Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 2
Ásgeir Jakobsson tók saman 2. hluti Steinvör systir Þóröar Kakala talaði ótæpilega yfir hausamót- unum á Hálfdáni bónda sínum og lauk svo ræöunni, „aö ég tek vopnin og mun vita ef nokkurir menn vilja fylgja mér, en ég mun fá þér af hendi búrlyklana“. Nú líður sumarið og tekur fast að óhægjast fjárhagur Þórðar og gengur uppí kostnað allt það er laust var. Þá er það einhverju sinni, að Þórður situr að tafli og kemur þá inn Hallvarður bóndi og ofrembingurinn og gekk snúð- ugt. Bárður Hjörleifsson var þarna í stofu og hann spyr Hall- varð frétta, því að Hallvarður hafði verið í konungsgarði, en skip var þá nýkomið vestan af Orkneyjum. „Eigi skortir tíðindin frá frændum ykkar á íslandi, bar- dagar stórir og höfðingjalát og mannfall mikið," sagði Hall- varður. „Hverjir hafa höfðingjar lát- izt,“ spurði Bárður. „Sighvatur og Sturla og allir synir hans.“ Þá lét Þórður af taflinu og svarar svo tíðindum: „Fleira slátra íslendingar en baulum einum ef satt er.“ „Þórður kom í konungsgarð og vildi heyra tíðindin. En er hann kom þar voru honum sömu tíð- indi flutt. I þessum atburðum bar margar skapraunir að Þórði, fyrst í mannaláti svo göfugra frænda, og þar með var hann orðinn peningalaus, svo að hann mátti eigi halda fylgdarmenn sína, og þar með var hann orð- inn fyrir fæð nokkurri af kon- unginum, er flestum þykir þyngst fyrir að verða. Gengu nú allir menn hans frá honum nema skósveinn hans. Bar Þórð- ur sig vel.“ Bárður Hjörleifsson yfirgefur ekki Þórð, þótt óvænlega horfi fyrir honum, heldur hvetur bróður sinn Aron til að hlaupa undir bagga með Þórði, og kona Arons, Ragnhildur, er með Bárði í „þessum málflutningi". Bárður leitar fyrst eftir því, . hver afstaða Þórðar sé til Arons og hvort hann muni þiggja hans hjálp. Þórður segist ekkert hafa móti Aroni, honum hafi eflaust rekið nauður til þess, sem hann hafi mótgert sínum frændum og sér hafi ekki nema einn hlutur mislíkað við Aron og hann var sá, að Aron hafði ekki viljað gerast lögunautur Þórðar, þegar Þórður gerðist hirðmaður. Þau Bárður og Ragnhildur leggjast nú á eitt í máli Þórðar við Aron, sem er tregur til að- stoðar við Þórð. Þá er það einn morgun, að Ragnhildur varð þess áskynja, að Þórður hafði „sett út þann eina grip, sem hann átti svo fé tæki" eða með öðrum orðum, sem seljanlegur var, en það var skarlatsskikkja fóðruð með hvítum skinnum. Ragnhildur segir manni sín- um, hvernig nú sé komið fyrir Þórði. „Aron spratt þá upp og gekk við þriðja mann til lofts Þórðar. Var hann þar einn og skósveinn með honum." Þeir tóku tal saman og drykkju og skildu svo, að Aron bauð Þórði til sín, sem Þórður þáði, og að auki sagði Aron, að hér eftir skyldi eitt yfir þá báða ganga og tókst með þeim vin- átta. Það má skilja þessa frásögn Heimkominn aö hefna fööur síns og bræöra svo, að Aroni hafi runnið til rifja að sjá þennan mikilhæfa landa sinn svo nauðuglega staddan, því að hann var hinn bezti drengur, enda uppfræddur af Guðmundi hinum góða, en honum hefur einnig gengið það til, sem áður er sagt, að hann vildi út til íslands. Aron hefur haft trú á því, að Þórður ætti eftir, þrátt fyrir þessa tíma- bundnu niðurlægingu, að eflast á íslandi og gæti þá Aroni orðið þar styrkur að honum, sem og varð. Það kemur víða fram, að menn hafa trú á Þórði, þó nauð- uglega horfi fyrir honum. Aron notar nú vinfengi sitt við Hákon konung til að tala máli Þórðar en sóttist það erfið- lega. Þó kom svo um síðir, að konungur tók Þórð í sátt. Það gekk svo eftir, sem þeir bræður, Bárður og Aron, höfðu ætlað, að Þórður réði framúr þeirra mál- um á Islandi og voru þeir þar í liði hans. Athafnaleysiö við hirðina var honum leiðigjarnt Þegar Þórður kakali kemur til hirðar Hákonar konungs 1237, hefur hann vænt sér frægðar og frama í herförum með konungi, en Hákon konungur lá ekki í hernaði um þær mundir, og at- hafnaleysi við hirðina hefur orð- ið þessum unga og framgjarna manni leiðigjarnt. Hann leggst í drykkju og svo sem skapi hans var farið, hlaut það að verða stórdrykkja og ríkmannleg. Nú segir ekkert af Þórði í kon- ungsgarði fyrr en hann fær far- arleyfi út til Islands í haustbyrj- un 1242. Það má ímynda sér, að Þórður hafi ekki fengið leyfi konungs fyrr, vegna þess, að Hákon hafi viljað reyna, hver styrkur honum yrði að Kolbeini unga Arnórssyni og Gissuri Þorvaldssyni, sem urðu valda- mestir í landinu eftir Örlygs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.