Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 13
betra aö eiga viö þennan hól í dumb- ungi. Sjáiö þið beitibuskuna. Hún er síö- sumarsblóm; stendur kannski út sept- ember. Viljiö þið hnetur, bræöur? Hann tók hnetupoka upp úr vasa sín- um og henti til okkar. — Þaö er gott aö boröa hnetur, sagöi hann og markaði fyrir mosaþembu neðan viö hólinn. Sjálf- ur neyti ég einskis meöan ég vinn. Ekki einu sinni sherry eöa hangikjöt. Maður má ekki leyfa sér allt. Eruö þiö eitthvaö aö læöast? Hann fór aö raula og smuröi á léreftiö meö fingrunum jafnt sem penslinum. Skugginn af honum féll á léreftiö þar sem hann var aö mála, en þaö virtist ekki trufla hann neitt. Hann hætti aö raula og sagöi: — Einu sinni vildu myndirnar veröa í þrem hlutum hjá manni: forgrunnur, miðjan og fjarlægöin, hvað út af fyrir sig. Þaö kostaöi óskaplega vinnu aö fá þessa þrjá hluta til aö falla saman í heiid. r— Hvernig ætlaröu aö fá himininn í þessari mynd til aö falla saman viö þaö, sem kemur fyrir neöan? — Þaö verður vandamál. Ég leysi þaö ekki hér. Nú fer ég heim meö þetta og kannski verður eitthvaö úr þessu hjá manni. Ég á nákvæma teikningu af hóln- um. Nú gerði ég skakkt, ég má ekki hafa þennan lit hér. Mikiö er þetta ógeöslega Ijótt hjá mér. Eruö þiö ekki alveg búnir aö missa trúna á mér, piltar? Eruð þiö ekki hroöalega skúffaöir? Þaö var bara verst að taka hann Isleif ekki meö. Heyrðu ritstjóri, geturöu ekki haft hann ísleif á baksíöunni. Hann mál- ar svo fína hvítabirni. Maöur á aö reyna að láta gott af sér leiða. Sólin var komin vestur á himininn og blikan, sem þar var, dró úr skörpustu birtunni og geröi skuggana ógreinilegri. Ljósmyndarinn var búinn meö filmurnar sínar. — Nú hættum við þessu, sagöi Kjar- val. Hatturinn var kominn einn hring og sneri nú orðið rétt. Hann lagöi krossviö- artöskuna saman, pakkaöi litunum inn í skyrtuna og lagöi tvistinn á sinn staö í sprunguna. — Halda á þessu fyrir mig, bílstjóri. Fínimann, fínimann. — O — — Viö þurfum póló aö drekka, sagöi meistarinn, þegar.viö komum á Kópa- vogsháls. En þaö var ekki til póló heldur aöeins sínalkó eöa kók. Það varö aö hafa þaö. Þá sneri hatturinn orðið öfugt aftur. Nokkrir smástrákar lögöust á rúö- una hjá Kjarval og mændu á hann. Þá gretti hann sig og því var vel fagnað. — Bílstjóri, sagði Kjarval, — fáöu þessum börnum peninga fyrir drykkelsi. Þessir ungu menn eru svo efnilegir. Líka málararnir. Þeir eru séní. Skilja allt svo vel. Strákarnir komu aftur hlaupandi og bönkuöu í rúöuna hjá Kjarval. — Áttum viö aö kaupa eitthvaö fyrir Þ'9? — Þiö áttuö aö hafa þetta fyrir drykkelsi, sagöi meistarinn, en þeir skildu ekki. — Þiö megiö eiga þetta, fariö og kaupið ykkur aö drekka. — Þá skildu þeir og lustu upp fagnaðar- ópi um leiö og þeir hlupu í sjoppuna. Viö ókum áfram. — Þegar ég var á skútu rétt eftir aldamótin, þá sagöi einn kallinn viö mig: „Mikiö helvíti leizt mér alltaf illa á þig. En þaö hefur rætzt úr þér.“ Þeim þótti ég eitthvaö gugginn. — Varstu þá farinn aö teikna? — Ég teiknaöi stundum um borö. Bíl- stjóri, niður Snorrabraut og svo meö sjónum. Þaö er svo fallegt. Bara aö viö truflum engan. — Hann tók ofan og bauð góðar stundir utan viö vinnustofuna á Laugarnesvegin- um. — Listahátíð 1982 — NYTJASKART Sýning sem íslenzkur heimilisiönaður stendur að Á listahátíö aö þessu sinni veröur aö vanda margt aö sjá og heyra. íslenzkri hönnun veröa gerö sérstök skil meö sýn- ingu á Kjarvalsstööum og veröur fjallaö um þá sýningu í Mbl. í Lesbók er hinsveg- ar vakin athygli á merkilegri Kjarvalssýn- ingu — sjá opnuna hér að framan — og hinsvegar sýningu, sem (slenzkur heimil- isiönaður stendur aö og ber heitið: Nytja- skart. Sjálft heitiö er lýsandi og segir hvaö hér er um aö ræöa. Fagur gripur gleður augaö, en hann getur einnig veriö til nytja. Raunar á þaö viö um listiðnaö yfirleitt. Hitt er svo annaö mál, aö hlutir af þessu tagi eru til misjafnlega mikilla nota. íslenzkur heimilisiönaöur hefur val- iö þrjá aðila, sem fyrirtækiö hefur á sínum snærum og hafa þeir fengiö þaö hlutverk aö hanna sérstaklega og búa til gripi á sýningu í tilefni Listahátíöar 1982. Þessir aöilar eru Listiðnaöarverkstæöi Katrfnar og Stefáns, Vefstofa Guörúnar Vigfús- dóttur á ísafirói og Jens Guðjónsson gullsmiður. Hjónin Katrín Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson vinna saman í batik og hafa kosiö aö sýna kvenfatnaö: Kjóla, buxnasamstæöur og tjaldkjóla. Þetta er glæsilegur fatnaöur eins og myndirnar ættu aö bera meö sér og liggur í hlutarins eðli, aö notagildiö er mest hér. Fró Vefstofu Guörúnar Vigfúsdóttur á ísafiröi eru sýndir höklar, kjólar og vegg- teppi og hökullinn á myndinni er fagur í einfaldleika sínum. Jens Guöjónsson þarf varla aö kynna, svo víðkunnur er hann fyrir sérstæöa og persónulega skartgripi, sem iofa meistar- ann. í seinni tíö hefur Jens í vaxandi mæli snúiö sér aö sjálfstæöum myndverkum, skúlptúr úr silfri eöa öörum málmum ásamt steintegundum og kristal. Þarna er Jens aö sjálfsögðu kominn út fyrir sviö nytjalistar, en heldur henni áfram í geró skartgripa. Á sýningunni eru einnig skúlptúrverk úr silfri, sem einnig má nota fyrir blómavasa og þar meö er listaverkið oröiö nytsamt. Raunar nær ekki nokkurri átt aö segja, aö listaverk hverrar tegund- ar sem er, séu ekki nytsöm, þótt ekki hafi þau beint notagildi. Aö ofan: Silfurskúlptúr eftir Jens, sem hann nefnir Bjarg- fugl, en sumir þykjast raunar sjá Concorduna ensk-frönsku í verkinu. Til vinstri: Blóma- vasi úr silfri og til hægri: Silf- urskál, allt eftir Jens Guó- jónsson. Sjá einnig næstu síðu Gísli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.