Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 5
Með hjákonunni Jeanne átti Zola tvö börn og með sérstökum búnaði tók hann myndir af sér í faðmi þeirrar fjölskyldu. Þessi mynd er tekin 1897. París glæsimennskunnar og rómantíkurinnar, þegar síðklæddum konum með barðastóra hatta var ekið um götur á lystikerrum, sem hestar drógu. Myndina tók Zola á Óperutorg- inu um aldamótin. Aldamótin 1900 í París, heimssýning sem nær yfír 115 hektara svæði og vakti geysilegan áhuga hjá Zola. Eiffelturninn var byggður í tilefni þessarar sýningar, en hér er það Höll rafmagnsins — og frúrnar skarta allar regnhlífum. um, gera vissar stundir sem hann hefur átt með öðrum eilíf- ar. Ljósmyndin gerir honum lífið léttara þegar hann verður að fara í útlegð. Hún megnar að fullvissa hann um tilvist þeirra sem honum þykir vænt um, og sennilega er hægt að skýra hinn mikla fjölda mannamynda sem hann hefur tekið út frá því. Ljósmyndin styttir fjarlægðina að vissu marki, hún verður nokk- urs konar töfrabragð sem gerir Zola kleift að þola aðskilnaðinn sem hann má búa við“ (Jean Sagne: „Ljósmyndarinn Emile Zola“). atvinnumanna, „sigur yfir heiminum“, og þegar er ljóst að brátt verður hægt að nota ljósmyndina í dagblöðum, tíma- ritum og bókum (í Frakklandi er byrjað á slíku um 1910). Fljótlega verður óhjákvæmilegt að sýna lífið eins og það er, gleði þess og sorgir, til þess að hver og einn geti séð hvernig hlutirnir eru í raun og veru: Lewis Hine birtir frétta- myndir sínar af börnum í verksmiðjum New York-borgar, Atget tekur myndir af götum Parísar ... og svo er það Zola, en nú fyrst eru menn búnir að uppgötva hinar óviðjafnanlegu fréttamyndir hans frá Heimssýningunni árið 1900. Frétta- ljósmyndarar eru enn mjög fáir. Þið hljótið því að geta gert ykkur í hugarlund hversu hrærður ég varð þeg- ar læknirinn Francois Emile-Zola, son- arsonur rithöfundarins, leyfði mér loks að nálgast, skoða og snerta þetta dýr- mæta safn. Ég ímyndaði mér rithöfund- inn í garði sínum, þar sem hann væri að stilla af mestu nákvæmni eina af hinum mörgu vélum sínum, til þess að ná sem best á filmu lifandi minningum um hamingjusamt líf, myndum sem gætu auðgað lífið í Verneuil. Eða þá að hann væri með svuntu garðyrkjumannsins í einu af vinnuherbergjum sínum, að framkalla myndir af sömu samvisku- semi og hann stundaði rannsóknirnar sem voru honum nauðsynlegar til að geta skrifað skáldsögur. Myndir hans, í dauf-fjólubláum lit, eru flestar jafn ný- legar og á fyrsta degi, sumar hafa verið yfirfarnar, eru orðnar bláleitar; aðrar hafa verið framkallaðar á gráhvítan platín-pappír eða þá á þennan fræga „Pan“ bróm-pappír. Öllum myndunum fylgir texti eftir rithöfundinn sem skrifar stundum svona undir: Ljós- myndarinn Emile Zola. Gott fordæmi mörgum atvinnumönnum enn í dag, því Zola sýnir þannig ekki einungis tækni- lega yfirburði heldur einnig augljósa hæfileika til að setja saman efni. Á svipaðan hátt og hann gerði í rit- verkum sínum, sækir Zola efnið í næsta nágrenni, fyrst og fremst til fjölskyldu sinnar. Ef til vill langaði hann til að upplýsa leyndardóma hennar og halda tímanum kyrrum. Myndirnar af Jeanne Rozerot, móður barna hans, vekja með okkur djúpar til- finningar. Honum hefur tekist að festa á filmu sérstæða fegurð hennar, stund- um í garðinum, þar sem augnaráð henn- ar er örlítið dapurt en þó dreymið; aðrar myndir af henni eru úr einkalífi þeirra, þar sem hún er klædd í hvítt lak með naktar axlir. Þessar myndir gætu kall- ast „draumur um kvenlíkama". Svo eru enn aðrar sem sýna Jeanne með börnum Sjálfsmynd frá 1896. þeirra, Denise og Jacques, við miðdeg- iskaffiborð eða við leiðréttingu heima- verkefna þeirra. Rithöfundinum þykir vænt um þessi augnablik, og tekur myndir af sjálfum sér með fjölskyld- unni, þar sem allir haldast í hendur. Þessar „sneiðar af lífi“ eru fullar af ást- úð og hafa sjálfsagt hjálpað honum til að þola útlegðina í Englandi. (Zola var í Englandi þar til öldurnar tók að lægja vegna Dreyfus-málsins. ritstj.) Þrátt fyrir myndirnar úr einkalífinu megum við ekki gleyma allri orkunni sem Emile Zola notar við ljósmyndatök- una, hún er jafn mikil og sú sem hann eyddi í hina miklu vinnu sem rithöfund- ur. Hann tekur myndir af uppstilling- um, myndir af blómum, landslagi, fólki, lestum, bílum, myndir af London þegar hann var í útlegðinni, og af París sem hann dáir svo mjög. Það er heldur ekki hægt að láta sem myndaflokkurinn stórkostlegi sem hann tók á Heimssýningunni 1900 sé ekki til. „Hann mundar vélina frá öllum hlið- um,“ skrifar sonarsonur hans, læknir- inn Francois Emile-Zola, „til þess að geta tekið myndir klifrar hann upp á svalir, fer upp alla stigana í Trocadéro- turnunum, eða upp á hæðirnar tvær í Eiffelturninum nýbyggðum." Þannig getur hann sýnt mannfjöldann, mikil- fengleikann og víðáttuna sem þrýsta sér á hlið og dyr tuttugustu aldarinnar. Við verðum að játa að Zola hagar sér eins og brautryðjandi. Við getum viðurkennt þá staðreynd og dregið eftirfarandi lokaályktun: Að- ferðir Zola við ljósmyndagerð og skáld- sagnaritun eru mjög áþekkar. Sama hugsun, sömu hugmyndir, sömu athug- anir, þessi löngun til að tala um hlutina og sýna þá. Ef til vill gerir hann það af meiri krafti með ljósmyndinni, vegna þess hve hún er „opinberandi". Og Zola uppgötvar þessa staðreynd betur með hverjum deginum sem líður. „ ... Það er ljósmyndin sem teiknar, um leið og hún litar,“ skrifar hann, „hún er lífið sjálft." Sem sannur listamaður lætur Emile Zola sér annt um að aðlaga sig að þess- ari afmörkuðu listgrein, og spurningin er aðeins sú, hvort verk hans á sviði hennar hefðu ekki smám saman varpað í skuggann verkum skáldsagnahöfund- arins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.