Walpole, þegar ég réöi hann. Ensku assúransarnir Ég haföi fengiö umboö fyrir Hull- assurancinn 1934 (vátryggingafélag togaraeigenda í Hull) og því umboði og starfi fylgdi þaö, aö annast nálega alla fyrirgreiðslu viö Hull-togarana hérlend- is. Geir faðir minn haföi haft samskon- ar umboö fyrir vátryggingafélag tog- araeigenda í Grimsby, Fleetwood og Aberdeen. Þegar hann tók aö bila aö kröftum, seldi skipin (sjö til Edinborg- ar) og dró saman seglin á öllum sviðum, þá lánaöi hann frænda sínum „VIÐ HOLDUM ÞA ÁFRAM STRÍÐINU" heim tii Jóns þeirra erinda aö fá hann til aö tala gætilegar. Owen Hellyer mun einnig hafa rætt þetta viö Jón, því Owen var vel til Jóns. Afturámóti haföi kastast í kekki með Orlando og Jóni, aö hann segir í sögu sinni. Jón var skráöur félagi í British Union, þýzk- sinnuöum félagsskap. Meðlimir í Brit- ish Union voru illa séöir eftir aö styrjöldin brauzt út og margir fangels- aöir. Útlendingur, sem talaöi eins og Jón geröi á almannafæri og aö auki meðlimur í áöurnefndum félagsskap, hlaut aö stofna sér í voöa. Þetta var í rauninni óskiljanlegt meö mann eins og Jón, sem var raunsær útgerðar- maöur og skipstjóri og hafði ekkert gefiö sig aö pólitík. En hann beit þetta svona fast í sig, aö Bretar ættu sök á stríöinu og Þjóðverjar væru friöarsinn- aöir, og gat ekki stillt sig um aö halda þeim skoöunum á lofti. Hellyersbræöur höföu ráöiö Jón Oddsson frá Grimsby. Jón var þar búsettur, en vildi ekki gerast skipstjóri frá Hull, nema eiga heima þar í grenndinni. Þá keypti Hellyer hús handa honum í Hessle. Það sama geröu þeir fyrir Olav Henriksen, sem þeir fengu einnig frá Grimsby. Sinn fyrsta togara fékk Jón hjá þeim Hellyersbræörum. Jón var farinn frá Hellyersbræörum fyrir einum 5—6 árum þegar styrjöldin skall á og átti orðið eina þrjá togara og keypti þann fjórða í stríðsbyrjun. Þeir voru alir teknir af honum eins og öðrum til stríðsþarfa. Það voru teknir allir togar- ar yfir 140 fet og margir smærri. Ég segi ekki, aö hann heföi sloppiö, þó hann heföi siglt meö gát, af því aö hann var félagi í nefndum félagsskap, en þaö reyndi ekkert á þaö. Hann haföi svo hátt um þýzkalandsvináttu sína, aö hans beiö ekkert annaö en fangelsiö. Saga Jóns Oddssonar er mikil örlag- asaga. í henni skiptust á skin og skúrir. Ég man vel þá daga, þegar stríöiö var aö skella á. Mikil var gleöi almennings, þegar Chamberlain kom frá Múnchen með samninginn fræga, sem lofaði friöi „um okkar daga“. Síöan komu vonbrigöin, því blekið var naumast þornaö, þegar Hitler sveik þennan samning og styrjöld var óhjá- kvæmileg. Synir Hellyersbræöra fóru allir sex í stríöiö, en þeir áttu þrjá syni hvor bræðranna. Einn sonur Orlandos féll á vígvelli og einn sona Owens var skotinn niöur yfir London en bjargaöist í fallhlíf slasaöur. Þá hætti Hellyer... Hellyer haföi 10 ára samning um rekstur í Hafnarfirði en hætti eftir 6 ár. Upphaflega haföi veriö samið um fast útsvar eöa gjald af hverjum togara sem rekinn væri frá Hafnarfiröi. Eftir nokkurn tíma vildi bæjarstjórnin hækka gjaldið þannig aö Hellyer greiddi sama útsvar og þeir aðrir togarar sem geröir voru út frá Hafnar- firði. Hellyersbræöur sögöust aðeins vera á vertíð og ekki sanngjarnt aö þeir greidþu sama gjald og togarar sem væru allt árið. Bæjarstjórnin kvað þeim velkomiö aö vera allt áriö og þaö þáöi þá Hellyers og samdi um aö greiða af sínum togurum meöaltal þeirrar útsvarsupphæöar, sem aörir togarar greiddu. Þetta gekk síöan árekstralaust þar til 1929 aö bæjar- stjórnin kom enn og sagöist nú hafa gleymt aö taka fiskverkunarstöðina meö í dæmiö. Hellyers ætti aö borga af henni líka. Þá sagöi Hellyer stopp, enda gerðist þaö um líkt leyti að mesti aflamaöurinn, skipstjórinn á stærsta Hellyers togaranum í Hafnarfiröi hætti óvænt hjá þeim skipstjórn. Haustiö 1929 hættu Hellyersbræöur allri út- gerð frá Hafnarfiröi. Ég haföi verið framkvæmdastjóri þeirra fyrir 6 togara og fiskverkunarstöö og haföi aöeins 2 menn á skrifstofu. Alla tíö réöi ég skipstjórana á togara Hellyers í Hafn- Helga Zoéga, sem þá rak verzlun í Hafnarstræti, assúrancinn fyrir þessa þrjá togarabæi. Ég var unglingur og reyndar ekki heima, þegar þetta var. Umboðinu var ekki skilaö aftur. Helgi missti þaö og Þorsteinn í Bakkabúð fékk það, en eftir hann fékk Geir sonur Helga Zoéga umboðiö og hann hélt því þar til 1946, aö hann fór til starfa á vegum F.Í.B. (Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda) í London. Þá fékk ég umboöið fyrir Grimsby, Fleetwood og Aberdeen, og hafði orðið meö að gera alla brezka togara, sem hér þurftu viðgeröar, strönduöu eöa lögöu á land veika menn og ýmsa aöra fyrirgreiðslu annaöist ég fyrir skipin og áhafnir þeirra. Áriö 1975 afhenti ég Geir syni mínum þessi umboö, enda haföi hann unniö viö þetta í mörg ár og hin síðari árin höföu störfin mikiö mætt á honum. Þaö þurfti oft aö taka snöggar ákvarðanir, einkum þegar um strönd var aö ræöa. Þá var náttúrlega fyrst aö hugsa um aö bjarga mannskapnum, í samráöi viö íslenzka björgunarmenn, og greiða síöan fyrir áhöfninni. Þar næst aö ákveöa hvort reynt skyldi að bjarga skipinu. Ég haföi auövitaö samband viö tryggingafélögin úti, ef því varö viö komiö, en stundum náöi ég ekki sambandi og varö þá aö ákveöa uppá mitt eindæmi, hvaö gera skyldi, því aö aðgeröir máttu ekki dragast. Ef um meiri háttar aðgerðir var aö ræöa ráöfæröi ég mig viö umboðsmann Lloyds hérlendis, en viö minni háttar viögeröir lét ég eigiö hyggjuvit nægja. Eitt sinn var hringt til mín: 3 togarar strandaöir austur á Söndum — þeir voru War Gey, Limeslate, Lewis Botha. Allir frá Hull og strönduöu hlið viö hliö. War Gey náöist út eftir viku, Limeslate eftir 3 mánuöi, seldur í brotajárn — en samt gerður upp, Lewis Botha náöist ekki út. Af honum fórst einn maöur. Fraus eftir aö í land var komiö. Þaö Fiskvöskun á Zoögastööinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.