Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 13
Og einn þeirra var Guðmundur Magnússon skáld — Jón Trausti. Hann dó 18. nóvember 1918 að- eins 45 ára gamall. Þá sló myrkva á hugi fólks um allt land, andlátsfregnin olli söknuði og sárum trega. Og þar munu íslenskar bókmenntir e.t.v. hafa beðið hnekki, sem hvorki verður metinn né bættur. Eins og fyrr segir var skáldið fjallgöngumaður mikill. Sannari einkunnarorð fyrir hann sjálfan er hér fara á eftir gat hann ekki látið eftir sig: „Annað, sem dregur mig að heiman til fjall- anna, er víðsýnið. Ég er skapað- ur með einhverri undarlegri þrá eftir víðsýni — eftir því að kom- ast hærra og hærra og sjá yfir meira og meira í einu. Ég held þetta sé máttarþátturinn í öllu lífi mínu og striti. Víðsýni bæði í tíma og rúmi. Fróðleiksþrá mín fékk svölunina af skornum skammti á uppvaxtarárunum. Kannski það sé því að þakka að hún endist enn.“ Á árinu 1979 kom út bók í ís- lenskri þýðingu, skáldsagan „Hundrað ára einsemd" eftir eitt frægasta nútímaskáld spænskumælandi landa, Kól- ombíumanninn Gabríel Garcia Marquez. Þar er sagt í eftir- mála, að höfundur taki þar mið af sjálfri Biblíunni, sagan væri einskonar stef við Mósebók, þar sem jarðnæðislaust fólk flýi inn á óbyggð svæði, nemi þar land e.t.v. á rústum fornra býla og Viö rústir Rangárlóns, sem er eitt af eyðibýlunum á Jökuldalsheiði. Rangárlón, stundum einnig nefnt Rangalón, var byggt árið 1844 úr Möðrudalslandi, en fór í eyði 1924. í Heiðarbýlinu lýsir Jón Trausti mannlífi og búskaparskilyrðum við þessar aðstæður. heyi þar lífsbaráttu sína. Er þar fyrst nefndur Knút Hamsun, sem leitt hafi fólk sitt yfir fjöll og heiðar í leit að gróðri í ein- hverju mýbroti. Síðan tveir er- lendir höfundar og síðast en ekki síst Halldór Laxness. Allir höfðu þeir skrifað verk sín á undan Marquez. En þar er ekki getið þess, að ári áður en hin heimfræga saga, Gróður jarðar, kom út, hafi verið rituð á Islandi saga byggð á samskonar efni — „Heiðarbýlið" eftir Jón Trausta. Sjálfstætt fólk Laxness kom út löngu seinna (1934). Aðstaða hans hlýtur að hafa verið stór- um betri en fyrirrennara hans, þar sem hann hafði tvö áður- nefnd skáldverk við að styðjast og miða við. Frægð Laxness veldur því, að saga hans hefur verið þýdd á flestar tungur heims og talin öndvegisrit. En Heiðarbýlið er meira stór- virki í skáldskap en ennþá hefur verið gert sér grein fyrir. Það virðist ljóst, að engin innlend né erlend skáld hafi haslað sér völl á þeim vettvangi fram að þeim tíma. Verkið hefði fullkomlega verðleika til þess að hljóta heimsfrægð, en því er ekki að heilsa, þar sem það aðeins hefur verið þýtt á Norðurlandamál, en á enga af hinum stóru tungum heims. Jón Trausti hafði hér engar eiginlegar fyrirmyndir við að styðjast en undirstaða verk- sins einungis skyggni skáldsins á mannlegt líf og örlög í baráttu kynslóðanna við einsemd og óbíða náttúru í aldanna rás. í upphafi þessa máls var vitn- að til spakmælisins forna: „Þeir munu lýðir löndum ráða er út- skaga áður býggðu." — En það undur hefur gerst, að unglings- pilturinn Guðmundur Magnús- son frá Hrauntanga á Öxafjarð- arheiði — síðar skáldið Jón Trausti, sannaði það með lífi sínu, að ennþá einu sinni gerðist ævintýrið um karlssoninn úr garðshorni sem vann konungs- ríkið. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. Langt er síðan lék ég hér Um heiðurskerlinguna Kötlu hefur mikið verið skrifað og skrafað. Hún hefur ekki gosið síðan 1918 og hin síðustu ár hafa menn vænst þess, að hún myndi fara að láta til sín heyra. Landsstjórnarmenn og þeir, sem næstir henni búa, hafa með ýmsum hætti búið sig undir það, að taka á móti rumski hennar. Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á Stóra Kroppi, f. 1861, d. 1952, var meðal þeirra er ljóðuðu á Kötlu eftir gosið 1918. Þar eru þessar vísur: Aldrei var hún grönnum góð, galt þeim oft án saka bláan sand og brunaglóð, brennistein og klaka. En nú var hún búin að sofa „í fimmtíu og átta ár í einum dúr“, segir Kristleifur, og þá: Heyrast dunur, skellir, skot, — skjótt til stríðs er risið. Skýjum ofar skaflabrot skoppuðu líkt og fisið. Ennfremur: Var sem leifturs Ijósahaf loftið görvallt fyllti. Niður steyptist rósaraf, reykjarmökkinn gyllti. Lýsingin er lengri og vísurn- ar fleiri en svo, að ég geti þulið þær hér allar. Þrjár til viðbót- ar: Litu fáir augum af elda rósarljóma, uns hið gráa öskuhaf allan huldi blóma. Faldi loftið aska ótt, ár og lindir gruggar. Breyttu dag í dimma nótt draugalegir skuggar. Mikið gat nú kerling kynt ketil sinn á fjöllum, sendi úr honum svarta mynt samlöndunum öllum. Þetta yrkir Kristleifur um haustið, þegar mestu ósköpin virðast afstaðin, enda hefur Katla hvílt sig þann tíma, sem síðan er liðinn. Þetta er loka- vísan: Gleymast undur, gróa sár, glóir sól í heiði. Nú hefur tindur Kötlu klár kastað sinni reiði. Eyjólfur Gíslason bóndi á Hofsstöðum í Hálsasveit, Borgarfirði, var af ætt Jóns prests og skálds á Bægisá, son- ardóttursonur skáldsins. Hann dó í Borgarnesi rétt fyrir ára- mótin 1944, þá nærri níræður. Eftir hann eru þessar vísur, ortar í elli: Bilar heilsa, lengist leið, lítið þarft er unnið. Allt mitt besta æviskeið er að marki runnið. Heldur minnkar heyrn og sýn, herðir gikt á taki, eftir því sem árin mín era fleiri að baki. Eyjólfur var fæddur við ísa- fjörð vestra, en vænt þótti honum um Borgarfjörð. Þetta mun vera ein af síðustu vísum hans: Blikar sól við Borgarfjörð, brosir landið fríða. Upp til hjalla unir hjörð í skrúðgeirum hlíða. Ekki meira frá Eyjólfi. Ósaljósabrekkan sem fyrir kemur í næstu vísu er auðvitað kvenkenning, sú sem höfund- urinn er að ávarpa, stúlkan eða telpan, sem hann er að segja frá því hvaða gestur sé kominn í hlað og hvert erindi hans er. Kannski er það sá sem kominn er og hefur kveðið vís- una á glugga. Maður kominn úti er, ósa ljósa brekka. Biöur hann að beina sér blöndusopa að drekka. Þegar Eggert Ólafsson skáld var á rannsóknarferðum sín- um um landið lá leið hans ein- hverju sinni um Þingvelli. Þá vildi svo til að einn af hestum hans hrökk ofan í gjá við veg- inn. Hópur manna var tilkall- aður, en hesturinn náðist ekki upp lifandi. Um þennan atburð orti Eggert þessa vísu, sem strax varð landskunn. Hér eru gjár og í þeim ár, auka fár þeim reisa. Undir stár þar dökkur dár, djöfullinn grár og eisa. Á síðustu árum sínum kom Bólu-Hjálmar einhverju sinni sem oftar á prestsetur, kannski hefur hann þá sótt kirkju, en annars átti hann sem kunnugt er vini meðal samtíðarklerka, þótt gagnrýn- inn væri á suma þeirra eins og vísur hans og kvæði bera með sér. Hér eru tvær kirkju- garðsvísur með glöggu hand- bragði skáldsins: Langt er síðan lék ég hér lífs með engum dofa. Fúnir undir fótura mér frændur og vinir sofa. Gleðitíð ég þrái þá, þungum raunum sleginn, að ég frelsað fái að sjá fólkið hinum megin. Hér kemur og vísa eftir Hjálmar. Hann kom að bæj- arrústum og minnist góðs vin- ar, sem þar hafði áður búið: Hér er sætið harmi smurt, höldar kæti tepptir. Rekkur mætur rýmdi burt, rústin grætur eftir. J.G.J. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.