Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 6
Pedersen bústjóri, annar frá hægri, og danskir gestir hans á veiðum í Viðey. Pedersen var bústjóri á þeim árum sem Milljónarfélagiö haföi sjálft búreksturinn. Ágúst 1933: Það var enginn hversdagslegur viðburður við Sundbakkann í Viöey, þegar Charles Lindbergh flugkappi lenti flugvél sinni þar, kom í land og gisti. Hér hafa Viðeyingar skotið út bátum til að athuga flugvélina nánar. I baksýn eru fiskverkunarhúsin, en þegar hér er komiö sögu, er Kárafélagið gjaldþrota fyrir nokkru og tilraun Viðeyinga sjálfra til að reka Stöðina, runnin út í sandinn. Tankurinn, sem gnæfir yfir, var einn fyrsti og lengi vel stærsti bensíngeymir landsins, reistur þarna 1929 og síðar dreginn sjóveg til Akraness. Ljósmynd: Svavar Hjaltested. niður, — annaðhvort meðvit- undarlaus eða látinn áður en skipið gaf sig endanlega. í þessu fárviðri, 7. apríl 1906, fórust þrjú þilskip úr Reykjavík með samtals 68 mönnum. Milljónarfélagið kemur til sögunnar Eftir fjögurra ára búskap í Viðey, freistaðist Eggert Briem til að selja höfuðbólið, því nú stóð mikið til: „Fyrirmyndarbú", stórfelld jarðrækt, kynbætur og stórútgerð á Sundbakka, gegnt Gufunesi. Það var Miiljónarfélagið, sem hafði þessi ósköp á prjónunum; danskættað fjármagn í bland við íslenzkt að baki. Islendingar höfðu samt miður góða reynslu af Viðeyjarbúskap Dana og varð margur til að spá illa fyrir framtakinu. Þó gat skipt sköp- um, að hér var verið að ráðskast með gras af peningum: Milljón var þá jafn mikið og samanlögð íslenzku fjárlögin og þótti skelfileg upphæð. Islenzkir athafnamenn áttu aðild að þessu félagi; Thor Jensen og Pétur J. Thorsteinsson, kaup- maður og útgerðarmaður á Bíldudal, sem fluttist búferlum út til Kaupmannahafnar 1903, en hélt áfram atvinnurekstri sínum á Islandi. I Höfn kynntist Pétur Aage Moller, kaupmanni þar í borg, sem hafði lítillega kynnst gróða af verzlun bæði á Grænlandi og íslandi. Vitað var að nú yrði að hafa snör handtök; Island búið að fá sæsíma og þar- með rofin sú einangrun, sem verið hafði dönskum kaup- mönnum mjög hagstæð. Milljónarfélagið hét raunar P.J. Thorsteinsson & Co. og var stofnfundur þess haldinn í Kaupmannahöfn 1907. Eignir Péturs á Bíldudal, Patreksfirði og í Hafnarfirði runnu sem hlutafé til félagsins og námu 205 þúsundum. Thor Jensen segir frá því í minningum sínum, sem Valtýr Stefánsson skráði og heita „Framkvæmdaár", að framlag hans hafi verið jafnt og hjá Pétri. Til að svo mætti verða, seldi Thor Jensen skip og eignir, þar á meðal verzlunina Godt- haab í Reykjavík. Aðrir hluthaf- ar voru danskir; til dæmis fyrr- nefndur Aage Meller og Christi- an Rasmussen í firmanu A.T. Moller & Rasmussen í Leith. Um þessar mundir fór kreppuhjal eins og pest um heiminn og Danir kipptu svo mjög að sér hendinni, að stofn- féð nálgaðist aldrei að verða milljón. Athyglisvert er, að tveir mögnuðustu athafnamenn þjóð- arinnar skyldu geta lagt fram hluti sem námu 40% fjárlag- anna, en eins og fyrri daginn stóð ekki á úrtölumönnum. Voru Allaballar þess tíma saman komnir á fundi íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn og sam- þykktu harðorða ályktun, þar sem íslenzka þjóðin er vöruð við þeirri hættu, „sem af því stafi, ef kæfa eigi íslenzka atvinnu- vegi í erlendu peningaflóði“. Samskonar viðbrögð áttu sér raunar stað, um það bil áratugi síðar, þegar Einar Benediktsson hafði stofnað Titan-félagið og var með plön um áburðarverk- smiðju og hafskipahöfn í Skerjafirði. Framkvæmdir hefj- ast í Viðey Thor Jensen virðist hafa borið hitann og þungann af undir- búningi í Viðey og gera menn sér strax ljóst, að það sé mikill annmarki að staðsetja atvinnu- reksturinn úti í eyju. En hafskipabryggja var þá engin í Reykjavík og aðstæður til hafn- argerðar taldar ákjósanlegar við austurenda Viðeyjar; aðdjúpt, en ágætt athafnasvæði þar upp- af. I minningum sínum segir Thor Jensen svo: „Þegar ég kom heim þetta vor (1907) lagði ég mesta áherzlu á að undir- búa framkvæmdir í Viðey sem fljótast og bezt. Við þurftum að koma upp hafn- armannvirkjum og það sem allra fyrst. Þarna gátu skip félagsins fengið örugga og skjóta afgreiðslu í hvaða veðrum sem var. Var þarna hægt á tiitölulega ódýran hátt að skapa allt önnur hafnar- og