Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1980, Blaðsíða 2
1 Minnst Eggerts Stefánssonar Úr Skáldatíma eftir Halldór Laxness Eggert Stefánsson heföi oröiö níræður 1. desem- ber á þessu ári. Hann var í senn heimsborgari og kynlegur kvistur og tónlistarflutningur hans var sér á parti. Eggert varö þjóösagnapersóna í lifanda lífi og gengu af honum ótal sögur; sumar þeirra tfundaöar í bókarkafla Halldórs Laxness og erindi Magnúsar Helgasonar. Hjá Eggert var flest „meö sínu lagi“, söngurinn, lífsstíllinn og jafnvel útlit söngvarans. Úr hávori Suðurhvelsins var nú komið í vetur Norðuráltu. Bráðum komu jólin. Ég settist upp í mínum vanastað í Lundúnum, Hotel Russel, og var að bera mig að koma öndinni í Ólaf Kárason Ljósvíkíng sem fyrsta bindi hans var um það bil orðin leturleg staðreynd. Þá kom að finna mig sá maður landi minn sem með frægð sinni innborinni, en viðurkenndri af kunnugum sem ókunnugum, gerði aðra frægöarmenn bleika og daufa: Eggert Stefánsson saungvari. Oft hefur mér fundist að sagnfræðingum okkar dytti helsti fátt í hug. Tröllpíndir af hefð hneigjast þeir mest til aö rekja sögur eftir þjóðhetjuformúlunni. Mætti ekki lofa garíböldum að hvíla um sinn og fá heldur að heyra um íslenska saungvara sem lángt umfram þjóðmærínga úr vélgeingu prent- munstri barnaskólans eru uppmáluð dæmi íslensks sálarlífs, vandamála íslands, og þeirra örlaga sem tilheyra íslendíngasög- um. Hvenær sem ég minnist á þessi stórkostlegu óhreyfðu efni viö sagnfræö- ínga segjast þeir aldrei hafa heyrt um neinn frægan íslenskan saungvara. Það getur vel verið rétt, — en hvur kannast við íslenskan garíbalda? Saungvarinn Eggert Stefánsson heldur áfram að standa mér fyrir hugskotssjónum sem ímynd hins sanna frægðarmanns sem ekki breytist úr sól í mýraljós. Hann átti það sammerkt við Mynheer Peeperkorn, fræga persónu úr Töfrafjalli Thomasar Manns, að skaparinn hafði í þeim tilgángi sem hans alvisku einni liggur í augum uppi léö honum gervi sem mönnum varð starsýnt á hann hvar sem hann fór. Það sem hann haföi umfram Mynheer Peeper- korn var óumdeilanlegt yfirbragð tignar- mannsins ásamt keisaralegri skaphöfn og framgaungu sem í senn var Ijúf og náðug viö hvern sem var. Hann var vel þriggja álna maður, rúmir 190 cm. í margmenni ellegar þegar hann gekk á strætum heimsborganna sá hann útfyrir allan hóp- inn. Þegar spurt er hvernig saung hann, mundi ég kjósa aö lýsa fyrst meitluðum eyrum hans með stórum eyrnasneplum sem lágu fast uppað höfðinu laungu og fagurformuðu; íbjúgu kónganefinu, un naso di Borgia, sem var honum passe-par- tout hvar sem hann fór á ítalíu og lagði honum til grímu sem norðurlandamenn kannast við af myndum Björnsons; svo og smáum vellöguðum höndum hans sem voru svo fjarri öllu gerðalagi að ekki var ástæða til að reingja manninn þegar hann sagðist ekki kunna á slökkvara. Faöir hans var múrari og móðir hans Ijósmóðir. Hann var úngur sendur utan að © læra saung á Norðurlöndum og meginland- inu. Eftir það kom hann ekki til íslands öðruvísi en gestur. En þaö er hætt viö að maður sem ber slíka persónu fái lítinn frið til að æfa skalann eöa sýngja upp einfalt lag mörghundruð sinnum, vikum mánuðum og kanski árum saman, þángaötil hann nær því. Hvar sem hann sýndi sig stóðu honum allar dyr á gátt líkt og fyrir galdur. Ríkir og mikilsvirtir menn stóðu ekki aðeins ósjálfrátt upp fyrir honum í selsköpum heldur voru óðfúsir að efla slíkan mann til höfðingja og gjalda honum skatt. Blaða- mönnum þótti hann ekki fullsæmdur af minna en heilsíðuviötali. Óperuséffar og hljómleikahaldarar glentu upp á hann augum þegar hann var kyntur þeim, tóku upp samningseyðublaðið og ávísanaheftiö oröalaust og spuröu, hvaö á ég að borga. Það var sannarlega ekki útí loftið þegar hann kvartaði yfir því í blöðunum að hann hefði ekki friö fyrir saungleikahúsum sem vildu ráöa hann til sín. Meira aö segja Metropolitan vildi binda hann til margra ára með stórsamningi og bauöst til að leggja honum til m a e s t r o að hafa með sér seint og snemma. Dætur óperuséffa vildu eiga hann og feður þeirra gefa honum þær. En hann brosti sínu fjarlæga upp- hafna brosi og afþakkaði. Hann bast aldrei neinni tónlistastofnun. Hann sté uppí lestina London-París-Róm og var farinn. Saungskemtanir sínar hélt hann á eigin spýtur. Þó ótrúlegt sé kom þaö fyrir, jafnvel í vandfýsnum stórborgum einsog París, að saungur hans vekti málsmetandi blöð til hrifinna dóma. Hitt var oftar að hann fékk lofleg blaöaummæli fyrirfram í borgum sem hann gisti á