Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Blaðsíða 10
SVIPMYND: Einvaldur Líbýu er hylltur eins og poppstjarna, þar sem hann kemur fram í ríki sínu og æsir upp lýðinn — og ekki þykir nóg að hafa hann í eigin persónu, heldur er haldið á lofti fjölmörgum og stórum mynd- um af honum. Muammar í útvarpinu kveður við sí og æ: „Al-Faatih akbar." — Lengi lifi byltingin. í hópgöngum kyrja menn vígorð hástöfum. Og þegar þjóðarleiðtoginn Muammar el Gaddafi heldur ræðu, drynur samróma úr mörgum börkum: „Áfram, ofursti, við fylgjum þér!" En stjórnmálamenn um heim allan eru annarrar skoðunar. „Illskeyttur glæpamaö- ur, algjörlega brjálaður og djöfulóður," sagöi Anwar heitinn Sadat, forseti Egypta- lands. „Klofinn persónuleiki — og báðir hlutar slæmir," er haft eftir Numeiri, forseta Súdan. Sjálfur nýtur Gaddafi þess að vera úthrópaöur sem heimsóþokki númer eitt. Fyrir nokkru vann hann sér það til vafa- samrar frægðar að hafa stofnaö heims- friðnum í hættu. Tvær orrustuflugvélar hans af gerðinni SU-22 réðust að tveimur bandarískum af gerðinni F-14, 60 km fyrir utan strönd Líbýu. Bandaríska stjórnin haföi tilkynnt á réttum tíma, að 6. flotinn meö stærsta flugvélamóðurskip heims, „Nimitz", myndi halda heræfingar á Mið- jarðarhafi. Engu að síður gerðu líbýsku flugvélarnar árás 60 km fyrir utan strönd- ina. Amerísku flugmennirnir svöruðu árás- inni og hæfðu hinar báðar, sem hröpuðu í sjóinn. Ástæöan fyrir árásinni mun vera sú, að Gaddafi krefst 200 mílna lögsögu frá strönd landsins, en Bandaríkin viðurkenna aöeins þrjár mílur. „Ögrun," þrumaði Gaddafi, þegar hann frétti af væntanlegum heræfingum, en Bandaríkjamenn létu þaö ekki aftra sér. Hryðjuverk Gaddafis í 45 löndum Stóri draumur litla Líbýumannsins, sem gjarna gengur í háhæluðum skóm og hefur um sig lífvörö heillandi kvenna, þegar hann veitir viðtöl, er að stofna stórarabískt ríki í norðurhluta Afríku og ríkja yfir hinum nær- lægari Austurlöndum. Til þess telur hann sig hafa rétt til að beita öllum ráðum. Hann stendur straum af kostnaði við starfsemi hryöjuverkamanna í 45 löndum heims og liggur undir grun um aö hafa staðið að morðtilræðum að sex þjóðarleiðtogum. ★ Morðsveitir Gaddafis drepa líbýska út- laga í Bonn, London, Róm og Aþenu. ★ Manndrápararnir, sem myrtu ellefu ísra- elska íþróttamenn og þýzkan lögreglu- þjón á Ólympíuleikunum i Munchen 1972, voru þjálfaðír í Líbýu. Vopnin 10. komu meö sendiráðspósti til Þýzka- lands. ★ Einnig komu með sendiráðspósti vopn þau, sem notuð voru í árásinni á ítölsku flughöfnina Fiumicino 1973, þegar 32 manns misstu lífið. ★ Mannræningjar OPEC-ráöherranna i Vín flugu eftir lendinguna í Alsír beina leið aftur til Trípólí. Meðal þeirra, sem gerðu árásina í Vín, voru Baader-Meinhof-fé- lagarnir Gabriele Kröcher-Tidemann og Hans-Joachim Klein sem og hryöju- verkamaðurinn „Carlos". ★ Hryöjuverkamennirnir, sem rændu Air France-flugvélinni og héldu til Entebbe- flugvallar í Úganda sumarið 1976, höfðu fyrst viðkomu í Líbýu. ★ Bourgiba, forseti Túnis, hefur sagt: „Hann hefur sent menn til lands míns í þeim erindum að myrða mig." ★ í æfingabúðum úti í eyðimörkinni lætur Gaddafi þjálfa manndrápara sína, sem síðan eru sendir út um allan heim. ★ Með fjármunum, vopnum og sprengiefni styður hann neðanjarðarhreyfingu IRA, múslim-skæruliða á Filippseyjum og vinstri neöanjaröarhreyfingar í Thailandi og Tyrklandi. Þetta er hræðilegur listi. Maðurinn, sem að baki honum stendur, fæddist í sept- ember 1942 í geitarskinnstjaldi í Syrenaika. Foreldrar hans voru hirðingjar af ættstofni Berba frá „Kathathfa". Fjölskyldan fylgdi regninu með geitum sínum og úlföldum um eyðimerkurnar milli Egyptalands og Mar- okkó — hirðingjar skeyta ekki um landa- mæri. „Lífið í eyðimörkinni fyllti mig bar- áttuanda," hefur Gaddafi sagt. Hann fylgd- ist af brennandi áhuga með ræðum Nass- ers, forseta Egyptalands, í þá daga, en honum þakkar hann hugsjón sína varðandi einingu Araba. Hann var farinn að tala um byltingu þegar 14 ára gamall. Og svo var það 1. september 1969, að gerð var upp- reisn án blóösúthellinga í Líbýu, þegar Idris, konungur, var í leyfi í Tyrklandi. Eftir þaö lætur Gaddafi gjarna kalla sig „for- ingja" eða „leiötoga". Markmið hans er: „Aö ríkisstjórnir hverfi og engin lögregla veröi lengur til. Herir, kaup, laun, auð- magn, verzlun, ágóði og vextir, allt hverfur þetta hjá mér. Maöurinn verður frjáls," hef- ur Gaddafi sagt. Hann hefur sannarlega séð um ýmsar framfarir í landi sínu, sem hefur tvær og hálfa milljón íbúa. Og þær byggjast á olí- el Gaddafi Einvaldur Líbýu er ofstækisfullur múham- eöstrúarmaöur og í sum- um erlendum blöðum hefur hann uppá síðkast- ið verið nefndur einn hættulegasti þjóðarleið- togi heimsins. Stór- arabískt ríki er takmark hans og hryðjuverka- menn hans valda skelf- ingu og ógn um allan heim. íbúðarhverfi í Tripoti, — þar gnæfir risa- stór mynd af leiðtoganum, en sjálfur vill hann fremur búa í tjaldi en húsum af þessu tagi, — og hefur þá ekki annað í kringum sig en nokkra púöa. unni, sem þar er í ríkum mæli. Frá 1969 hafa 200.000 hús verið byggð og um 400 milljónir trjáa verið gróðursettar. Mikið átak hefur verið gert tíl að rækta eyðimerk- urnar, og dísilvélar frá Þýzkalandi dæla vatni úr iðrum jarðar. í stórmörkuðum ríkisins eru á boöstólum franskur ostur og danskt smjör, ítölsk húsgögn og japönsk myndsegulbönd. Meðaltekjur Líbýubúa eru um 70.000 kr. Þaö er nær jafnmikið og menn fá í Þýzkalandi. Og Gaddafi segir sigri hrósandi: „Á tíu árum höfum við flutt inn 90 útvarpstæki á mann.“ Betlarar sjást ekki lengur á götum Trípólí, og það er al- vanalegt, að fjölskyldur eigi nokkra bíla. En mest af því fé, sem olíuauðæfin færa Líbýu, rennur til vígbúnaðar. Um 60.000 manns eru í hernum, sem er bezt búinn vopnum allra herja í Noröur-Afríku. Flug- herinn hefur 287 flugvélar, orustuflugvélar, þar á meðal Mirage-þotur frá Frakklandi og rússneskar MIG-25-flugvélar. Herinn hefur nýja, rússneska skriðdreka, og Gaddafi kaupir vopn í stórum stíl eystra. Þó að Líbýumaðurinn sé tortrygginn og varkár gagnvart Sovétríkjunum, eru Sovét- menn fúsir til viðskipta. Þeir vonast eftir að fá aðstööu í Líbýu síðar meir. Herstöð sem stökkpall gegn vesturveldunum. Amerískur sérfræöingur segir: „Gaddafi á þegar oröiö svo mikið af vopnum, að hann gæti ekki einu sinni beitt helmingn- um, þótt hann vildi." Mesta vandamál hans, hvað snertir vígbúnað og efnahagslíf- ið einnig, er skortur á kunnáttufólki. Þannig brást til dæmis flotinn hörmulega á skot- æfingu, þar sem skipsflak var skotmarkiö. Ekkert skot hæfði í mark. Svipuðu máli gegnir um ýmsa þætti efnahagslífsins. Það kemur fyrir, aö matvæli mygli í höfninni, og véla- og varahlutir, sem brýn nauðsyn er á, liggja oft mánuðum saman í tollvöru- geymslum. Þegar hægt var fyrir nokkru að taka í notkun útlenda sementsverksmiöju, var hún þegar í stað ofkeyrð og vélarnar fóru ekki í gang aftur, fyrr en útlendir sér- fræöingar voru til kvaddir mörgum vikum síöar. En Líbýumenn taka slíkt ékki nærri sér. Þeir treysta hinum heittrúaða múslim, Gaddafi. Bændurnir og hirðingjarnir dá hann, af því að hann fékk þeim ríkulegt landrými, og allar konur dýrka hann, af því að hann færði þeim frelsi: Líbýskar konur er ekki lengur hægt að gifta án samþykkis þeirra né heldur er hægt að skilja við þær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.