Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Hannibal Valdemarsson
Bókin sem lesin
var upp til agna
Um Alþýðubökina eldri — lestrarbók handa alþýðu á
íslandi — sem var verk merkisprestsins séra Þórarins
Böðvarssonar í Görðum, — kom út 1874 og var allsherj-
arskóliíslenzkrar alþýðu á síðasta fjórðungi 19. aldar.
Stundum þegar ég á þjóðhátíöarárinu, 1974, var sem oftar aö
dunda í bókasafni mínu, og rakst á Lestrarbók handa alþýðu á
íslandi eftir séra Þórarin Böðvarsson, ásótti sú hugsun mig
þráfaldlega, aö ég ætti endilega að minna með einhverjum hætti
á þessa stórmerku bók, ef enginn yrði til þess annar. —
Auðvitað fórst það fyrir. Og enginn minntist á hana, svo ég hafi
séð. En þessi bók varö einmitt 100 ára 1974. — Hún er nbl.
útgefin í Kaupmannahöfn og prentuð hjá Hlöðvi Klein árið 1874.
Um þessa bók, þótt nú sé flestum gleymd, er það að segja, að
hún mátti heita allsherjarskóli íslenskrar alþýðu síðasta
fjórðung 19. aldarinnar, og var bókstaflega lesin upp til agna. —
Þaö er þá líka skýringin á því, að bók þessi er nú í mjög fárra
manna höndum.
Enn leitaði sú hugsun á mig, að mér bæri að minna á
Alþýðubókina hans séra Þórarins Böðvarssonar. Og þegar ég
svo í fyrravetur var beöinn að flytja erindi í virtum félagsskap
hér í borginni, greip ég tækifærið og hafði Alþýðubókina eldri
að uppistöðu máls míns. — Nú vil ég svo biðja Lesbók
Morgunblaösins að koma þessari 100 ára minningu um hana á
framfæri við lesendur sína.
LESTRARBOK
HANDA
AL!»ÝDB Á ÍSLAMDI
W'  l',H 'ft'ía Jwðarluuar.   ......
f*Vf~''-'-
210
Höfuðskepournar.
XHS.  Kraptur sjáifra vor.
„Kf jeg ekki sje veg, bý jag mjer til veg".
»Iljá!pabu |>jer sjálfnr, þá lijálpar Gub þjer«. þcssi setn-
iilg helir livervetaa rcynzt, sönn. Sil lörigun, a& vinna fyrir sjer
sjálfur, er rót sú, sem frainfijr hvers einstaks rennnr af; þar sem
liingun þessi er alracnn, verba þjóbirnar voldugar. Annara lijálp
^ikir opi, eigin atorkastyrkir a:ttb; |>ví allt, sem gjört er fyrir
utennimi, sviptir þá ab nokkru leyti þeirri hvót, ab gjbra þab
Kjálfir.
Eftir síöastliöin áramót, var ég aö
lesa  blaöagrein  eftir  Matthías  Jó-
hannesson  ritstjóra  og  skáld,  og
staldraöi þá víö þessar setningar í
^greininni:
„Þegar ég hóf blaöamennsku fyrir
aldarfjóröungi kynntist ég fjölda fólks
af alþýoustéttum, sem var óskóla-
gengið, en svo raunmenntaö, aö þaö
var mér annar háskóli aö tala viö
þaö. — Slíkt fólk veröur nú, aö ég
hygg, æ fágætara."
Getur þetta veriö rétt mat, eöa er
þetta bara rómantískt rugl um þaö
liöna, og vanmat á samtímanum?
Við skulum þá fyrst átta okkur á,
hvaða árabil ritstjórinn er hér aö tala
um. Hann segir, fyrir 25 árum. Það er
þá upp úr 1950. Og þá skulum við
gefa okkur, að þaö sé fólk rösklega á
miöjum aldri, 40—50 ára, sem rit-
stjórinn ræddi einkum við og gefur þá
einkunn, að þær viöræöur hafi oröiö
honum annar háskóli. Þetta er þá fólk
sem er aö vaxa úr grasi upp úr
seinustu aldamótum.
Og hvernig var þá ástatt í skóla-
málum okkar í stórum dráttum? —
Jú, þá áttum við einn menntaskóla
sem útskrifaði nokkra tugi stúdenta.
Viö áttum 2 gagnfræöaskóla, barna-
skóla í stærri kaupstöðunum og
örfáum fjölmennari kauptúnum, en í
nálega öllum sveitum landsins var
aðeins farkennsla í 2—4 mánuði á
vetri frá 10—14 ára aldri. Þetta var
þaö langsamlega algengasta.
En sé svo litiö á menntunaraö-
stööu barna og unglinga á síöasta
fjórðungi  19.  aldar,  er  það  far-
©
kennsla, sem er nálega alls ráöandi,
og voru þó heimilin mjög víða ein um
hituna. Sé t.d. staldrað við þjóðhátíð-
arárið 1874, hvernig vorum við þá
búin menntastofnunum. Jú, þá er til
latínuskólinn, engir gagnfræðaskólar
og örfáir barnaskólar. Á fyrstu fjár-
lögum Alþingis 1874 er enginn eyrir
til barnafræðslu. Það er fyrst 4 árum
síöar, sem slík fjárveiting sést, og
hvaö er hún há? Hún er 1300 krónur
og 1880 er hún komin í 2000 krónur.
