Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1980, Blaðsíða 4
10 amerísk boðorð til blessunar hjónabandi Auðveldast af öllu er aö binda hnútinn — annað mál er aö láta ekki böndin aflagast á leiöinni. Eftir Rosemary Rogers. Á síðustu öld voru hjónaskilnaöir fáheyrðir og hjónabönd voru knýtt á himnum — varanleg. Allar yfirsjónir, sem karlmönnum urðu yfirleitt á, voru eins vandlega huldar og konur voru klæddar á þeim tímum. Hjónaband og fjölskylda var fast samofin heild, og fordæmið fagra gáfu þau Victoría, drottning, og hinn ástsæli eiginmaður hennar; Albert, þrins. En nú á dögum virðist sem öfgarnar hafi færzt í gagnstæða átt. Það er færra fólk, sem giftist nú og lifir síöan í farsælu hjónabandi æ síðan, og æ fleiri, sem ganga í hjónaband með því hugarfari, að ef ekki takist vel, sé þó alltaf hægt aö skilja. Fólk, sem eyðir tíma og orku takmarkalaust til að komast áfram í lífinu, talar ósköpin öll um vandamál og hættur, sem hrjá hjónabönd nú á dögum, en það ver ekki jafnmiklum tíma eða orku í það aö reyna aö bæta og tryggja hjónabönd. Ég giftist í fyrra sinniö, þegar ég var mjög ung og óttalega óþroskuð. Þegar ég lít nú til baka, geri ég mér alltof Ijóst, hvernig hægt heföi veriö að bjarga hjónabandi mínu meö lítils háttar viðleitni af beggja hálfu. Nú eru mér Ijós öll þau mistök, sem ég gerði. Síöan má segja, að ég hafi oröið eins konar óopinber hjónabandsráð- gjafi ýmissa vina minna, sem hafa átt í erfiðleikum í hjónabandi sínu, en þeir hafa að mestu leyti stafað einfaldlega af skorti á þolinmæöi, skilningi og viöræðum. „Ég ætla mér ekki að sætta mig viö þetta algera tlllitsleysi hans,“ sagöi vinkona mín við mici um daginn og var í miklu uppnámi. „Eg er orðin dauöleið á eigingirni hans og er búin aö segja honum, að ég ætli aö sækja um skilnað." „Og hvað sagði hann?“ Ég býst við, að spurning mín hafi verið eins eðlileg og svar hennar var það, sem búast mátti viö. Hún sagði napurlega: „Veiztu hvað, hann brást viö, eins og hann væri virkilega hissal Hann lét, eins og hann hefði ekki hugmynd um, hvað mér fyndist um framkomu hans.“ Ég varö undrandi, þegar ég komst að því, að Betty hefði aldrei sagt Rich, að sér þætti nóg boðið. í stað þess að ræða hlutina viö hann hafði hún verið ólundarlega þögul, meðan reiðin ólg- aði og svall innra meö henni og brauzt síðan út í rifrildi út af einhverjum smámunum. Og það var þá, sem hún lýsti því yfir, að hún ætlaði að sækja um skilnaö. Sem betur fór kom það í Ijós, að þeim Betty og Rich þótti nógu vænt hvort um annað til aö róast og gefa hvort öðru nýtt tækifæri. En því miöur eru mörg hjón, alltof mörg, sem láta stolt, þrjózku og hreina leti koma í veg fyrir nýja tilraun til að bjarga hjóna- bandinu. Eftirfarandi „Tíu boöorð til blessun- ar hjónabandi“ tileinka óg Mörtu, vinkonu minni, sem ásamt fleiri vinum mínum hefur hjálpað mér að koma þeim saman. 1. Þið skuluö ræöast viö. Þetta táknar aö geta talaö — sagt við maka sinn: „Mér líkar ekki viö framkomu þína“ eða „Ég skil ekki, af hverju þú geröir eöa sagöir þetta." Það merkir einfaldlega aö spara tíma og óþægindi aö ræða um hlutina, hverjir svo sem þeir eru, sem að þarf aö hyggja sameiginlega. Skiptist á skoöunum og iátiö í Ijós tilfinningar ykkarl 2. Þiö skuluö komast aö sam- komulagi, ef hlutunum veröur ekki breytt. Roseanne er búin að bjóða vinafólki þeirra hjóna í mat, en mundi ekki eftir því, að Craig fer alltaf í keiluspil á þessu kvöldi vikunnar. Henni þykir þetta leitt, en hún er búin aö bjóöa og fólkið hefur þekkzt boðið. Craig lætur undan fúslega, og Roseanne lofar aö spyrja hann alltaf fyrst, áður en hún bindur tíma beggja. 3. Þiö skuluö aldrei ganga hvort að ööru vísu. Cyril er ákveöinn maöur af gamla skólanum, og hann taldi þaö alltaf sjálfsagt mál, aö Barbara, sem hann kvæntist strax eftir skólagöngu, myndi alltaf vera honum blíð og auðsveip og láta hann um að taka ákvaröanir fyrir sig. 25 árum síöar, þegar yngsta barniö er um þaö bil að yfirgefa hreiðrið, kemur hún honum allsendis á óvart með því að tilkynna, að hún ætli að fara í skóla aftur. Hún byrjar að faröa sig og er ekki á sama máli og hann í pólitíkinni. Cyril stendur hreint ekki á sama. Honum er svo mikið í mun að finna skýringu á því, hvað valdi þessari breytingu, hvað sé eiginlega að henni, að hann viröist ekki gera sér grein fyrir, að hann hafi aldrei litið á Barböru sem einstakling öll þessi ár. Hann er um það bii aö missa hana, þegar hann uppgötvar, hve mikils hann hafi fariö á mis fram til þessa. 4. Þiö skuluð halda rómantíkinni viö í hjónabandinu. Einu sinni orti Judy til Johns. Og sú var tíöin, aö þaö brást ekki, aö hann færöi henni blóm við sérstök tækifæri. En hvað varð um gönguferðirnar úti í rigningunni? Og bíóferðirnar hönd í hönd. Sameiginlegu blöðin? Smámunir geta verið svo mikilvægir. Og það þarf ekki að hafa mikið fyrir smámunum, sem segja án oröa: „Mér þykir alltaf jafnvænt um þig.“ 5. Þió skuluö gæta þess aö eiga stundir saman ein. Þetta „boðorö“ er í beinu framhaldi af hinu næsta á undan, og þó finnst mér, að það þurfi að fjalla um þaö sérstaklega. Fulltíöa fólk og þá sér í lagi hjón, þurfa aö eiga sinn tíma út af fyrir sig fjarri börnunum. Öll sambönd og tengsl þarf aö rækta af nokkurri alúð, ef þau eiga að þróast og dafna. Ég kannast svo mætavel við það, hvað börn og fjölskylda geta oröiö þreyt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.