Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 5
álíka stórt aö flatarmáli og helmingur íslands. íbúar Finnmerkur eru um 80 þús. og eru Samarnir því í miklum minnihluta. Þeir hafa flestir tekiö upp nútíma lifnaðar- hætti og stunda sömu atvinnu og aörir íbúar landsins. Aöeins örfáir Samar, um 1800 manns eöa 380 fjölskyldur stunda hreindýrarækt og lifa sem hirðingjar. Hreindýraeign þeirra er um 100 þús. dýr og eru þeir kallaðir farandsamar „flyttesamer“ og vekja jafnan mesta athygli ókunnugra. Vetrarbithagar norska fjallahreinsins hafa frá ómunatíð veriö inni á heiöum Finnmerkur, en meö vorinu taka dýrin aö rása til strandar í sumarbithagana. Hrein- dýrabændurnir eru því tilneyddir að fylgja dýrunum eftir og gæta hjaröanna. Þeir slá upp tjöldum sínum víöa fram meö þjóöveg- inum norðan Skiboten þar sem vel sést til hjaröanna og tækifæri gefst til aö selja feröamönnum ýmsa muni unna úr skinni, horni og beinum hreindýranna. Oft eru tjaldbúöirnar rétt hjá þeim stööum þar sem fundist hafa um 8000 ára gamlar hellaristur frá steinöld. Þekktastar eru risturnar viö Komsafjall við Alta. Ekki er vitað meö vissu hvort Komsaþjóöin, sem viö fjalliö er kennd, hafi veriö af samiskum uppruna. Allt bendir þó til þess aö þarna hafi búiö fólk, sem lifði á veiöurn og hirömennsku eins og Samar síöar. Tunga Sama er skyld finnsku og ung- versku. Líka er taliö aö Samar eigi margt skylt meö Samojedum nyrst í Síberíu þótt mál þeirra séu fjarskyld. Ekki síöur en aörar tungur hefur samiskan tekið miklum breytingum í tímans rás. Nú skiptlst hún í 9 mállýskur og munurinn á norður- og suöur-samisku er meiri en munurinn á íslensku og dönsku. Sífellt er þrengt að Sömum Fornir lifnaðarhættir Sama eru löngu horfnir. Sjálfsþurftarbúskapurinn hefur vik- ið fyrir viöskiptabúskapnum, og hófst sú þróun þegar á víkingaöld. Þá voru Samar kraföir um svokallaöan finnaskatt og er hans til dæmis getiö í Egilssögu. Þaö var árlegur skattur sem greiddur skyldi í loðfeldum, fiöri og húöum. Oft voru Samarnir látnir greiða finnaskattinn tvisv- ar, vegna þess aö á þeim tíma voru landamæri Noregs og Svíþjóöar fremur óljós. Síðan hefur veriö þrengt æ meir aö Sömum eftir því sem áhugi annarra hefur aukist á náttúruauöæfum í landi þeirra. Gott dæmi um þetta eru virkjunarfram- kvæmdirnar viö stööuvötnin Jiesjawre og Joatkajawre, en þau eru á vatnasvæði Altaárinnar. Uppistööulónin, sem þar er verið aö gera koma til meö aö færa mikið landsvæöi í kaf og þannig hverfa mikilvæg beitilönd og hreindýraslóðir þar sem dýrin eru vön að rása til strandar á vorin. í þorpunum Kautokeino og Karasjok er hreindýraræktin undirstöðuatvinnuvegur- inn. Samarnir sem þar búa og eiga samtals um 90 þús. hreindýr standa þá frammi fyrir nær óleysanlegu vandamáli. Þessi kofi er á byggðasafninu í Inari í Noröur-Finnlandi og er hann dæmi um forn hýbýli Skolta-Sama sem nú búa viö Inari-vatn. Fyrir stríö bjuggu þeir austar í nágrenni Petsamó sem nú er innan landa- mæra Sovátríkjanna. Tirpitz, en á endanum var því síöan sökkt rétt hjá Tromsö. í Finnmörku var fremur ömurlegt um aö litast í lok styrjaldarinnar seinni. Á flótta sínum undan Rússum 1944 eyddu Þjóö- verjar allri byggð frá rússneksu landmær- unum suöur aö Lyngen. Þeir brenndu yfir 10 þús. íbúöir, einnig skóla, kirkjur, sjúkrahús, verksmiðjur og orkuver. Brýr og hafnarmannvirki voru sprengd í loft upp og símalínur eyöilagöar. Víöast hvar í Finn- mörku var fólkið flutt nauðugt suöur á bóginn, öörum tókst að flýja inn á heiöar og leynast þar í kjarrlendi og annars staöar þar sem skjól var að finna. Alta — Ítalía Finnmerkur BaBrinn Alta stendur innst viö Altafjörö eða Álftafjörö eins og hann myndi heita á íslensku samkvæmt uppruna orösins. í bænum bua um 8 þús. manns og er hann í stöðugum vexti. Ein mesta tekjulind bæjar- búa er flöguberg sem brotiö er í þakskífur og flutt út. Auk margs konar iönaöar stendur landbúnaður meö miklum blóma í Alta. í eina tíö var Alta kallaö ítalía Finnmerkur vegna mikillar veöurblíöu og sumarhita miöaö við norðlæga legu bæjar- ins, og hvergi er hægt aö rækta bygg jafn noröarlega á hnettinum (70°) og þarna í