Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 8
Allur hópurinn á flötinni framan viö Chateau Lake Louise. Maðurinn, sem stendur lengst til hægri á myndinni er Dennis Eyolf- son, hótelstjóri, en hann lét taka þessa mynd. Listamaðurinn og prúðmennið Ólafur Vignir Albertsson og dóttir hans, Anna Dís, sem var yngsti meðlimurinn í feröinni, kæla sig á rjómaís á heitum degi. Ekkert land snertir eins stóran þátt í sögu íslendinga og Kanada, ef frá eru talin þau lönd, sem ísland stóð í konungssambandi við í alda- raöir. í engu landi öðru búa jafn margir menn af íslenzkum ættum, og er ég heyri Vestur-íslending nefnd- an, dettur mér í hug sterk tengsl viö ættjörðina og einlæg ást á íslenzkri tungu. Á síðasta fjórðungi 19. aldarinnar flúöu íslendingar hafís, eldgos og erlenda harðstjórn og fluttust til Kanada hundruðum saman í von um betra hlutskipti. Þar háöu þeir harða lífsbaráttu og skutu rótum í hinum nýju heimkynnum. Sakir haröfylgi og þrautseigju, auk annarra mannkosta hafa þeir og afkomendur þeirra verið taldir meðal dugmestu íbúa N-Amer- íku. Undanfarin ár hafa Vestur-íslend- ingar hópast „heim til íslands“, flest- ir til að leita uppruna síns og sækja heim ættmenni, og sömuleiðis hefur það færzt í vöxt, aö íslendingar færu á fund frænda og vina í Vesturheimi. Og þannig æxlaöist það, að hópur snögglaös fólks af skagfirzkum uppruna ákvað að leggja land undir fót og syngja fyrir frændur og vini í islendingabyggöum þar vestra. Og síðan Skagfirzka Söngsveit- in sneri aftur úr ferð sinni hafa margir spurt frétta og leikið forvitni á aö vita eitthvaö um ferðina og um móttökur þær, sem kór- inn hlaut hjá Vestur-islendingum í Kanada. Og þó aö fáein orö segi í rauninni lítiö um þann góöa anda, sem ríkti í feröinni, af hversu mikilli hlýju var tekið á móti okkur og af hve mikilli rausn okkur var veitt, ætla ég aö freista þess aö segja hér dálitla feröasögu. Auk þess sem sá gamli og góöi íslenzki siður aö þakka fyrir sig er enn í fullu gildi. Ekki skulum viö leggja af staö án þess aö tilgreina þaö ágæta fólk, sem stóö í eldlínunni og átti stærstan þátt í því, hversu vel ferðin tókst. Skal þá fyrstan telja söng- stjórann okkar glæsilega, frú Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, en kórinn hefur starfaö undir hennar styrku stjórn samfleytt í 11 ár. Ólafur Vignir Albertsson var undirleikari kórsins í feröinni, þjóökunnur listamaöur og sérstakt prúðmenni. Jón Ásgeirsson, fyrrum fréttamaöur og ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu féllst á aö taka aö sér farar- stjórn hópsins, hress og kátur og leysti úr hvers manns vanda. Þess má geta, aö Jón skipulagöi feröina og tókst á hendur sér- staka ferö til Kanada í þeim tilgangi. Halla Jónasdóttir var einsöngvari með kórnum ásamt frú Snæbjörgu sjálfri. Aö ógleymdri stjórn kórsins, en hana skipa Rögnvaldur Haraldsson, formaður, Margrét Eggerts- dóttir og Ingólfur Gíslason. Auk þessa voru makar flestra kórfélaga með í feröinni svo og nokkrir vinir, alls um 80 manns. Hinn 3. júní var lagt af staö. Léku menn á als oddi, þótt margir væru allþreyttir eftir langan og strangan undirbúning. Æfingar höföu undir þaö síöasta staöiö þrjú til fjög- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.