saungferöum sínum og varð frægur á undan konsertinum. Venjulegur blaðalesandi tók viö þessari frægð með sjálfsagöri aðdáun útá þekju einsog þegar menn lesa að prinsinn af Wales sé á ferð. Eftir konsertinn var annaöhvort ekkert sagt í blöðum ellegar smáletursgrein með nöldri eftir tónlistarsérfræðínginn var grafin ein- hversstaðar aftantil í þeim parti blaösins sem einginn leiöir augum. Hann mun í upphafi hafa verið gæddur sagnþrúngnum tenór; og þegar ég segi sagnþrúnginn á ég við rödd sem leitast við aö miöla áheyrandanum andblæ af fjar- lægu landi sem saungvarinn ann og þekkir, landi þar sem örlög konúnganna eru hugðnæm af sökum stórfeingleika síns. „In fernem Land —“ þar á svanariddarinn heima. Heilög lotníng hans fyrir þessu örlagalandi var tempruð af karlmannlegu stolti sem léði honum á hamíngjustundum saungsins þesskonar vængtak úr forsal vinda sem stundum er kallað konúnglegt í Málverk Gunnlaugs Blöndals af Eggert Stefánssyni. listum, „súverent", og er þá miðað við eiginlegleika til að láta alla hlýöa sér án þess að taka skipun frá neinum. En það er ekki heiglum hent að sökkva sér niður í hversdagsþrautir vinnunnar, og síst þeim saungvara sem er hvarvetna tekinn gildur af gervi sínu án þess hann Ijúki munni sundur, ósjálfráður hugljúfi allra sem koma í nánd honum — og uppétinn af þeim. Rödd hans náði ekki þjálfun sem hægt var að treysta, það krepti æ meir að henni eftir því sem tímar liöu svo iðulega var sem kæmi á manninn herfjötur þegar hann átti að sýngja. Oft leystist þessi fjötur ekki nema fyrir óútskýranlegt krafta- verk, en þá gat líka komið fyrir að hann sýngi heilt lag með þjóðhátíöarflutningi samfara áskapaöri rétttúlkun þess lista- manns sem valdið hefur, svo manni fannst þeir saungvarar sem meira kunnu mættu fara að taka saman föggur sínar. En þessum hamingjustundum raddar hans fækkaöi meö árunum; þó er varla sú plata eftir hann að bjarma þeirra slái ekki fyrir í einum og einum takti, ómótmælanlega. Konsertar hans voru lagðir á vald guðlegri náð einsog alt líf hans. Kunníngi hans í Osló segir dæmi sem eftilvill ekki er óvenjulegt um saungskemtanir hans; Hann kemur aövífandi í borgina að sunnan, tekur konsertsal á leigu ákveðinn dag, lætur setja út auglýsíngar og talar við blöðin. Að því búnu fær hann sér lánaöan reyfara að lesa sér til dægradvalar í hótelherbergi sínu dagana á undan saungnum. Um æfíngar fyrir saungkvöldiö var ekki getið. Þegar kom að auglýstri stund kjólklæddi hann sig, síðan fór hann til og saung fyrir húsi þar sem ekki aðrir komu en nokkrar saungdómarahræður sendar á vettváng að sækja efni í skyldugar tveggja-þriggja lína mannhatursgreinar með smáletri — sem oft heyröu undir meiðyrðalöggjöfina hefði nokkur lesiö þær. Þegar þessi skrif komu út var Eggert Stefánsson laungu á bak og burt. Fljótlega eftir konsertinn kvaddi hann á hótelinu, gerði ráðstafanir til að reyfaran- um yrði skilað meö þakklæti og var stiginn upp í lestina London-París-Róm sem varð hans lest. Þrátt fyrir saung sinn sem kanski hefði getað oröið bestur í heimi geigaði honum aldrei það mat á listum sem býr hjá þeim í Ólympstindi. Þegar hann heyrði Caruso sýngja í New York og var spurður hvernig honum þættl sagöi hann álit sitt með þessum orðum: „Þeir sýngja svona þessir strákar á ítalíu“. Þegar hann gekk í sendiherrastúku á Alþíngi íslendinga á hátíðlegum þíngfundi, og var spurður fyrrr hvaða útlent ríki hann væri fulltrúi á íslandi, svaraöi hann undireins, „Ríki menníngar og lista“, og settist þar sem honum líkaöi. Hann saung fyrir Berlínarútvarpið hjá Hitler sumarið 1939. Þjóðverjar eru allra manna reikníngsglöggvastir og aö sama skapi nákvæmir í fjárútlátum. Honum voru talin út 40 þýsk mörk fyrir saunginn að frádregnum skatti til Hitlers, mig minnir fimmtán af hundraði. Það hefur þurft kjark til að rétta Eggerti Stefánssyni upphæð af þessu tagi. Mér hefði þótt gaman að vera viðstaddur þá athöfn hjá þýskurum. Eggert Stefánsson vó þessi skitnu pfennig undr- andi í hendi sér frammi fyrir hinum þýska gjaldkera og varð að oröi: „Und das nennt sich Grossdeutschland!" (Og þetta kallar sig Stórþýskaland!) Sjónarvottur hefur sagt mér frá því er Eggert Stefánsson sté útúr járnbrautarlest í ítalskri stórborg. Snöfurlegir buröarkallar biðu þar óðfúsir í vonum þess að geta oröið sér útum nokkra aura. Þar stendur voldugur maður hjá farteski sínu á járn- brautarstéttinni. Hann báknar lítillega með varinu á stafnum sínum í áttina til dótsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.