afgreiðsiuskil- yrði en voru í Reykjavík, og taka á móti fiski til verkun- ar í stórum stíl. Undireins og vinna hófst fyrir alvöru úti í eynni, urðum við að halda uppi föstum bátaferðum milli eyjarinnar og Reykjavíkur. Félagið leigði 40 hektara lands í austanverðri eynni, upp af hinum svonefnda Sundbakka. Árleg leiga var 2.000 krónur, en leigutím- inn 99 ár. “ Um sumarið 1907 var hlaðið rammgert bólverk og smíðuð bryggja, 267 fet á lengd og á henni stór bryggjuhaus. Reist var íbúðarhús fyrir verkafólk og fiskgeymsluhús, lagðar spor- brautir frá bryggjunni út á stakkstæðin — og síðast en ekki síst: Keyptir tveir togarar, Snorri Sturluson og Freyr. Vegna bryggjunnar reis einnig á Sundbakka birgðastöð fyrir danska olíufélagið D.D.P.A., sem hafði þá að mestu leyti olíu- verzlunina á Islandi í sínum höndum. Og kolageymsla reis þar fyrir dönsku varðskipin. Thor Jensen greinir frá því í minningum sínum, að fljótt hafi það valdið sér vonbrigðum að standa að þessu félagi. Thor var vanur að taka ákvarðanir einn og það hafði gefizt vel. Honum þótti sem Aage Möller forstjóri í Kaupmannahöfn hefði tilhneig- ingu til að líta á sig sem aðalfor- stjóra og leiddist að þurfa að svara endalausu flóði bréfa og fyrirspurna frá honum. Thor Jensen var vanur að nota tím- ann til annars. Strax á öðru ári er ljóst, að það er Thor Jensen kvöl og pína að taka þátt í samstarfinu og hann er þá þegar farinn að huga að möguleikum til að losna, enda þótt hann tapaði á því stórfé. Meðal annars kom það upp, að Aage Möller þóttist eiga sérstök og verðmæt fisksölu- sambönd í Suðurlöndum sem höfðu raunar verið virt sem hlutafé; auk þess vildi hann fá 12 þúsund krónur á ári fyrir að láta félagið njóta þessara sam- banda. Pétur Thorsteinsson hélt út til 1909; þá fékk hann sig lausan og einhverja fjármuni fékk hann fyrir sinn hlut. En í Viðey voru hjól atvinnulífsins tekin að snúast og Thor Jensen hafði þar auga með öllu. Sumarið 1907 hafði kóngurinn verið á ferðinni og var það nefnt „veizlusumarið mikla“. Stóð þá mikið til og margt á prjónunum, þótt efnd- irnar yrðu gjarnan á annan veg. Meðal annarra kom Aage Möller til íslands og hélt hann út í Við- ey að líta á mannvirki og starf- semi Milljónarfélagsins. Á ein- hverjum metnaðarfullum augnablikum var því stungið að honum, að félagið ætti að eign- ast Viðey alla og setja þar upp fyrirmyndarbúskap. Er ekki að orðlengja, að kaup- in voru gerð að Thor Jensen for- spurðum og settur danskur bústjóri til að koma búinu sam- an og stýra því. Thor Jensen gat ekki séð að þetta kæmi hlutverki félagsins við og yrði því sízt af öllu til framdráttar í rekstrar- fjárskorti þess. Sjálfur átti hann þá 7 kýr í fjósi á bak við húsið á Fríkirkjuveginum og þegar kýrnar mjólkuðu meiru en heimilið torgaði, var svo um samið, að Hótel ísland fengi 15 lítra á dag. Þetta kærði danski bústjórinn í Viðey fyrir Möller forstjóra og fékk hann bréf um málið, þegar hann var ásamt Thor Jensen í fisksöluleiðangri á Spáni og gerði mikið veður úr. Thor Jensen varð svo reiður útaf þessu, sem honum fannst alger tittlingaskítur og hégómi, að hann kvaddi og hélt hið snar- asta heim til Islands. Það var kaldhæðnislegt, að þetta búskaparframtak félags- ins í Viðey varð til þess að nú sjást þar engin ummerki um það, sem áður hafði verið byggt og heyrði til sögunni. Öll torfhús voru rifin og járnklædd timb- urhús reist í þeirra stað. Prentstofan, sem notuð hafði verið fyrir dúnhreinsun, mun þá hafa verið jöfnuð við jörðu. Og móhúsi, lambhúsi og smiðju, sem enn stóðu á gamla bæjar- stæðinu undir Sjónarhóli, var rutt burt og bæjarstæðið gamla plægt. Undir nýjan grænmetis- garð fór gamla kirkjustæðið og klausturkirkjugarðurinn og sjást síðan engar minjar um klaustrið. Einnig var breytt sjálfri Viðeyjarstofu, en sú breyting var afmáð síðar. Menn létu sér þá allt slíkt í léttu rúmi liggja. Annað vakti meiri athygli og það var fífil- bleikur graðhestur, sem fluttur var inn til kynbóta og hafður í Viðey. Komu menn til að sjá þetta undur í hestlíki, — hitt var verra að merarnar sem hann fyljaði, gátu ekki kastað vegna stærðar fóstursins og varð að lóga þeim. Mátti það heita táknrænt fyrir þetta danskætt- aða framtak. Niðurlag í næsta blaði. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.