Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1982, Blaðsíða 10
„Hin félagslegu Menn eru óðum að setja sig í stellingar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem framundan eru — leggja höfuðið í bleyti til aö grafa upp ágæti síns flokks og finna auma bletti á hinum. Þetta gengur auðvitað bæði upp og niður en er áreiðanlega hollt viöfangsefni — nokkurs konar úttekt. En upp úr kafinu koma líka stundum skrítnar fullyrðingar, settar fram aö því er virðist án þess aö nokkur rök séu aö baki. Þetta kom mér í huga ekki alls fyrir löngu þegar ég rak augun í fyrirsögn í Þjóöviljanum sem hljóð- aði svo: „Látum ekki hin andfélagslegu öfl komast aftur til valda“ þ.e. hér í Reykjavík. Þarna mun hafa veriö átt við fjöldahreyfingu lýöræöissinnaðra ein- staklinga, sem taldi í síðustu kosningum nær helming kjósenda í Reykjavík. Þetta fólk vill halda á loft einstaklingsfrelsi í trausti þess aö ekki sé um leið gengið á rétt annarra og hefur fundiö sínum félagslegu viðhorfum samastaö innan Sjálfstæðis- flokksins. Það er óráðshjal að félagsleg viöhorf og einstaklingsfrelsi fari ekki saman. í fullyrðingunni fólst líka aö nú sætu hin „félags- legu öfl“ við stjórnartaumana og heföu gert síðasta kjörtímabil og það væri nú aldeilis munur frá því sem áður var. En höldum áfram úttektinni. Eiginlega má líta á hinn félagslega þátt að því leyti sem að borgaryfirvöldum snýr frá þremur sjónarhornum: félagslega þjónustu, félagsleg viö- horf og félagslega stefnumótun. Félagsleg þjónusta er svo víðtækt hugtak og snertir svo marga málaflokka beint og óbeint aö ekki er rúm til að minnast á nema nokkra þætti í stuttu rabbi. En tökum t.d. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Vinstri meirihlutinn léta taka mál hennar til endurskoðunar í upphafi kjörtímabilsins. í nýút- kominni greinargerð um hana kemur í Ijós aö þær hugmyndir sem félagsleg þjónusta hefur verið byggð á, og gekk í gildi 1967 fyrir forgöngu og í meirihlutatíð sjálfstæðismanna, eru jafn gildar nú, að sögn endurskoðandans og óþarft að breyta þar um. Engin hefur hreyft mótmælum. Á síðasta kjörtímabili hefur ekki veriö gengist fyrir neinu stórátaki í dagvistarmálum barna hér í Reykjavík eins og margoft var lofað, heldur rétt haldið í horfinu frá fyrra kjörtímabili. Varðandi málefni eldri borgara hafa engar nýj- ungar komið fram í félagsstarfi þeirra og uppbygg- ing húsnæðis fyrir aldraða miðast við 7% af útsvari borgarbúa eins og ákveðið var að tillögu sjálfstæö- ismanna á fyrra kjörtímabili. Málefnum unglinga hefur lítiö verið sinnt þar sem mest þurfti, þ.e. vegna þeirra ungmenna sem lent hafa utan við hiö hefðbundna æskulýösstarf. Forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson, svarar því til að slík mál komi ekki borgaryfirvöldum við, það séu lögreglumál. Skortur á leiguhúsnæöi í borginni hefur aldrei veriö eins geigvænlegur og nú. Jú, mikiö hefur heyrst um íbúðabyggingar á félagslegum grund- velii og það á að heita nýjung. Veriö er aö byggja verkamannabústaði á Eiðsgranda meö sama sniði og var í meirihlutatíð Sjálfstæöisflokksins en engin íbúð þar er komin í notkun á kjörtímabilinu. Úthlutað hefur veriö lóðum fyrir 43 leiguíbúðir á vegum borgarinnar. Þær er nýbuið aö hanna svo langt er í land. Samþykkt var aö borgin keypti 20 leiguíbúðir. Nú í lok kjörtímabilsins er búiö aö kaupa 3. Engin ný heilsugæsiustöð hefur veriö sett á lagg- irnar á kjörtímabilinu en fyrirheit um 14 orðin tóm. Og hvaö um stuðning borgarinnar viö frjáls fé- lög? Þar hefur verið haldið í horfinu frá fyrri kjör- tímabilum, sumt þó veriö skoriö niöur og sumu sleppt. Alþýðuleikhúsið og Torfusamtökin hafa aö vísu fengið áberandi aukinn stuðning á fjárhagsá- ætlun og þaö er bara gott og blessað. Meö félagslegum viðhorfum er væntanlega átt viö eflingu samkenndar — vítt sjónarhorn út til þjóöfélagsins. Þá verður manni á aö líta til lægst launuöu hópanna — láglaunastéttanna, einstæðra foreldra. Hafa borgaryfirvöld gert gangskör að því að rétta hlut þeirra? Nokkrar ívilnanir? Mér er spurn. Á síðustu fjárhagsáætlun er t.d. felldur niöur styrkur vegna heimilisins sem félag einstæöra for- eldra kom upp af dugnaði og ósérhlífni meö litlum tilstyrk hins opinbera. Hvað um strætisvagnaþjónustuna? Hefur hún batnaö? í eina skiptiö sem vinstri meirihlutinn hef- ur verulega látiö í sér heyra varöandi strætisvagna var þegar troöa átti Ikarus-vögnum hér á göturnar, þrátt fyrir hávær mótmæli þeirra sem áttu aö aka þeim. Jú, mikið er talaö um félagslega stefnumótun — allt á aö verða gott og fagurt í framtíðinni. En hvers vegna var tíminn ekki notaöur þetta kjörtímabil til að auka veg hins félagslega þáttar? Og þá veröur manni á að velta því fyrir sér, hvaða merking felist bak við þessi félagslegu viðhorf í munni vinstri meirihlutans. Sá grunur læðist að manni að félag og félag, þaö sé aldeilis ekki það sama (sbr. Jón og sr. Jón) að áliti núverandi meirihluta. Félag er nefnilega ekki af hinu góða nema ákveðin öfl standi aö baki og hafi þar tögl og hagldir. Frjáls áhugamanna- og líknarfélög eru frekar af hinu illa, sé þessu skilyröi ekki fullnægt. Um þau er talaö af lítilsviröingu. Þau standa eigin- lega í veginum fyrir „okkar“ félögum. Ég get nú ekki stillt mig um að minnast samt á eitt stórkostlegt félagslegt átak sem unnið var á síðasta kjörtímabili. Það er gerö útitaflsins fræga við Lækjargötu. Þaö kom sér nú vel fyrir félagslega uppbyggingu í borginni — kostaöi þegar upp var staðið ekki nema um 220 milljónir gamalla króna, sem auövitaö voru fengnar beint úr vösum skatt- borgaranna. Einhverjir voru svo ófélagslyndir aö mótmæia þessu þjóðþrifamáli — voru svolítiö óhressir líka yfir því hvernig að því var staðið. En þeir geta tekið það rólega. Forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pét- ursson, sagðist bara láta moka yfir allt aftur ef menn væru með múður. Það voru nefnilega „hin félagslegu öfl“ sem voru aö verki. Hulda Valtýsdóttir Öfl“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.