Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Frummynd Sigurjóns
Jóhannssonar
leikmyndateiknara af einni
leikmyndinni í Oresteiu:
Borgarhlið Argosborgar.
Oresteia í Þjóðleikhúsinu
HARMLEIKUR
GUÐA OG MANNA
Helgi Hálfdanarson rekur aöfara hins fræga þríleiks
Æskflosar, sem hann hefur þýtt
Þríleikurinn Óresteia á sér
að efni til fjölþættar rætur í
forngrískum goðsögum og
þjóðkvæðum.
Er þar fyrst til að taka, er
Óiimpsguðir rísa gegn einveldi
jötnahjöfðingjans Krónosar og
berjast til sigurs í alheimi
undir forustu Seifs, er síðan
varð herra himins og æðstur
guða. í þeirri styrjöld varð
Prómeþeifur, sonur Jarðar, hin-
um nýju máttarvöldum að liði,
svo að úrslitum réð. í þakk-
arskyni var Prómeþeifi boðið
til snæðings við borð Ólimps-
guða. En er hann leit dýrð
goðheims, rann honum svo til
rifja eymd dauðlegra manna,
að hann stal neista hins heil-
aga elds og hafði með sér til
jarðar. Kenndi hann mönnum
að fara með eld, bræða við
hann málm og smíða sér verk-
færi og vopn. Seifur óttaðist
vald manna á eldinum og
krafðist algerrar undirgefni af
Prómeþeifi. En Prómeþeifur
þverskallaðist; og fól þá Seifur
eldguðinum Hefestosi að
hlekkja hann við klöpp á
fjallstindi, þar sem örn sleit
lifur hans um daga, en um
nætur óx hún jafnhraðan. Með
því að Prómeþeifur vildi enn
eigi kaupa sér vægð, hlaut
hann að búa við harmkvæli
þessi; og liðu svo tímar fram.
Næst er að geta Pelóps kon-
ungs í Argos á Grikklandi.
Hann var sonur Pleisþenesar
Tantalossonar. Synir hans voru
þeir Atreifur og Þíestes. Deildu
þeir um ríkiserfðir eftir föður
sinn, og veitti Atreifi betur í
þeim viðskiptum. En Þíestes
hafði tælt konu Atreifs bróður
síns til lags við sig; og í hefnd-
arskyni bauð Atreifur honum
til veizlu, þar sem hann bar
honum kjöt af ungum sonum
hans tveim, sem hann hafði
myrt. Þíestes neytti kjötsins í
grandaleysi; en er hann varð
þess vísari, hvað orðið var,
formælti hann allri ætti Pleis-
þenesar. Þíestes var rekinn í
útlegð, og hafði hann með sér
hinn þriðja son sinn, Ægistos,
sem þá var í reifum.
Atreifur konungur átti tvo
sonu, Agamemnon og Menelás.
Skiptu þeir með sér völdum að
Atreifi látnum. Agamemnon
sat í Agrosborg sem faðir
hans og átti fyrir drottningu
Klítemnestru dóttur Tindareifs
konungs í Spörtu. Móðir Klít-
emnestru var Leða, sem Seifur
himnaguð lagði ást á. Vitjaði
guðinn hennar í líki svans og
gat við henni dóttur þá, sem
nefnd var Helena hin fagra.
Margt ungra höfðingja lagði
leið sína til hallar Tindareifs
konungs til þess að keppa um
ástir Helenu. Kom þeim sam-
an um að gangast undir þann
eið að hlíta vali hennar og
leggja lið hverjum þeim, er
hún kysi, hvenær sem honum
þætti þurfa. Svo fór, að Hel-
ena varð drottning Menelásar
Atreifssonar, sem síðan gerð-
ist konungur í Spörtu eftir
tengdaföður sinn Tindareif.
Nú er þess að minnast, hvar
Prómeþeifur liggur fjötraður
á fjalli. Hann hafði fyrrum
numið leyndarmál af móður
sinni og geymt vel. Var það
forn spádómur á þá leið, að
Seifur myndi hrekjast frá
völdum, nema hann fengi mik-
ilvæga vitneskju í tæka tíð.
Þessa vitneskju neitaði
Prómeþeifur að láta uppi,
nema Seifur leysti fyrst af
honum fjötrana. Að lokum sá
Veiðigyðjan Artemis, tríburasystir Appotos.
8
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16