Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 10
— Listahátíð 1982 — AÐ ÁTTA SIG KJARVAL í tilefni Listahátíðar var í gær opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval, en á þeirri sýningu er nýstárleg tilraun: Yfír 250 prentaðar myndir af verkum listamannsins, sem raðað er upp eftir tímaröð. Nú þegar aðeins vantar liðlega þrjú ár uppá aldarafmæli Jóhannesar S. Kjarval — og rétt tíu ár liöin frá því hann fóll frá — erum við enn aö reyna að átta okkur á þessum stórmeistara íslenzkrar myndlistar. Varla líöur svo ár án þess að til komi ný umfjöllun um hann. Þess er skemmst að minnast, aö í fyrra kom út fögur myndabók, þar sem áherzla er lögð á að sýna, hve marghliða listamaö- ur hann var. Á listahátíö í ár er Kjarval enn á dagskrá — á þeim stað, sem ber nafn hans og þar sem haldið verður áfram að kynna hann. Á Kjarvalsstöðum hefur annar sýn- ingarsalurinn löngum verið hafður til sýninga á þeim verkum listamannsins, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Só áætlaö, aö samtals muni vera til um 6 þúsund teikningar og málverk eftir Kjarval, liggur Ijóst fyrir, aö borgin á ekki nema örlítið brot af lífsverki hans. Engu að síður eru mörg frábær verk í því safni og þyrfti aö vera fjárhagslegt bolmagn til þess aö auka viö þetta safn á ári hverju. Hugmyndir um söfn hafa breyzt frá því sem var. Safn þarf að vera lifandi stofn- un; ekki gengur að sömu verkin hangi þar sífellt í sömu skorðum. I samræmi við þær hugmyndir er nú efnt til nýstár- legrar Kjarvalssýningar á listahátíö og tilgangurinn er sá aö átta sig á Kjarval og reyna aö sjá feril hans í róttu sam- hengi. Nú liggur í hlutarins eðli, að þetta er ekki hægt meö því að raða upp lífs- verki hans, sjálfum myndunum, sem liggja eftir hann frá sjö áratuga starfi. Þess í stað er sótt í allt það, sem birzt hefur í bókum og sýningarskrám. Sé því smalað saman eins og gert hefur verið, kemur í Ijós, að það er ekkert smáræði, sem búiö er aö birta á prenti um og eftir Kjarval. En úr þessu hráefni hefur veriö sett saman stórfróðleg myndröð, þar sem ferill listamannsins kemur í Ijós, áratug eftir áratug. Umsjón meö sýningunni hafa þau Þóra Kristjánsdóttir, listráöunautur Kjarvalsstaða, Gylfi Gíslason myndlistar- maöur og Jóhannes S. Kjarval arkitekt, sonarsonur listamannsins. Þegar mig Piltur og stúlka. Teikning með bleki á pappír. bar að garði á Kjarvalsstöðum, hafði Gylfi komið fyrir um 250 prentuðum myndum á langboröum og enn voru að bætast við Ijósmyndir af Kjarvalsmynd- um í einkaeign. Þetta var mikiö púsluspil og Gylfi kvað það hafa veriö heillandi viðfangsefni að koma því saman. „Hugmyndin er þannig upp sprottin," sagði Gylfi, „aö í bandarísku tímariti, Time eða Newsweek, sá ég umfjöllun um Picasso á einhverju stórafmæli hans. Það var gert með því að birta urmul af myndum frá þróunarferli Picassos í frí- merkjastærö. Engu að síður gaf þetta einstaklega skýra mynd af langri leiö listamannsins. Ég haföi þetta í huga, þegar Þóra haföi samband við mig um aöstoö viö fyrirhugaöa Kjarvalssýningu: Að koma upp sýningu innan sýningar- innar, þar sem reynt yröi að rekja ferilinn meö prentuðum myndum. Og nú er þetta að verða til.“ Þegar gengiö er meðfram röðinni, sjá- um við fyrst myndirnar frá skútuárunum og námsárunum ytra. Við sjáum hvernig Jóhannes Sveinsson byrjar á lands- lagsmálverkinu í hefðbundnum stíl meö forgrunni og bakgrunni og viö sjáum áhrifin frá Turner, sem verða til þess að þetta hættir aö vera svona lagskipt, en rennur meira í samofna litaheild. f því sambandi er fróðlegt að vitna í grein, sem þúsundþjalasmiðurinn Emil Thor- oddsen skrifaöi um Kjarval í bókina ís- lenzk myndlist og Kristján Friöriksson gaf út 1943: „Það skal þó sagt, aö í augum okkar samtíðarmannanna eru hinar óhlut- rænu „fantasíur“ hans hvaö síztar að listgildi öllu, enda hefir hann með vax- andi aldri og þroska smám saman fjarlægst áhrif frá Turner, sem hann varð fyrir á fyrstu námsárum sínum í London, en Turner sem hylur ávallt formið og uppleysir það, er óneitan- lega ekki heppilegur lærifaðir upp- rennandi málara." Þetta sagöi Emil 1943. Nú erum við áreiðanlega flest alveg ósammála hon- um um síöra listgildi fantasíumynda Kjarvals. Og eftir margar feröir á vit Turners í National Gallery og Tate Gall- ery í London er ég ekki í neinum vafa um, að það hefur einungis verið Kjarval til góös aö taka á sig þann krókinn á leiöinni í danska akademíiö. Eftir lokapróf þaðan 1918 er Kjarval orðinn fullþroskaöur málari og viö sjáum þarna myndir hans frá þriöja áratugnum, þegar hann var fjölskyldufaöir við kröpp kjör í Reykjavík. Frá þeim tíma eru fresco-myndirnar í Landsbanka fslands, ýmsar merkilegar fantasíur og andlits- myndir, sem skipa honum í röð stór- meistara í teikningu. í því sambandi er vert að minna á litla olíumynd, sem ég held að hafi ekki verið sýnd áöur: Sjálfsmynd, þar sem örvæntingarsvipur er á andliti listamannsins, en Tove kona hans er þarna einnig í prófíl. „Ég hafði séö þessa mynd áður og þótti hún alls ekki merkileg á móti ýmsu öðru, þar til Ijóst var, að hún er máluð sama árið og þau skildu Kjarval og Tove. Þá skilur maður spennuna, sem þarna er á ferðinni og myndin öðlast alveg allt aöra og dýpri merkingu," sagði Gylfi. Og þá komum viö enn að því, sem oft er þrástagast á; nefnilega því, að mynd eigi einungis að vera „veizla fyrir augaö“ og það breyti engu af hverju hún sé, eða fyrir hvað hún standi. En þessi orð Gylfa eru einmitt sláandi í þá veru, að svona er þessu ekki varið. Verkiö öölast andlegt gildi til viðbótar við þaö myndræna, vex og verður verðmætara. Við höldum áfram að gaumgæfa röö- ina. Þegar kemur framyfir 1930, sést að nú tekur Kjarval landslagið nýjum tökum og leggur vaxandi áherzlu á þaö. Margir halda að hraun og mosi hafi alla tíð veriö uppistaðan í verkum Kjarvals, en þaö rétta er, að hann er orðinn 45 ára, þegar hann fer að glíma við þetta myndefni, sem á eftir að verða aðdáendum hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.