Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ragnheiöur Jónsdóttir
Ream
viö vinnu
Tvö mélverk eftir Ragnheiöi, sem sýna,
aö hún var búin aö ganga í gegnum ýmis
þróunarstig. Efri myndin er í eigu Lista-
safns ríkisins.
Bragi Ásgeirsson
RAGNHEIDUR JÓNSD(
Yfirlitssýning á verkum þessarar merku listakonu verður opnuð að Kjarvalsstöðum í át
Þegar þetta greinarkorn kemur fyrir
sjónir lesenda, stendur yfir sýning á verk-
um Ragnheiðar Jónsdóttur Ream aö
Kjarvalsstööum. Þetta mun vera úttekt á
ferli listakonunnar á myndlistarsviði, en
hún lést á sextugsaldri áriö 1977 og einmitt
er list hennar stóð í hvaö mestum blóma.
Ekki telst það hár aldur á vorum dögum og
sé tekið mið af ytra sem innra atgervi
Ragnheiðar Ream, kom andlát hennar
þeim mjög á óvart, er hana þekktu eða
voru henni kunnugir. Lífsorkan geislaði frá
þessari hæglátu, traustvekjandi og gjörvi-
legu konu og hún virtist eínnig eiga svo
margt ógert á því sviði, sem hún hafði hasl-
að sér völl með þeim glæsibrag að lengi
verður minnst.
Stundum verður manni á að hugleiöa,
hvað þaö sé, sem beini fólki út á llstabraut-
ina og þótt svörin kunni að reynast mörg,
er eitt alveg víst og það er, að allur mark-
verður árangur er borinn uppi af áhuga á
viðfangsefninu. Allur ferill Ragnheiðar er
táknrænt dæmi um áhuga, er fyrir ákveðn-
ar ytri aöstæður kviknar smám saman,
bætir stöðugt við sig þar til viðfangsefnið
heltekur gerandann, — og þegar svo er
komið, liggur engin leið til baka . . .
—   Raunveruleikinn virtist öðru fremur
vera svið þessarar listakonu sem tók hlut-
unum eins og þeir komu og stóð með báða
fæturna á jörðinni í átakamikilli listsköpun
sinni. Hún var greind, rökföst, skapmikil og
nálgaðist viöfangsefni sín meö opnum
skynrænum huga, einarðlega og umbúöa-
laust, en svo komu vinnubrögð hennar mér
fyrir sjónir.
—   Listferill   Ragnheiðar   er   saga   um
konu er hóf að mála í tómstundum sínum í
stað þess að hamra á píanó, því pentskúf-
urinn er hljóðlátari tjámiöill tónlistinni og
stórum minna ónæöissamur í fjölbýlishúsi
— þannig aö nágrannarnir hafa enga
ástæöu til athugasemda. Dálítiö undarlegt
upphaf, en upphaf þó og þaö skiptir öllu
máli, þvi að þetta reyndist vísirinn að því,
að íslenzka þjóðin eignaðist einn sinn
markverðasta málara á því tímaskeiði er
gerandinn vann aö list sinni.
Það má nokkurn veginn slá því föstu, aö
enginn fæðist meö áhugann fyrir listum
frekar en altalandi, þótt gáfurnar séu fyrir
hendi, heldur þurfi ytri aðstæöur til aö ýta
þróunarferlinu af stað, sem svo fæöir af sér
mikinn árangur og mikla list.
Ragnheiöur unni alltaf tónlistinni af lífi og
sál og haföi lært að spila á píanó heima á
íslandi áður en hún hélt utan til Ameríku í
byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, hafði
jafnvel veriö i söngtímum. Þetta var allt
mjög eðlilegt, því mikið mun hafa verið um
tónlist í umhverfi hennar, því hún var dóttir
Jóns Halldórssonar söngstjóra, og konu
hans, Sigríöar Bogadóttur, er voru þekktir
Reykvíkingar og byggðu húsiö að Hóla-
vallagötu 9.
Samskipa Ragnheiði vestur um haf var
m.a. Louise Matthíasdóttir er var á leiö til
myndlistarnáms í New York, en sú átti
sannarlega eftir að gera garðinn frægan
með list sinni og er ennþá búsett á áfanga-
staönum, gift Leland Bell listmálara og
prófessor í myndlist. Merkileg tilviljun
máski, en hvað Ragnheiöi snerti, var fjarri
því að hún hugsaöi um myndlist um þær
mundir.
8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16