sveitinni. Einnig hafa bæjarbúar miklar tekjur af laxveiöum í Altaánni. í Alta geröi á okkur hitaskúr og var þaö reyndar eina regniö sem á okkur féll í allri feröinni, enda má segja aö veöriö hafi leikið viö okkur allan tímann. Hitinn var oftast um og yfir 20°, logn og glampandi sólskin, og er þessi veðurblíöa næsta ótrúleg fyrir svo norðlægar slóöir. Frá Alta lá leiö okkar síöan yfir flatlendar heiöar Finnmerkur meö víöáttumiklum mýrarflákum og flóum. Lyngið var í blóma og víöa mátti sjá stórar breiöur multiberja- plöntunnar, en multiberin tína Norömenn og nýta til matar. Varla var hægt að stíga út úr bílnum vegna mývargsins sem sveimaöi þarna um í svörtum mekki. í slíku veðri verður hann óþolandi jafnt fyrir menn sem skepnur. Við fjallahóteliö Skaide, en nafn þess mun merkja ármót, lögðum við lykkju á leiö okkar og ókum áleiðis til Hammerfest, nyrsta bæjar heims. Leiöin lá yfir brúaö sund út í Hvaleyju. Brúin er nýtt og mikið mannvirki. Þegar komiö er yfir brúna gefur aö líta stein eöa klettadrang viö vegarbrún- ina. Þetta er forn fórnarsteinn Sama og er líkt með honum og mörgum álagasteinum á íslandi aö hann hefur ekki oröiö vegageröarmönnum aö bráö. Þarna kom ýmislegt upp í hugann um fórnarhætti og fórnarstaði Sama. Noaiden, trommumaðurinn eöa seið- maðurinn, komst í samband viö guöina meö því aö berja rune-bomma-trommuna og gat hann þannig fengiö vitneskju um hvers kyns fórnir guöirnir vildu fá. Fórnirn- ar sjálfar fóru síöan fram eftir föstum heföbundnum reglum. Sólguöinum voru færöir hvítir hreinar en Tjasolmi sem réö yfir vötnum og fiskum voru færöar fórnir meö því aö maka lýsi á fórnarsteininn. Sjúkdómsguðinum Rota var oft fórnaö hestum sem keyptir höföu veriö af bændum. Átti guöinn aö ríöa burt á hestinum og sjúklingurinn þá aö taka gleði sína aftur. Til fórnanna voru oft valdir áberandi staöir á fjallstindum, í mýrum, viö fossa og áberandi kletta. Oft viröist sem eldingar hafi vakiö athygli manna á fórnastööum og þar felst líklega skýringin á hinni miklu dýrkun þrumuguösins Hora-Gales hjá Sömum. í Noregi hafa verið kortlagöir um 200 fórnarstaðir Sama, 160 í Svíþjóö og 80 í Finnlandi. Þjóðsaga: Jötuninn Stallo Áfram var haldiö og nú gat aö líta fjalliö Stallogarggo. Jötuninn Stallo kemur víöa fyrir í þjóösögum Sama. Þessum sögum er það flestum sameiginlegt aö hinn litli og klóki fer með sigurorö af hinum stóra og heimska. Ein þjóösaga segir frá því þegar Sama- © Tromso-brúin er mikið mannvirki, 1036 m löng og 43 m há. Tromsdalskirkja er í baksýn. Viö kræktum nú fyrir hvern fjöröinn af öörum og brátt vorum viö komin í næturstaö í Bognely í botni Langfjorden. Þar eins og annars staöar gistum viö á tjaldstæöum í bjálkakofum sem leigöir eru feröamönnum til lengri eöa skemmri dval- ar. Kofa þessa kalla Norömenn „hytter“ og eru þeir mikiö notaöir enda eru þeir hinir vistlegustu og er gistigjaldinu stillt í hóf. í hverjum skála eru svefnpláss fyrir fjóra, eldunaraðstaða og upphitun meö raf- magni. Á flestum tjaldstæöunum er auk þess verslun meö helstu nauðsynjum, aögangur aö síma, sameiginleg eldunaraö- staöa og setustofa. Öll bjóöa þau upp á góöa snyrtiaöstööu og víöa er seldur aögangur aö gufubaði. Undantekningar- laust eru tjaldstæöin vel hirt og öil umgengni til fyrirmyndar. Þjóðverjar skíldu eft- ir sviðna jörð Næsta morgun var feröinni haldiö áfram noröur meö Langfjorden. Á nesinu milli hans og Altafjaröar voru Samar sestir aö í tjöldum sínum og samkvæmt kortinu áttu fornminjar frá steinöld aö finnast á þessum stað. Þarna vöktu þó fremur athygli okkar yngri verksummerki þar sem voru rústir fallbyssuhreiöra frá síöustu heimsstyrjöld. Þarna á Langanesholmen reistu Þjóö- verjar virki til aö gæta siglinga um Altafjörö. Innst í Altafiröi þar sem heitir Káfjord lögöu Þjóðverjar einu af sínu stærstu orrustuskipum, Tirpitz, milli þess sem þaö lagði til atlögu viö skipalestirnar sem voru á leið tii Murmansk og oft komu viö hér á íslandi. Þótt skipslns væri vel gætt fór þó svo aö breskir kafbátar komust Inn í Altafjöröinn og tókst þeim aö laska Noröur-Noregi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.