Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 4
gefum viö James Levine oröið, en um
þetta segir hann:
„Mestu Wagnersöngvarar aldarinn-
ar voru aö öllum líkindum þau Kirsten
Flagstad og Lauritz Melchior. Á
blómaskeiöi sínu voru þau bæöi stór
og órómantísk á sviöinu og sjónvar’þs-
áhorfendur vorra tíma mundu aldrei
geta fallizt á þau sem Tristan og ísold,
hversu dásamlega sem þau syngju."
Nú byggist alþjóða söngbransinn á
umboðsmannakerfi og umboðsmenn
eöa umbar vita gerst, hvernig vindur-
inn blæs. Einn merkur umbi segir þaö
draum söngvara á okkar tímum aö
komast í sjónvarpsóperu undir stjórn
Herberts von Karajans: „Hann fæst
ekki um hvernig heyrist í þeim, en
aöeins hvernig þeir líta út. Tökum Aidu
hans frá Salzburg til dæmis, með
laglegu fólki á skránni; laglegu fólki
meö snotrar lýrískar raddir, sem hafa
ekkert í aö syngja þessa erfiöu músík.
Söngvarar gera þaö nú samt vegna
upphefðarinnar að vera í Karajan-
þætti, sem sýndur verður um víða
veröld. Um síðir komast þeir ef til vill
aö raun um, aö þaö var keypt dýru
veröi, þegar litiö er til endingar
raddarinnar."
Söngkennarinn Conrad L. Osborn,
sem áöur er til vitnaö, lítur á þróunina
frá sínum sjónarhóli og hefur eftirfar-
andi að leggja til málanna: „Hröö
útþensla hefur átt.sér staö; ný óperu-
hús komiö til sögunnar og óperuheim-
urinn telur sig þurfa tæknilega lipra,
unga söngmenn og konur. Þetta söng-
fólk á aö vera eldfljótt aö læra, hlýöiö
og meöfærilegt á æfingum. Söngurinn
á aö vera þægilegur og snotur,
söngvarinn laglegur, meö góöar hreyf-
ingar og skýran framburð. En okkur
finnst ekki mikið til þess koma fremur
en þess fólks yfirleitt, sem hugsar fyrst
og fremst um útlit, réttar hreyfingar og
talsmáta.
En þaö er söngfólk af þessu tagi,
sem óperuheimurinn sýgur til sín nú
um stundir. Þetta fólk er valiö beint úr
söngskólunum, eöa tónlistarskólum,
látiö hafa svokölluð byrjenda-pró-
grömm, veittir styrkir og ráöið í vinnu.
Þá er kominn tími til aö allir óski öllum
til hamingju, enda dásamlegt aö svo
stór hlutfallstala útvalinna skuli komin
úr kerfinu; þaö hlýtur þá aö vera í lagi.
Jú, kerfið er í lagi, en árangurinn
síöur. Færibandiö heldur áfram, en
ekki fer hjá því, að jafnvel hinir útvöldu
sjái, aö eitthvaö er bogið viö þetta allt
saman, þegar þeir skástu ráöa ekki viö
stóru hlutverkin úr Verdi eöa Wagner,
jafnvel ekki einu sinni Mozart. í
vaxandi mæli er þaö svo, aö ekki er
lengur hægt að bjóöa upp á Verdi eöa
Wagner, vegna skorts á raddstyrk og
vegna þess aö takmarkið meö þjálfun-
inni var annað."
Viö Ijúkum þessu með tilvitnun í
Mathew Epstein, sem er umbi og hefur
á sínum snærum 60 söngvara. „Það er
rétt,“ segir hann, að laglegt fólk, fljótt
að læra og með litlar en rétt snotrar
raddir, er „seljanlegra" hér í landi.
Miklar raddir, einkum hjá ungum
söngvurum, virðast einnig hafa í för
meö sér mikla erfiöleika, — sálræna
jafnt sem tæknilega. Flest af þesskon-
ar fólki þarf þá umönnun og tíma til
þroska, sem ekki stendur til boöa.
Lítiö á hinn bóginn á þann tíma, sem
miklir listamenn og kennarar svo sem
Tullio Serafin og Luchino Vinconti
helguöu Mariu Callas. Þeir sáu aö
þessi söngkona, sem þá var bæöi
þunglamaleg og ólánleg, haföi til aö
bera þann neista, sem er guösgjöf,
ásamt brennandi áhuga og þeir tóku á
þeirri þolinmæöi, sem meö þurfti til
þess að hæfileikar Mariu Callas nytu
sín.“
Gísli Sigurðsson tók saman.
©
JAFNRÉTTI
Enn eitt
vígið er
fallið
Fegurðarsamkeppni meðal karla og
kvenna er fyrirbæri sem ekki er nýtt af
nálinni. Meðal karla hefur þesskonar
keppni snúizt um, hver væri mesta
vöðvafjallið og i þeim tilgangi að koma
sér upp hrikalegum vöðvum, hafa menn
lagt á sig langtíma æfingar, sem eru
einskonar kjötframleiðsla í þá veru, að
vöðvabúntin hlaðast upp á ákveðnum
stöðum. Til þess að hjálpa náttúrunni,
hafa menn þar að auki tekið inn
hormónalyf, sem auka enn á þessi
ósköp.
Vestur í Los Angeles í Bandaríkjun-
um, þar sem allt er sjálfsagt, allt er
leyfilegt og yfirhöfuð mikil víðsýni
ríkjandi í samskiptum fólks, hefur
jafnréttishreyfing kvenna talið óþarft
að vöðvafjöll væru einungis karlkyns.
Það hefur líka verið talið óþarílega
einhæft, að fegurðarsamkeppni kvenna
snúist bara um hinar hefðbundnu,
kvenlegu línur. Nýlega fór fram fyrsta
samkeppni vöðvafjalla í kvenmannslíki
í Los Angeles og sigurvegarinn, Stacey
Bentley, cr íþróttakennari og fór að
byggja upp vöðva fyrir áeggjan vinar
síns, sem þótti hún eitthvað of pervisin.
En nú er af sú tíð og fraukan er með
handleggsvöðva eins og lyftingameist-
ari. Að sjálfsögðu verður hún að stunda
daglegar æfingar, þar á meðal lyft-
ingar. í keppninni tóku þátt 15 konur,
sú elzta nærri fertug og sjö barna
móðir. Þær komu fram á hefðbundinn
hátt með því að láta handleggsvöðva
hnykklast, en maka að öðru leyti á sig
olíu til þess að vöðvabúntin komi sem
skýrast fram í skini sviðsljósanna. Til
þessa hafa karlar verið einir um þessa
hitu, en sem sagt: einnig það vígi er
fallið.
VERÐLAUNA-
SAMKEPPNIN
Um miöjan maí birtist í
Lesbók Ijóö eftir Þorstein
Gylfason: FJÓRTÁNLÍN-
UNGUR EFTIR FJÓRTÁN
SKÁLD og var, eins og
nafniö bendir til, saman
sett úr Ijóölínum fjórtán
þekktra skálda. Var efnt til
verölaunasamkeppni af
þessu tilefni; verölaunin
heildarútgáfa Skuggsjár á
verkum Einars Benedikts-
sonar. Tímatakmörk voru
sett 30. júní og skal hér
minnt á, aö enn er rúm vika
til stefnu.