Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Síða 9
Fjögur málverk eftir Ragnheiöi, sem sýna mjög vei stíl hennar og geta vel
talizt einkennandi fyrir myndir hennar síðustu árin.
ÓTTIR REAM
iag og af því tilefni er hennar minnst hér
Leið Ragnheiðar lá til Washington þar
sem hún var ráðin í vinnu hjá íslenzka
sendiráðinu, en hún hélt heim aftur áriö
1944, ástæöuna veit ég ekki, en markverð-
ir hlutir voru að gerast í lífi hennar, því hún
haföi þá þegar kynnst mannsefninu sínu og
þau giftu sig í októþer árið 1945. Samþúð-
in varaði ævilangt, og Donald Forest Re-
am, eölisfræðingur, mun vafalítiö hafa skil-
ið köllun eiginkonu sinnar og stutt hana af
ráðum og dáð. Annars hefði orðið snöggt-
um minna um árangur og máski hefur mál-
tækiö franska snúist hér upp á karlpening-
inn: „Heyrir þú mikils manns getiö, spurðu
þá hver kona hans sé.“ í beinu framhaldi af
þessu má geta þess, að Donald Ream er
einmitt af frönskum (og þýskum) ættum og
forfaðir hans fluttist til Bandaríkjanna seint
á 18. öld þar sem nú heitir Reamstown í
Pennsylvaníu og aö sjálfsögðu í höfuðið á
innflytjandanum.
Er Ragnheiður fór að fikta við málara-
áhöldin, lá leiðin fyrst í kvöldskóla og síðan
i dagskóla áhugamanna í tvö ár. Þá var svo
komið, að málaralistin haföi gripið huga
hennar í þeim mæli, að hún innritaöist í
Listadeild American University í Washing-
ton þar sem hún var viö nám næstu fimm
árin (1954—59). Myndlistarfræðsla skipar
nefnilega þann sess innan Bandaríkjanna,
aö velflestir háskólar hafa einnig sérstakan
geira frjálsrar myndlistar innan veggja
sinna.
Af þessu öllu má ætla, aö myndlistarnám
Ragnheiðar hafi verið vel traust er hún
hverfur úr skóla, þá 42 ára að aldri. Á
skólaárunum hafði hún tekið þátt í tveim
samsýningum, árin 1957 og '58 í Society of
Washington Artist, sýndi þar einnig 1961,
1962 og 1968. Hún gerist virkur þátttak-
andi á ýmsum sarnsýningum, t.d. í Corcor-
an Gallery of Art, Washington D.C. —
Maryland Artists Invitional Exhibition og
Baltimore Museum.
Ragnheiður hafði fjórar einkasýningar í
Washington D.C. 1962, 1964, 1968 og
1970 og sýndi einnig í Alexandria, Virginia
1966, svo og Baltimore Museum of Art
1964/65.
Af þessari upptalningu má vel marka, að
Ragnheiður gerist fljótt aðsópsmikil á sýn-
ingavettvangi eftir að skólanámi sleppir, en
þó má segja, að athafnasemi og listræn
blómstran nái hámarki eftir aö hún flyzt
alkomin hingað heim með manni sínum í
desember árið 1970. Ragnheiður hafði
reyndar alla tíð ræktaö gamla landiö vel
meðan hún var ytra og komið heim til for-
eldra sinna og Hólavallagötunnar á hverju
sumri.
Fyrstu sýningu sína hér heima heldur
hún í Bogasalnum árið 1967 og vakti sýn-
ingin slíka athygli að getum má leiða að
því, hvort það hafi ekki vegið þungt við
ákvörðunartökuna um heimförina, en fleiri
þættir komu einnig viö sögu.
Listrýnendur tóku sýningu Ragnheiðar
vel, Valtýr Pétursson bendir sérstaklega á,
„að styrkur listakonunnar liggi í litameð-
ferðinni, að hún láti smáatriði og sjónar-
spilið veg allrar veraldar og nái einhverju
fersku og lifandi inn i málverkið sem verkar
SJÁ NÆSTU SÍÐU
9