Þjóðin sótti svo sannarlega ekki
menntun sína og menningu í opin-
bera skóla á árabilinu frá 1874 og
fram um aldamótin 1900.
Nei, buröarásinn í menntun og
menningu þjóöarinnar á þessum
tíma, eins og veriö haföi um aldir, var
heimiliö. Þaö sá bæði um fræöslu og
starfsmenntun barna og ungmenna,
og prestarnir voru víða hvetjandi afl í
þessum efnum, og gættu sumir þess
stranglega, að börn yrðu læs og
skrifandi og lærðu kveriö. En al-
menna fræöslu og vakningu veitti
kvöldvakan í íslenzku baöstofunni, og
svo hafði þátttaka barnanna í öllum
störfum meö fullorðna fólkinu ómet-
anlegt þroskagildi. Þaö reyndist staö-
góð undirstaöa, þetta, sem móttekiö
var af brennandi fróöleiksþorsta við
móöurkné og í heimaskóla baðstof-
unnarr
Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir
skólaleysið, stóðst íslenzk alþýðu-
menning fyllilega samanburð viö
nágrannaþjóöirnar. — Hér er merkur
vitnisburður um það:
Einn af fremstu uppeldisfrömuöum
Dana, sem uppi var á tímum Fjölnis-
manna, haföi lært íslenzku af Rask og
dvalið í V/2 ár á íslandi. Hann sagöi
löndum sínum m.a.: „Vanmetið ekki
íslendinga. Alþýðufróðleikur hvers
konar er slík almenningseign á ís-
landi aö einstætt má teljast. Þar hefir
sprottið upp svo heilsteypt og þrótt-
mikil alþýðumenning að hliðstæðu
hennar þekki ég ekki í öðrum
Evrópulöndum. Þessi alþýöumenning
á íslandi er ekki séreign nokkurra
einstaklinga, heldur dýrmætur sam-
eignarsjóður allrar þjóðarinnar. Og
hann kvaðst vilja óska sinni þjóð, þ.e.
Dönum, að geta náö svipuðu tak-
marki í fræðslumálum almennings,
sem íslendingar hefðu þá náð.
Aftur vil ég víkja að því merka ári
1874. Það ár kom út stórmerkileg
fræöibók. Hún hét: Lestrarbók handa
alþýöu á íslandi, en gekk alltaf undir
nafninu Alþýðubókin. Síöar kom svo
út önnur gagnmerk bók, meö því
nafni. Þessi bók frá 1874 varö
heimilunum ómetanlegt tæki í menn-
ingar- og fræðslustarfi sínu. Hún varö
þjóöinni raunar allsherjar sjálfs-
fræðslustofnun um áratuga skeiö.
Höfundur hennar var séra Þórarinn
Böðvarsson í Göröum á Álftanesi. í
formálsorðum segist séra Þórarinn
telja mjög æskilegt, að íslendingar
eignist bók, sem færi þeim ágrip
almennra fræða, og þaö því fremur
sem hér sé skortur slíkra bóka og
„engir alþýöuskólar, en íslendingar
aö hinu leytinu flestum þjóöum leikn-
ari í því að kenna sér sjálfir."
Kveðst klerkur vilja vona, að hver
sá, sem viti allt, sem í þessari bók sé,
verði eigi talinn alls ófróður. — Vil ég
fastlega taka undir þau hóflegu
ummæli höfundarins, því að það er
sannfæring mín, að útkoma þessarar
bókar sé einn merkasti atburðurinn í
menningarsögu íslendinga á 19. öld-
inni.
í formála alþýðubókarinnar til-
kynnti séra Þórarinn, að fjárhæð sú,
sem verða kynni umfram prentunar
og útsölukostnaö skyldi renna til
menntastofnunar fyrir alþýðu á ís-
landi í minningu þess sonar (Böövars,
er dó 19 ára), sem eflt mundi hafa
menntun og siögæöi hjá þjóö sinni, ef
honum hefði elzt aldur til. Þetta,
ásamt meiri fjárframlögum séra Þór-
arins og konu hans, varö síðan
vísirinn að stofnun Flensborgarskól-
ans.
Vil ég nú leitast viö aö gera ykkur
grein fyrir efni þessarar bókar, sem
nú er oröin svo fágæt, aö ég efast
um, aö nokkur ykkar hafi litiö hana
augum, því aö hún var í bókstaflegum
skilningi lesin upp til agna af fróö-
leiksþyrstum æskulýö landsins og
alþýöu manna. Bókin skiptist í 5
aöalkafla og fjöldamarga undirkafla.
Sá fyrsti flytur alls konar fjölbreytilegt
lestrarefni. Hann er 125 bls. og
þannig í rauninni heil lesbók.
Til þess að reyna að gera þeim,
sem ekki þekkja bókina skiljanlega
fjölbreytni lesefnisins, skal þess get-
iö, aö þvíer skipt í 13 efniskafla: Þar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16