Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 7
eins og gengur og gerist," segir hún. „Viö vorum bæöi framandi í þessu landi, og hann haföi ekki veriö um- boösmaöur áöur.“ Kramer segir: „Þaö var minn eigin skortur á öryggi, sem háöi mér meira en nokkuð annað. Viö Olivia reyndum aö skilja í starfi, en þaö tókst ekki, svo að við skildum í einkalífi." Olivia bætir viö: „Aö slíta ástarsambandi er hiö lægsta, sem hægt er aö komast, en aö veröa ástfangin hiö hæsta.“ Lee er enn umboðsmaöur hennar, því að „viö höfum reynt margt saman, og því ekki þaö? Mér finnst þaö smánarlegt, þegar tvær manneskjur ákveöa aö sjást aldrei aftur.“ Lengi lagöi ég á mig mikla vinnu, en þar sem þaö hefur alltaf átt vel viö mig, var þetta aldrei neitt príl upp á tindinn. Þaö hefur verið visst lán yfir lífi mínu. Þegar ég byrjaöi, var ég ein af þeim, sem vildi eignast börn og heimili. En á bak viö mig var alltaf fólk, sem hafði trú á mér og ýtti mér áfram á ferli mínum. Nú er ég búin aö gera allt, sem mig gat nokkurn tíma dreymt um og meira en þaö. Þegar ein plata mín varö metsöluplata, en ég hafði aldrei búizt viö slíku, hugsaöi ég sem svo, aö þaö væri stórkostlegt aö fá metsölualbúm, en lét mig ekki dreyma um, aö þaö myndi ske. En svo geröist þaö. Síðan lék ég í kvikmynd, sem er ein af hinum vinsælustu, sem nokkru sinni hafa veriö gerðar — svo hvers meira er hægt aö krefjast? Auk þess er þaö — nú kannsk) ekki ómögulegt — en ég þyrfti aö hafa alveg einstaka heppni meö mér, ef mér tækist eins vel aftur og í „Grease“. Þaö var fyrirbæri, sem ekki er hægt aö búast viö aö endurtaki sig á næstunni. Ef ekkert meira geröist í þessum efnum, þá myndi mér finnast ég hafa gert nóg.“ „Ég er mjög gagnrýnin á sjálfa mig, svo aö ég er sjáldan ánægö meö þaö, sem ég hef gert. Ég fer hjá mér, þegar ég sé sjálfa mig, því ég vil alltaf, aö ég heföi gert betur. Ég er alltaf taugaó- styrk, áöur en ég fer fram á sviöið. Ég held, aö maöur veröi aö vera þaö. Annars myndi maöur ekki leggja eins hart aö sér.“ John Travolta segir: „Hún er hörku- kvenmaður. Hún veit hvaö hún vill og sækir þaö fast, en tekst um leiö aö vera fullkomlega kvenleg og þokka- full.“ Alan Thickle, sem stjórnar sjón- varpsþáttum hennar, tekur mjög ( sama streng. „Hún getur veriö mjög þrjósk, en fer svo vel aö því og sýnir sjónarmiði manns svo mikla viröingu, aö maöur lætur gott heita og áttar sig ekki á því fyrr en eftir tvo daga, aö hún hefur haft sitt fram. Þetta kann auövitað aö segja meira um Alan Thickle en Oliviu Newton-John, en margir þeirra, sem vinna meö henni, eru á sama máli. Larry Gordon, stjórnandi „Xanadu", sat á skrifstofu sinni í Hollywood og reyndi að segja eitthvaö athyglisvert eöa umdeilanlegt um hana: „Viö vitum allir, aö hún er andskoti vel gefin og hún er mikil stjarna. Ég myndi gjarna vilja sjá um allar hennar myndir, og ég get ekki gefið hærri einkunn en þaö. Hún er skapmikil, en svo helvíti heillandi, aö allir vilja gera allt fyrir hana.“ Önnur hlið á hinni sterku skapgerö Oliviu kom í Ijós, þegar hún hótaöi aö hætta vio *>ar sem hún er allra söngvara vinsælust, nema japanskir fiskimenn hættu aö drepa höfrunga, sem þeir veiddu óviljandi í net sín viö túnfiskveiðar. Og þeir geröu þaö. Hún hefur áhyggjur af elli og dauöa. „Þegar maöur er tvítugur, heldur maöur, aö maöur veröi aldrei gamall og að ekkert muni breytast. Svo horfir maður í spegil og sér rák hér og hrukkur þar. Eg vil ekki verða trufluð, en þaö eru margar konur, sem hafa verið fallegar, þegar þær voru ungar, bvria aö drekka eöa taka fíknilyf, “TV' 7* - , , , ' *'""a>nnamar. af þvi aö þær þola ekKi . Ég get skiliö, hvernig þetta gerist, en ég vil bara ekki, aö þaö hendi mig. Ég held, aö ég fari til Ástralíu einhvern tíma í framtíðinni. Ef ég eignast nokkurn tíma fjölskyldu, þá vildi ég ala börnin mín upp. þar. Ég býst viö, aö hér sé um þaö aö ræöa aö leita upphafs síns, en ég hef engan ákveðinn tíma í huga — bara þegar ég kynni aö vilja taka það rólega eöa hætta. Annars tek ég því, sem aö höndum ber. Ég veit, að þaö sem allir eru aö horfa á, er ímynd. Eg er ég sjálf, — or Hérna. Oq þaö eg er eins oy __________,___ a H gerir ekki út ,af viö mig, þó aö næsta plata mín eöa kvikmynd takist ekki vel.“ Hér er um óvenjulega sögu aö ræöa. En myndin af Oliviu Newton- John er sönn. Hún er virkilega indæl og góö stúlka, sem án uppgeröar vann sér inn stórfé meö því að vera trú sjálfri sér, leika í sómasamlegum myndum og syngja góö dægurlög inná plötur — góö, þaö er að segja, ef þér þykir gott heilhveitibrauð. Ég kunni vel viö hana. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.